Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR jarðvegsfram- kvæmdir standa nú yfir á golfvelli Golfklúbbs Reykja- víkur í Grafarholti. Grafinn hefur verið djúpur og mikill skurður niður eftir öllum dalnum meðfram golfbraut- unum og þar er verið að koma fyrir holræsi fyrir nýja hverfið sem er að rísa í Grafarholtinu. Það er breytt landslag sem blasir við á golfvellin- um. Áður voru þar einvörð- ungu berangurslegir melar í hæðum og bugðum en nú blasir við myndarlegt ein- býlishúsahverfi í austurhlíð- inni, vissulega ennþá í smíð- um og enginn fluttur inn, en þegar allt verður þar frá- gengið má búast við því að prýði verði af nýbyggingun- um í hlíðinni. Væntanlegir íbúar þurfa sömuleiðis ekki að kvíða útsýninu úr stofum sínum því þaðan munu blasa við iðagrænar brautir og flatir í sumar og sundin blá í vestri. Reykjavíkurborg stendur að framkvæmdinni sem mið- ar að því að koma skólpi og yfirborðsvatni af götum frá hinu nýja hverfi til sjávar. Berar klappirnar Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Reykjavíkur, segir að verklok séu 15. maí næst- komandi og allt útlit sé fyrir að verktakar skili verkinu af sér í tæka tíð. Blaðamaður átti erfitt með að ímynda sér það þegar farið var um svæðið í gær. Þar eru stór- virkar jarðvinnuvélar og op- inn skurður þar sem glittir í hrikalegar klappirnar sem hafa verið sprengdar í sund- ur. Í sárinu á jörðinni má glögglega sjá hvers konar afrek hinir fjölmörgu unn- endur golfíþróttarinnar sem tengjast GR hafa unnið í gegnum tíðina, eða allt frá því framkvæmdir hófust 1958, með því að byggja þarna upp einn glæsilegasta golfvöll landsins, því ekki verður annað sagt en að jarðvegurinn er rýr. Lítil reynsla komin á sambýli golfvallar og íbúðabyggðar Margeir, sem er sér- menntaður í viðhaldi og gerð golfvalla frá Skotlandi, segir að lítil reynsla sé kom- in á sambýlið við nýju byggðina í Grafarholtinu. Húsin hafi risið í vetur en svona sambýli sé þekkt er- lendis. Húsin standi fyrir of- an völlinn og engin hætta á að bolta sé slegið í rúðurn- ar. Margeir segir að mikið sé í húfi að framkvæmdunum ljúki á réttum tíma því und- irbúningur sé þegar hafinn fyrir Íslandsmótið í golfi sem haldið verður á vell- inum dagana 9., 10., 11. og 12. ágúst næstkomandi. Lið- ur í undirbúningnum er einnig bygging nýrra öft- ustu teiga á 4–5 brautum. Margeir segir að fram- kvæmdirnar hafi hafist í febrúar í fyrra. Gerður var allt að eins kílómetra langur skurður sem er feiknarlegt mannvirki. Þar hefur þurft að sprengja upp klappir og sums staðar er skurðurinn allt að níu metrar á dýpt. Margeir segir að það hafi verið til happs að vegur hafi legið í gegnum völlinn sem hafi verið fylgt að stærstum hluta við skurðgröftinn. Í fyrra hafi verið mokað upp úr skurðinum og efnið sett til hliðar við hann og þá hafi orðið allt að 30 metra breitt sár í vellinum. Það er nú að mestu leyti búið að laga en þó er ljóst að völl- urinn þarfnast frekari lag- færinga á því svæði vegna þess hve jarðvegurinn hefur sigið. Margeir segir að þetta hafi sloppið vel til í fyrra og völlurinn hafi verið opnaður 21. maí, eða um svipað leyti og undanfarin ár. Samfara framkvæmdinni hefði þriðja brautin verið hækkuð. Flóðlýstur æfingavöllur „Það er erfitt að koma á hverju vori með hálfgróinn völl. Það voru einar fjórar brautir í hálfgerðu uppnámi í fyrra en síðan gekk þetta mjög vel.“ Það eru enn frek- ari framkvæmdir í gangi við golfvöllinn því árið 2002 er ráðgert að taka í notkun 5 hektara æfingasvæði við vesturenda golfvallarins. Þar verða básar og hægt að leigja bolta til að slá út á flatir. Svæðið verður flóð- lýst og segir Margeir að stefnt verði að því að búa það þannig úr garði að það standist allan alþjóðlegan samanburð. Hann segir að þegar vel viðri á veturna sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa svæðið opið. Borgin á landið sem golf- völlur GR stendur við, jafnt í Grafarholtinu sem og á Korpúlfsstöðum, en það var eitt fyrsta verk Margeirs sem framkvæmdastjóra klúbbsins að ganga, ásamt formanni klúbbsins, frá leigusamningi til 50 ára. Golfklúbburinn velti í fyrra 90 milljónum króna og skilaði reksturinn hagnaði. Félagar í klúbbnum eru rúmlega 1.730 talsins og auk þess eru um 1.000 manns á biðskrá. Samþykkt var á síðasta aðalfundi að þegar félagatalan næði 1.800 yrði farið að taka inn félaga á biðlista, því klúbburinn get- ur ekki haft fleiri virka félaga með núverandi að- stöðu. Árgjaldið er 43.000 kr., en 33.000 kr. fyrir kon- ur, og inntökugjald, sem er greitt einu sinni er 50% af árgjaldinu. Miklar framkvæmd- ir í Grafarholti Reykjavík Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri GR. Í baksýn eru moldarbingir þar sem ráðgert er að opna flóðlýstan æfingavöll 2002. Miklar framkvæmdir standa yfir á golfvellinum; verið er að koma fyrir holræsi frá nýrri byggð í Grafarholti. Margt hefur breyst á golfvelli GR í Grafarholti síðan Guðjón Guð- mundsson vann þar á sláttuvélum eitt sumar í byrjun níunda áratug- arins. Margeir Vil- hjálmsson, fram- kvæmdastjóri GR, segir frá helstu breytingunum framundan. Morgunblaðið/Ásdís Á RÁÐSTEFNU um Staðar- dagskrá 21 á Íslandi, sem haldin var 2. apríl síðastliðinn, voru Mosfellsbæ veitt Staðar- dagskrárverðlaunin 2001. Hvatningarverðlaun íslenska Staðardagskrárverkefnisins 2001 féllu hins vegar í skaut Hveragerðisbæjar. Um er að ræða viðurkenn- ingar sem veittar eru til sveit- arfélaga fyrir góðan árangur og virka þátttöku í Staðardag- skrárstarfinu mars 2000 – mars 2001. Seint í mars á síðasta ári voru fjórum íslenskum sveit- arfélögum veittar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Staðardagskrár- starfinu, sem þá hafði staðið í tæplega eitt og hálft ár. Þess- um viðurkenningum var ætlað að vera hvatning til sveitar- félaga til þess að halda ótrauð áfram í þeirri vinnu að gera langtímaáætlanir um það hvernig þau hyggjast nálgast markmiðið um sjálfbæra þró- un á 21. öldinni, en það er ein- mitt það sem Staðardagskrá 21 fjallar um. Sveitarfélögin sem þannig voru verðlaunuð fyrir ári, voru Snæfellsbær, Akureyri, Hafnarfjörður og Mosfellsbær. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna aðeins eitt sveit- arfélag, og þótti þá liggja beint við að velja það úr hópi þeirra sem þegar hafa sam- þykkt 1. útgáfu af Staðardag- skrá 21, og hafa auk þess sam- þykkt Ólafsvíkuryfirlýsing- una um starf sveitarfélaga að sjálfbærri þróun. Alls hafa 17 sveitarstjórnir samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsinguna, en aðeins fjögur þeirra hafa jafn- framt samþykkt 1. útgáfuna af Staðardagskrá 21. Þar með komu aðeins fjögur sveitar- félög til greina við þessa verð- launaveitingu. Að sögn Stefáns Gísla- sonar, verkefnisstjóra Staðar- dagskrár 21 á Íslandi, vinna um 30 sveitarfélög á Íslandi að gerð Staðardagskrár, og víða einkennist starfið af miklum áhuga og dugnaði, þótt tími og peningar séu mjög af skornum skammti. Með þetta í huga þótti rétt að veita, auk aðalverðlaunanna, sérstök hvatningarverðlaun fyrir vel unnið starf eða snjall- ar lausnir á einstökum vanda- málum. Hvatningarverðlaun íslenska Staðardagskrárverk- efnisins 2001 voru veitt Hveragerðisbæ fyrir öflugt starf og markvisst samstarf við skóla og stofnanir. Í Hveragerði eru drög að fram- kvæmdaáætlun Staðardag- skrár 21 tilbúin til afgreiðslu í bæjarstjórn. Staðardagskrárverðlaunin 2001 voru hins vegar veitt Mosfellsbæ, eins og áður er nefnt. Áhersla á miðlun upplýs- inga til almennings „Bæjarstjórn Mosfellsbæj- ar samþykkti fyrstu útgáfu af Staðardagskrá 21 fyrir bæjar- félagið þann 31. janúar sl., en það sem einkennt hefur starf- ið í Mosfellsbæ öðru fremur er sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á miðlun upplýs- inga til almennings og á þátt- töku almennings á öllum stig- um starfsins,“ sagði Stefán. „Útgáfa fréttabréfsins Sól- argeislans hefur verið mikil- vægur þáttur í því að treysta tengslin við almenning, en 3. tölublaðið er einmitt nýkomið út. Sólargeislinn er án nokk- urs vafa vandaðasta kynning- arefnið fyrir almenning sem gefið hefur verið út um þessi mál hérlendis.“ Ráðstefnan Staðardagskrá 21 í fjórða skipti Mosfellsbær fékk Staðardagskrár- verðlaunin 2001 Hér má sjá verkefnisstjórn SD21 í Mosfellsbæ með viðurkenninguna ásamt Einari Svein- björnssyni, aðstoðarmanni umhverfisráðherra. Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.