Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 3JA HERB.  Kringlan Mjög falleg um 90 fm 3ja herbergja íbúð í litlu fjölbýli á einum eftir- sóttasta stað bæjarins. Eignin skiptist m.a. í tvö hol, tvö herbergi, eldhús, stofu og baðherbergi. Sérþvottahús. Gegnheilt parket á gólfum, eyja og háfur. Suður- svalir. V. 12,3 m. 2JA HERB.  Sólheimar - lyftuhús Vorum að fá í sölu fallega og bjarta u.þ.b. 72 fm íbúð á 9. hæð í vinsælu lyftuhúsi. Íbúðin er rúmgóð og snýr til suðurs og er með stórum suðursvölum. Góð sameign og frábært útsýni. Íbúðin er upprunaleg en snyrtileg og losnar fljótlega. V. tilboð. 1365 Skúlagata - fyrir eldri borg- ara Falleg 64 fm íbúð á 3. hæð í vönd- uðu lyftuhúsi ásamt bílskýli. Parket á gólfum, svalir til vesturs og mikil sam- eign. Húsvörður. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. V. 11,9 m.1339 Vesturgata - glæsil. útsýni 2ja herb. óvenju rúmgóð um 72 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Stór stofa m. suðursvöl- um. Glæsilegt útsýni til suðurs og norð- urs. Ákv. sala. V. 9,4 m. 1338 Laugavegur Falleg og vel skipulögð 66 fm íbúð á efstu hæð á góðum stað við Laugaveginn. Parket á gólfum og hátt til lofts í stofu og svefnherbergi. Ath. brunabótamat er 8,9 m. V. 8,9 m. 1233 Hraunbær Góð 2ja herbergja 56 fm íbúð á jarðhæð við Hraunbæ í Reykjavík. Nýleg eldhúsinnrétting og parket á gólfi í stofu og eldhúsi. Blokkin hefur verið klædd að utan með Steni. V. 6,9 m. 1206 ATVINNUHÚSNÆÐI  Tunguháls - góð eign Til sölu um 1.251 fm mjög vandað stálgrindar- hús með þrennum innkeyrsludyrum, góð athafnasvæði og byggingarréttur. Góð lofthæð og góð aðkoma. V. 72,0 m. 1326 Atvinnupláss - 120 fm í Hafnarfirði til leigu Erum með til leigu gott atvinnupláss með innkeyrslu- dyrum á jarðhæð, u.þ.b. 120 fm. Hentar vel undir lítil verkstæði, vinnustofur, lager o.fl. Laust fljótlega. Upplýsingar gefur Stefán Hrafn. 1121 Síðumúli - lager- og þjónustupláss í sérflokki - 400 fm eining Glæsilegt atvinnuhúsnæði á götu- hæð, lager, skrifstofur, iðnaður, (bakhús), við Síðumúla. Plássið er u.þ.b. 400 fm, steinsteypt og byggt árið 1987. Húsið er flísalagt að utan og með nokkrum inn- keyrsludyrum og góðri lofthæð, göngudyrum og glerfronti að hluta til. Afstúkaðar skrifstofur, kaffistofur o.fl. Malbikuð lóð. Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn. Verð tilboð. 9752 ATVINNUHÚSNÆÐI EFNT verður til pallborðsum- ræðna í Listasafni Íslands, Tjarn- arsal, í samvinnu við Listaháskóla Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Rætt verður um sýn íslenskra myndlistarmanna og ljósmyndara á náttúruna á 20. öld. Við pallborðið sitja Auður Ólafs- dóttir, listfræðingur og stunda- kennari við LHÍ, Einar Garibaldi, myndlistarmaður og kennari við LHÍ, Halldór Ásgeirsson mynd- listarmaður og Þorvarður Árna- son, náttúruræðingur. Gunnar Harðarson heimspek- ingur stjórnar umræðunum. Aðgangseyrir er kr. 400 og kr. 250 fyrir hópa og eldri borgara. Gildir einnig sem aðgangseyrir á sýninguna Náttúrusýnir, en Lista- safn Íslands verður framvegis opið til kl. 22 á fimmtudagskvöldum. Kaffistofan er opin á sama tíma. Pallborðs- umræður í Listasafni Íslands alltaf á föstudögum UNDANFARIN ár hefur klassíski gítarinn náð æ meiri útbreiðslu. Norðurlönd, Svíþjóð þar með talin, hafa ekki farið varhluta af því. Þar hafa starfað merkir gítarleikarar og kennarar á borð við Per-Olof Johnson og Göran Söllscher, sem báðir hafa sótt Ísland heim, leikið á tón- leikum og haldið námskeið. Gunnar Spjuth er fæddur 1952 og lauk dipl- omaprófi frá Tónlistarháskólanum í Malmö árið 1974. Aðalkennari hans þar var Per-Olof Joh- anson prófessor við gítardeild háskólans. Við þennan sama skóla hefur Gunnar starfað frá árinu 1976 og verið lektor við gítardeildina síð- an 1978. Hann vann fyrstu verðlaun í norrænni gítarkeppni, Nordic Association, árið 1975, en það ásamt því að hljóta styrk frá Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni gerði honum kleift að halda til frekara náms erlendis. Hann fór til Lundúna og lærði m.a. hjá John W. Duarte, Diana Poulton og Anthony Rooley og sumarið 1975 lék hann á masterclass hjá Julian Bream í Lucerne í Sviss. Eftir vel heppnaða tónleika í Tónleikahöllinni í Stokkhólmi árið 1976 hefur hann haldið fjölda einleikstónleika og leikið kammermúsík, auk þess sem hann hef- ur margsinnis komið fram í útvarpi og sjón- varpi. Fyrsta platan hans kom út árið 1986 en þar lék hann tónlist eftir Albeniz, Granados, svo og sænska tónlist sem var sérstaklega skrifuð fyrir hann af Hilding Hallnas, Rolf Martinsson og Henry Gammelgard. Sú hljóðritun hlaut sænsku Grammy-verðlaunin árið 1987. Ekki alls fyrir löngu kom út nýr geisladiskur með Spjuth – The Classical Guitar Reborn – þar sem hann leikur verk sem öll eru samin eftir 1950, m.a. eftir Leo Brouwer, Hanz Werner Henze, Julian Orbon og Frank Zappa. En þrátt fyrir uppgangstíma gítarsins um all- an heim telur Gunnar Spjuth hann hafa verið í nokkurri lægð síðustu árin, einkum ef tekið er mið af árunum 1960–1980. „Þá var gítarinn á miklu endurreisnarskeiði og áheyrendur upp- lifðu hann sem nýtt og spennandi hljóðfæri. Nú nokkrum árum síðar hefur gítarinn fengið ákveðinn sess í tónleikalífi en jafnframt tapað dálitlu af nýjabruminu. Gítarinn hefur á þessum tíma fengið viðurkenningu innan geira svo- nefndrar „alvarlegrar tónlistar“ en hefur jafn- framt verið mjög tengdur popp- eða alþýðu- tónlistargeiranum. Ég trúi því að það hafi haft þau áhrif að stærri hópur fólks hefur komist í snertingu við hljóðfærið en ella,“ segir Gunnar. Samanborið við mörg önnur hljóðfæri hefur ekki verið samið mikið af tónlist fyrir klassískan gítar og ekki er óalgengt að gítarleikarar spili verk sem upphaflega voru samin fyrir önnur hljóðfæri. Gunnar hefur umritað og útsett fjölda verka fyrir gítarinn, bæði úr píanó- og lútu- skrift. Bjartsýnn á framtíð gítarsins „Ég hef mikla ánægju af því að leika verk sem hafa verið umrituð fyrir gítar. Þau fylla ákveðið tómarúm en sem kunnugt er söknum við þess að ekki hafi verið samin fleiri verk fyrir gítar og á það einkum við um viss tímabil tónlistarsög- unnar. En það skiptir ekki mestu á hvaða hljóð- færi verk eru leikin heldur hvernig þau eru leik- in. Það gleður mjög að áhugi núlifandi tónskálda á að skrifa fyrir gítar hefur aukist síðustu árin og jafnframt hlutur gítarsins í kammermúsík.“ Gunnar segist vera bjartsýnn á framtíð gít- arsins. „Við eigum nú fleiri vel menntaða gít- arleikara og kennara en áður sem tryggir stöð- uga og öra þróun hljóðfærisins og skapar sterkan grunn fyrir gítarleikara framtíðarinn- ar.“ Á tónleikunum í Áskirkju leikur Gunnar verk eftir John W. Duarte, Reginald Smith-Brindle, Andrés Segovia, Leo Brouwer, Isaac Albeniz og Manuel de Falla. Að tryggja öra þróun hljóðfærisins Sænski gítarleikarinn Gunnar Spjuth mun halda tónleika í Ás- kirkju í dag, fimmtudag, kl. 20 og námskeið á laugardag og sunnudag kl. 12 í húsnæði Tón- skólans Do Re Mi í KR-húsinu Frostaskjóli 2. Rúnar Þórisson fjallar hér um listamanninn og ræðir við hann. Gunnar Spjuth gítarleikari. NÚ stendur yfir sýning glerlista- mannsins Sigrúnar Ólafar Einars- dóttur í Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður listamað- urinn á staðnum nk. sunnudag frá kl. 12–14. Sýningin stendur fram yfir páska og er opin á opnunartíma kaffihússins. Virka daga kl. 11.30– 18, um helgar kl. 12–18. Glerverk í Ráðhús- kaffinu VORTÓNLEIKAR Kvennakórsins Ljósbrár verða í Hvoli á Hvolsvelli annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Kórinn var stofnaður árið 1989 og eru félagar nú 25. Kórstjóri er Nína María Morävek. Einsöngvari á tón- leikunum er Gísli Stefánsson. Kór- inn hefur fengið til liðs við sig hljóm- sveit sem skipuð er Helga Kristjánssyni, Smára Kristjánssyni og Guðjóni Halldóri Óskarssyni. Framundan hjá kórnum er heim- sókn til Hafnar í Hornafirði. Ljósbrá á Hvolnum ÞÓRUNN Valdi- marsdóttir er gestur Ritlistar- hóps Kópavogs að þessu sinni. Hún lesa úr bók sinni um Sigrúnu Jóns- dóttur, Engin venjuleg kona, í dag, fimmtudag, kl. 17, í kaffistofu Gerðarsafns. Allir eru velkomnir og aðgangs- eyrir er enginn. Lesið í Gerðarsafni Þórunn Valdi- marsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.