Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 8
VISIR'Mánudagur 18. júnl 1979 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- 'lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. Jóóé á mánuði Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. Verð I Slðumúla 8. Simar S&6U og 82260. lausasölu kr. IM eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 Ifnur. .Prentun Blaðaprent h/f Enn hoggviö i sama knérunn? » Aukinn ollukostnafi útgeröarinnar veröur þjófiin sjálf afi bera en ekki hefur ennþá ' veriö útkijáö hvernig þeim byrOum verOur jafnaO niOur á landsmenn. Við síðustu f iskverðsákvörðun hét rikisstjórnin því að halda olíuverði til útgerðarinnar óbreyttu. Eftir fyrirsjáanlega olíuverðshækkun í júlímánuði næstkomandi mun ríkissjóður þurfa að greiða til útgerðarinnar um 550 milljónir króna á mánuði til þess að staðið verði við þetta fyrirheit. Því verður ekki á móti mælt, að þetta eru byrðar, sem þjóðin sjálf verður að bera. Þrátt fyrir hækkað fiskverðog olfugjald, eru skuttogarar og þorri bátaflotans ennþá reknir með um 5,9% halla, sem er um 4,4 milljarða árshalli. Undir eðlilegum kringumstæð- um ætti verðlag hverrar vöru að endurspegla þann kostnað, sem óumf lýjanlega þarf að greiða til að framleiða hana eða af la henn- ar. En ef ríkissjóður hlypi ekki undir bagga í þessu tilviki, lenti olíureikningur útgerðarinnar við núverandi rekstrarstöðu hennar óhjákvæmilega hjá fiskvinnsl- unni. Það er varlegt að treysta á frekari verðhækkanir á sjávar- afurðum okkar á erlendum mörkuðum, þannig að aukinn kostnaður hjá fiskvinnslunni kallar á gengissig eða gengisfell- ingu. Gengisfelling eykur síðan til- kostnað atvinnuveganna og framfærslukostnað landsmanna. Þessi hringrás er öllum kunn og þarf ekki að rekja hana frekar. Hún er að verða jafn stöðug og sólargangurinn. Nauðsynlegt er að hleypa ekki olíuverðhækkuninni í júlí inn í þessa hringrás. En það skýtur þó nokkuðskökku við, að ríkissjóður þurf i að leggja byrðar á þegnana til þess að greiða með útgerðinni, slagæð íslensks efnahagslífs. Þetta sýnir það eitt að þjóðin lif ir um efni fram. Verðmætasköpunin í landinu stendur ekki undir þeim lífshátt- um sem við höfum tamið okkur, og streftumst við að halda i. Þetta er sú bitra staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við. Ríkisstjórnin hefur ekki ennþá ákveðið með hvaða hætti standa skuli straum af því að halda olíu- verði til útgerðarinnar niðri. Hún þarf að jafna þessum olíureikn- ingi niður á landsmenn. Það verður ekki gert nema með aukinni skattheimtu, eða sam- drætti f ríkisrekstrinum, en öll teikn eru á lofti um að skattaleið- in verði valin. Meðal þeirra skattaleiða, sem nefndar hafa verið, er aukagjald á bensínverð eða svokallaður, lúxusskattur. Nauðsynlegt er að vara við því, að sú leið verði far- in. Flestir munu sammála um það, að þessi tekjustofn ríkisins sé löngu fullnýttur. Nú þegar tekur ríkissjóður drjúgan hlut til sín af bensínverði og eru tekjur af bíleigendum miklu hærri, en gert var ráð f yrir á fjárlögum. Að skattleggja þá enn frekar er að höggva í sama knérunn. Bensín sem og aðrar olíuvörur mun hækka í verði í júlí og það er ósanngjarnt að íþyngja þeim, sem þessar verðhækkanir verða að bera, með enn f rekari skatta- álögum. Það verður að f inna aðr- ar leiðir. Hingað til hef ur það ekki verið talið til munaðar að eiga bíl á ís- landi, en ef fram fer sem horfir verður það munaður innan ekki langs tíma. Rikisstjórnin um ollukreppuna: Rýrir stórlega hag hjóöarbúsins Visi hefur borist eftirfarandi fréttatil- kynning frá rikis- stjórninni um áhrif oliukreppunnar: • Undanfarin misseri hefur oliuverö á heimsmarkaöi fariö sihækkandi. Hófet sú veröhækk- un þegar oliuframleiösla féll niöur I Iran mánuöum saman, en frá írankom áöur um fimmti hluti oliu i millirikjaviöskiptum. Þegar oliuútflutningur frá Iran hófet á ný, var útflutnings- magniö mun minna en fyrir stöövunina. Vegna stöövunar útflutnings frá lran haföi gengiö mjög á oliubirgöir i löndum sem háö eru innflutningi á oliu. Eftir- spurn eftir oliu er nú meiri en framboö, og hefur oli'uskortur þegar gert vart viö sig bæöi i Ameriku ogEvrópu. Búa ýmsar rikisstjórnir sig undir aö gripa þurfi til skömmtunar á oliuvör- um næsta vetur. Skorturinn er sérstaklega tilfinnanlegur á gasoliu, vegna þess hversu mjög gekk á birgöir i kuldunum siöasta vetur. Rotterdam- markaðurinn Samkvæmt samningi frá ár- inu 1976 um oliukaup I Sovét- rikjunum ræöst oliuverö hér á landi af verðþróun á oliumark- aöi i Rotterdam, þar sem dag- verö stjórnast af framboði og eftirspurn. Hefur veröhækkun þar orðiö gffurleg siöan oli'u- kreppan hófet. Mest hefur hækkun orðið á gasoliu. A niu mánaöa timabili, frá 1. september 1978 til 1. júni 1979, hefur verö á tonni af gas- oliu FOB i Rotterdam hækkaö úr 124 bandarikjadollurum i 395 dollara eöa um 219%. Verö- hækkun á benslni á sama tima- bili er úr 171 doilara tonniö i 410 dollara eöa 140%. Svartolia hefur hækkaö úr 73 dollurum i 143 dollara tonniö, sem nemur 96%. Fjórðungur útflutn- ingstekna i oliugreiðsl- ur Þessi mikla verðhækkun á oliuvörum rýrir stórlega hag is- lenska þjóðarbúsins. Helmingur orkunotkunar i landinu byggist á oliuvörum. Fram til 1973 þurfti innan viö tiunda hluta af útflutningstekjum til aö greiða olluinnflutninginn. Sú tala tvö- faldaöist næstu tvö árin og komst hæst i um 20% eöa um fimmtung útflutningstekna, ár- iö 1975 en lækkaöi svo aftur og nam um 12,3% á siöasta ári. Miöað viö olluverö i lok mai' á þessu ári hækkar oliureikningur Islendingaum tæpa 44 milljarða króna á árinu 1979 frá árinu á undan, og er þar um 2,8 földun aö ræöa. Yrði þá oliureikningur- inn allt aö 28% af áætluöum út- flutningstekjum ársins eöa rif- lega fjóröungur. Svarar þaö til aö allt andviröi útfluttra fisk- flaka til Bandarikjanna fari til aö greiöa oliuinnflutninginn. Verðhadckunin svarar til 750.000 króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu i landinu. Reiknaö i þjóöhagsstæröum veldur oliuveröhækkunin rýrn- un viöskiptakjara um 12% og jafngildir þaö skeröingu þjóöar- tekna um 4%. Viðbrögð við vandanum Þótt snögg og stórfelld hækk- un oliuverös valdi Islendingum tilfinnanlegum búsifjum sem stendur, er margt unnt aö gera til aö draga úr þeim. Staöa landsmanna i' orkumálum er hagstæöþegar til lengri tima er litiö. Kemur þar til rikulegt vatnsafl og jarövarmi, sem meöal annars kann innan tiöar aö veita möguleika til fram- leiðslu á eldsneyti i landinu sjálfu, sem komið gæti i staö oliu. En i bráð er þaö brýnast að spara oliuorku af fremsta megni og gera ráðstafanir til að mæta röskun af völdum verö- hækkunarinnar á högum at- vinnuvega og einstaklinga. Rikisstjórnin hyggst beita sér fyrir samþættum aögerðum i þessu skyni. 1) Ahersla veröur lögö á aö ýta undir orkusparnaö á sem flestum sviöum. 2) Leitað veröur hagstæöustu samninga sem völ er á um oliuinnflutning. 3) Tekin er til starfa nefnd sem faliö er aö kanna oliuverslun- ina i' heild. 4) Innlendir orkugjafar veröa af fremsta megni látnir leysa innflutt eldsneyti af hólmi. 5) Atvinnuvegunum veröur auö- veldaöaö laga sig aö breyttu orkuveröi meö þvl að ýta und- ir endurskipulagningu og hagræðingu, sérstaklega I sjávarútvegi, bæöi I veiöum og vinnslu. 6) Jöfnunaraðgeröum til aö létta kostnaö af húshitun meö ollu veröur haldiö áfram. Samhliöa veröur gert átak til aö útrýma oliunotkun fil hús- hitunar. Mál allra Hækkun á oliuveröi bitnar þungt á hverju mannsbarni i landinu. Þaö er þvi mál allra landsmanna aö viö þessu áfalli sé brugöist meö samsölltum, markvissum aögeröum. Þar þurfa jafnt einstaklingar, fyrir- tæki, samtök atvinnuvega, fjöldasamtök og opinberar stofnanir aö leggja hönd á plóg- inn. Oliukreppan getur enn ágerst og orðið varanleg. Það er brýnt öryggismál islensku þjóðarinn- ar aö hún snúist til varnár til verndunar efnahagslegu sjálf- stæöi sinu og afkomu lands- manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.