Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 49 Sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni í dag, sunnudag, frá kl. 13 - 19 sími 861 4883 RAÐGREIÐSLUR 10% staðgreiðslu- afsláttur Glæsilegt úrval – Gott verð                       40 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þau bíða spennt eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Er fjölskylda þín ein af þeim? Viljið þið kynnast,..... .....nýjum viðhorfum? .....framandi menningu? .....nýrri sýn á land og þjóð? Ef svo er, þá gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema í 5 - 10 mánuði. Ólafur Þór Ólafsson leiðbeinandi „Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt.“ Brian Tracy Upplýs. og skráning s. 533 5522 Næsta námskeið á Hótel Loftleiðum hefst miðvikudaginn 3. apríl kl. 18. Hringdu núna. Námskeið til árangurs www.markmidlun.is Náðu árangri og Phoenix Frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi. Ath.: Frí netbók á heimasíðu Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. frá kl. 11-17, sun. kl. 13-17 Til fermingargjafa Skrifborð - Skrifborðsstólar Kommóður - Bókahillur Fyrir fermingarveisluna Borðstofusett - Stök borð og stólar Gömul dönsk postulínsstell RÚV, útvarp og sjónvarp allra landsmanna, mun eiga að hafa í þjónustu sinni málfarsráðunaut til að tryggja að þessar stöðvar, sem hlynna eiga að íslenskri menningu, sendi aðeins út dagskrárefni á vönduðu og góðu íslensku máli. En, viti menn, í sparnaðarskyni er þessi misserin eða árin enginn slíkur ráðunautur starfandi hjá RÚV – eða svo er sagt. Það er slæmur sparnaður, því meðan svo er, þá flæðir yfir okkur landsmenn slíkt rugl og bull frá þessum miðlum, að það fer að verða feimnismál að játa sig vera Íslending. Látum vera þótt ein- staka fáráðlingur, sem tekinn er þarna til viðtals, komi ekki frá sér heilli setningu án þess að „skreyta“ hana með ótal „héddna“, „ðaddna“, sko,sko, en þegar til- svarandi orðbragð streymir einnig frá þáttastjórnendum og þeim, sem teljast eiga til menntamanna, þá er sæmilega talandi fólki ofboðið. Af nógu er að taka og dæmin mý- mörg. Við svo búið má ekki lengur standa hjá ríkisfjölmiðlunum. Nóg er nú samt af „froðunni“ hjá ýmsum öðrum stöðvum, þar sem plötusnúðar og aðrir „snúðar“ bulla á hrognamáli og framburði að halda mætti að „alþjóðavæð- ingin“ væri þegar að fullu yfirstað- in. Úr því að við búum enn við tján- ingarfrelsi í landi okkar og höfum leyfi til að koma skoðunum okkar á framfæri, einnig í fjölmiðlum, þá er ástæðulaust að þegja um þennan ósóma. Vonandi sjá ráðamenn RÚV sér fært að tilkalla skjótt góðan og reyndan íslenskumann, sem þorir að láta til sín taka við daglega dag- skrárgerð hjá RÚV. Vera má að spara mætti á einhverju öðru sviði hjá stofnuninni, sem er minna mik- ilvægt. Og því miður er ekki allt í sóm- anum í þessu efni hjá prestum þjóð- kirkjunnar, sérstaklega þeim yngri. Þar eru til boðendur fagnaðar- erindisins, sem helst ekki eru fáan- legir til að bera fram Þ-hljóðið í mörgum orðum, sbr. hér að ofan. Svo latlega mega prestar ekki tala til safnaðanna. Og annað: Sumir þeirra standa í því að „laga“ orða- lag handbókar kirkjunnar með því að strika út orðin vér og oss og stagast í stað þess á okkar, okkar, okkar, jafnvel e.t.v einnig í bæninni „Faðir vor“ og segja „fyrirgef okk- ur okkar skuldir“ o.s.frv. Sagði ekki Passíusálmaskáldið „Hinn vonda soll varast og vanda þitt mál...“? Morgunblaðinu vil ég þakka fyrir að stuðla vel að sómasamlegri með- ferð ísl. tungu, en e.t.v. er nú þörf fyrir hressilegt, nýtt átak í þessum efnum, til að vekja þá meðvitund- arlausu. Og RÚV– sjónvarp ætti að hætta notkun orð-slettunar dönsku „takk“, sem nú er notuð jöfnum höndum í texta sama þátt- ar og ísl. orðið „þökk“ sem allir skilja vonandi ennþá nú á 21. öld- inni. Og svo að lokum... að sinni a.m.k.: Hvimleitt er að heyra hina langskólagengnu fjármálaspek- inga, sem framast hafa víða er- lendir, tala um „einhverja“ (some!) milljarða eða milljónir króna. Það er vel hægt að segja þetta sama á hreinni íslensku. Móðurmálið okkar spannar nær allt, sem segja þarf og hefur mikið slitþol. Með tónum má svo tjá hitt, sem orð ná ekki yfir. HELGA RAKEL STEFNISDÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík. Um íslenskt mál Frá Helgu Rakel Stefnisdóttur:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.