Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 9

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 9 ÞAÐ yrði rothögg fyrir innanlands- flug í landinu að flytja miðstöð þess til Keflavíkur og aðrir kostir á stað- setningu flugvallar í grennd við höf- uðborgina virðast óraunhæfir eða gífurlega kostnaðarsamir, að því er fram kemur í ályktun bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar um málefni Reykjavíkurflugvallar og hugmynd- ir um flutning hans. Í ályktuninni segir ennfremur: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill minna á það mikilvæga hlutverk sem höfuðborgin gegnir gagnvart íbúum landsbyggðar. Í höfuðborg- inni hafa verið byggðar upp stjórn- sýslu- og þjónustustofnanir sem all- ir þegnar landsins þurfa að eiga sem greiðastan aðgang að. Ef höf- uðborgin á að rækja hutverk sitt vel þurfa íbúar landsins sem fjærst henni búa að eiga möguleika á að heimsækja þessar stofnanir með eins lítilli fyrirhöfn og unnt er og í því sambandi gegnir Reykjavíkur- flugvöllur lykilhlutverki. Reykjavík- urflugvöllur er þungamiðja innan- landssamgangna og mikilvægt er að hann gegni því hlutverki áfram svo að aðgengi landsbyggðarfólks að höfuðborgarstofnunum verði sem best.“ Þá segir að almennt séð telji bæj- arstjórn Fjarðabyggðar að hver sveitarstjórn eigi að ráða skipulags- málum innan sinna sveitarfélags- marka en bendir jafnframt á sér- stöðu Reykjavíkurflugvallar sem samgöngumannvirkis allrar þjóðar- innar og þeirrar skyldu höfuðborg- ar að tryggja að stofnanir hennar verði öllum íbúum landsins að- gengilegar. „Því telur bæjarstjórn Fjarðabyggðar hugmyndir um að íbúar Reykjavíkur einir ákveði staðsetningu framtíðarflugvallar á höfuðborgarsvæðinu í hæsta máta óviðeigandi.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar um flutning flugvallarins Rothögg fyrir innan- landsflug í landinu HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt Íslenska járnblendi- félagið til að greiða manni rúmlega 5,5 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem varð þegar hann var í starfi hjá fyrirtækinu fyrir tæp- lega tíu árum. Hægri handleggur mannsins klemmdist á milli vagns og járn- stoðar þannig að verulegir áverkar hlutust af. Varanleg örorka manns- ins er metin 22%. Maðurinn segir slysið hafa haft afgerandi áhrif á líf sitt. Hann geti lítið beitt handleggn- um, sem hafi mjög skert vinnufærni hans. Fyrir slysið hafi hann verið heilsuhraustur og stundað íþróttir og unnið mikla yfirvinnu. Eftir slys- ið geti hann hvorugt gert. Maðurinn hélt því fram að slysið mætti rekja til vanbúnaðar á tækj- um og því bæri Járnblendifélagið skaðabótaábyrgð. Hann stefndi því fyrirtækinu og Sjóva-Almennum til réttargæslu. Járnblendifélagið mótmælti því hinsvegar og sagði að slysið mætti eingöngu rekja til vítaverðra vinnu- bragða mannsins sjálfs. Ber fjórðung tjóns sjálfur Héraðsdómur féllst að mestu á rök mannsins en taldi þó að hann hefði sýnt nokkra ógætni. Því yrði hann að bera fjórðung af tjóninu sjálfur en afgangurinn fellur á Járnblendifélagið. Samtals voru manninum dæmdar rúmlega 5,5 milljónir í skaða- og miskabætur. Þá var Járnblendi- félagið dæmt til að greiða máls- kostnað mannsins 800.000 kr. Finnur Torfi Hjörleifsson, hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Fyrir stefnanda sótti Stefán Geir Þóris- son, hrl. en Ólafur Axelsson hrl. hélt uppi vörn fyrir stefndu. 5,5 millj- ónir í bætur vegna vinnuslyss UNGUR maður undir áhrifum fíkni- efna var handtekinn í Tryggvagötu rétt eftir miðnætti í fyrrinótt þar sem hann var að sveifla kjötöxi. Hann var í hópi manna sem lentu í slagsmálum, greip til vopna og ógn- aði nærstöddum. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var öxin tekin af manninum áður en tjón hlaust af. Þrír þátttakendur í slagsmálunum voru handteknir auk mannsins en var sleppt fljótlega. Sá sem hafði öxina var hins vegar látinn gista fangageymslur lögreglu og var yfirheyrður í gærmorgun. Greip til kjötaxar í slagsmálum ♦ ♦ ♦                  !   ! !        Glæsileg verslun Full af spennandi og flottum tískufatnaði við öll tækifæri Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ath. stærðir 36-56 Full búð af nýjum vörum frá MERRYTIME MERRYTIME í Reykjavík Glæsileg undirföt Full búð af nýjum vörum Lífstykkjabúðin Laugavegi 4, sími 551 4473. Póstsendum Námskeið í postulínsbrúðugerð Ný námskeið að hefjast í mars. Ath! Afsláttur fyrir hópa, 5-6 saman t.d. saumaklúbbinn. Brúðugerð Önnu Maríu, Garðsstöðum 64, símar 587 7064 og 861 7064. NLPnám • Langar þig til að veita hæfileikunum þínum frelsi? • Að skapa jákvæðar breytingar? • Að ná ennþá betri árangri? • Þá er NLPnám fyrir þig. Alþjóðlegt nám hefst í Reykjavík 30. mars 2001, fyrsti hluti af þremur. Upplýsingar í síma 896 3615, Ragnhildur. Hrefna B. Bjarnadóttir Neuro-Lingvistisk-Programmering Útsala Handunnin massífur kapteins stóll með leðuráklæði og áletruðu nafni. Tilvalin fermingar- og tækifærisgjöf. Úrval af húsgögnum, ekta pelsum og óvenjulegum gjafavörum og ljósum. - Verið velkomin. Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.