Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 21 JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti kaus í gær að sinna í engu stefnu um að bera vitni fyrir rétti um ásakanir þess efnis að Gaullistaflokkur hans (RPR) hafi þegið ólöglegar greiðslur fyrir að sjá til þess að valin fyrirtæki fengju eftirsótta bygginga- samninga í París. Talsmenn skrifstofu forsetans sögðu að rannsóknardómarinn, sem stefndi þjóðhöfð- ingjanum fyrir rétt, hefði með því brotið stjórnarskrána. Lýstu þeir stefnunni sem „skriflegri hótun“. Dagblaðið Le Par- isien hafði áður haft eftir ónafngreindum heimilda- manni innan dómskerfisins í París, að rannsóknardómarinn í málinu, Eric Halphen, hefði „sent dóm- stefnu í almennum pósti til Elysée- hallar [embættisbústaðs Frakk- landsforseta] í lok síðustu viku“. „Halphen dómari stakk upp á dagsetningu og tíma fyrir fund á skrifstofu sinni. Hann vonast til að fá að heyra vitnis- burð fyrrverandi borgarstjóra París- ar og fyrrverandi formanns RPR um byggingarmál borg- arinnar sem og um játningu Jean- Claude Mery [sem hann gaf á mynd- bandi að sér látn- um],“ segir í Le Parisien. Chirac var borgarstjóri París- ar á árunum 1977 til 1995 en þá var hann kjörinn forseti. Í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu forsetans er staðfest að Chirac hafi borizt stefnan en sagt að hann myndi ekki anza henni. „Byggi hann yfir upplýsingum sem hann teldi að myndu verða að gagni við að upplýsa þetta mál hefði forseti lýðveldisins ekki látið hjá líða að koma þeim til skila,“ segir í tilkynningunni. „Hann hef- ur nú þegar ítrekað tjáð sig op- inberlega um þetta mál og hann býr ekki yfir neinum frekari upp- lýsingum en þeim sem hann hefur þegar deilt með frönsku þjóðinni,“ sögðu aðstoðarmenn forsetans. „Það brýtur í bága við stjórn- arskrána að þjóðhöfðingjanum sé send dómstefna í formi ritaðrar hótunar og gert að beygja sig fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Þetta er ólögleg aðgerð,“ lýstu þeir yfir í tilkynningunni. RPR sagður hafa þegið fé fyrir byggingarsamninga Hneykslið tók nýja stefnu í fyrra, þegar upp úr kafinu kom vitnisburður fyrrverandi háttsetts starfsmanns RPR, Jean-Claude Mery, sem tekinn hafði verið upp á myndband. Mery lést árið 1999. Í myndbandsupptökunni lýsir Mery því yfir, að verktakafyrirtæki í París hafi greitt allháar fjárhæðir „undir borðið“ til Gaullistaflokks Chiracs í staðinn fyrir að borgar- yfirvöld fengju þeim samninga um að byggja opinberar byggingar á borð við skóla og félagslegar íbúð- ir. Samkvæmt vitnisburði Merys hafði borgarstjórinn Chirac fulla vitneskju um þetta fyrirkomulag en RPR – eins og reyndar fleiri franskir stjórnmálaflokkar – átti í sífelldum fjárhagskröggum á þess- um tíma. Halphen rannsóknardómari hóf að rannsaka málið árið 1994. Hann grunar að Mery hafi verið aðal- maðurinn í að halda utan um ólög- lega fjármögnunarstarfsemi RPR í París. Í sjónvarpsviðtali í desember síðastliðinn neitaði Chirac því að hafa haft nokkra vitneskju um ólöglega fjársöfnun í flokkssjóðinn þótt hann viðurkenndi að á þessum tíma hefði verið almennt sam- komulag um það milli flokkanna að eins og reglurnar voru sem þá giltu um fjármögnun stjórnmála- flokka hefði þeim verið nauðugur einn kostur að grípa til aðferða sem ekki væru endilega í fullu samræmi við lögin. París. AFP. Chirac sinnir ekki stefnu Jacques Chirac FRANSKA fjármálaráðuneytið hefur ráðist í átak í þá veru að úthýsa enskuslettum úr mál- notkun starfsmanna stjórnarráðs- ins. Íðorðanefnd fjármálaráðuneyt- isins hefur lagt fram tillögur að þýðingum á vinsælum enskuslett- um sem einkum eru algengar í umfjöllun um fjármálaheiminn, svo sem „start-up“, „think-tank“ og „smart money“. Hefur nefndin kynnt tillögur sínar fyrir frönsku Akademíunni, en hlutverk þess- arar virðulegu ríkisstofnunar er að standa vörð um franska menn- ingu. Frá þessu var greint í dag- blaðinu Liberation í fyrradag. Mun markmiðið með átaki fjár- málaráðuneytisins vera að fá franska embættis- og stjórn- málamenn til að sýna gott for- dæmi og nota frekar frönsk ný- yrði í stað hinna vinsælu enskuslettna. Árið 1994 var í Frakklandi sett umdeilt bann við notkun enskra orða í auglýsingum. Enskuslett- um úthýst París. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.