Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 23

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 23 ÖSSUR hf. keypti félög á síðasta ári fyrir rúma 9,4 milljarða króna. Pét- ur Guðmundarson, stjórnarformað- ur Össurar hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að með kaupum á félögunum Flex Foot og Century XXII á síðasta ári hefðu þrjú fram- sæknustu fyrirtækin í stoðtækjaiðn- aðinum sameinast. Hann sagði Öss- ur hf. tæknilega fremst á sviði hulsutækni, Flex Foot hefði ráðandi stöðu á sviði gerviökkla og Century XXII byði heildstæða og fram- sækna vörulínu gervihnjáliða. Þessi kaup féllu að þeirri stefnu félagsins að geta boðið heildarlausn. Umræður um skráningu á erlendum fjármálamörkuðum Fram kom í máli Péturs að mörg verkefni eru framundan hjá Össuri hf. Áfram verður unnið að því að festa núverandi skipurit félagsins og vinnulag í sessi. Stjórnendur áætla að því verði ekki lokið fyrr en síðar á þessu ári. Stjórn og stjórn- endur munu áfram leggja mikla áherslu á vöxt fyrirtækisins og álíta að það sé vel í stakk búið til að nýta innri og ytri vaxtarmöguleika sem stoðtækjaiðnaðurinn bjóði upp á. Í því sambandi sé aðgangur að fjár- magni mikilvægur og fjárfestar hafi trú á því sem fyrirtækið sé að gera hverju sinni. „Í framhaldi af þessu er rétt að geta þess að umræður hafa farið fram innan stjórnar félagsins um skráningu á öðrum fjármálamörkuðum en á Íslandi,“ sagði Pétur. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar þar að lútandi og stjórn félagsins mun skoða þessa möguleika nánar. Þó skal áréttað að ákvörðun sem þessa verður að taka að vel athugðu máli og líta á hana sem lið í áframhaldandi þróun félagsins.“ Félagið mun sjálft sjá um sölu og dreifingu í Evrópu um mitt þetta ár Pétur sagði að stjórn Össurar teldi mikla vaxtamöguleika fyrir hendi, einkum hvað varðar innri vöxt félagsins, sem byggist annars vegar á áframhaldandi rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sem væri ein sú öflugasta í stoðtækjaiðnaðinum, og hins vegar á öflugu sölu- og dreifikerfi. Sölu- og dreifikerfi væri að fullu tilbúið í Bandaríkjunum en um miðbik þessa árs myndi félagið sjálft taka við sölu og dreifingu úr hendi umboðsaðila í helstu löndum Evrópu. Þetta kerfi myndi einnig skapa möguleika á að víkka vörulínu félagsins út til annarra vara sem notaðar væru hjá viðskiptavinum félagsins. Ein breyting var gerð á stjórn Össurar hf. á aðalfundinum í gær. Heimir Haraldsson var kjörinn í stjórnina í stað Þorkels Sigur- laugssonar sem gaf ekki kost á sér. Aðrir í stjórn eru Pétur Guðmund- arson, Gunnar Stefánsson, Kristján Ragnarsson og Sigurbjörn Þorkels- son. Össur hf. keypti félög fyrir rúma 9,4 milljarða í fyrra Stefna félagsins að bjóða heildarlausn Morgunblaðið/Þorkell Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., fór yfir helstu niðurstöður ársreikn- ings fyrir árið 2000 á aðalfundi félagsins í gær. FRAMKVÆMDASTJÓRI Að- alflutninga ehf. í Reykjavík segir að fyrirtækið ætli ekki að leggja niður vöruflutninga milli Ísafjarðar og Reykjavíkur þótt Vesturfrakt ehf. hafi ákveðið að taka upp samstarf við Flytj- anda. Þau fyrirtæki eru bæði í vöruflutningum á milli Ísa- fjarðar og Reykjavíkur og mun Vesturfrakt framvegis aka undir merkjum Flytjanda. Sigurður H. Engilbertsson, framkvæmdastjóri Aðalflutn- inga, segir Aðalflutninga vera að leita að samstarfsaðilum í staðinn fyrir Vesturfrakt og hann geri ráð fyrir að fá fyrstu umsóknina fyrir leiðina eftir helgi. Eins og hingað til ætli fyrirtækið að standa sig í sam- keppninni, enda sé samkeppni í flutningum besta tryggingin fyrir því að flutningsgjöldin rjúki ekki upp. Aðalflutn- ingar leita að nýjum samstarfs- aðilum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.