Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/4–21/4  GÍSLI Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárveranefndar, leggst eindregið gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón og sjötta áfanga Kvíslaveitu. Hann segir virkjunarkosti við Þjórsárver þegar full- nýtta.  IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað viðræðu- nefnd sem mun ræða við Norðurál um mögulega stækkun verksmiðjunnar úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn.  ÓÁNÆGJA er meðal margra sjúklinga með nýja reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja en ákveðnum lyfjum er ekki lengur hægt að fá ávísað í gegnum síma. Kvörtunum hefur rignt yfir heilsu- gæslustöðvar og lyfjabúðir vegna þessa.  STEFNT er að því að banna starfsemi nektar- dansstaða í öllum helstu hverfum Reykjavíkur en hún verði þó áfram leyfð í iðnaðarhverfum.  LITLUM vélum í at- vinnuflugi hefur fækkað verulega á undanförnum árum en stórum flugvélum að sama skapi fjölgað.  BÆJARRÁÐ Hafn- arfjarðar hefur gefið út heimild til að hefja samn- ingaviðræður við Íslensku menntasamtökin um að fyrirtækið annist kennslu- þátt grunnskólans í Ás- landi. Útboðið hefur valdið talsverðum deilum, jafnt í bæjarstjórn sem á Alþingi. Sjómannaverkfall hefur áhrif á 4.000 störf í fiskvinnslu VERKFALL sjómanna hefur nú stað- ið samfleytt frá 1. apríl og er áhrifanna víða farið að gæta. Rekstur margra fyr- irtækja er að stöðvast og fisksölufyr- irtækin segja verkfallið setja margra ára markaðsstarf í hættu. Forstjóri Vinnumálastofnunnar telur að eftir helgi verði á annað þúsund manns í fiskvinnslu komið á atvinnuleysisskrá. Veiðar á mikilvægum tegundum eru nú við að hefjast og mikil verðmæti eru í húfi en á síðasta ári var útflutnings- verðmæti vegna úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg um 3,5 milljarðar króna. Mörg fíkniefnamál til rannsóknar LÖGREGLU- og tollayfirvöld hafa á síðustu þremur vikum eða svo lagt hald á um 22.000 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu hér á landi. Þetta er mun meira magn en lagt var hald á í fyrra. Einnig var lagt hald á um átta kíló af hassi og 200 grömm af kókaíni. Níu manns, þar af tveir refsifangar af Litla-Hrauni, sitja nú í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á málunum. Próf endurskipulögð komi til verkfalls kennara við HÍ LJÓST er að starfsemi Háskóla Ís- lands lamast að mestu leyti komi til verkfalls kennara við Háskóla Íslands sem þeir hafa boðað frá 2.–16. maí nk. Páll Skúlason háskólarektor segir að verði af verkfalli verði próf endurskipu- lögð og ráðstafanir gerðar til þess að gera stúdentum kleift að ljúka prófum. Kennarar við Kennaraháskóla Ís- lands hafa samþykkt að fara í tíma- bundið verkfall frá 7. til 21. maí nk. INNLENT Ráðist inn á Gaza ÍSRAELAR afléttu á föstudag að nokkru leyti samgöngutakmörkunum sem þeir höfðu sett á Gaza-svæðið en Ariel Sharon forsætisráðherra hafnaði á hinn bóginn boði Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, um sameig- inlegt sjónvarpsávarp þar sem þeir myndu hvetja til friðar. Átök voru á hernumdu svæðunum alla vikuna og höfðu í vikulok 381 Pal- estínumaður og 13 ísraelskir arabar látið lífið síðan uppreisnin hófst sl. haust. Sharon ítrekaði í blaðaviðtali þá stefnu sína að hefja ekki friðarviðræð- ur fyrr en Arafat hefði „bundið enda á hryðjuverkin“ en 71 Ísraeli hefur fallið í átökunum. Á miðvikudag fóru Ísraelar með jarðýtur og skriðdreka inn á sjálf- stjórnarsvæði Palestínumanna á Gaza og lögðu í rúst lögreglustöð. Var ástæðan sögð að skotið hefði verið frá lögreglustöðinni að ísraelskum verka- mönnum. Hamas, samtök herskárra Palestínumanna, hafa staðið fyrir sprengjuárásum á landnemabyggðir gyðinga sem eru um 150 talsins, hér og þar á sjálfstjórnarsvæðunum. Sharon og Shimon Peres, utanrík- isráðherra Ísraels, ræddu í vikunni símleiðis við George W. Bush Banda- ríkjaforseta og Colin Powell utanrík- isráðherra til að útskýra stefnu sína. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Ísr- aelsstjórn fyrir að fara offari í aðgerð- unum gegn Palestínumönnum. En Bandaríkjamenn hafa einnig gagnrýnt Arafat fyrir að gera ekki gangskör að því að draga úr ofbeldisverkum. Óeirðir á leiðtogafundi LEIÐTOGAR 34 Norður- og Suður- Ameríkuríkja hittust á fundi í Quebec í Kanada á föstudag til að ræða sam- skipti ríkjanna. Til óeirða kom vegna mótmæla andstæðinga fríverslunar og tafðist fundarsetning um klukkustund. Um 6.000 lögreglumenn gættu öryggis fundargesta.  Stjórnarflokkarnir í Færeyjum náðu í vikunni samkomulagi um tillögur að sjálfsstjórn. Samkvæmt þeim eiga færeysk mál- efni sem nú eru í höndum dönsku stjórnarinnar að vera komin undir stjórn Færeyinga í síðasta lagi árið 2012. Fjárstuðningur Dana á að minnka í áföng- um og síðan á að verða þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðismálin.  BANDARÍSKI seðla- bankinn lækkaði óvænt stýrivexti á miðvikudag um hálft prósent, niður í 4,5%. Verðbréfaverð hækkaði talsvert á mörk- uðum jafnt vestanhafs sem austan og Nasdaq- vísitalan hækkaði um 8,1% en Dow Jones um 3,9%.  VIÐRÆÐUR Kínverja og Bandaríkjanna um njósnavélarmálið svo- nefnda hófust í vikunni í Peking og gengu stirð- lega. Eru Kínverjar sagð- ir standa fast á því að bandarísku flugmennirnir hafi átt sök á árekstrinum sem olli því að kínverskur herflugmaður lét lífið.  Rannsóknarnefnd í Bretlandi hvatti í vikunni kaþólsku kirkjuna til þess að kanna lögreglu- skýrslur þegar ráðnir væru prestar. Væri þann- ig hægt að sporna við því að dæmdir barnaníðingar fengju stöðurnar. Árin 1995–1999 var 21 kaþ- ólskur prestur dæmdur fyrir slík afbrot en alls eru þeir um 5.600 í Eng- landi og Wales. ERLENT Innbrot og skemmd- arverk BROTIST var inn í íbúð í Vest- urbænum í fyrrinótt. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var nokkuð rótað til inni í íbúðinni og þaðan var stolið sjónvarpi. Íbúarnir voru að heiman með- an á þessu stóð. Tveir piltar unnu skemmdarverk á bifreið- um á bílastæðum Heklu við Laugaveg. Þeir hlupu á brott þegar öryggisverðir komu að þeim. Þá var lögreglan kölluð út í togara sem liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn en þar deildu tveir menn. Annar þeirra ætl- aði að kasta sér í sjóinn en var stöðvaður. Maðurinn var í haldi hjá lögreglu í fyrrinótt. HÆGT verður að nýta vetni til að knýja allt að 40% af bíla- og fiski- skipaflota Íslands árið 2020. Talið er að Ísland gæti orðið fyrsta hag- kerfi heims sem ekki nýtti jarð- efnaeldsneyti innan 35 til 40 ára, heldur hreina orkugjafa. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nið- urstöðum skýrslu Alþjóðanáttúru- verndarsjóðsins (WWF) í sam- vinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands um forsendur vetnisvæð- ingar á Íslandi. Höfundur skýrsl- unnar er Finnur Sveinsson sem vinnur sem umhverfisráðgjafi fyrir Nomik AB í Gautaborg. Kveikjan að rannsókninni voru drög að stefnumörkun um sjálf- bæra þróun, sem Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra kynnti á um- hverfisþingi í lok janúar sl. Þar segir í kafla 13 að stefnt verði að því ,, … að Ísland verði fyrst ríkja heims á öldinni til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í farartækjum og skipaflota landsins og nýti ein- göngu hreina orkugjafa, … “ og að stefnt verði ,, … að því að a.m.k. fimmtungur bifreiða og skipa nýti sér slíka tækni árið 2020“. Skipta þarf út bensín- og olíuknúnum bifreiðum Það er niðurstaða skýrslunnar að hægt sé að setja markið mun hærra fyrir árið 2020, eða að allt upp í 40% bifreiða og skipa nýti vetni það árið. Í skýrslunni kemur fram að til að ná því markmiði er nauðsynlegt að stjórnvöld hefjist þegar handa við að undirbúa útskiptingu bifreiða sem knúnar eru með bensíni eða olíu. Gert er ráð fyrir að vetnisknúnar bifreiðar verði á markaði eftir 2–3 ár. Þá er nauðsynlegt að stjórnvöld auðveldi vetnisvæðingu með skatt- lagningu og öðrum aðgerðum sem flýti fyrir útskiptingu. Í skýrslunni er því haldið fram að útskipting á jarðefnaeldsneyti fyrir vetni framleitt með endurnýj- anlegri orku sé bæði tæknilega möguleg og hagkvæm. Næg orka sé þegar fyrir hendi á Íslandi til þess að skipta út 22% af því jarð- efnaeldsneyti sem nýtt er nú á Ís- landi fyrir vetni. Ekki þurfi að byggja nýjar virkjanir sem skaða myndu umhverfið til að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti sem nýtt er til þess að knýja bíla- og fiski- skipaflota landsmanna þar sem hægt sé að byggja um 240 vind- orkuver til þess að framleiða þá orku sem til þarf. Skýrsla WWF um forsendur vetnisvæðingar á Íslandi Hægt að knýja allt að 40% bíla og skipa Á SUMARDAGINN fyrsta var tek- in í notkun ný slökkvistöð í Vík í Mýrdal. Mýrdalshreppur hefur í samvinnu við Rauðakrossdeildina í Vík gert upp og innréttað gamla hlöðu í Vík. Að sögn Einars Hjörleifs Ólafs- sonar slökkviliðsstjóra var orðin mikil þörf fyrir slökkviliðið í Vík að komast í nýtt húsnæði. Þá var tækjakostur liðsins orðinn gamall og úreltur. Keyptur var frá Þýska- landi gamall uppgerður slökkvibíl með öllum þeim tækjum og tólum sem einn góður slökkvibíll þarf að hafa, s.s. reykköfunarbúnaður, öfl- ugar klippur og dælugeta upp á 2.800 lítra á mín. Einnig hýsir slökkvistöðin tankbíl slökkviliðsins sem ber 6.000 lítra af vatni. Rauðakrossdeildin í Vík á tæp 30% í slökkvistöðinni og er sjúkra- bíll Rauðakrossdeildarinnar hýstur þar. Sigurður Hjálmarsson, formað- ur Rauðakrossdeildarinnar, sagði að mestur munur væri að vera kominn út af svæði Kötlu gömlu og nú væri sjúkrabíllinn hýstur á öruggum stað. Í tilefni dagsins voru slökkviliði og Rauðakross- deildinni í Vík færðar góðar gjaf- ir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gömul hlaða orðin að slökkvistöð Fagradal. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.