Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 30

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bernhard ehf • Vatnagarðar 24 • Sími: 520 1100 LÍKLEGA hefði það aðeins verið á færi okkar fræga leikskálds, Eug- ene Ionescos, að setja saman þessa sögu enda var hann snillingur í að draga upp myndir af heimi fárán- leikans. Hugum nú að sviðinu: Búk- arest, Litla París eins og hún hefur verið kölluð, þriggja milljóna manna borg með breiðum strætum og fögr- um húsum, er að hálfu leyti í rúst- um. Fátæktin er skelfileg, munaðar- leysingjahælin yfirfull og á götunum aragrúi af flækingshund- um. Þetta vekur litla eftirtekt á Vest- urlöndum og raunar ekki heldur rúmenskra stjórnmálamanna. Síð- ustu tíu árin hafa þeir notað til að berja hver á öðrum en í nágranna- ríkjunum hafa menn unnið að sam- félagslegri endurnýjun með aðild að Evrópusambandinu í huga. Nú hefur Traian Basescu, borg- arstjóri í Búkarest, lagt til að flæk- ingshundunum verði fækkað: Borg- aryfirvöld ætla að láta svæfa þá hunda sem eiga sér engan hús- bónda. Og sjá! Skyndilega vaknar áhugi Vesturlandamanna á Rúmen- íu. Hann snýst að sjálfsögðu ekki um að hjálpa landsmönnum og þá ekki yfirvöldunum í þessari borg sem minnir stundum mest á drauga- bæ í kúrekamynd eftir Sergio Leone. Nei, Brigitte Bardot (við bú- umst enn við að Gerard Depardieu) og annað frægt fólk, sem lítt hefur tárast yfir munaðarleysingjunum og fátæktinni, sem Ceausescu skildi eftir sig, flykkist til borgarinnar (vafalaust á fyrsta farrými) til að vernda flækingshundana og for- dæma borgarstjórann. Ég efast um að Ionescu hefði al- mennilega náð þessu. Bardot, grá- hærð og guggin, kom ekki til Búk- arest til að minna íbúana á þá þokkadís, sem hún einu sinni var, heldur til að koma í veg fyrir það sem hún kallar „þjóðarmorð á hund- um“. Hún má þó eiga það að hún kvaddi Basescu með kossi. „Eftir þessu hef ég beðið í 30 ár,“ sagði borgarstjórinn og roðnaði og þar sem Bardot vildi ekki gera sér neinn mannamun kyssti hún líka forset- ann okkar, hann Ion Iliescu. Að því búnu kvaddi hún og lét hundana og mannfólkið um að mæta örlögum sínum. Flækingshundarnir í Búkarest eru hluti af hinni ömurlegu, komm- únísku arfleið, eins og líka hálfkör- uðu íbúðarblokkirnar um alla borg og raunar um allt landið. Fyrir nokkrum áratugum var mikið af litlum húsum í borginni með litlum görðum og margir voru með hund. Á áttunda og níunda áratugnum lét Ceausescu eyðileggja flest litlu húsanna enda áttu allir sósíalískir borgarar að búa í sósíalískum blokk- um. Tugir og hundruð þúsunda manna voru flutt í blokkirnar og hundarnir fóru á vergang. Frá 1990 hefur hver borgarstjór- inn á fætur öðrum glímt við hunda- fárið án mikils árangurs enda kannski önnur mál brýnni, til dæmis húsnæðismálin og vaxandi glæpir. Basescu borgarstjóri vill verða næsti leiðtogi Lýðræðisflokksins og sagt er að hann hafi áhuga á að bjóða sig fram í forsetakosningun- um 2004. Það mun að sjálfsögðu ráð- ast af frammistöðu hans sem borg- arstjóra og því þá ekki að ráðast til atlögu við þetta vandamál sem er eins og tákn fyrir getuleysið og aumingjaskap síðustu tíu ára. Basescu segir að allir flækings- hundarnir verði handsamaðir, þeir gömlu og sjúku svæfðir, hinir geltir og bólusettir. Verður fólk hvatt til að taka þá síðarnefndu í fóstur en að öðrum kosti verða þeir svæfðir líka. Þessum fyrirætlunum var raunar mótmælt áður en Bardot kom til borgarinnar. Gabriel Andreescu, baráttumaður fyrir mannréttindum, líkti væntanlegum örlögum hundanna við Helförina og Gúlagið en blaðamaðurinn Cristian Tudor Popescu tók hann og aðra dýrarétt- indamenn til bæna fyrir það sem hann kallaði veruleikafirringu og brenglaða samfélagssýn. Samskipti stjórnmálamanna í Rúmeníu felast aðallega í því að öskra hver á annan en Basescu af- vopnaði andstæðinga sína með held- ur lymskulegum hætti. Hann talaði við þá eins og siðaður maður. Hann sagði þeim að hann væri á móti illri meðferð á dýrum en það væri skylda hans að hafa hagsmuni mannfólks- ins í fyrirrúmi. Síðan bað hann full- trúa dýraréttindasinnanna (margir þeirra konur í góðum efnum) að gefa öðrum gott fordæmi með því að taka að sér hund. Ionesco var enginn siðferðispost- uli en boðskapurinn í þessari sögu hefði ekki farið framhjá honum: Ef samfélagið skirrist við að taka á vandanum verður hann miklu verri en ella hefði verið. Flækingshund- unum í Búkarest hefur fjölgað ár frá ári og svo er líka með öll vandamálin hjá mannfólkinu. Rúmenar sjálfir verða að taka höndum saman, hér dugir engin fyrirskipun að ofan. Auðvitað er ekki hægt að taka í fóst- ur yfirgefnar verksmiðjur og at- vinnulaust fólk en fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir og horfast í augu við veruleikann. Kannski munu Rúmenar átta sig á þessu en ég efast um að fólk á borð við Brigitte Bardot muni nokkru sinni átta sig á sínum eigin fárán- leika: Að koma til lands þar sem milljónir manna búa við sult og seyru og hafa aðeins áhuga á örlög- um flækingshunda. Reuters Götumynd frá Búkarest. Oft verður fólk að taka á sig krók til að komast framhjá hundaflokkunum. Brigitte Bardot og flæk- ingshundarnir í Búkarest eftir Andrei Cornea Andrei Cornea er fyrrverandi pró- fessor í heimspeki við háskólann í Búkarest en starfar nú sem frétta- skýrandi við rúmensku deildina hjá BBC, breska ríkisútvarpinu. © Project Syndicate Stjórnarandstæðingar í Afg- anistan sögðu í gær að talib- anar hefðu eyðilagt tvær af þekktustu styttum heims, risa- stór Búddhalíkneski í héraðinu Bamiyan, þrátt fyrir hávær mótmæli á alþjóðavettvangi og tilraunir til að bjarga þeim. Mohammad Ashraf Nad- eem, talsmaður stjórnarand- stæðinga undir forystu Ahm- ads Shah Masoods, kvaðst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að talibanar hefðu „gereyðilagt bæði líkneskin“. Annað líkneskjanna er 53 m hátt og hitt 38 metra. Þau voru höggvin í klett í Bamiyan fyrir nær 2.000 árum og eru þekktustu dýrgripir afganskr- ar höggmyndalistar. Fyrr um daginn skýrði af- ganska fréttastofan AIP í Pak- istan frá því að talibanar hefðu notað sprengiefni til að eyði- leggja efsta hluta stærra lík- neskisins í fyrradag. Þeir hefðu áður eyðilagt neðsta hlutann og ráðgert hefði verið að eyðileggja miðhlutann í gær. Sjónarvottar sögðu að að- gerðunum hefði verið frestað vegna íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adha og hermt er að þær hafi verið hafnar aftur í fyrradag þegar hátíðinni lauk. Öllum tilboðum hafnað Japönsk sendinefnd fór til borgarinnar Kandahar í gær í von um að enn væri hægt að bjarga líkneskjunum. Japanir hafa hótað að hætta að veita Afgönum aðstoð verði líknesk- in eyðilögð. Wakil Ahmad Muttawakil, utanríkisráðherra Taliban- stjórnarinnar, hafði hafnað öll- um tillögum sem miðuðu að því að bjarga líkneskjunum, meðal annars um að erlend söfn keyptu þau eða að reistur yrði stór veggur til að fela þau. Leiðtogi talibana, sem hafa náð 90% Afganistans á sitt vald, gaf út tilskipun um að allar styttur í landinu yrðu eyðilagðar til að koma í veg fyrir „skurðgoðadýrkun“. Mánuði áður hertu Sameinuðu þjóðirnar refsiaðgerðir sínar gegn Taliban-stjórninni í því skyni að knýja hana til að framselja Sádi-Arabann Osama bin Laden, sem er sak- aður um að hafa staðið fyrir mannskæðum sprengjuárásum á tvö bandarísk sendiráð í Afr- íku. Talibanar sagðir hafa eyðilagt líkneskin Kabúl. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.