Vísir - 07.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1979, Blaðsíða 5
Gelmfarar í lífshættu bilun er í Salyut 6. bar hafa geimfarar verið í 102 daga Komið hafa i ljós bilanir i Salyut 6, geimvisindastöð Sovét- manna. Þar dveljast nú tveir geimfarar, Vladimir Lyakhov og Valery Ryumin. Þeir hafa verið úti f geimnum i 102 daga. Ekki er vitað hve alvarleg bil- unin er, eða hvort geimfararnir eru i liíshættu. Sovésk yfirvöld hafa ekki viljað gefa neinar upp- lýsingar um hversu alvarleg bil- unin er i geimstöðinni. Geimfar hefur verið sent á loft til að reyna að laga það sem af- laga hefur farið i geimstööinni. I april var gerð tilraun til aö tengja Soyuz 33 geimfar við Saly- ut 6, en það mistókst. önnur til- raun hefur verið gerð nýlega, en húnmun einnig hafa mistekist. Liv Ullmann meðdótturina Linn eftir frumsýninguna á söngleiknum „I remember Mama”, sem hefur fengið hörmulega dóma á Broadway. Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskaiands, og Carter Bandarikjaforseti,ræða nú um orkumálin I Washington. Þjóðverjar hafa lýst yfir óánægju sinni með, að Bandarikjamenn sprengdu upp olluverðið með þvi að greiða S dölum hærra fyrir hverja tunnu en markaðsveröiösegir tilum. Simamynd frá UPI i morgum Engin DC-io i loflinu - Bandarlsk fiugmálayfirvðld kyrrsettu bær í gær Allar flugvélar af gerðinni DC-10 sem skráðar eru i Bandarikj- unum hafa verið kyrr- settar. Það kom boð um þetta frá flugmálayfir- völdum i gærdag. Félag flugfarþega hafði látið þá ósk i ljós að þotur af þessari gerð flygjuekki fyrren fullvist væri að þær væru öruggar. Félagið fór með málið fyrir dómstóla og þar var það afgreitt með frestun á flugbanninu. Nú hafa hins vegar flugmála- yfirvöld gripið i taumana og kyrr- sett allar „tiur”. Þetta er i þriðja skipti siðan slysiðvarð við Chicago 25. mai að þotur af þessari gerð eru kyrr- settar. Framleiðandi DC-10 þotanna, McDonnell Douglas. hefur lýst undrun sinni á ákvörðun flug- málastjórnarinnar. Hann segir þessa ákvörðun öfgakennda og ástæðulausa. Alls eru um 290 vélar af þessari gerð starfræktar i heiminum. Þær flytja hátt á annað hundruð þúsund farþega daglega. Þvi uröu þúsundir farþega i Bandaríkjun- um fyrir miklum óþægindum vegna kyrrsetningarinnar. Þota Flugleiða er skráð i Bandarikjunum og þar var hún i morgun. HORMULEGIR DOMAR - nema hjá slátraranum Það er óskemmtileg gagnrýni sem Liv Uilmann fær fyrir leik sinn í söngleiknum „I remember Mama” sem nýlega var frum- sýndur á Broadway I New York. Gagnrýnendur bókstaflega rifa allt niður sem gert er á sviðinu, það stendur ekki steinn yfir steini. Leikurinn er leiðinlegur, gagnrýnendur sofna næstum meðan á sýningunni stendur. Það er Richard Rodgers sem semur tónlistina i söngleikinn. Hún er sögö leiðinleg og Liv Ullmann syngur illa, eða er með öllu laglaus. En einn gagnrýnandinn, sem venjulega er kallaður slátrarinn, þar sem hann hefur verið fremur óvæginn i dómum sinum, gefur leiknum allt aðra einkunn en koDegar hans. Hún er ef til vill þyngst á metunum, þvi Clive Barnes er mjög vel metinn og virtur gagnrýnandi, sem virki- lega er tekið mark á. Barnes hælir Liv á hvert reipi, segir tónlistina aldeilis frábæra og að enginn hefði getað sungið hana betur en Liv. Billjðn floil- ara sjðður Oirumálaráðherra Venesúela hefur farið fram á að OPEC-rikin stofni stjóð til hjálpar vanþróuð- um rikjum. Ráðherrann Humberto Calderon sagði i viðtali við sjón- varpið að Venesúela mundi leggja þessa tillögu fram á næsta OPEC-fundi sem haldinn verður bráðlega i Genf. Sjóðurinn verður til að byrja með um 88 billjónir dala, ef til- laga Venesúela verður samþykkt. Kvennamal pafa Nafn Jóhannesar Páls páfa annars er nú feitletrað yfir þverar siður dagblaða á italiu og reyndar flestra landa Evrópu. Hans heilagieiki er að visu f ferðalagi i heimalandi sinu, Póllandi, en það er ekki ástæðan. Hún er sú að hann mun hafa átt sér kærustu einhvern tima I fyrndinni, sem nú er ein þekktasta leikkona Pólverja. Stuttueftir að páfi var sestur á valdastól, komu kvennamál hans fram I dagsljósið. Þau voru þegar i stað borin til baka. En nú telja menn sighafa fundið ástina hans einu, Halinu Kroklykyewycz Kwaitkowska heitir hún. Hún er leikkona við Stari leikhúsið I Krakow I Pól- Jóhannes Páll páfi átti sér kær- ustu, sem nú er leikkona I Pól- landi. landi. Karol Wojtyla, sem er skirn- arnafn páfa, og Halina, voru elskendur i mörg ár, segir I fyrirsögnum blaðanna. Það hefur aldrei komið fyrir i seinni tið að kvennamál páfa hafi borið á góma. En páfi á ekki að hafa verið við eina fjölina felldur i kvenna- málum. Hanná að hafa átt aðra kærustu, sem hann ætlaði að giftast rétt fyrir siðari heim- styrjöld. En áður en varð af þvi náðu nasistar að senda hana á vitfeðra sinna. Eftir dauða elsk- unnar sinnar, sneri páfi sér að Halinu, sem siðar giftist öðrum, þegar elskhuginn var vigður prestur árið 1946. JÚGÓSLAVÍA Portoroz - Porec Á s.l. ári vann Júgóslavia sér svo miklar vin- sældir meðal ÍJtsýnarfarþega sem frábær sumarleyfisstaður, að ekki var hægt að anna eftirspurn eftir ferðum þangað. Pantið þvi timanlega i ár og tryggið yður þann gististað, sem þér óskið eftir og hentar yður best. Bestu fáanlegir gististaðir i Portoroz og Porec, fyrsta flokks hótel með öllum þægind- um. Drottför 24. júní — 3 vikur Góð greiðslukjör

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.