Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 16
VlSIR Mánudagur 18. júnl 1979 4 DIRE STRAI Vissulega er það ekki ofmælt að fullyrða að hljómsveitin Dire Straits sé einhver sú hæst skrif- aða í heiminum í dag. Hinar gífurlegu vinsældir byggjast framar öðru á fystu plötu þeirra sem út kom fyrir u.þ.b. ári síðan og hefur farið sigurför ENN GERAST ÆVINTYR um gervalla heimsbyggð- ina, ef svo mætfi að orði komast. ( Ijósi núverandi stöðu Dire Straits er nán- ast óhugsandi að ímynda sér að fyrir tæpum tveim árum voru þeir illa laun- uð klúbbhljómsveit í Lon- don og virtist framtíðin viðlíka dökk og hjá öðrum hljómsveitum er svipað var á komið. En þrátt fyrir veika fjárhags- lega stööu tókst meölimum Dire Straits aö fjármagna ,,reynslu”-upptöku á fimm lög- um eftir Mark Knopfler, gitar- leikara og lykilmann Dire Straits. Otvarpsspilun þessara laga leiddi sföan til tveggja ára samnings viö hljómplötufyrir- tækiö Phonogram, sem m.a. kvaö á um útkomu þriggja platna meö Dire Straits á fyrr- greindu timabili. Fyrsta plata Dire Straits kom siöan út, llkt og fyrr er getiö siöasta sumar. Til aö byrja meö fór ekki mikiö fyrir plötunni á helstu vinsælda- listum heims, en engu aö siöur voru nokkrar þjóöir öörum fremur tiltölulega fljótar aö taka Dire Straits upp á sina arma. Má i þvi sambandi nefna Hollendinga og Belga hér i Evrópu og Astraliubúa og Ný- Sjálendinga af öörum þjóöum. Vinsældir plötunnar breiddust af þvi aö viröist nokkuö frá einu landi til annars, stööugt vaxandi eftir þvi sem nær dró siöustu áramótum og náöi hámarki sinu I Bandarlkjunum fyrir tæpum tveimur mánuöum siöan. Þá var stóra platan á ööru sæti á þarlendum vinsældarlistum og lagiö Sultans of Swing i þvi fjóröa yfir litlar plötur. Þessar „óvæntu og síöbúnu” vinsældir hafa haft þaö i för meö sér aö út- koma annarrar plötu Dire Straits hefur slfellt veriö seink- aö en upphaflega var gert ráö fyrir útkomu hennar i byrjun mai siöastliönum. En nú er biö- in langa á enda þvi aö um þess- ar mundir er platan, sem heitir Communique, viöast hvar kom- in á markaö og mun væntanleg Gjörbylting í gerð milliveggja- ryðfrítt stál notað í stað timburs. Gjörið svo vel að líta inn, eða hringið í síma 38640. . ÞORGRIMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 Ódýrara, styttir upp- setningartímann, | tryggir, að grindin | verpist ekki. hingaö til lands einhvern næstu hvort Dire Straits muni takast daga. Þá er einungis aö sjá aö viöhalda áunni viröingu og hvernig viötökur platan fær og vinsældum. Linda Clífford Söngkonan og diskóstjarnan Linda Clifford hefur aö und- an förnu veriö mikiö I sviösljós- inu eftir aö útsetning hennar á lagi Paul Simons Bridge Over Trobled Water þaut upp vin- sældalistana vestan hafs. Þaö var enginn annar en Stigwood, stoö og stytta Gibbbræöranna, sem koma auga á þessa fegurö- ardis frá New York fylki. En Linda Clifford áskotnaöist þar fyrir nokkrum árum titilinn Miss New York State. Sá titill skiptir þó ekki meginmáli þegar út í tónlistina er komiö. Clifford hóf feril sinn snemma I skemmtiiönaöinum þvl aöeins sjö ára aö aldri kom hún fram I vinsælum skemmtiþáttum I sjónvarpi þar vestra. En fyrir þann tlma stundaði Clifford bal- lettnám og lagði stund á dans ýmiskonar. Linda Clifford hefur sem sagt fengið strax I barnæsku ótrú- lega reynslu hvaö varöar fram- komu á sviöi og er hér ógetiö um fjölda sigra hennar á þessum upphafsárum ferilsins. Þó skal getið og raunar ómögulegt aö hlaupa yfir sjónvarpsþátt Sidney Poitier og Harry Bela- fonte, þar sem Linda Clifford aöeins tiu ára gömul vakti feiki- mikla athygli meö söng og dansi. En meö framkomu sinni I þessu sjónvarpsprógrammi inn- siglaöi Clifford frægö sína og var oröin ein af þessum dæmi- geröu bandarlsku barnastjörn- um. Fæstar þessar barnastjörn- ur virðast þó halda i frægöina þegar aldur og þroski færist yfir. En Linda Clifford lét engan bilbug á sér finna og helgaði sig söngnum upp frá fermingar- aldri. Meö mikilli æfingu og þrotlausum lærdómi og hlustun náöi þessi unga og laglega blökkustúlka aö skapa sér eigin söngstll, sem virtist sem eins konmar samruni Barböru Strei- sand, Ellu Fitzgerald og Arethu Franklin. t dag hefur Linda Clifford sem sagt skapaö sér nafn, sem ein- hver vinsælasta söngkona I diskótónlistinni I Bandarikjun- um enda hefur hún allt til aö beda svo sllkt mætti verða, feg- urö, skemmtilega framkomu svo og ágætis söngrödd og túlk- unarhæf i 1 eika . Hina vandfundnu leiö á toppinn hefur Clifford tekist aö brúa og vafa- laust heyrist mikiö til hennar I framtlöinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.