Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAGNA Sigrúnardóttir myndlist- arkona opnaði síðastliðinn laug- ardag málverkasýningu í Agora Gallery í New York. Sýningin stendur til 21. apríl næstkomandi og ber hún heitið „Visions From Life“. Að sögn Rögnu eru konurnar í fjölskyldu hennar helstu áhrifavaldarnir í lífi hennar og hefur hún leitast við að tjá þau áhrif í málverkum sínum. Í málverkunum á sýningunni veltir Ragna fyrir sér hvað felist í því að vera kona, þegar litið er fram hjá hlutverkunum sem hún er skil- greind út frá. Á myndunum gefur að líta kvenfígúrur sem tjá ólíkar tilfinningar, s.s. gleði og duttlunga, ýgi og tilfinninganæmi. Undir fíg- úrumynd málverkanna liggja jafn- framt aðrar myndir, eins konar undirmyndir. „Undirmyndirnar skína í gegn líkt og ör, kúlur og mar, og má líkja þeim við þá reynslu sem mótar okkur í lífinu og gerir okkur að því sem við erum. Það sem gerir þessar konur áhuga- verðar er að þær eru mótaðar í senn af fegurð og annmörkum.“ Ragna Sigrúnardóttir lauk BFA- gráðu frá Listastofnun Kaliforníu og býr nú og starfar í Seattle. Ragna Sigrúnardóttir sýnir í Agora Gallery Andlit Áróru eftir Rögnu Sigrúnardóttur. NÝJASTA myndin hans Gus Van Sant fjallar um tvo útlaga í borg- arhverfinu Bronx. Þótt þeir séu í fljótu bragði jafn ólíkir og hvítt og svart (í orðsins fyllstu merkingu), eiga þeir enn fleira sameiginlegt. Jamal Wallace (Rob Brown), er 16 ára, bráðskarpur, þeldökkur ung- lingur, sem hefur ánægju af lestri góðra bóka og ríka þörf til að tjá sig á pappírnum. Sem hentar ekki vel í hverfinu, sem séð hefur betri daga. Jamal leggur því á yfirborðinu meira kapp á sitt annað hjartans mál, körfuboltann, sem jafnframt er auðskildari af umhverfinu. Jamal og félagar hans á vellinum verða oft varir við að einn íbúanna í nágrenn- inu fylgist grannt með því sem ger- ist í sjónauka, en sést hinsvegar aldrei utan veggja íbúðar sinnar. Þeir kalla hann „gluggann“, og er hann orðinn dularfull þjóðsagnaper- sóna. Jamal er manaður til að heim- sækja „gluggann“, og kemst inn til hans. Þar blasir óvænt við heimili menntamanns, bækur upp um alla veggi, í öllum hornum. Stráksa verð- ur hverft við, flýr á braut og gleymir bakpokanum sínum, sem inniheldur m.a. ýmislegt sem hann hefur samið. Daginn eftir er pokanum hent niður til hans, handritin hafa verið yfirfar- in, leiðrétt, með fagmannlegum ábendingum. Í stuttu máli hefst þar með ein- stök vinátta. „Glugginn“ reynist vera William Forrester (Sean Conn- ery), frægt skáld og goðsögn í bók- menntaheiminum – þótt hann hafi horfið í sjálfskipaða útlegð fyrir hálfri öld, eftir útkomu fyrstu bókar sinnar. Hún færði Forrester frægð og Pulitzer-verðlaun, en síðan hefur allt hans líf verið sveipað dulúð. Jamal fær ómetanlega hvatningu og tilsögn hjá Forrester, sem sér frá upphafi stórkostlegt efni í drengn- um, sem finnur manninn Forrester undir hrjúfum skrápnum. Þeir leiða hvor annan á rétta braut. Óneitanlega minnir efnið á ým- islegt sem áður hefur sést, og það oft, í kvikmyndum. Nánast beina til- vísun er að finna í The Loneliness Of the Long Distance Runner, hina klassísku mynd Tony Richardson, frá 1962. Þar hóf Tom Courteney feril sinn svo eftirminnilega, sem nemandinn sem mótmælir því á áhrifaríkasta hátt sem hann kann að vera í náðinni sakir framúrskarandi árangurs á íþróttasviðinu en ekki augljósra námshæfileika. Ein þekkt- asta mynd Van Sant, Good Will Hunting, kemur þó enn frekar upp í hugann, samsvörunin er óvéfengj- anlega náin. Gus Van Sant virðist lentur á hinni breiðu velferðarbraut hugljúfu og hjartnæmu Hollywoodmynd- anna, og gerir þær vissulega vel. Bjargar reyndar Fundnum Forres- ter frá því að verða væmin með styrkri hjálp hins gráa og gamal- reynda Connerys, sem er hjarta og sál myndarinnar. Maður saknar engu að síður hins djarfa og róttæka og einstaka Van Sant, sem gerði perlurnar Drugstore Cowboy og My Own Private Idaho. Van Sant virðist vera búinn að týna honum í rjóma- kökubakaríi iðnaðarins. Fundinn Forrester er vönduð af- þreying, ein þeirra sem skilur við mann í jákvæðu og góðu skapi, að hætti ævintýrasagna bernskunnar. Það er einnig dýrmætt, engu síður en kynnin af svartnættisveröld ut- angarðsfólksins í fyrrgreindum klassastykkjum leikstjórans. Van Sant er jafn hagur á melódramað og myrkviðina, það gerir gæfumuninn. Fundinn Forrester er vissulega fyr- irsjáanleg og tilfinningaþrungin en á væmnislausum nótum sem snerta mann og hlýja um hjartaræturnar. Rob Brown er byrjandi, einsog Courteney í den, og er býsna góður, en ekki réttlátt að bera hann saman við breska snillinginn. Það kitlar að sjá íslenskt nafn á kreditlistanum og Valdís Óskarsdóttir og tökumað- urinn Harris Savides eiga sannar- lega sinn góða þátt í vönduðu útliti myndarinnar og magnaðri undir- strikun á bilinu á milli ríkra og fá- tækra í stórborginni New York. Ævintýri úr Bronx „Fundinn Forrester er vönduð afþreying, ein þeirra sem skilur við mann í jákvæðu og góðu skapi, að hætti ævintýrasagna bernskunnar.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , B í ó h ö l l i n Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrits- höfundur: Mike Rich. Tónskáld: Bill Frisell. Kvikmyndatökustjóri: Harris Savides. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Aðalleikendur: Sean Connery, Rob Brown, F. Murray Abraham, Michael Nouri, Anna Pa- quin, Busta Rhymes. Sýningartími 135 mín. Bandarísk. Columbia. Árgerð 2000. FORRESTER FUNDINN – FINDING FORRESTER  Í GAMANMYNDINNI „Miss Congeniality“, sem frumsýnd var um síðustu helgi í hvorki fleiri né færri en fimm kvikmyndahúsum, leikur Sandra Bullock lögreglukonu hjá bandarísku alríkislögreglunni sem þvinguð er til þess að taka þátt í feg- urðarsamkeppni svo hafa megi upp á sprengjumanni er hótar að sprengja hátíðina í loft upp. Hér er um að ræða enn eina útgáfuna af sögunni um ljóta andarungann því Sandra er jafn kyn- þokkafull og glæsileg og vörubílstjóri með gyllinæð þegar við kynnumst henni fyrst en breytist svo í svan, auð- vitað. Hún er sjálf einn af framleiðendum myndarinnar og hefur fengið til liðs við sig ásjálegan hóp leikara til þess að halda uppi fjörinu í mynd sem er ljúfmennskan uppmáluð, stundum nokkuð fyndin og yfirleitt hin ágæt- asta skemmtun. Michael Caine er fínn í hlutverki einskonar Henry Higgins, sem fær það verkefni að gera svan úr Söndru; Benjamin Bratt er brattur sem yfirmaður hennar í lögreglunni; Candice Bergen er drottning hátíðarinnar og William Shatner er frábær sem elskulegur kynnir á meðan allt fer í bál og brand. Handritshöfundunum og leikstjór- anum, Donald Petrie, tekst að skop- ast hæfilega að fegurðarsamkeppn- um án þess að valta yfir þær, þetta eru bara stelpur sem reyna að láta gott af sér leiða, eins og Sandra segir. Og þeir finna alvöru skop í umbreyt- ingunni sem verður á Söndru þegar hún breytist úr löggu í fegurðardís á nokkrum dögum. Sandra nýtur sín til fulls í hlutverkinu, sem er það besta sem hún hefur haft með höndum í langan tíma. Hún fær jafnvel tæki- færi til þess að brosa í gegnum tárin áður en við kveðjum. Hins vegar hefði mátt lappa tölu- vert upp á sprengjuplottið, sem er lapþunnt og ekki í neinu samræmi við annað sem í myndinni gerist. „Miss Congeniality“ er þannig að mestu leyti hin prýðilegasta gamanmynd sem hæðist fínlega að fegurðarsam- keppnum en umvefur þær á endanum ást og hlýju. Brosað í gegnum tárin KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , H á s k ó l a - b í ó , K r i n g l u b í ó , N ý j a b í ó A k u r e y r i o g N ý j a b í ó K e f l a v í k Leikstjóri: Donald Petrie. Handrit og framleiðsla: Marc Lawrence. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Ben- jamin Bratt, Michael Caine, Can- dice Bergen, William Shatner, Er- nie Hudson og John Diresta. Warner Bros. 116 mínútur. „MISS CONGENIALITY“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason Í TILEFNI af alþjóðlega heilbrigð- isdeginum verður aukasýning á ein- leiknum Háalofti í Kaffileikhúsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Leiksýningin Háaloft, sem The Icelandic Take Away Theatre vann í samvinnu við Kaffileikhúsið síðast- liðið haust, er þáttur í að skapa með- vitund um eðli og ásýnd geðhvarfa- sýki. Verkið var unnið í nánu samstarfi við félögin Geðrækt og Geðhjálp, Landlæknisembættið, sjúkrastofnanir á sviði geðheilbrigð- is, hjúkrunarfólk, aðstandendur og síðast en ekki síst fólk sem þjáist af þessum sjúkdómi. The Icelandic Take Away Theatre hefur verið boðið með sýninguna á erlendar leiklistarhátíðir. Annars vegar Kvennaleiklistarhátíðina í Tornio í Finnlandi í sumar, þar sem leikkonan Vala Þórsdóttir mun einn- ig halda námskeið í gerð og leik ein- leikja. Hins vegar verður Háaloft sýnt á Festival of Alternative Theatre í Búdapest nú í aprílmánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem leikhópum frá vesturhluta Evrópu er boðin þátttaka í hátíðinni og munu í ár hóp- ar m.a. frá Ítalíu, Frakklandi og Pól- landi sýna verk á hátíðinni. Menntamálaráðuneytið og félagið Geðrækt styrkja The Icelandic Take Away Theatre til þessarar ferðar. Auka- sýning á Háalofti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.