Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SORPA hefur staðið að söfnun pappírsúrgangs til endurvinnslu allt frá fyrstu starfsdögum fyrir- tækisins í anda þeirra markmiða sem fyrirtækið skyldi hafa að leiðarljósi í starfi. Fyrstu árin var tekið á móti flokkuðum bylgjupappa og dagblöð- um og tímaritum til end- urvinnslu og kom það á móts við það markmið fyr- irtækisins að stuðla að aukinni endurvinnslu úr- gangs á hagkvæman hátt í samstarfi við fyrirtæki og almenning á höfuðborgar- svæðinu. Með því að koma pappírs- úrgangi í tiltekinn endurvinnslu- farveg var dregið úr því sorpi sem annars færi til urðunar og stuðlað að endurvinnslu á nýtanlegum hrá- efnum sem færu aftur inn í eðlilega hringrás hráefnanna. Með skipulögðum hætti Það var síðan í júní 1995 að skipulögð innsöfnun dagblaða/ tímarita hófst formlega í júní 1995 en þá voru settir grenndargámar eða pappírsgámar fyrir dagblöð og tímarit víðs vegar um höfuðborg- arsvæðið. Allt frá þeim tíma hafa íbúar svæðisins skilað pappírsúr- gangi í grenndargáma og hafa skil á flokkuðum dagblöðum og tímarit- um aukist jafnt og þétt í gegnum árin. SORPA gerði enn betur í samstarfi við Mjólkursamsöluna og útvíkkaði innsöfnun í gegnum grenndarkerfið í byrjun 1997. Þá var farið að safna fernum af öllum gerðum til endurvinnslu og fór söfnunin ágætlega af stað. Það söfnuðust yfir 100 tonn af fernum fyrsta árið. Þeir sem hafa verið hvað virkastir í að skila fernum til endurvinnslu eru hinn almenni borgari, skólar og leikskólar. Hvað varðar skil á bylgjupappa, þá er tekið við honum flokkuðum frá fyr- irtækjum á endurvinnslustöðvum SORPU og í móttökustöðinni í Gufunesi. Tekið er við bylgjupappa frá almenningi á endurvinnslu- stöðvum SORPU og á heimilum er það pitsakassinn sem mest fellur til af eða einhverjar þúsundir tonna. Einföldum málið, tvöföldum kerfið Til að auðvelda íbúum svæðisins um það hvernig skal skila fernum og svo dagblöðum, tímaritum og auglýsingapósti í grenndargáma var ákveðið af hálfu SORPU og sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæð- inu að einfalda málið og tvöfalda kerfið. Það felst í því að nú á næstunni geta íbúar svæðisins sett fern- ur annarsvegar, ekki í plastpokum í sérhólf eða gáma, vel merkt fyrir fernur og dagblöð/tímarit og auglýsingapóst, hins- vegar, Ekki í plastpoka, í annað hólf, einnig vel merkt. Það eru því tveir gámar á staðnum eða sitt- hvort hólfið á einum gámi, fyrir sinn hvorn flokkinn. Við hvetjum því alla til að taka pokana með sér og nota þá aftur, t.d. undir næstu fernur eða þegar farið er að versla. Þessir blaða- og fernugámar eru meðal annars stað- settir við stórmarkaði og því til- valið að taka með sér bunka um leið og farið er í innkaupaleiðang- ur. Frágangur pappírs- úrgangs í gáminn Fernur skal skola vel áður en þeim er skilað. Það er gott að brjóta þær saman og setja fern- urnar ofan í hverja aðra til þess að nýta pláss betur, bæði heimafyrir og í gámunum sem þær enda í. Vert er að benda á að um er að ræða allar fernur með eða án ál- filmu, undan drykkjum, jógúrti, grautum, mýkingarefni o.þ.h. Eins Stuðlum að betri nýtingu pappírs Endurvinnsla Með því að koma pappírsúrgangi í endurvinnslu og með því endurnota plast- pokann er dregið úr því sorpi sem annars fer til urðunar, segja Sif Svavarsdóttir og Ragna Halldórsdóttir, og stuðlað að aukinni endurvinnslu úrgangs á hagkvæman hátt. Á heimilum er það pizzakassinn sem mest fellur til af, eða einhver þúsundir tonna á ári. Í Kastljósþætti fimmtudaginn 22. mars sat forsætisráðherra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, fyrir svörum. Ýmislegt var reifað, svo sem þjóð- og borg- armálin. Einnig var Davíð spurður út í mat- aræði sitt, enda ekki farið framhjá landslýð að hann hefur lést nokkuð upp á síðkastið. Davíð ljóstraði upp (hefur reyndar opin- berað það áður) að hann væri á svokölluð- um fitukúr og bætti við að þetta væri kúr sem læknar væru ekki hrifnir af. Hann gat þess að í morgunverð fengi hann sér egg og beikon og það sem eftir lifði dags legði hann álíka fæðu (orkusamsetningarlega séð) sér til munns, svo sem harðfisk og smjör og rjóma. Hér er Davíð að vitna í vin- sælan megrunarkúr sem nefnist Atkins-kúrinn og byggist á þeirri einföldu formúlu að borða fyrst og fremst fitu og prótein en láta kol- vetnaríkan mat, svo sem ávexti og kornmeti, vera. Þrátt fyrir viðvaranir næringar- fræðimenntaðs fólks í gegnum tíðina (reyndar áratugi) eru vinsældir fitu- og próteinríkra kúra alltaf fyrir hendi og annað slagið ná þeir mikl- um vinsældum. Ástæða vinsældanna er fyrst og fremst tengd þeirri staðreynd að þeir sem fara á slíka kúra léttast oft mjög mikið á skömmum tíma. Þannig er auðvelt að léttast um fimm til sjö kíló á einni viku, enda skal haft í huga að mikið af þyngdartapinu er í formi vökva. Auð- vitað á sér stað fitutap en einnig umtalsvert vöðvatap sem leiðir gjarnan til viðvarandi lækkunar á líkams- brennslu og því er mjög algengt að þegar fólk hættir að mis- þyrma líkama sínum á þennan hátt hlaði það á sig aukakílóum sem aldr- ei fyrr. Reyndar ná sumir að halda aukakílóunum frá til „lengri“ tíma með því að leita í þessar hættulegu neysluvenjur með reglubundnu millibili. En þeim hinum sömu má vera ljóst að eftir því sem lengur og oftar er farið á slíkt mataræði þeim mun meiri líkur eru á að þeir upp- skeri hjarta- og æðasjúkdóma, nýrna- og meltingarkvilla og þvag- sýrugigt, svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum vil ég biðja fólk sem hef- ur tileinkað sér eða er að hugsa um að fara í öfgakennda kúra eins og Atkins-kúrinn að velta fyrir sér eft- irfarandi. Er virkilega auðveldara að fitna af kolvetnaríkum mat eins og gulrótum, kartöflum, banönum og brauði en fituríkum mat svo sem beikoni, spældum eggjum og rjóma? Ef fólk svarar þessari spurningu með „jái“ vil ég eindregið hvetja það (reyndar einnig alla aðra!) til að kynna sér næringarfræðina og eitt fyrsta skrefið í þá átt getur verið að leita inn á vefsíðu Manneldisráðs Ís- lands (www.manneldi.is). Manneld- isráð er opinber stofnun á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hefur meðal annars sett fram markmið (manneldismarkmið) í þeim tilgangi að stuðla að æskilegri þróun í mat- aræði þjóðarinnar og efla heilbrigði. Davíð í megrun! Ólafur G. Sæmundsson Holdafar Manneldisráð er opinber stofnun á veg- um heilbrigðisráðuneyt- isins, segir Ólafur G. Sæmundsson, og hefur sett fram manneldis- markmið til að stuðla að æskilegri þróun í mat- aræði þjóðarinnar. Höfundur er næringarfræðingur. Á VEGUM Örveru- fræðifélags Íslands fer fram fyrirlestraröð um veirur og veiru-sjúk- dóma ætluð almenn- ingi. Fræðsluerindi um papillomaveirur verð- ur haldið í Lögbergi 29. mars 2001 kl. 20. Vörtur hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Vörtur eru yfir- leitt meinlaus, góð- kynja æxli í húð, sem flestir fá á hendur, fæt- ur eða andlit einhvern tíma ævinnar. Snemma á öldinni varð mönnum ljóst, að vörtur væru veirusýking. Fram til ársins 1975 var talið, að aðeins væri til einn stofn vörtuveira manna. Nú er ljóst að mikill fjöldi ólíkra manna- vörtuveirustofna er til – yfir 100 stofnar, þegar síðast fréttist. Vörtuveirur sýkja húð eða slím- húð og er smitleiðin snertismit. Al- gengastar eru þessar „venjulegu“ vörtur, sem krakkar fá gjarna á hendur, andlit og fætur. Aðrir vörtuveiru- stofnar sýkja kynfæri, en þeim sýkingum hef- ur fjölgað mjög á und- anförnum árum. Þar er um tvenns konar sýk- ingar að ræða – annars vegar vel sjáanlegar vörtur og hins vegar frumubreytingar t.d. í leghálsi. Konur verða ekki varar við þessar síðarnefndu sýkingar, en ummerki þeirra greinast í stroksýnum í leghálskrabbameins- leit (forstigsbreytingar). Stór hluti kvenna smitast einhvern tíma á æv- inni af þessum veirum og langflestar vinna bug á sýkingunni. Í stöku tilfellum verður viðvarandi sýking, sem getur leitt til illkynja meina (leghálskrabbameins), en til þess þarf líklega aukaáhættuþátt, sem menn þekkja ekki enn með vissu. Eftir að þessi tengsl sumra vörtu- veirustofna við leghálskrabbamein urðu ljós um 1980, jukust rann- sóknir á þessum veirum til mikilla muna. Nú gera menn sér vonir um, að bóluefni gegn vissum stofnum vörtuveira geti hjálpað í baráttunni við leghálskrabbamein og eru þegar nokkrar tilraunir í gangi í heiminum til að rannsaka það. Í fyrirlestrinum verður fjallað um papillomaveirur og sýkingar þeirra í meginatriðum með nokkurri áherslu á tengsl þeirra við leghálskrabba- mein. Papillomaveirur (vörtuveirur) Þorgerður Árnadóttir Vörtur Nú gera menn sér vonir um, segir Þorgerður Árnadóttir, að bóluefni gegn vissum stofnum vörtuveira geti hjálpað í baráttunni við legháls- krabbamein. Höfundur er forstöðunáttúrufræð- ingur, Rannsóknastofu í veirufræði, Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Parket
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.