Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 59

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 59 Á HAUSTÞINGI Alþingis er komin fram þingsályktunar- tillaga um að fela rík- isstjórninni að láta semja frumvarp til laga um stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri í sam- vinnu við sveitarfélag- ið Árborg, Héraðs- nefnd Árnesinga og Byggðasafn Árnes- inga. Að tillögunni standa fjórir þing- menn Sunnlendinga – Ísólfur Gylfi Pálma- son, Árni Johnsen, Margrét Frímanns- dóttir og Drífa Hjartardóttir. Í stuttu máli má segja: Hér eru orð í tíma töluð. Mig langar nú í fáum orðum velta upp nokkrum stað- reyndum í þessu máli. Það var ekki fyrr en á 20. öldinni að tónlistin öðlast líf í íslensku samfélagi sem listgrein, í nútíma skilningi. Allt frá fyrstu árum ald- arinnar og fram til dagsins í dag hefur hún þróast hægt og sígandi frá því að vera sálma- og kvæða- söngur (þó vart hægt að tala um sönglist) í um 900 ár, upp í að verða listgrein á heimsmælikvarða í lok 20. aldar. En þrátt fyrir stíg- andi lukku seinustu áratugina hafa menn af einhverjum ástæðum ekki gert hinum sögulega þætti hennar nein skil að ráði. Oft hefur maður horft öfundaraugum til halla rit-, mynd- og leiklistar í landinu og til þeirra bókmennta sem fjalla einmitt um þess- ar listgreinar. Einnig er fjöldi hámenntaðs fólks sem gætir sögu þessara listgreina og leiðir fólk um hús þeirra og sögu. En af hverju ekki tónlist? Tilraunir menntaðra fræðimanna til að fá aðstöðu til tónlistar- rannsókna hafa ekki borið árangur né hafa menn gætt þess nógu vel að varðveita sögu hennar og miðla henni. Verður að segja að tími áhuga- mennskunnar í tónlistarrannsókn- um verði að fara að líða undir lok – á ég þar við að fræðimenn sitji heima hjá sér í öllum frístundum og stundi sínar rannsóknir reknir áfram af áhuganum einum. En af hverju tónminjasafn? Lifandi safn, sem varðveitir og miðlar heimildum sögunnar er mikilvægur þáttur í allri upp- fræðslu og rannsóknum. Þetta á líka við um tónlist. Tónminjasafn sem í væri skapað sögulegt yfirlit yfir þróun tónlistarinnar í landinu og henni miðlað til skóla, almenn- ings og fræðimanna er orðið tíma- bært framtak. Með það í huga, að tónlistarsaga Íslendinga, eins og sú sem talað er um í vestrænum skilningi, er aðeins 100 ára gömul, þá er enn til fólk sem man stóran hluta hennar, á enn ýmsa muni sem tengjast henni sem það væri eflaust tilbúið til að afhenda slíku safni væri þeim munum skapað rétt umhverfi og tengdir þeirri persónu sem þeir tilheyrðu. Gera mætti slíkt safn lifandi með mun- um, kvikmyndabrotum og hljóð- dæmum og með nýjustu tölvutækni mætti endurskapa dæmi um frum- handrit tónskáldanna og hafa til sýnis í slíku safni. Slíkt safn gæti einnig með tímanum miðlað upp- lýsingum í stafrænu formi á net- inu, m.a. til þess vaxandi fjölda ís- lenskra tónlistarnemenda sem stunda framhaldsnám erlendis og velja í vaxandi mæli ritgerðarefni sitt úr sögu íslenskrar tónlistar – er þá átt við nám á öllum stigum. Þá mætti í slíku safni bjóða upp á lifandi tónleikahald með íslenskri tónlist frá öllum tímum. Af eigin reynslu get ég sagt að áhuginn á á efninu er mikill og fer vaxandi. Mikilvægt er að hafa í huga í slíku safni að íslensk tónlistarsaga er tónsmíðar, tónlistarflutningur, íslensk dægurtónlist, saga ís- lenskrar hljóðritunar, tónleikahald, tónleikastaðir, samvinna tónsmiða og textahöfunda, útgáfa og kynn- ing á íslenskri tónlist, blaða- og tímaritsgreinar, bókaútgáfa er tengist sögu íslenskrar tónlistar og svona mætti lengi telja. Gæta verð- ur þess að safn sem þetta skapi heildarsýn. Af hverju Stokkseyri? Stokkseyri er lítil byggð við suð- urströndina. Þorpið man sinn fífil fegri í atvinnumálum en þar störf- uðu harðduglegir sjósóknarar fyrr á árum og þar þreifst blómlegt menningar- og atvinnulíf. Í þeirri umbyltingu sem orðið hefur í ís- lensku samfélagi á undanförnum árum hefur Stokkseyri orðið undir í atvinnumálum, eins og margir aðrir staðir á landinu, og þarf því að hugsa tilveru staðarins upp á nýtt. Eitt af því sem nefnt hefur verið í því sambandi er ferðaþjón- usta. Er Stokkseyri gott dæmi um slíkt framtak en það er hinn fjöl- sótti veitingastaður, Við fjöruborð- ið, sem um helgar hefur oft skákað stærstu veitingastöðum landsins í aðsókn, fyrir frábærar humarveisl- ur. Til Stokkseyrar eru aðeins tæpir 50 kílómetrar frá hinu fjöl- menna suðvesturhorni og liggur staðurinn vel við heimsóknum. Má þá einnig minnast á rómaða nátt- úrufegurð í Stokkseyrarfjöru. Stokkseyri er líka falleg í brjáluðu veðri. Brimið er hvati listsköpunar, það segir sagan okkur, ekki síst í íslenskri tónlist. Vera mætti að menn skildu íslenska tónlist betur við að heyra hana leikna undir ær- legum brymgný suðurstrandarinn- ar. Með tilkomu nýs vegar við suð- urströndina opnast ný og forvitnileg leið til þorpanna við ströndina og gæti Stokkseyri ein- mitt orðið einn hornsteinninn á þeirri leið. Því verður ekki neitað að vagga íslenskrar tónlistar í nútímalegum skilningi er í þorpunum á Eyrum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Á eng- an verður hallað þótt nefndir séu Selsbræður og afkomendur þeirra á Stokkseyri, svo og menning sú er þreifst í Húsinu á Eyrarbakka á 19. öld. Sé sagan skoðuð verður starf Páls Ísólfssonar og Sigfúsar Einarssonar, sem báðir áttu rætur í þessu umhverfi, að uppbyggingu tónlistarlífsins á fyrri hluta 20. ald- ar aldrei ofmetið og fullyrða má að þessir tveir einstaklingar hafi stað- ið í fararbroddi í tónlistarmálum allan sinn starfstíma. Hver vann tónlistinni meira á stórum hluta 20. aldar en Ragnar í Smára sem var Eyrbekkingur. Það er af þessari ástæðu sem tónminjasafn á heima á Stokkseyri. Með þessum hugleiðingum vil ég fagna framkomnu frumvarpi á Al- þingi og vil hvetja þingmenn og ráðherra, svo og alla er málið varð- ar, til að standa að baki þingmönn- um Suðurlands til að standa að rausnarlegu tónminjasafni á Stokkseyri í samvinnu ríkis, sveit- arfélagsins Árborgar, Héraðs- nefndar Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Menningin á Eyrum – hugleiðing um tónminjasafn Bjarki Sveinbjörnsson Tónlist Því verður ekki neitað, segir Bjarki Svein- björnsson, að vagga íslenskrar tónlistar í nútímalegum skilningi er í þorpunum á Eyrum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Höfundur er tónlistarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.