Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VALGEIR Sigurðsson, skjalavörður í Kópavogi, vök- ull varðmaður íslenskrar tungu, sendir mér hið góða bréf sem fer hér á eftir: „Heill og sæll, Gísli, og beztu þakkir fyrir alla þætt- ina. Ekki alls fyrir löngu var ég ásamt nokkrum öðrum stadd- ur í vinarhúsi. Gestgjafi okk- ar á að baki áratuga langa reynslu af margháttuðum út- gáfustörfum, prófarkalestri, handritalestri, þýðingum o.fl. Nú fór einn gestanna og hús- ráðandinn að segja okkur að þeim leiddist mjög þegar menn töluðu um að „koma á móts við eitthvað“, í merking- unni að „koma til móts við...“ Þetta sæist nú og heyrðist æ oftar, og að þeim væri það hvimleitt. Ég var beðinn að koma þessu á framfæri við þig, og því erindi hef ég nú skilað. En fleira bar á góma í þess- ari mjög svo ánægjulegu heimsókn. Öllum bar okkur saman um, að þetta sem allir eru að tuggast á núna, að „treysta einhverjum fyrir einhverju“ væri samruni úr tveim orðatiltækjum, annars vegar að trúa einhverjum fyr- ir einhverju (til dæmis leynd- armáli), og hins vegar að treysta einhverjum til ein- hvers. „Ég treysti honum al- veg til þess, hann er svo dug- legur.“ – Ég segi fyrir mig, að ég heyrði þessi orðatiltæki notuð, bæði af lærðum og leikum, allt frá barnæsku, og ævinlega aðgreind. Alveg þangað til ég fluttist til Reykjavíkur árið 1957, en þá sá ég og heyrði þetta að „treysta mönnum fyrir ein- hverju“ notað bæði í ræðu og riti. En aldrei fyrr. Væri ekki ráð, Gísli, að benda fólki á þennan sam- runa, og helzt að vinna gegn honum? Ég hef nefnilega orð- ið þess var hér „fyrir sunn- an“, að fólk trúir því ekki að hér sé um tvö orðatiltæki að ræða, það er svo lengi búið að segja og heyra aðra segja „að treysta fyrir“, að það heldur að þetta hafi alltaf verið svona, og engan veginn öðru- vísi. Einkum og sér í lagi á þetta við um þá sem eru ekki alltof fótvissir á málfars- svellinu. Og nú segja næstum allir „hvaðan kemurðu“, þegar þeir spyrjast fyrir um upp- runa þess sem rætt er við. Jafnvel prýðisgóðir þátta- gerðarmenn útvarpsins mæla flestir svo, kannski með tveim eða þrem undantekn- ingum. Líklega er orðið of seint að uppræta þessa leiðu „enskumengun“, sem ég vil kalla svo, en mætti ekki reyna að hefja andóf og áróð- ur gegn henni? Sértu svo kært kvaddur.“ Umsjónarmaður þakkar Valgeiri kærlega fyrir. Hann er honum í öllum atriðum sammála og vill sérstaklega hnykkja á síðasta efnisatriði bréfsins. Sögnin að koma er endalaust notuð, þar sem sögnin að vera ætti að heyr- ast eða sjást. „Hann kemur frá Þýskalandi“, heyrist iðu- lega um mann sem er frá Þýskalandi, þótt hann komi kannski frá Japan. „Hvaðan kemurðu?“ þýðir í raun allt annað en Hvaðan ertu? Fréttamenn varpa og blaða eru góðfúslega beðnir að gaumgæfa þetta.  Vilfríður vestan kvað: Hún Kidda af kátínu hló, því að konan var holdug og frjó; hún gerðist svo frjáls allt frá görn upp í háls, þegar greyið hann Sigfinnur dó.  Meira úr nýyrðaskrá Les- bókar 1926, sjá þátt 1091: 1) drill rennibor, 2) dörslag grófsáld, 3) extrakt veig, 4) faktúra reikningur 5) filial útibú, 6) frotté ýfingur, 7) gerikti listi, faldur, 8) geni- ver ginfari, einir, 9) grammo- fon hljóðriti, 10) griffill stíll, 11) gúllax bitlingur, 12) hakkeböff saxbauti, 13) harmonika dragspil, 14) hjól- hestadæk hjólbarði, 15) jumpers prjónapeysa, 16) humbug hégómi. Sést enn á þessu að misjöfn eru örlög orðanna.  Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar, Ari Páll Kristins- son, fjallar hér í blaðinu 14. febrúar rækilega um þá firru að Íslendingar eigi að skil- greina sig sem tvítyngda þjóð, eins og t.d. Belgir og Kanadamenn. Ég leyfi mér að þakka Ara Páli og tek mér Bessaleyfi að endurbirta hér hluta af orðum hans, því að ég get ekki betur: „Hann bætti því við að þetta væru sérkennilegar hugmyndir, ekki síst í ljósi þess að margar þjóðir á Norðurlöndunum og í Evrópu berðust við að hreinsa þjóð- tungur sínar og litu til Ís- lendinga sem fyrirmyndar í þeim efnum. Nú væri til dæmis í undirbúningi sam- norræn athugun á því hvern- ig tungumálin á Norðurlönd- um hefðu þróast með tilliti til nýrra og fjölbreyttari notk- unarsviða tungumálanna. Ís- lenskan stæði mjög vel að þessu leytinu til gagnvart enskunni. Danir, Norðmenn og Svíar væru hins vegar í svipaðri stöðu nú gagnvart enskunni og við hefðum verið í gagnvart dönskunni á 19. öldinni. Nú væri verið að reyna að grípa til aðgerða í þessum efnum á Norðurlönd- unum.“ --- „Við eigum eftir að tapa tungunni ef við missum trúna á gildi hennar. Ef við setjum eitthvert tungumál jafngilt móðurmálinu erum við búin að gengisfella íslenskuna, hætt að halda í við þróunina og farnir að hörfa þess í stað,“ sagði Ari Páll. Hann sagði að málræktar- fólk í öðrum löndum liti til Ís- lands sem fyrirmyndar um það hvernig hægt væri að reka iðnvætt nútímaþjóðfélag og viðhalda jafnframt þjóð- tungunni. „Menn mega ekki halda að það sé eitthvað sjálfgefið. Það er öðru nær. Miklu stærri þjóðir eins og Þjóðverjar og Danir eru að sjá það núna að þeir þurfa á öllum sínum kröftum að halda í þessum efnum,“ sagði Ari Páll að lok- um.“  Hlymrekur handan kvað: Það er fullkominn vafi hversu fús ég er að fara í átök við Lucifer. Oftastnær er það, og oftastnær fer það eftir því í hvernig rús ég er.  Auk þess fær Hulda Gunn- arsdóttir prik fyrir „að renna sér“ (ekki „skíða“). Ath. vel: Í síðasta þætti skiptist á einum stað skakkt milli lína: „Máls-pjöllum“ fyr- ir mál-spjöllum. Beðist er velvirðingar á þessu. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1100. þáttur Í LOK janúar stóð til að halda ræðu- keppni milli Haga- skóla og Tjarnarskóla á vegum ÍTR. Ræðu- liðin voru búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning en daginn sem keppn- in átti að vera blés að- stoðarframkvæmda- stjóri ÍTR, Gísli Árni Eggertsson, hana af. Daginn eftir, 5. febrú- ar, birtist viðtal við Gísla Árna í Mbl. þar sem hann reynir að skýra ákvörðun sína. Þær skýringar eru þess eðlis að við getum ekki orða bundist. Má ekki ræða málefni nýbúa? Ástæðan fyrir upphlaupi Gísla Árna var umræðuefni keppninnar, „Nýbúar á Íslandi“. Rétt er að geta þess strax að þetta umræðu- efni var ekki frá skólunum komið, heldur, þvert á það sem Gísli Árni gefur í skyn, var það ákveðið af þeim sem sjá um keppnina fyrir ÍTR. Eftir 10 daga þrotlausan und- irbúning ræðuliða skólanna var keppninni aflýst af ÍTR vegna um- ræðuefnis sem ÍTR hafði sam- þykkt tveim vikum áður. Skilaboðin eru skýr. Sum mál- efni má alls ekki ræða og örugg- lega ekki ef til stendur að fram komi fleiri en ein hlið á málinu. Þetta eru hin svokölluðu „við- kvæmu mál“. Þegar þau koma upp eru réttu viðbrögðin að þagga um- ræðuna algerlega niður og leyfa fólki ekki að mynda sér skoðanir byggðar á traustri vitneskju. Þetta er síðan auðvitað uppspretta for- dóma því fordómar eru ekkert annað en hugmyndir byggðar á vanþekkingu. Þeir sem láta sér annt um hags- muni nýbúa, eins og ÍTR, ættu að vera fyrstir til að fagna umræðu um málefni þeirra. En svo er greinilega ekki. Þeir vilja bara að láta í ljós vel valdar, þ.e.a.s. sínar eigin, skoðanir á málefninu og ef einhverjir eru annarrar skoðunar er þeim bannað að ræða þær. Það er greinilegt að innan ÍTR hafa hugmyndir um málfrelsi og skoð- anafrelsi takmarkaðan hljóm- grunn. Gísli Árni hefur af föður- legri fyrirhyggju sinni tekið að sér að ákveða hvað megi ræða og hvað ekki. Hann segir síðan, til styrktar ákvörðun sinni, að hann hafi einnig ,,heyrt haft eftir“ hæstaréttarlög- manni að það gæti beinlínis verið ámælisvert fyrir opinbera stofnun að standa fyrir umræðum af þessu tagi. Fróðlegt væri að vita hvaða hæstaréttarlögmaður telur það ólöglegt að menn nýti sér málfrelsi sitt. Eins væri gaman að heyra hvers vegna opinber stofnun má ekki standa fyrir eðlilegri umræðu um nýbúa eins og önnur þjóð- félagsmál. Treystir ÍTR ekki ungu fólki? Gísli Árni segir ennfremur: „Okkur ber ákveðin skylda til þess að verja þessa einstaklinga sem eru að alast upp í okkar samfélagi fyrir ónærgætinni umræðu.“ Hann segist reikna með að fæstir nem- endur í grunnskóla hafi þroska til Fordómar ÍTR Daníel Isebarn Stefán Ingi Valdimarsson UNDANGENGNA skammdegismánuði hef ég ekki skrifað neitt til birtingar í Mbl. og hef hlotið fyr- ir ákúrur frá dyggum lesendum greina minna. Þeim snuprum ætla ég nú að sinna með því að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið. Tilefni síð- ustu skrifanna var saga Georges Orwells, 1984, um alræðisríki Stóra bróður. Í þeirri sögu hétu öll ráðuneytin öfug- mælanöfnum. Friðar- ráðuneytið sá um stríðið. Gnægta- ráðuneytið sá um að halda lýðnum við hungurmörkin. Kærleiksráðuneytið annaðist pyntingar og aftökur og sannleiks- ráðuneytið ákvað hvaða lygi skyldi vera sannleikur og boðaði hann að viðlögðum af- arkostum. Í greininni var látið að því liggja, að í okkar samfélagi svifi andi sannleiks- ráðuneytis iðulega yf- ir vötnum og menn hefðu verra af að andæfa gegn honum. Síðan þetta var skrif- að hef ég fregnað af skoðun fyrrverandi sjálfstæðismanns á miðjum aldri, sem taldi, að engir nema ellilífeyr- isþegar hefðu sér að skaðlausu fullt skoðanafrelsi í þessu sam- félagi og nefndi skrif mín til vitnis um það. Ég gæti án nokkurrar áhættu haft hvaða skoðun sem ég kysi, en það gæti hann ekki. Þetta skoðanafrelsi hef ég óspart nýtt í ótal blaðagreinum mér til afþreyingar. Að sjálfsögðu gleðst ég hvert sinn sem ég verð þess var – og þau skipti eru orðin mörg – að þessi skrif hafa verið lesin og það jafnvel í þaula. Áhrif slíkra skrifa eru ekki mikil. Þar hjálpar til, að andi sannleiksráðu- neytisins hefur ítrekað komið í veg fyrir, að ríkisfjölmiðill fjalli um skrifin og dreifi þannig efni þeirra. Ég hef leitt fram rök, sem ættu að duga til þess, að ríkisstjórnin nyti ekki fylgis nokkurs manns nema þessara fáu, sem beina hags- muni hafa af ríkjandi fiskveiði- stjórn. Of stór hluti þjóðarinnar – blessunarlega minnkandi – kýs að styðja þessa ríkisstjórn sérhags- munanna. Nú hef ég hér um sinn ákveðið að hætta þessu andófi, en tileinka mér þess í stað boðskap sannleiks- ráðuneytisins. Auðvitað var auðlindanefndin einhuga í niðurstöðu sinni. Við eig- um ekki að fást um það, þótt helm- ingur nefndarinnar eða svo væri með ágreining og fyrirvara, jafnvel um grundvallaratriði nefndarálit- sins. Allir framámenn stjórnarinn- ar hafa brýnt fyrir okkur einingu nefndarinnar og því eigum við að trúa. Menn eiga ekki að lesa svona langan og leiðinlegan texta. Og árangurinn af fiskverndinni í tuttugu ár undir traustri leiðsögn Hafró er stórkostlegur og bjargaði fiskistofnum. Við megum ekki láta eitthvert lítilræði villa okkur sýn eins og það, þótt leyfilegur þorsk- afli hafi minnkað um helming og afli ýmissa annarra botnfiskteg- unda þaðan af meira. Við vitum og höfum kynnt alþjóðasamfélaginu, að við búum við besta fiskveiði- stjórnarkerfi í heimi og á þá boðun Hannesar Hólmsteins og Ragnars Árnasonar á sannleikanum má ekki falla minnsti skuggi, þegar svo snjallir og víðsýnir menn eiga í hlut. Við fögnum allri þeirri hagræð- ingu, sem við fréttum af og leiðir beint af þessu afbragðskerfi. Við gleðjumst í hvert skipti sem eitt fyrirtæki étur annað eða samein- ast því, af því að við vitum, að þannig verður hagræðingin til og fyrir hana er öllu fórnandi. Við megum þess vegna ekki setja fyrir okkur, þótt einatt sé verið að flytja veiðiskapinn frá minna skipi, sem veiðir ódýrt, á stærri skip, sem veiða dýrar, því að þá gerum við okkur ber að því að skilja ekki, að það eru þeir, sem betur standa sig, sem eru að ýta skussunum út og það er svo hagkvæmt. Ekki eigum við heldur að hafa áhyggjur af því, þótt fáein útgerðarpláss leggist af. Það er eðlilegur herkostnaður við að ná fram hagræðingunni. Enn verðum við að horfa jákvætt á það, þegar þrauthagrædd fyrirtæki auka sífellt skuldir sínar. Það er bara til marks um hversu mikla trú stjórnendur fyrirtækjanna og lánveitendanna hafa á hagræðing- unni og ekki situr á okkur að draga þá trú í efa. Loks hljótum við að sýna því fyllsta skilning, þegar fyrirtækin, sem mest hafa hagrætt geta ekki greitt sjálfum sér og sjómönnum nema 70 til 90 krónur fyrir þorskkílóið meðan aðrar fiskvinnslur greiða 50 til 80 krónum meira á markaðnum. Af sjálfu sér leiðir, að þeir, sem ekki hafa þurft að fórna sér í þágu hag- ræðingarinnar geta greitt hærra verð og látið þann rekstur bera sig Um frelsið og sannleikann Jón Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.