Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 43
viðurkennd milli landa. Starfsvega- bréfið gefur fjölda nemenda tæki- færi til að víkka sjóndeildarhring- inn og taka hluta af námi sínu í öðru Evrópulandi. Enn þá er starfsvega- bréfið eingöngu bundið við skóla- kerfið og verða þeir nemendur sem óska eftir að taka hluta af námi sínu erlendis að sækja um vegabréfið frá sínum skóla. Viðburðir MENNT tekur að sér fram- kvæmd ráðstefna og viðburða. Helstu verkefni sem unnin hafa verið á þessum vettvangi er fram- kvæmd í Viku símenntunar og á ráðstefnum um upplýsingatækni í skólastarfi sem unnar hafa verið fyrir menntamálaráðuneytið. MENNT hefur víðtæka reynslu í skipulagningu og framkvæmd á slíkum viðburðum. Þróunarverkefni í starfsmenntun á vegum MENNTAR eru margvís- leg. Miklir möguleikar eru á frekari þróunarvinnu sem tengist starfs- menntun. Helstu verkefni sem MENNT vinnur að sem koma fyr- irtækjum, skólum og einstaklingum til góða eru: Upplýsingaveita um námsframboð Upplýsingaveitan er gagnabanki og leitarkerfi sem verður á inter- netinu. Neytendur, þ.e. þeir ein- staklingar sem eru að leita eftir námi eða námskeiði, geta á einum stað fundið það nám sem þeir óska eftir. Allt nám sem hægt er að stunda að loknu grunnskólaprófi verður hægt að vista í upplýsinga- veitunni og er það í fyrsta sinn hér á landi sem hægt verður að leita að öllu námi eða námskeiðum á fram- halds-, háskóla- og símenntastigi á einum stað. Uppbygging starfsmanna Markviss uppbygging starfs- manna (MUS) er greiningarferli sem metur þörf fyrir endurmennt- un og þjálfun starfsmanna á vinnu- stað. MUS-kerfið er danskt að upp- runa og hefur verið notað þar til margra ára með góðum árangri. MUS-kerfið byggist á þörfum fyr- irtækisins í þróun starfsfólks á vinnustað. Ef fyrirtæki metur að aukin þörf sé fyrir ákveðna kunn- áttu eða færni þá er MUS-kerfið notað til að meta hvenær, hve mikið og hvers konar kunnáttu eða færni starfsmenn þurfa að hafa, í starfi, fyrirtækinu til hagsbóta. Fjölmörg dæmi eru um að starfsmenn séu „sendir“ á námskeið án þess að þarfagreining fyrir námskeiðinu hafi farið fram. Með MUS-kerfinu verður hægt að vinna markvisst að endurmenntun og þjálfun starfs- manna. Töluverð umræða hefur verið um mikilvægi þess að nám, sem stund- að er fyrir utan hið hefðbundna skólakerfi, verði vottað. Framboð á námi er mikið og hefur neytandi, hvort sem er atvinnurekandi, skipu- leggjandi eða einstaklingur, ekki alltaf þá yfirsýn eða forsendur að meta gæði þess náms sem hann óskar eftir. Vottun á námskeiði styður við MUS-kerfið þar sem greining í fyrirtækjum sýnir ákveðna þörf fyrir endurmenntun og þá er æskilegt að geta boðið neytendum upp á staðlað og sam- anburðarhæft nám eða námskeið. Einnig hefur töluverð umræða ver- ið um brottfall nemenda úr fram- haldsskólum og gæti vottað nám eða námskeið sem stundað er utan hins hefðbundna skólakerfis stutt við bakið á þeim hópi. Þróunarverkefni Animate er þróunarverkefni styrkt af Leonardo da Vinci II áætluninni. Animate er netverkefni þar sem efla á samstarf atvinnulífs og skóla í nokkrum Evrópulöndum. Víða um Evrópu er horft til þess góða samstarfs sem MENNT stendur að þar sem atvinnulíf, skól- ar og stéttarfélög vinna saman að þróun menntunar í landinu. Starfið hjá MENNT byggist á góðri samvinnu við félagsaðila MENNTAR svo og alla þá sem láta sig menntun og þekkingaruppbygg- ingu starfsfólks á vinnumarkaði eitthvað varða. Mikið magn af upp- lýsingum varðandi rannsóknir og þróun í menntun er að finna hjá MENNT og er einstaklingum, fyr- irtækjum, félagasamtökum eða skólum bent á heimasíðu MENNT- AR sem er www.mennt.is eða hafa samband við skrifstofu MENNT- AR. Höfundur er framkvæmdastjóri MENNTAR. UMRÆÐAN úr akrýli! • Níðsterkir, auðveldir að þrífa • Fást með loki eða öryggishlíf • Nuddkerfi fáanlegt • Margir litir, 10 gerðir, rúma 4-12 TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 pottar Heitir Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Verð frá aðeins kr. 94.860,- STEPHILL Örverufræðifélag Ís- lands hefur skipulagt fyrirlestraröð um veirur og veirusjúk- dóma sem ætluð er al- menningi. Fræðsluer- indi um lifrarbólgu C verður haldið í Lög- bergi fimmtudaginn 29. mars kl. 20:00. Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur í lifur sem orsakast af veiru sem kölluð er lifrar- bólguveira C. Faraldur af lifrarbólgu C hefur gengið yfir heiminn á undanförnum árum og talið er að um 4 milljónir manna séu sýktar í Vestur-Evrópu einni saman. Þótt ekki sé um nýjan sjúkdóm að ræða var veiran sjálf einangruð 1989. Lifrarbólguveira C smitar fyrst og fremst við blóðblöndun, t.d. þegar fíkniefnaneytendur deila með sér óhreinum sprautunálum. Smit getur einnig borist við blóð- eða blóðhlutagjöf en allt blóð er nú skimað svo líkur á að smitast þannig eru hverfandi. Um 700 einstaklingar hafa nú greinst með sjúkdóminn á Íslandi og árlega bætast við 60–70 ný tilfelli. Smitið verður varan- legt í um 80% tilfella. Flestir fá langvinna lifrarbólgu sem getur smám saman leitt til skorpulifrar og lifrar- bilunar. Þeir sem fá skorpulifur eru síðan í aukinni hættu á að fá lifrarkrabbamein. Lifrarbólga C er nú algengasta orsök langvinnra lifr- arsjúkdóma á Vesturlöndum. Sjúk- dómseinkenni eru gjarnan lítil eða engin þar til sjúkdómurinn er kom- inn á lokastig. Lyfjameðferð kemur aðeins hluta sjúklinga að gagni. Fyr- ir þá sem eru með lifrarbilun kemur lifrarígræðsla til greina. Lyfjameð- ferðin er dýr og kostnaður við lifr- arígræðslu getur skipt milljónatug- um. Lifrarbólga C er vaxandi heil- brigðisvandamál á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Áhrif þessa hér á landi bæði hvað varðar þjáningar einstaklinga og álag og út- gjöld fyrir heilbrigðiskerfið mun koma fram með vaxandi þunga á komandi árum. Mikilvægt er að sporna við frekari útbreiðslu með öll- um tiltækum ráðum. Lifrarbólga C Sigurður Ólafsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- ingum og meltingarsjúkdómum Landspítala Fossvogi. Veirur Faraldur af lifrarbólgu C hefur gengið yfir heiminn á undanförnum árum, segir Sigurður Ólafsson, og talið er að um 4 milljónir manna séu sýktar í Vestur- Evrópu einni saman. stöðu ef þjónustu- og eftirlitskerfi hins opinbera stækkar sífellt. Það er kvíðvænlegt ef báðir ríkisbankarnir verða seldir því að FBA hækkaði sína vexti á 15/20 ára lánum strax eftir að Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun en sú hækkun átti að minnka eftirspurn eftir nýjum lán- um. Og hvað með verðbótaþáttinn, hann hefur ekki verið afnuminn enn? Steingrímur Hermannsson gerði til- raun á sínum tíma en var kveðinn í kútinn. Nú þegja allir einu hljóði, stjórnmálamenn, verkalýðsforustan og sjóðirnir? Og sjávarútvegsmálin, fiskurinn er allt í kring um landið en það má ekki veiða hann af smábátum og landa í viðkomandi höfnum. Og ef spurt er af hverju, þá er svarið: Af því að frjálsræðið færði vinnsluna út á sjó og markaðirnir sáu til þess að fiskurinn var og er keyrður á milli. Það er eins og þeir hafi hvergi komið nærri og er þá sama hvor svarar, sjávarútvegsráðherra eða formaður Framsóknarflokksins. En það skal færa störf út á land sem ekki urðu til þar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þó þau skapi ekki þau verð- mæti sem vantar í viðkomandi byggðarlag. Er ekki verið að taka blómið úr sólinni og setja það í skuggann? Höfundur er framkvæmdastjóri. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.