Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 37 ríki töluverð þensla í þjóðarbúinu. „Þarna er stigið eitt skref í þessa áttina og ég tel að það hafi verið skynsamleg ákvörðun að stíga í átt að minnkandi vaxtamun milli Íslands og annarra landa. Því svona mikill vaxtamunur er skaðlegur fyrir hag- vöxt til lengri tíma litið.“ Í frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands er kveðið á um að áfram séu bankastjórarnir þrír en í stað þess að vera skipaðir til fimm ára í senn þá eru þeir skipaðir til sjö ára og einungis verður heimilt að skipa sama mann bankastjóra tvisvar sinnum. Bankastjórarnir verða skipaðir af ráð- herra sem skipar formann bankastjórnarinnar sérstaklega. Formaður stjórnarinnar verður tals- maður bankans opinberlega. Þórður segir að þetta feli í sér svipað fyrir- komulag og ríki annars staðar, það er að einn aðili beri höfuðábyrgðina og stýri þessum málaflokki. „Þannig að ég tel þessar breytingar alveg nægj- anlegar og eins og ég hef áður sagt þá var nauð- synlegt að taka þetta skref til þess að koma skipu- lagi bankans í nútímalegt horf,“ segir Þórður. Getur aukið tiltrú á íslenskt atvinnulíf Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Samtök at- vinnulífsins fagni því að Seðlabankinn hafi tekið kvörðun um að lækka vexti og að sú ákvörðun hafi verið orðin tímabær. „0,5% lækkun er varfær- ið skref og við eigum von á að það verði framhald á þessari þróun. Við teljum að það séu nægjanlegar vísbendingar um að það hafi hægt það mikið á efnahagslífinu að rétt sé að taka upp vaxtalækk- unarferli fram eftir þessu ári. Staðan er sú að vextir hér eru afar háir og það er leitun að þeirri fjárfestingu sem skilar arði við þetta vaxtastig. Við teljum að vaxtalækkanir séu til þess fallnar að auka bjartsýni í efnahagslífinu og það ætti til lengri tíma litið að tryggja undirstöður gengisins. Það sem skiptir máli er að ekki hægi of hratt á hagvexti og vaxtalækkanir geta stuðlað að því að þróunin verði jafnari en annars. Vaxtalækkanir gætu stuðlað að væntingum um aukna arðsemi í atvinnulífinu og virkað sem nauðsynleg vítam- ínsprauta á hlutabréfamarkaðinn.“ Að sögn Hannesar telja Samtök atvinnulífsins að niðurfelling vikmarka krónunnar hafi verið tímabær. „Það er vissulega hætta á að gengis- sveiflur verði meiri en fyrir afnám vikmarkanna en við teljum hins vegar að gengislækkanir und- anfarna daga séu ekki af efnahagslegum ástæð- um. Atvinnulífið hefur ekki kallað eftir frekari gengislækkun heldur þvert á móti vænst stöðug- leika á þessu sviði svo verðbólga fari ekki vax- andi,“ að sögn Hannesar. Verðbólgumarkmið auðvelda kjarasamningagerð Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur Al- þýðusambands Íslands, segir ágætt að komin sé niðurstaða í það sem spáð hafi verið í lengi, þ.e. hvort markmiðum peningastefnunnar verði breytt. Þessar breytingar virðist allavega hafa gefist vel ef hækkun krónunnar í gær er merki um trú „markaðarins“ á nýjum markmiðum peninga- stefnunnar. Verðbólgumarkmið muni auðvelda verkalýðshreyfingunni að semja um laun í kjara- samningagerð, þegar og ef hægt verði að ganga út frá því hver verðbólgan verði að hámarki á samn- ingstímanum. „Það getur hins vegar verið hættu- legt að miða eingöngu við verðbólguna. Verka- lýðshreyfingin telur nauðsynlegt að taka einnig mið af atvinnustiginu í landinu og hagvaxtarhorf- um. Við teljum nauðsynlegt að það verði gert við peningamálastjórnunina. Þá teljum við einnig nauðsynlegt að aðgangur verði að þeim forsend- um sem liggja munu fyrir við ákvörðun vaxta- breytinga.“ Rannveig segir að hagstjórn undanfarinna ára hafi einvörðungu hvílt á Seðlabankanum og segist telja að bankanum hefði ekki tekist betur upp þótt hann hefði haft verðbólgumarkmið sem höfuð- markmið. Mestu skipti að fleiri hagstjórnartæki séu notuð samtímis í því ástandi sem verið hafi. Boðaðar breytingar á lögum um Seðlabanka Ís- lands eru mjög til bóta að mati Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hann segir að Samfylkingin hafi verið málsvari slíkra breytinga og að ekki séu nema um tíu dagar síðan hann hafi látið þess getið í ræðu á Alþingi að þessa leið ætti að fara. „Varðandi það sem mér finnst þó að betur mætti fara er að það væri meiri taktur við aukið sjálfstæði Seðlabankans í yfirstjórn hans,“ segir Össur. „Ég hefði viljað sjá einn bankastjóra. Sömuleiðis vildi ég sjá í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um bankann skýrar kröfur um hæfni þess sem gegnir slíku starfi. Þá held ég að það hefði verið farsælt að sjá í frumvarpinu ákvæði um sérstaka peningastefnunefnd, svipað og er t.d. í Finnlandi. Þetta er ákaflega flókið mál og menn þurfa að greina mikið magn af upplýs- ingum. Í þessari nefnd gætu verið yfirmenn helstu peningamálasviða í Seðlabankanum. Þetta yrði þá sú nefnd sem tæki hina mikilvægu ákvörðun um vextina og þyrfti síðan að rökstyðja hana með sem gagnsæjustum hætti. Að öðru leyti held ég að boð- aðar breytingar séu mjög til bóta, en forverar Samfylkingarinnar hafa áður lagt til breytingar af þessu tagi.“ Össur segist telja það jákvæða þróun, sem hefði átt að fara í fyrr, að miða peningastefnuna við að halda verðbólgu innan ákveðinna marka í stað þess að miða hana við að halda gengi krónunnar innan vikmarka. Nauðsynlegt hafi verið að láta gengið fljóta og afnema vikmörkin til þess að unnt væri að fara leið vaxtalækkana. Án þessara breyt- inga hefði það ekki verið hægt því gengið hafi leg- ið við vikmörkin og erfitt að lækka vexti án þess að það hefði áhrif. Það sé því jákvætt að Seðlabank- anum verði sett verðbólgumarkmið, enda sé þá búið að gera bankanum kleift að nota þau tæki sem hann hefur til að halda verðbólgunni innan til- settra marka. „Ég held einnig að með þessu sé verið að hverfa réttilega frá þeirri leið að ætla að ráðast gegn við- skiptahallanum í gegnum gengisfall og verðbólgu. Ég tek því heilshugar undir breytingar í þessum efnum.“ Að sögn Össurar kom það mörgum á óvart að boðuð vaxtalækkun Seðlabankans skyldi koma fram í sama mund og greint hafi verið frá kerf- isbreytingu á bankanum. Margir hafi talið að vaxtalækkunin myndi fylgja í kjölfarið. Þá heyrist nokkuð af því að aðilum í atvinnulífinu þyki vaxta- lækkunin koma of seint og að hún sé of lítil. „Ég tel að svo sé ekki og tel ágætt að tekið sé lítið skref í byrjun. Vextir hafa verið hækkaðir sjö sinnum á síðastliðnum tveimur árum og ég held að það sé jákvætt að taka frekar fleiri skref, þegar betur kemur í ljós hver þróunin er í hagkerfinu. Mér sýnist að það sé að draga úr þenslunni og að það sé heppilegt að byrja örvunarað- gerðir, eins og þessar gagnvart atvinnulífinu, en í þessum efnum eigi að ganga hægt um gleðinnar dyr. Á heildina litið er ég því mjög jákvæður gagnvart þessum breytingum og tel að þær séu mjög í þeim anda sem við í Samfylkingunni höfum verið að tala fyrir,“ segir Össur Skarphéðinsson. Fyrirhugaðar breytingar í aðalatriðum skynsamlegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að hann eigi aðild að frumvarpinu til laga um breytingu á lögum um Seðlabankann, því hann hafi verið í nefndinni sem undirbjó frumvarpið, og því standi hann að þeirri niðurstöðu sem þar komi fram. Hann segist þeirrar skoðunar að í öllum aðalatrið- um séu fyrirhugaðar breytingar á lagaumgjörð bankans skynsamlegar, í ljósi þeirrar þróunar og þeirra aðstæðna sem nú séu upp í efnahagsmál- unum. Ljóst sé að Seðlabankinn geti ekki setið eftir með lög sem tilheyrðu allt öðrum tíma en nú sé. Undan því hefði því ekki verið hægt að víkja að skoða breytingar á stöðu bankans og starfsum- gjörð hans. „Varðandi verðbólgumarkmiðið gildir það sama. Ég tel skynsamlegt að festa það í sessi og hafa það í forgrunni. Ég vara hins vegar við því að menn oftúlki þá breytingu, að í henni felist ein- hver mjög mikil efnisbreyting. Eftir sem áður hljóta markmið um tiltölulega stöðugt gengi að vera ofarlega. Ég bendi á að í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að önnur markmið, eins og um fulla atvinnu og um hag- kvæma nýtingu framleiðsluþáttanna í samfélag- inu, séu jafngild eins og áður. Eins og hlutirnir hafa breyst eru stjórntæki Seðlabankans ein- göngu peningalegs eðlis, fyrst og fremst vextirnir, og þá eru þau markmið sem hann getur tryggt fyrst og fremst verðstöðugleikamarkmið. Steingrímur segir að það gildi ekki eingöngu um ákvarðanir Seðlabankans um vaxtabreyting- ar, heldur almennt um þær ákvarðanir sem rík- isstjórn og Seðlabanki hafi tilkynnt um, að þær séu honum óviðkomandi. Hann segist enga ábyrgð bera á þeim og vilji ekki að menn skrifi þær á nefndina sem skilaði af sér frumvarpinu um Seðlabankann. Það sé alfarið ríkisstjórnarinnar að svara fyrir það sem gert hafi verið í kjölfarið. „Ég vil hins vegar segja að ég hafði af því áhyggjur að það þyrfti að vanda mjög til kynn- ingar á þessu máli til að skapa ekki óróleika um- fram tilefni, og þar á meðal þrýsting á gengið. Ég lagði á það áherslu í nefndarstarfinu á lokasprett- inum, að við reyndum að draga úr vangaveltum um að í þessu fælist einhver grundvallarefnis- breyting. Ég gerði mér grein fyrir því að ella væri hætta á að menn oftúlkuðu þetta og læsu út úr þessu ákvörðun um að láta gengið fara í frjálsu falli. Því miður hefur það að nokkru leyti gerst og orðið meiri óróleiki en góðu hófi gegnir í kringum þetta mál. Á það ber vissulega að líta að aðstæður til að kynna þetta mál voru ekki heppilegar því það eru veikleikar uppi í stöðunni og óróleiki fyrir. Þess þá heldur var ástæða til að hafa áhyggjur af því að þetta gæti valdið truflun. Mér fannst rík- isstjórnin því fara heldur geyst í sakirnar. Heppi- legra hefði verið að bíða með vaxtalækkunina og jafnvel að verja gengið eitthvað lengur innan vik- markanna og kannski frekar að rýmka þau í áföngum heldur en að henda þeim, til að undir- strika að menn sæju þetta ekki fyrir sér sem grundvallarefnis- eða stefnubreytingu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Haldið áfram að mála skrautið á veggina Mikla nauðsyn ber til að Seðlabanki Íslands verði sjálfstæður, að sögn Sverris Hermannsson- ar, formanns Frjálslynda flokksins. „Ég geri hins vegar ekkert með þá tilburði sem greint hefur verið frá varðandi bankann á meðan þannig háttar til í okkar þjóðfélagi að allir ráðamenn, sem undir ríkisstjórn heyra, verða að anda og depla augum í takt við æðsta vald,“ segir Sverrir. „Þeir verða svínbeygðir undir það. Lítum bara á hvernig að- farirnar eru. Nýjasta tiltækið er þegar þjóðhags- stofustjóri fer loksins að segja eftir samvisku sinni frá ástandinu í efnahagsmálunum, þá er Þjóð- hagsstofnun kennt um óróleika á gjaldeyrismark- aði og næsta dag er tilkynnt að hún sé óþörf og verði lögð niður. Þeir vita hvað til síns friðar heyr- ir, þeir herrar í Seðlabankanum, enda munu þeir Finnur Ingólfsson og Birgir Ísleifur Gunnarsson dansa og anda í takt við æðsta vald. Ég geri því ekkert með þetta.“ Sverrir segir að engu máli skipti varðandi þá breytingu að seðlabankastjórar verði ráðnir til sjö ára í senn í stað fimm ára áður. Auðvitað eigi hins vegar að vera einungis einn bankastjóri. Þá sé ekkert verra að fjölga eigi bankaráðsmönnum úr fimm í sjö. „Sú stefna sem höfð hefur verið uppi varðandi gengisvik hefur gengið sér til húðar,“ segir Sverr- ir. „Þeir ráða ekkert við hana vegna hinnar óstjórnlegu spennu og hins óstjórnlega viðskipta- halla. Sú nýbreytni að taka upp verðbólgumark- mið er auðvitað uppgjöf á hinni stefnunni. En eru þetta ekki glæsilegar umbúðir um gengisfellingu sem þeir eru að búa til? Má ég spyrja? Ég ætla ekkert að fullyrða um það en þannig lítur dæmið út. Að sögn Sverris er væntanleg vaxtalækkun Seðlabankans á stýrivöxtum um 0,5% einskis virði. Hann segir að svo virðist sem Íslend- ingar fari ekkert eftir vöxtun- um. Í Bandaríkjunum sé efna- hagslífinu stjórnað með hækkun eða lækkun á vöxtum um hálft prósentustig en hér á landi hafi slík vaxtalækkun ekkert að segja. „Verðbólgudraugurinn dansar hér á landi og menn hafa ekki áttað sig á gildi vaxtanna, vilja bara fá peninga handa í milli. En íslenskur iðn- aður, sem er í samkeppni við erlend fyrirtæki, stynur undan þessum háu vöxtum. Hálft prósent dugar honum ekki, fimm prósent hefði verið myndarlegra. Enda er sannleikurinn sá að hér taka menn ekki mark á nema stóru stökki í þessu, ef þeir þá taka mark á nokkru. En það verður að létta þessum drápsklyfjum vaxta af iðnaðinum al- veg sérstaklega. Frammámenn í iðnaði hafa lýst því yfir að góðærinu sé haldið gangandi með er- lendri skuldasöfnun og þeir töluðu um á síðasta fundi sínum að stjórnvöld stunduðu háskalegt blindflug í efnahagsmálum. Samt er haldið áfram að mála skrautið á veggina,“ segir Sverrir Her- mannsson. lánsstofnanir ækka vexti abankans er almennt vel tekið í íslensku athafnalífi. Jafnframt telja flestir að ný lög um g vikmarka gengisvísitölu krónunnar sé af hinu góða og komi efnahagslífinu vel. Grétar ðrún Hálfdánardóttir ræddu við aðila úr athafnalífinu og fulltrúa stjórnarandstöðunnar.                                                      Nauðsynlegt var að láta gengið fljóta og afnema vikmörkin til þess að unnt væri að fara leið vaxtalækkana Morgunblaðið/Brynjar Gauti Seðlabanki Íslands. gretar@mbl.is, guna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.