Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 29 ára mest, eins og hér tíðkast. Þá eiga norrænar þjóðir hús og vinnu- stofur í öllum helstu borgum Evr- ópu en Íslendingar einungis eina vinnustofu/íbúð, Kjarvalstofu í Par- ís, sem í engu hafði verið sinnt frá því fest voru kaup á henni á níunda áratugnum þá ég var þar öðru sinni fyrir rúmum tveim árum. Ómáluð, hráslagaleg og frumstæð. Kannski ráð að nota einhverja afgangspen- inga menningarársins til að flikka upp á hana og festa sér fleiri t.d. í Berlín, London, New York og Róm. Menntun almennings, einkum yngri kynslóða á heimslistina, nor- ræna list og jafnvel íslenzka svo bágborin að engu tali tekur, jafnvel innan listaskólanna. Afar sorglegt í þessu landi, þar sem innan handar ætti að vera að gera þjóðina eina þá upplýsustu sem þekkist í þessum efnum. Hagnaðurinn jafnt í lífs- mögnum sem beinhörðum pening- um meiri en flestir munu geta ímyndað sér… Fyrir stuttu vakti ég athygli áuppgangi málverksins sem ájafnt við eldri sem yngri kynslóðir og undirstrika ferskar heimildir það enn frekar. Meðal boðaðs aðalefnis aprílheftis, art Das Kunstmagasin, er grein um ungar listakonur sem undanfarið hafa slegið eftirminnilega í gegn með málverkum sínum á listamarkaði New York-borgar. Og ef til vill á þessi uppgangur einhvern, kannski óbeinan þátt í því að akureyrski málarinn Guðmundur Ármann Sig- urjónsson seldi helming myndverka sinna á sýningu í Gallery Aveny í Gautaborg, sem lauk 11. marz sl. Heil 11 af 20 sem uppi héngu, fékk að auk mjög góða dóma. Loks hermir síðasta hefti ARTnewslewtt- er, 20. marz, af mestu verðspreng- ingu málverka á uppboðum frá því sæla ári 1988. Á við myndlist allar götur frá fjórtándu til tuttugustu aldar, þannig hækkuðu impressjón- istarnir; Paul Cézanne um heil 54%, Claude Monet 33%, Berthe Morisot 29%, Henri Fantin-Latour 70%, Pierre Auguste Renoir, Camille Pissarro og Alfred Sisley 12-23% en Edgar Degas var á sléttu. Módern- istarnir; Kees van Dongen um 29%, en Joan Miro aðeins 3.8% og Pablo Picasso 0.3%, hins vegar féll Juan Gris um 14.3%. Expressjónistarnir; August Macke hækkaði um 38% og Max Pechstein 28%. Hvað samtíma- list snertir slær Mark Rothko (1903- 1970) öllum við en heimsmarkaðs- verð verka hans hækkaði um heil 243% árið 2000. Árin 1999-2000 tók söluverð málverka hans að rokka milli 5.6, 14.3. og 11 milljónum doll- ara. Og svo til lengri tíma sé litið hefur verðið klifrað um 1.231% á ár- unum milli 1955-2000 og 6.490% á tímabilinu 1975-2000! Andy Warhol hækkaði um 26 % þótt ekki væri um úrvalsverk að ræða, Jean-Michael Basquiat um 32%, Frank Stella um 52.4%, Cy Twombly var á sléttu en Joseph Beuys í lægð eftir sex upp- gangsár. Verk hins nafnkennda pop- og nýdadalistamanns Robert Rauschenberg, f. í Port Arthur, Texas 1925, eru þau einu úr þessum fræga hópi sem slegin eru á minna en 1975, kannski vegna þess að hann er enn á lífi og mjög afkasta- mikill. Hvað eldri meistara snertir vakti drjúga athygli að verk Jean-Honore Fragonard hækkuðu um 224,8% en annars féll verð á hollenzkum og flæmskum málurum um 16.4%, eftir mikinn uppgang á síðustu árum, þannig hækkuðu gömlu frönsku og ítölsku meistararnir um 68% á liðnu ári en almennt 46%. Hinir yngri eins og Englendingarnir Damien Hirst og Marc Quinn hækkuðu um 16.2%, til viðbótar 165% hækkun milli 1996-99. Evrópska málverkið hækkaði minna eða einungis 2.57% en nítjándu aldar raunsæi um 3.19%. Hins vegar hélt uppgangur- inn í höggmyndalist árin 1998-99 áfram og vakti óskipta undrun og athygli er höggmynd eftir Auguste Rodin var slegin á 89% yfir mats- verði. Vonandi fylgir þessum tölum sami en jarðtengdari uppgangur yf- ir alla línuna og í lok níunda áratug- arins. Þannig gerist þetta úti í heimi og af upptalningunni má marka að all- ar fullyrðingar um dauða málverks- ins og burtkústun sígildra miðla eru nokkuð orðum auknar. Nýrri stór- öld fylgja ný viðhorf, nýtt gildismat, jafnt til nútíðar, fortíðar sem og framtíðar. Mark Rothko (1903–1970); Fjólublátt – Grænt – Rautt. 1951, olía á léreft 230 x 137 sm. Verk listamannsins hækkuðu um 6.490% á heimsmarkaði milli 1995–2000! LITARHÁTTURINN Í NÆRMYND LANGVARANDI MÖTT ÁHRIF DOUBLE AGENT Fond de Teint Équilibrant. Farði sem jafnar húðina. Fullkominn árangur fyrir blandaða húð! Nýjung: Einkaleyfi á samsetningu. Hárnákvæm lagfæring með tvíþættri virkni. Kemur jafnvægi á fitumyndun, mattar og skýrir litarháttinn. Þurr svæði eru slétt og mjúk. Litarhátturinn er jafn, mattur og eðlilegur allan daginn. Veglegir kaupaukar. Kynning í dag og föstudag Snyrtivöruverslun/snyrtistofa, Grímsbæ v/Bústaðaveg, sími 553 1262. Kynning í dag, föstudag og laugardag Laugavegi 80, sími 561 1330 Verð frá kr. 30.875,-stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.