Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 69

Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 69
Gala. Þar komu fram ýmsir lista- menn af íslenskum uppruna og ann- að fólk sem á einn eða annan hátt er áberandi í þjóðlífinu hér eins og Linda Lundstrom sem er þekktur fatahönnuður hér í borg og Bjarni Tryggvason geimfari. Sérstakir gestir okkar voru Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, Hjálmar W.Hannesson sendiherra og Svavar Gestsson aðalræðismaður. Hátíðahöldin heppnuðust vel hér í Ontario. Við náðum til margra sem hingað til hafa ekki tekið virkan þátt í Íslendingasamfélaginu. Það kom mjög sterkt í ljós að við erum stolt yfir því að koma af sama stofni og fyrstu landnemar Norður-Ameríku. Samband Íslands og Kanada mun vonandi halda áfram að vaxa með tilkomu sendiráða í báðum löndum. Skipulagðar heimsóknir listamanna munu eins hjálpa til og upp hefur verið sett sérstakt prógram til að stuðla að því. Á þessu ári mun Fríð- ur Ólafsdóttir ferðast um Kanada og fræða okkur um þjóðbúninga og Carole Davis sópransöngkona mun ferðast um Ísland. Á þennan hátt munu Íslendingar á Íslandi og í Kanada deila arfleifð hverjir ann- arra. Það er mikilvægt að byggja ofan á þann grunn sem hér hefur verið lagður. Það er miður að Svavar Gestsson aðalræðismaður verður ekki gerður að sendiherra í Ottawa því hann hefur byggt upp mjög góð sambönd við fólk út um allt Kanada. Það verður mikilvægt fyrir nýjan sendiherra að ferðast um landið og kynnast þessum Íslendingasam- félögum svo að hann geti haldið áfram að þróa samband landanna. Það er mikilvægt að heimsókna- prógrammið sem ég sagði frá hér að ofan komist á góðan fjárhagslegan grunn svo það geti vaxið. Eins ætt- um við að setja upp prógramm til þess að senda íslenska tónlistar- menn og kokka á þorrablótin okkar hér í Kanada. Snorraprógramminu þarf einnig að viðhalda. Eins mætti koma af stað betra samstarfi milli ferðamálaráðs og íslensku klúbb- anna hér til þess að dreifa bækl- ingum og upplýsingum um Ísland, og eins þarf að sjá til þess að a.m.k. ein ferðaskrifstofa í hverri borg geti aflað sér kunnáttu um Ísland og þá ferðamöguleika sem landið hefur upp á að bjóða,“ sagði Gail McCleery. Söguleg stund Neil Bardal, heiðursaðalræðis- maður Íslands í Gimli, var ánægður með hátíðahöldin eins og allir aðrir sem Morgunblaðið ræddi við. „Öll þau hátíðahöld sem fóru fram hér í Manitoba voru mikilvæg og heppn- uðust vel. Ef ég á að nefna eitthvað sem sértaklega stendur upp úr í mínum huga þá nefni ég það þegar landstjóri Kanada tók á móti forseta Íslands hér í Winnipeg. Það var í fyrsta skipti í sögu Kanada sem landstjórinn tekur á móti þjóðhöfð- ingja annars staðar en í höfuðborg- inni Ottawa. Aðrir atburðir sem ég vil sérstaklega nefna eru heimsókn forseta til Gimli og ræða hans á Ís- lendingadeginum, og svo tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tón- leikahöllinni í Winnipeg. Auk þess má nefna heimsókn for- sætisráðherra og konu hans til Gimli þar sem þau tóku þátt í há- tíðahöldum í tilefni þess að 125 ár voru liðin frá því Íslendingar komu til Nýja-Íslands. Þessi hátíðahöld hafa hleypt nýju lífi í samskipti Íslendinga og Vestur- Íslendinga. Nú þurfum við að fylgja þessu eftir. Opnun sendiráða í Kan- ada og á Íslandi kemur í beinu fram- haldi af hátíðahöldunum. Við erum rétt búin að finna þefinn af því hvað menningarsamskipti okkar geta orðið og við höfum áhuga á að halda áfram að fá heimsóknir frá íslensku lista-, mennta- og viðskiptafólki. Allt þetta mun hafa jákvæð áhrif á ferðaiðnað á báðum stöðum. Ég er eins sannfærður um að augu fólks í báðum löndum munu fljótlega opn- ast fyrir þeim viðskiptamöguleikum sem aukið samstarf landanna býður upp á,“ sagði Neil Bardal. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Kanada. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 69 Aðalfundur Aðalfundur Omega Farma verður haldinn í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, föstu- daginn 23. mars 2001 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningur félagsins fyrir árið 2000. 3. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 4. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. 5. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningur félagsins, dagskrá og tillögur, liggja frammi á skrifstofu, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Reykjavík, 7. mars 2001 Stjórn Omega Farma ehf. Naumast líður sá dag- ur, trúlega væri nær að segja að margsinnis á hverjum degi gerist það, að einhver skóla- nemandi, fræðimaður eða fjölmiðlagarpur grúfi sig yfir ritverk Páls Eggerts Ólason- ar, „Íslenskar ævi- skrár“, eða önnur heimildarrit. Páll Egg- ert var fjölhæfur og margt til lista lagt. Hann lék sjálfur á org- el við fermingu sína í Breiðabólsstað- arkirkju í Fljótshlíð. Svo kallaði hann Ey- stein Jónsson fjár- málaráðherra „drenginn þarna inni hjá mér“ þegar hann var ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. Þá hafði Páll Eggert látið af bankastjórastarfi í Búnaðarbankanum eftir farsælt starf þar sem aðalbankastjóri um tveggja og hálfs árs skeið. Börn Þorgríms Þórðarsonar héraðslæknis í Borgum í Horna- firði og vinnuhjú hans geymdu í minni gleðistundir frá dvöl Páls Eggerts, en hann var heim- iliskennari þar eystra og kenndi heimilisfólkinu á skautum, stjórn- aði söng og hljóðfæraleik öllum til yndis. Spegillinn birti á sínum tíma kvæði um Búnaðarbankann. Það var um þær mundir sem Páll Egg- ert var skipaður aðalbankastjóri. Auk hans voru þeir Pétur Magn- ússon og Bjarni Ásgeirsson skip- aðir bankastjórar. Spegillinn birti skopmynd af bankastjórunum í sama blaði og ljóðið. Af tilefni þess að bankaráð Búnaðarbankans er mjög á dagskrá um þessar mundir má segja að það sé við hæfi að rifja upp kveðskapinn og skopmyndina. Búnaðarbankinn (ort af bónda) Banka fáum við bændur nú, bráðnauðsynleg er stofnun sú. Alveg skítblankir erum við, illa gengur með fólkshaldið. Vélmenningu viljum því veita okkar hrjóstursveitir í. Ekki er að tvíla uppá það, ef við komum með víxilblað, peninga óðar Páll oss ljær, svo pantsetja ei þurfum hross né ær. Helst er Jónasi fylgjum fast farsæld og lánið margfaldast. Herra Páll Eggert prófessor, peninga æðsti hirðir vor vertu gjarn á að veita oss víxla og önnur fínanshnoss. Blessaðu Tímans bændasafn, svo blessað vér getum æ þitt nafn. Timóteus Alveg skítblankir erum við, illa gengur með fólkshaldið Pétur Magnússon, Páll Eggert Ólason, Bjarni Ásgeirsson. Eftir Pétur Pétursson FÉLAG um verndun hálendis Aust- urlands, Fuglaverndarfélag Íslands, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsam- tök Íslands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Sól í Hvalfirði og Um- hverfisverndarsamtök Íslands standa að því að heiðra einhvern ein- stakling fyrir einstakt framlag til náttúru- og umhverfisverndarmála. Þetta er í þriðja sinn sem þessi við- urkenning verður veitt. Árið 1999 hlaut Guðmundi Páll Ólafsson nátt- úrufræðingur þessa viðurkenningu og á síðasta ári voru Helga Hall- grímssyni náttúrufræðingi veitt verðlaunin. Úthlutunarnefnd skipa að þessu sinni Guðrún Agnarsdóttir læknir, Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðu- maður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Hlutverk úthlutun- arnefndar er að velja einstakling sem hefur með framsýni og verkum sínum með afgerandi hætti stuðlað að betri náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og/eða alþjóðlega. Við- urkenninguna hlýtur einn einstak- lingur. Stefnt er að því að viðurkenn- ingin verði afhent við hátíðlega athöfn á degi umhverfisins 25. apríl nk. Úthlutunarnefnd óskar eftir til- lögum um einstakling sem vegna verka sinna og athafna á undanförn- um árum er þess verðugur að hljóta þessa viðurkenningu. Æskilegt er að tilnefningu fylgi stutt greinargerð þar sem færð eru rök fyrir henni. Tillögur skulu sendar skrifstofu Landverndar, Ránargötu 18, 101 Reykjavík og skal umslagið merkt „Viðurkenning – tilnefning“. Frestur til að skila tillögum er til 6. apríl nk. Tilnefningar óskast Viðurkenning frjálsra félagasamtaka um umhverfis- og náttúruvernd DR. GERHARD Sabathil, sendi- herra framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB) gagnvart Ís- landi og Noregi, fjallar um það sem efst er á baugi í þróun ESB um þess- ar mundir á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Lögfræðiakademíunnar í Litlu- Brekku mánudaginn 12. mars kl. 17.15. Mun dr. Sabathil fjalla um Nice- sáttmálann, endurskoðaðan stofn- sáttmála ESB, sem samþykktur var á leiðtogafundi sambandsins í Nice í desember. Nice-sáttmálanum, sem nú bíður lögfestingar í aðildarríkjum ESB, er ætlað að ryðja brautina fyrir inn- göngu þeirra 12 ríkja sem standa í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Hann felur meðal annars í sér nauðsynlegar breytingar á ákvarðanatöku og skipulagi stofnana eftir að aðildarríkjum ESB fjölgar úr 15 upp í 27. Fyrirlesturinn verður á ensku og að honum loknum verður tími fyrir umræður. Boðið verður upp á kaffi- veitingar. Opinn fundur um Nice-sátt- mála ESB STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna samþykkti eftirfar- andi ályktun á fundi sínum 4. mars sl.: „Samband ungra framsóknar- manna lýsir yfir óánægju með reglu- gerð nr. 125/2001 er varðar höfund- arréttargjöld af stafrænum miðlum svo sem áskrifanlegum geisladisk- um, geisladiskabrennurum og tölv- um. Samband ungra framsóknar- manna telur það algjörlega óásætt- anlegt að innheimt skuli gjöld af tækjum og miðlum sem hugsanlega gætu verið notuð til ólöglegrar vist- unar á efni sem varið er af höfund- arréttarlögum. Einungis brot af þeim áskrifan- legu geisladiskum sem fluttir eru til landsins eru notaðir til ólöglegrar vistunar efnis og því ljóst að reglu- gerðin refsar saklausum fyrirtækj- um og einstaklingum fyrir að stunda löglega starfsemi. Með tilliti til þessa krefst Samb- and ungra framsóknarmanna þess að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra felli fyrrnefnda reglugerð taf- arlaust úr gildi.“ Lýsa óánægju með gjöld af geisladiskum NÝLEGA urðu eigendaskipti á hannyrðaversluninni Nálinni, Laugavegi 8, Reykjavík. Nýr eigandi er Kristbjörg G. Gunnarsdótttir og mun hún reka verslunina áfram með sama hætti og verið hefur. Myndin sýnir Kristbjörgu og Lydíu Grinko að störfum. Nýir eigendur að Nálinni alltaf á sunnudögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.