Morgunblaðið - 25.03.2001, Side 4

Morgunblaðið - 25.03.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/3–24/3  SEX ára stúlka lést í sundlauginni í Grindavík á föstudag. Stúlkan var í skólasundi en hefðbund- inni kennslustund var lok- ið. Lögreglan í Keflavík rannsakar tildrög slyss- ins.  EKKERT verður slakað á öryggiseftirliti lögreglu í Leifsstöð þrátt fyrir af- nám vegabréfaeftirlits með aðild Íslands að Schengen frá 25. mars. Meðal ráðstafana sem gerðar hafa verið er fjölgun eftirlitsmyndavéla í flugstöðinni úr 24 í 64.  ÁFANGAKÝRSLA sem unnin var fyrir dóms- málaráðuneytið leiðir í ljós að skipulegt vændi fari fram hérlendis og vændi eigi sér stað meðal ungs fólks í vímu- efnaneyslu. Dóms- málaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að gera tillögur að við- brögðum við niðurstöðum skýrslunnar.  RÚMLEGA 37% borg- arbúa tóku þátt í kosn- ingum um framtíð Vatns- mýrarinnar og stað- setningu Reykjavíkur- flugvallar 17. mars. 49,3% vildu flytja flugvöllinn annað en 48,1% vildu hafa hann áfram í Vatnsmýr- inni.  TVEIR flugvirkjar hjá Flugleiðum og vitorðs- maður þeirra hafa játað aðild að hasssmygli. Flug- virkjarnir voru hand- teknir á laugardag í síð- ustu viku er þeir vitjuðu bögguls sem innihélt 850 g af hassi. Eldsneytisskortur meðal orsakaþátta LÍKLEGIR orsakaþættir flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra, þegar TF- GTI, sex manna eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 210 Centurion fórst, eru gangtruflanir og afltap hreyfilsins sem urðu vegna skorts á eldsneyti til hreyfilsins vegna þess að eldsneyti á þeim tanki sem stillt var á gekk til þurrðar. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa, sem kom út á föstudag. Aðrir líklegir orsakaþættir eru og nefndir, svo sem að flugmaður virðist ekki hafa gengið úr skugga um hvert eldsneytismagn var á tönkum vélarinnar fyrir brottför frá Vestmannaeyjum, hann hafi van- metið eldsneytiseyðsluna og að flug- maðurinn hafi ekki beint nefi flugvél- arinnar tafarlaust niður til að halda eða ná upp hraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið. Verkfalli sjómanna frestað með lögum FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um frestun verkfalls sjómanna til 1. apríl varð að lögum á Alþingi á mánudags- kvöld. Fyrstu bátarnir héldu á veiðar þegar sama kvöld. Sjómannaverkfallið hafði þá staðið í tæpa fjóra sólar- hringa. Stjórnarandstaðan gagnrýndi lagasetninguna harðlega og sjómenn voru ósáttir við hana. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ástæðan fyrir því að ríkis- stjórnin flytti frumvarpið væri að ekki væri hægt að horfa upp á það, þegar einhver gangur væri kominn í viðræð- ur sjómanna og útvegsmanna og þeir virtust vera farnir að tala um efnis- atriði, að verðmæti sem næmu á annan milljarð glötuðust. Í nefndaráliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar Alþingis lýsti stjórnar- andstaðan andstöðu sinni við ákvörð- un ríkisstjórnarinnar. INNLENT Átök í Makedóníu HERINN í Makedóníu hélt í vikunni uppi harðri sókn gegn albönskum skæruliðum í fjöllunum upp af borg- inni Tetovo í norðvesturhluta landsins, skammt frá landamærunum að Kos- ovo-héraði. Skæruliðunum var á mið- vikudag gefinn sólarhringsfrestur til að gefast upp eða hverfa á braut en þess í stað juku þeir árásir sínar sem leiddi til harðari átaka við hermenn Makedóníuhers eftir því sem á leið vik- una. Tveir atkvæðamestu stjórnmála- flokkar albanska minnihlutans í Mak- edóníu gáfu á þriðjudag út yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu skæruliða til að leggja niður vopn og hverfa friðsam- lega aftur til heimila sinna. Albönsku uppreisnarmennirnir í Makedóníu segjast vera heimaræktuð hreyfing sem berjist fyrir meiri réttindum í landinu, en þar eru slavneskir íbúar mun fleiri en albanskir og hafa tögl og hagldir í stjórn hins fyrrverandi júgó- slavneska lýðveldis. Makedónísk yfir- völd segja aftur á móti að albönsku uppreisnarmennirnir starfi í tengslum við skæruliða handan landamæranna, í Kosovo, og hafi það að markmiði að stofna sjálfstætt ríki Albana í norður- hluta Makedóníu. Leiðtogar þriggja helztu stjórnmálaflokka Kosovo-Alb- ana undirrituðu á föstudag yfirlýsingu þar sem þeir skoruðu á albanska upp- reisnarmenn í Makedóníu að „leggja tafarlaust niður vopn“. Verðfall á mörkuðum VERULEGT verðfall varð í vikunni á evrópskum fjármálamarkaði vegna ótta við efnahagssamdrátt og frétta af versnandi afkomu fyrirtækja. Helztu verðbréfavísitölur í Lundúnum, Frankfurt og París, sem lækkuðu um allt að 30% á síðasta ári, hafa ekki ver- ið lægri en nú í nokkur ár. Í Bandaríkj- unum hélt Dow Jones-vísitalan áfram að lækka en Nasdaq-tæknivísitalan hækkaði nokkuð í lok vikunnar, eftir mikla lækkun á síðustu mánuðum. STAÐFEST var í vik- unni, að gin- og klaufa- veiki hefði stungið sér nið- ur bæði í Hollandi og í írska lýðveldinu en fram að því var Frakkland eina Evrópulandið utan Bret- lands, þar sem hin bráð- smitandi búfjárveiki hafði greinzt. Brezk yfivöld telja að faraldurinn muni ná hámarki þar í landi eft- ir tvo mánuði en standa jafnvel fram í ágúst. Sýkt dýr hafa fundizt á yfir 500 brezkum býlum. BANDARÍSK stjórnvöld vísuðu á fimmtudag fjór- um meintum njósnurum Rússa úr landi og til- kynntu stjórninni í Moskvu að 46 Rússar til viðbótar yrðu að fara frá Bandaríkjunum fyrir 1. júlí. Ígor Ívanov, utanrík- isráðherra Rússlands, lýsti því síðan yfir að brott- rekstri rússnesku sendi- ráðsmannanna yrði svarað með því að reka jafn- marga bandaríska sendi- menn frá Rússlandi. Er þetta alvarlegasta njósna- deilumál landanna frá því á dögum kalda stríðsins. LEIÐTOGAR Evrópu- sambandsins komu saman í Stokkhólmi í lok vik- unnar til að ræða fjár- málamarkaðs- og vinnu- markaðsmál í ESB, en ástandið í Makedóníu, gin- og klaufaveikifaraldurinn og tengsl ESB og Rúss- lands settu mark sitt á dagskrána m.a. vegna nærveru forseta Rúss- lands og Makedóníu, sem báðir voru boðsgestir. ERLENT HUGMYNDIR hafa verið uppi um það um skeið hjá Landhelgisgæslunni að sameina fjareftirlit fiskveiðistjórn- unar og fleiri verkefni, sem Land- helgisgæslan sér um, og stjórnstöð Tilkynningaskyldu íslenskra fiski- skipa. Þessi verkefni skarast að nokkru og því myndi nást fram ákveðin hagræðing, að sögn Haf- steins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, en hugmyndin hefur verið kynnt fyrir dómsmálaráð- herra, sjávarútvegsráðherra og út- vegsmönnum. Tilkynningaskyldan hefur um ára- bil verið starfrækt af Slysavarna- félagi Íslands og er nú rekin af Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu. Hug- myndin með sameiningu Tilkynn- ingaskyldunnar og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er sú að bæði myndi öryggi aukast vegna leitar- og björgunarstarfs og kostnaður minnka vegna hagræðingar sem af samein- ingunni leiðir. Frá stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar er margvíslegum verkefnum sinnt og hefur þeim heldur farið fjölg- andi. „Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir leitar- og björgunarstörfum á hafinu og við erum einn helsti við- bragðsaðilinn í þeim efnum og stjórn- stöðin er líka fjarskiptamiðstöð fyrir varðskipin og flugflota okkar,“ segir Hafsteinn Hafsteinsson í samtali við Morgunblaðið. „Önnur helstu verkefni stjórn- stöðvarinnar eru fjareftirlit með fiski- skipum en ákveðnar veiðar eru háðar slíku eftirliti. Við tókum fyrir nokkru upp nýtt og fullkomið tölvustýrt til- kynningakerfi sem þýðir að skipin til- kynna sig sjálfvirkt til okkar og þann- ig eru bæði staðsetning þeirra og allar hreyfingar tilkynntar hingað. Með þátttöku Íslendinga í Schengen- samstarfinu er okkur falið að fylgjast með erlendum skipum sem koma til landsins. Við þurfum að taka á móti farþega- og áhafnalistum og koma þeim upplýsingum til ríkislögreglu- stjóra.“ Nýtt tölvukerfi við fiskveiðieftirlit Eftirlit Landhelgisgæslunnar með íslenskum og erlendum fiskveiðiskip- um vegna veiða samkvæmt milliríkja- samningum úr sameiginlegum fiski- stofnum er umtalsvert. Er það unnið fyrir sjávarútvegsráðuneytið vegna ákvæða í samþykktum Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEFAC. Þessi þáttur er nánast fullt starf eins manns. Hafsteinn segir að búast megi við að auknar kröfur verði gerðar um fjareftirlit með íslenskum sem er- lendum skipum innan lögsögunnar og hugsanlegt er að við ákveðnar að- stæður þurfi að taka upp eins konar umferðarstjórn skipa. Veiðiskýrslum hefur að nokkru leyti verið komið á rafrænt form sem Landhelgisgæslan tekur við og kemur til Fiskistofu. Stefnt er að því að koma öllum veiði- skýrslum á rafrænt form. Allt þetta segir hann kalla á meiri mannafla í stjórnstöðinni. Þar starfa í dag sex manns auk aðalvarðstjóra sem sér um daglega stjórn verkefna undir stjórn yfirmanns gæsluframkvæmda. Einn maður er á vakt utan dagvinnutíma. „Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sinnir því margs konar verkefnum en ég vil leggja sérstaka áherslu á ör- yggisþáttinn. Það getur skipt máli og kannski ráðið úrslitum á neyðar- stundu að vita nákvæmlega hvar við- komandi skip eða bátur eru stödd, hvernig veður, straumar og sjólag eru og hvaða skip eru nálæg sem hægt væri að biðja að aðstoða. Aðalverkefni Tilkynningaskyld- unnar er fjareftirlit vegna öryggis skipa en einnig leit og björgun og seg- ir Hafsteinn verkefnin því skarast við verkefni stjórnstöðvar Landhelgis- gæslunnar. Hann segir þessa skörun geta valdið töfum og í dag sendi stjórnstöðin upplýsingar um stað- setningar fiskiskipa í fjareftirlitinu, sem einungis er hjá Landhelgisgæsl- unni, tvisvar á sólarhring til Tilkynn- ingaskyldunnar. „Það sem vakir fyrir okkur er að auka enn á öryggi sjófarenda með því að einfalda yfirstjórn björgunar á haf- inu því þá yrðu björgunartækin virkj- uð af einum aðila. Kostnaður útgerða ætti að minnka og nokkur sparnaður verður við sameiningu þessara stjórn- stöðva. Þannig yrðu allar upplýsingar um skipin á einum stað, boðleiðir yrðu styttri og á neyðarstundu er hægt að fá samstundis upplýsingar um fjar- lægð björgunartækis eða nálægra skipa við þann sem er í neyð og hægt að bregðast strax við.“ Samstarfið ávallt gott Hafsteinn segir gott samstarf hafa ávallt verið milli Landhelgisgæslunn- ar og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. „Með þessu verkefni, að taka Tilkynningaskyldu íslenskra skipa til okkar, myndi í raun sameinast björg- unarmiðstöðvar þessara tveggja að- ila. Á þann hátt verður einnig unnt að auka samstarf Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunar Slysavarnafélagsins Landsbjargar við strendur landsins.“ Einnig bendir Hafsteinn á í þessu sambandi að hægt yrði að hafa eftirlit markvissara. Unnt yrði að beina því á staði sem litlar upplýsingar koma frá og mögulegt yrði að stunda gæslu- flugið úr meiri hæð. Þannig yrði yf- irferð meiri og flugkostnaður minni og það sama væri að segja um varð- skipin, þau væru með allar upplýsing- ar um staðsetningar fiskiskipa og gætu stundað skyndiskoðanir mun jafnar en verið hefur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðni Skúlason, varðstjóri í stjórnstöð, situr hér við skjáinn þar sem sjá má hreyfingar skipanna. Fjær er Hall- dór Nellet, skipherra og yfirmaður gæsluframkvæmda. Samruni myndi auka ör- yggi og minnka kostnað Hugmyndir um sameiningu Tilkynningaskyld- unnar og stjórnstöðvar Landhelgisgæslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.