Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Pöntunarsími: 56 20 400 Cape Sun Inter-Continental SPENNANDI SUÐUR-AFRÍKA Páskar 8.-16. apríl - aðeins 3 vinnudagar CAPE TOWN - fá sæti - nýtt frábært tilboð á 5* lúxusdvöl CAPE SUN INTER- CONTINENTAL HOTEL m. morgunv., flug, gist. Þetta hótelboð jafngildir að fljúga frítt til Suður-Afríku! FLOKKSÞING Framsóknarflokks- ins hefst á morgun á Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið er það 26. í röðinni og er að þessu sinni haldið undir yf- irskriftinni „Framsókn fyrir land og þjóð“. Seturétt á þinginu hafa 800– 900 fulltrúar alls staðar af landinu. Á morgun flytur Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, setningarræðu. Einnig flytja ritari og gjaldkeri flokksins skýrslu um störf sín. Eftir hádegið hefjast almennar umræður og nefndir hefja störf. Á laugardegin- um verður umræðum og nefndar- störfum framhaldið. Þá munu ráð- herrar flokksins einnig sitja fyrir svörum. Forysta flokksins kosin á sunnudag Flokksþinginu lýkur á sunnudag- inn með afgreiðslu ályktana og kosn- ingu forystu flokksins. Þrír hafa boðið sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins, en það eru al- þingismennirnir Guðni Ágústsson, Jónína Bjartmarz og Ólafur Örn Haraldsson. Tveir hafa boðið sig fram til embættis ritara, en það eru alþingismennirnir Hjálmar Árnason og Siv Friðleifsdóttir. Á flokksþinginu verða einnig teknar fyrir viðamiklar breytingar á lögum Framsóknarflokksins. Á þinginu verða einnig veitt bjart- sýnisverðlaun Framsóknarflokksins. Flokksþing framsókn- armanna um helgina BÚIST er við Boeing 737-300F fragtflugvél flugfélagsins Blá- fugls til landsins í lok þessarar viku, eftir viðamiklar breyting- ar í Alabama í Bandaríkjunum. Vélina á að nota í áætlunar- og leiguflugi frá Íslandi. Ráðnar hafa verið fjórar tveggja manna áhafnir á vélina. Hún verður staðsett á Kefla- víkurflugvelli og verður m.a. flogið í reglubundnu áætlunar- flugi á vegum UPS og Flug- flutninga ehf. á leiðinni Kefla- vík - Leeds - Köln - East Midlands - Keflavík. Vél Blá- fugls vænt- anleg í vikulokin HEILDARSKIPULAG í samgöngu- málum og bein tenging innanlands- flugs við millilandaflug er nauðsyn- leg til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni, sem þarf að sækja aukna hlutdeild í tekjum af erlendum ferðamönnum. Í því skyni gæti Keflavíkurflugvöllur orðið öflug mið- stöð samgangna á Íslandi og til Grænlands, þar sem millilandaflug og innanlandsflug gætu tvinnast saman ásamt öðrum ferðamáta í einu heildarsamgöngukerfi innanlands. Þetta kom m.a. fram á málþingi um áhrif staðsetningar innanlandsflug- vallar á ýmsar tegundir ferðaþjón- ustu, sem Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga stóð fyrir í í gær. Úlfar Antonsson, deildarstjóri inn- anlandsdeildar Ferðaskrifstofu Ís- lands, sagði erfitt að segja til um hvort flugvöllurinn ætti að fara úr höfuðborginni til Keflavíkur en hins vegar væri ljóst að nauðsynlegt væri að skapa heildarstefnu í almennings- samgöngum hérlendis. Í erindi hans kom fram að ríflega 300.000 ferða- menn hefðu komið til landsins í fyrra og samkvæmt spám mætti reikna með að þeim fjölgaði í eina milljón næstu tvo til þrjá áratugina. Úlfar sagði 95% þeirra koma til að njóta náttúru landsins en hins vegar væru tekjur landsbyggðarinnar af ferða- mönnum verulega óhagstæðar í sam- anburði við tekjur sem menn hefðu af ferðamönnum á höfuðborgarsvæð- inu. Innan við 15% af farþegum í inn- anlandsflugi í dag eru erlendir ferða- menn og taldi Úlfar að fjölgun þeirra væri líkleg til að standa undir helm- ingi allra tekna í innanlandsflugi á komandi árum og innan 20 ára yrði ekki hægt að stunda arðbært innan- landsflug án þessa hóps. Þessir far- þegar geri auknar kröfur um hraða og þjónustu og því sé ljóst að bæta þurfi samgöngukerfi landsins og tengja betur flug og aðrar almenn- ingssamgöngur. Úlfar velti upp þeirri spurningu hvort ekki þyrfti að líta á flugvöll sem umferðarmiðstöð sem tengdi saman ferðir innanlands og til og frá land- inu. Þannig taldi hann Keflavíkur- flugvöll hafa ýmsa kosti sem slíka miðstöð og benti m.a. á þann mögu- leika að flugvöllurinn gæti orðið hentugur tengivöllur við flug til og frá Grænlandi. Þá væri hægt að tengja saman innanlandsflug og millilandaflug ásamt öðrum almenn- ingssamgöngum í einum punkti og líta á kerfið sem eina heild. Sagði Úlf- ar að þegar litið væri 15-20 ár fram í tímann væri rétt að flytja flugvöllinn til Keflavíkur, sem þá yrði besti kost- urinn, enda væri framtíðarþróun í flugi engum takmörkunum háð á flugvellinum í Keflavík. Auðveldar sölu á á alþjóðlegum ferðamörkuðum Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, sagði engu máli skipta fyrir ferða- þjónustu á landsbyggðinni hvar flug- völlurinn væri, svo framarlega sem hann gæti tengt millilandaflugið beint við flug innanlands. Að mati Péturs skiptir Reykjavíkurflugvöllur því engu máli fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni miðað við núverandi aðstæður, enda séu erlendir farþegar í innanlandsflugi mjög lítill hluti þess fjölda sem ferðast í flugi innanlands. Sagði Pétur mjög fáa farþega sem kæmu með flugi til Akureyrar nýta sér þjónustu ferðaaðila á Norður- landi en hins vegar gæti fjölgun er- lendra ferðamanna orðið helsti vaxt- arbroddurinn í innanlandsfluginu. Pétur telur að bætt tenging al- menningssamgangna við alþjóða- flugið auðveldi sölu á sérkennum Ís- lands á alþjóða ferðamarkaðinum og geri allt Ísland að sölusvæði en ekki einungis Reykjavík og nágrenni. Hann tók sem dæmi helgarferðir frá Bretlandi til Mývatnssveitar sem hann hefur verið að markaðssetja undanfarin misseri. Byggist sala þeirra alfarið á því að hægt sé að fljúga beint frá Keflavík norður í land og því var gripið til þess ráðs að leigja sérstaka vél til að fljúga með farþegana hér innanlands. Á tíma- bilinu frá febrúar fram í apríl á þessu ári eru 200 farþegar væntanlegir sem borga hver um 500 pund fyrir þriggja daga ferð, að sögn Péturs. Samtals sé nú verið að skapa tekjur upp á 50 milljónir króna á ári með þessum ferðum, sem fyrst og fremst sé hægt að markaðssetja með því að bjóða beina tengingu innanlandsflugs við alþjóðaflugið. Málþing um áhrif staðsetningar innanlandsflugvallar á ferðaþjónustu Brýnt að tengja innan- lands- og millilandaflug Morgunblaðið/Árni Sæberg Fremur fámennt var á málþingi um áhrif staðsetningar innanlandsflugvallar á ferðaþjónustu. SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur- flugvelli og Flugleiðir hafa gert samstarfssamning um að starfs- menn sýslumannsembættisins ann- ist sérstaka fræðslu um fíkniefna- mál fyrir starfsmenn Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir munu í staðinn láta embættinu í té a.m.k. 15 flugferðir á ári til að gera starfsmönnum emb- ættisins kleift að afla sér þekkingar og reynslu á sviði fíkniefnamála og til að efla tengsl við sérfræðinga og samstarfaðila á öðrum alþjóðaflug- völlum. Á blaðamannafundi í gær undir- rituðu þeir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, samninginn, sem er til þriggja ára. Halldór taldi samninginn mikil- vægan enda kæmu langflestir far- þegar til landsins með Flugleiðum. Því væri brýnt að starfsmenn Flug- leiða væru á varðbergi gagnvart fíkniefnasmygli. Samstarf við fyrir- tækið hefði verið gott en það væri nú enn aukið. Það væri einnig mikil- vægt fyrir sýslumannsembættið að geta sent starfsfólk sitt til útlanda til að bæta við þekkingu sína enda væri baráttan gegn fíkniefnum alþjóðleg. Halldór sagði sýslumannsemb- ættið hafa náð verulegum árangri á þessu sviði. Slík barátta yrði að vera háð í samvinnu við fólkið í landinu og með samvinnu stjórnvalda og fyr- irtækja, ekki síst flutningsfyrir- tækja. Sigurður Helgason sagði fyrir- tækið hafa unnið náið með sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli. Starfsfólk fyrirtækisins gerði sér grein fyrir þeirri hættu sem staf- aði af innflutningi fíkniefna. Því væri það mjög til bóta að fá aðstoð hjá sýslumannsembættinu við þjálfun starfsfólksins. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, sagði ávinninginn af samningnum ekki síst þann að í honum birtist mikill stuðningur við starf sýslumanns- embættisins á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli skrifa undir samstarfssamning Starfsmenn Flug- leiða fræddir um fíkniefnamálefni Morgunblaðið/RAX Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri flugþjónustu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, kynntu í gær samstarfssamning Flugleiða og embættis sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í fíkniefnamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.