Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 46

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 46
MENNTUN 46 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ E itthvert fyrirbæri, sem sumir vilja kalla alþjóða- samfélagið, hefur verið tinandi af reiði undanfarna daga. Ástæðan er sú ákvörðun íslömsku hreyf- ingarinnar Taliban í Afganistan að eyðileggja líkneski í landinu, þar á meðal risavaxin, tvö þús- und ára gömul Búddhalíkneski í Bamiyan-héraði í miðhluta landsins. Talibanar í Afganistan ætla sér að eyða öllum stytt- um í landinu, smáum sem stórum, og bera það fyr- ir sig að skurðgoða- dýrkun sam- rýmist ekki lögmálum íslams. Þeir hófust handa í söfnum landsins og mölvuðu þar ýmsa fornmunina. Það var hins vegar ekki hlaupið að því að eyði- leggja Búddhalíkneskin risa- vöxnu og þurfti að beita sprengjum við verkið. Alþjóðasamfélagið reiddist heiftarlega og sendimenn voru gerðir út af örkinni til að reyna að bjarga Búddha. Reynt var bæði með góðu og illu, tilboðum og hótunum. Hótanir um efna- hagsþvinganir, sem oft duga svo ágætlega, hrökkva reyndar af talibönum eins og vatn af gæs. Metropolitan-safnið í New York lýsti sig reiðubúið til að flytja stytturnar frá Afganistan. Jap- anir, sem flestir eru fylgjendur Búddha, lýstu hryggð sinni vegna verknaðarins og reyndu allt hvað þeir gátu til að hindra frekari skemmdir á styttunum. Múslímar í öðrum löndum for- dæmdu skemmdirnar og lýstu margir því áliti sínu að túlkun talibana á íslam væri oft úr takti við viðurkenndar trúar- skýringar. Í Egyptalandi líta menn t.d. öðruvísi á hlutina og benda á að fornminjarnar þar dragi að ferðamenn og efli þar með efnahag landsins. Þær telj- ist seint skurðgoð sem gangi gegn trúarlífi landsmanna, held- ur einfaldlega minjar um liðna tíð. Talibanar sögðu að þessar yfirlýsingar væru nú bara til að halda friðinn við vestræn ríki og héldu sínu striki. Eldgömul búddhalíkneski eru án efa hinir merkilegustu gripir. Heiftarleg viðbrögð títtnefnds alþjóðasamfélags, þar sem menn náðu vart andanum af hneyksl- un yfir barbarismanum, eru samt hin áhugaverðustu. Ein- faldlega vegna þess að talibanar hafa farið illa með aðra en skurðgoð. Talibanar eru þeir sem leyfa hryðjuverkamann- inum Osama bin Laden að leyn- ast í landi sínu. Þeir banna sjón- varp og tónlistarflutning og krefjast þess að afganska þjóðin fylgi ströngustu skilyrðum íslam um klæðaburð, nafngiftir, hár- skurð og fleira af því taginu frá því að þeir komust til valda árið 1996. Alþjóðasamfélagið hefur reyndar hrist höfuðið yfir of- stækinu í talibönum og vissu- lega hefur framkoma þeirra við konur vakið athygli, þótt hún hafi skánað, enda svo margt annað sem glepur. Konur í Afganistan mega ekki lengur gegna störfum utan heimilis. Einstaka læknir eða hjúkrunarfræðingur hefur feng- ið undanþágu frá þessu banni til að vinna á sjúkrahúsum í Kabúl en þessar konur geta hvenær sem er átt von á að vera vísað heim. Konur í Afganistan mega ekki víkja út af heimilinu nema í fylgd karlmanns í fjölskyldunni, bróður, föður eða eiginmanns. Konur í Afganistan mega ekki eiga viðskipti við karlkyns versl- unareigendur. Konur í Afganistan mega ekki leita sér lækninga hjá karlkyns lækni. Konur í Afganistan mega ekki stunda nám við skóla landsins. Reyndar er bannið ekki algjört, sögur fara af því að þær megi stunda skóla fram að 8 ára aldri. Konur í Afganistan verða að hylja líkama sinn frá hvirfli til ilja. Ef út af þessari reglu bregður geta þær átt von á bar- smíðum eða að verða grýttar á götum úti. Konur í Afganistan verða að hylja alla glugga í húsum sínum svo enginn karlmaður sem fram hjá gengur sjái þær. Konur í Afganistan mega ekki nota snyrtivörur. Dæmi eru um að fingur hafi verið skornir af konum sem notuðu naglalakk. Konur í Afganistan mega ekki hlæja hátt, því enginn ókunnur má heyra rödd þeirra. Konur í Afganistan mega ekki ganga á hælaháum skóm, m.a. vegna þess að þá heyrist fótatak þeirra. Karl má ekki heyra fóta- tak konu. Konur í Afganistan mega ekki sækja opinbera viðburði. Þær mega ekki stunda íþróttir. Þær mega ekki ferðast á hjóli eða mótorhjóli, jafnvel þótt í fylgd karlkyns ættingja sé. Þær mega ekki klæðast skrautlegum föt- um, þær mega ekki láta sjá sig á svölum húsa sinna eða í görð- um, þær mega ekki ferðast í sömu almenningsvögnum og karlmenn. Það er ekki nema jákvætt að alþjóðasamfélagið svokallaða fyllist heilagri reiði þegar menn- ingarverðmæti eru eyðilögð vís- vitandi. En ef þetta sama al- þjóðasamfélag nær í krafti þeirrar heilögu reiði að finna einhver ráð til að hafa áhrif á stjórnarherra í Afganistan, þá væri óskandi að þeim áhrifum væri frekar beitt til þess að hafa jákvæð áhrif á örlög afganskra kvenna en skurðgoða. Líkneski og konur Eldgömul búddhalíkneski eru án efa hinir merkilegustu gripir. Heiftarleg viðbrögð títtnefnds alþjóðasamfélags, þar sem menn náðu vart andanum af hneykslun yfir barbarismanum, eru samt hin áhugaverðustu. Einfald- lega vegna þess að talibanar hafa farið illa með aðra en skurðgoð. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson @ucdavis.edu FYRIR hálfum mánuði ræddiég um mikilvægi þess aðnemendur skilji talnakerf-ið sem alls staðar er notað í heiminum. Nefnd voru dæmi um hvernig þessi skilningur getur birst og áréttað mikilvægi þess að hlusta á börn þegar þau eru að þróa þennan skilning. Sú ábending á bæði erindi til heimila og skóla. Mörg börn geta romsað upp töluheitum talsvert hátt upp en þau geta ekki fundið fjölda í fimm barna hópi vegna þess að þau átta sig ekki á samhengi milli heit- anna og hvers einstaks barns í hópnum. Skiln- ingur á fjöldahugtakinu er mikilvægari forsenda reiknings, og skyn- bragðs yfirleitt á tölur, en heitin eru. Heiti taln- anna skipta auðvitað máli en duga skammt ein og sér og geta villt fólki sýn á hver skilningur barns sé. Þetta er ekki sagt að ástæðulausu heldur hefur það komið í ljós í fjöl- mörgum rannsóknum á skilningi barna og námi þeirra stærðfræði. En einnig hljóta sumir lesenda að taka undir með mér að heilbrigð skynsemi geti sagt okkur fullorðnum að eitt sé heiti (nafn tölu) og annað hugtakið (fjöldinn sem talan segir til um). Að nota hluti til talnaskilnings Undanfarin ár hefur stærðfræði- próf verið lagt fyrir íslenska nemend- ur í byrjun 4. bekkjar grunnskóla. Er ég skoð- aði niðurstöður þessara prófa fyrir tveimur ár- um beindist athygli mín fljótt að villum sem tengdust vanskilningi á talnakerfinu sjálfu. Talsvert var um þessar villur og geta þær birst í ýmsum myndum. Það er óhugsandi að reikningur geti orðið einstaklingum þjált tæki í lífinu ef þessi þáttur er í ólagi. Börn, sem aldrei nota neina hluti í uppbyggingu talnaskilnings, teikna engar myndir í þá veru og eiga aldrei viðræður við sér eldra fólk um tölur og talnasamhengi, búa við alvarlega skertar aðstæður. Þeim er ætlað að ná einum og sér skilningi á grundvallaratriði þess að reikning- ur getur verið almenningseign (upp- byggingu talnakerfisins) því að þeir sem skoða önnur talnakerfi, eins og t.d. rómverska talnaritun, sjá hvílíka yfirburði sætiskerfið, sem við notum, hefur varðandi skilning á fjölda og all- an reikning. Með notkun barna á hlut- um er ekki aðeins lagður grundvöllur að skilningi þeirra heldur geta full- orðnir, foreldrar og kennarar, um leið áttað sig betur á því hvað og hvernig barnið skilur, brugðist raunhæft við og styrkt skilning þess með viðfangs- efnum sem gefa barninu kost á að endurskoða hugmyndir sínar og átta sig betur. Þessir hlutir geta verið margvíslegir, sérhannaðir kubbar, talnagrindur og ýmislegt heimalagað efni eins og myndirnar sýna. Þeir koma ekki aðeins að gagni við skiln- ing á fjölda og talnakerfi heldur þurfa þeir ekki síður að vera innan seilingar til þess að börn skilji reikniaðgerð- irnar samlagningu, frádrátt, marg- földun og deilingu og geti framkvæmt þær af fullum skilningi í huganum eða á annan hátt. Fingrareikningur og aðrar aðferðir Tvennt er ástæða til að staðnæm- ast við. Annað er notkun „puttanna“ við reikning. Þeir geta komið í stað hluta en þess eru líka mörg dæmi að þeir verða að eins konar „hækjum“ í reikningi sem fylgja fólki og hindra að athygli beinist að mikilvægum eigin- leikum talnakerfisins. Við slíkar að- stæður þróast lipur og skjótvirkur hugareikningur illa. Dæmi um þetta er þegar einstaklingur veit að 7+5 er jafnt og tólf en grípur til fingra og tel- ur á þeim 88, 89, 90, 91, 92 til að finna svar við 87+5. Hitt atriðið sem vert er að minnast á er að börn eru ótrúlega glögg að átta sig á mörgu. Foreldrar verða stundum hissa á því hvar barnið hafi kynnst einhverju. Margir þekkja dæmi um börn sem urðu einfaldlega læs án þess að nokkur settist niður með þeim og allmarga foreldra hef ég Líf í tölum X/Hvernig á að kenna börnum stærðfræði? Með orðum, með tækjum? Anna Kristjánsdóttir segir frá aðferðum í kennslu og veltir fyrir sér nýrri nálgun. Stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskólanema í 8. 9. og 10. bekk er haldin árlega. Hér eru þrír efstu frá 1999. Eyvindur Ari Pálsson, Bjarni Björnsson og Orri Tómasson. Ný verðlaun eru veitt í dag. Skilningur barna á stærðfræðihugtökum  Sérhannaðir kubbar, talnagrindur o.fl. er gott í kennslu.  Hve oft get ég borðað 2 mandarínur ef ég á 10 stykki? Anna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.