Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 33 u a i a r r t r g r g g a g l u g i i i i i t i a f g þeir eru meira og minna allir tengdir Sölufélagi garðyrkjumanna og hliðarfyrirtækjum, geta ekki boðið viðskiptavinum sínum alla vörulínuna nema hluta úr ári. Verndartollarnir valda því, að þeir eru upp á náð og miskunn þeirra, sem ráða aðgangi að framleiðendum, komnir. Það er mikið hagsmunamál fyrir stórmark- aðina að hið rétta komi fram að því er þá varðar. Viðskiptavinir þeirra eru áreiðanlega enn þeirr- ar skoðunar, að þeir skili til þeirra þeim verð- lækkunum, sem þeir ná fram með því að knýja birgja í krafti mikilla viðskipta til þess að lækka sitt verð. Það er sú hugmyndafræði, sem frum- kvöðlarnir Pálmi heitinn Jónsson og Jóhannes Jónsson byggðu á. Ef í ljós kæmi, að birgjar væru knúnir til verðlækkana, sem ekki skiluðu sér til neytenda yrði því ekki vel tekið. Mál stjórnmála- manna en ekki embættismanna EFTIR að skýrsla Samkeppnisráðs var lögð fram er ljóst að hinn almenni borgari á Íslandi horfist í augu við einhverja mestu tilraun, sem gerð hefur verið áratugum saman til þess að koma á einokun í mikilvægri grein viðskiptalífsins með aðferðum, sem menn satt að segja óraði ekki fyrir að notaðar væru í viðskiptalífinu hér. Ef í ljós kemur, að stórmark- aðirnir eigi að einhverju leyti hlut að þessu máli verður það enn verra. Það er hægt að skilja afstöðu margra lítilla framleiðenda, sem telja hagsmunum sínum bezt borgið með því að sameinast í sölufélagi. Það er ekkert nýtt að slíkt gerist og þeir þurfa að hugsa um það, sem að þeim snýr. Að sumu leyti má segja, að það, sem hefur verið að gerast af hálfu framleiðenda á ávöxtum og grænmeti á Ís- landi og söluaðila þeirra sé svipað því sem gerð- ist fyrir meira en hundrað árum í Bandaríkj- unum, þegar maður að nafni John D. Rockefeller barði saman í ein sölusamtök mik- inn fjölda olíuframleiðenda, sem fram að þeim tíma höfðu lækkað verð hver fyrir öðrum til þess að ná sölu. En það er ástæða til að minna á, að olíueinokun Rockefellers var brotin á bak aft- ur með lagasetningu og einokunarhringur hans leystur upp að verulegu leyti. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd valinkunnra manna til þess að fara ofan í saumana á þessum málum og gera tillögur um úrbætur. Það er hefðbundin aðferð að skipa slíka nefnd. En það er áleitin spurning, hvort þetta mál er stærra en svo að nefndarskipun dugi til í þessu tilviki. Fjölmiðlar hafa kynnzt því vel, að þeir koma yfirleitt að lokuðum dyrum hjá aðilum þessa máls. Framleiðendur tala yfirleitt ekki. Hið sama á við um þá, sem annast heildsöludreif- ingu. Upplýsingagjöf þeirra er takmörkuð. Hið sama má segja um talsmenn stórmarkaðanna, þótt Baugur hafi opnað dyr sínar töluvert með þeim upplýsingum, sem fram komu hér í blaðinu sl. fimmtudag. Þessir aðilar bera fyrir sig nauð- syn á viðskiptaleynd. Að fenginni reynslu skal dregið í efa, að nefnd landbúnaðarráðherra fái allar þær upplýsingar, sem hún þarf á að halda. Í Bandaríkjunum hefur verið þróuð upp sú vinnuaðferð á löngum tíma, að þingnefndir kalla fyrir sig hagsmunaaðila, þegar tilefni er talið til. Þar sem þeir eru eiðsvarnir í vitnisburði fyrir þingnefndum hugsa þeir sig um tvisvar áður en þeir fara með rangt mál frammi fyrir þingnefnd. Hins vegar eru ákvæði í stjórnarskrá Banda- ríkjanna, sem gera þeim, sem ekki vilja svara, kleift að neita því með tilvísun til ákveðinnar greinar stjórnarskrárinnar. En um leið og það er gert verður lýðum ljóst að sá hinn sami hefur eitthvað að fela. Íslenzkt þjóðfélag hefur tekið örum breyt- ingum á undanförnum áratugum. Þau viðfangs- efni, sem við stöndum frammi fyrir á hverjum tíma eru miklu flóknari en þau voru í eina tíð. Þetta er nýr vandi, sem stjórnmálamennirnir standa frammi fyrir. Það sama á við um fjöl- miðlana, sem þurfa á öllu sínu að halda til þess að hafa yfir að ráða þeirri þekkingu, sem þarf til að fjalla um ný og gjörbreytt verkefni. Menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir gefa Alþingi Íslendinga rangar upplýsingar eða halda frá Alþingi upplýsingum. Þar sitja kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Þeirra er hið endanlega vald fyrir utan þjóðaratkvæði. Það er ekki frá- leitt að halda því fram, að ávaxta- og grænmetis- málið sé svo umfangsmikið, og sýni hugsanlega í hnotskurn enn víðtækari vanda í íslenzku sam- félagi, að nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn- ina að taka upp og þróa nýjar aðferðir til þess að fást við vandamál af þessu tagi. Krafa almennings er sú, að hið rétta sé leitt í ljós. Eru það verndartollar stjórnvalda, sem hafa búið til jarðveg fyrir það einokunarkerfi, sem sýnist blasa við í þessari tilteknu atvinnu- grein? Hver er raunveruleikinn í samskiptum framleiðenda og heildsöluaðila? Hver er raun- veruleikinn í samskiptum heilsöluaðila og smá- söluverzlunar? Hver er raunveruleikinn í álagn- ingu þessara aðila allra? Er slík einokunar- og samráðskerfi að finna annars staðar í viðskipta- lífinu? Er hægt að fá viðunandi svör við þessum spurningum með hefðbundinni nefndarskipan ráðherra? Það skal dregið í efa. Þess vegna er full ástæða til að stjórnmála- mennirnir ræði það í sínum hópi, hvort tíma- bært og nauðsynlegt sé í nýju og flóknara þjóð- félagi að þeir þrói upp nýjar vinnuaðferðir til þess að takast á við mál sem þetta. Nefndir Alþingis hafa árum saman haft þann hátt á að kalla fyrir sig ýmsa aðila til þess að veita upplýsingar um mál, sem viðkomandi þing- nefnd fjallar um. Það er út af fyrir sig hægt að hugsa sér að byggja á þeirri vinnuaðferð en þróa hana betur og hafa slík fundarhöld fyrir opnum tjöldum í einstökum málum eins og t.d. þessu tiltekna máli. Að sjónvarpað sé frá fund- um þingnefndar, sem kallar fyrir sig hagsmuna- aðila og beinir til þeirra spurningum, sem hafa það að markmiði að afla upplýsinga, sem orðið geti grundvöllur að löggjöf. Alþingi fer hægt í allar breytingar á vinnu- brögðum eins og vera ber. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á starfsháttum þingsins á undanförnum árum eru þó allar jákvæðar og til bóta. Sjálfsagt er að fara varlega í ný vinnu- brögð á borð við þau, sem hér hafa verið nefnd, en þau kunna að vera tímabær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Hveravöllum. Að sumu leyti má segja, að það, sem hefur verið að ger- ast af hálfu fram- leiðenda á ávöxtum og grænmeti á Ís- landi og söluaðila þeirra, sé svipað því sem gerðist fyrir meira en hundrað árum í Bandaríkj- unum, þegar maður að nafni John D. Rockefeller barði saman í ein sölu- samtök mikinn fjölda olíuframleið- enda, sem fram að þeim tíma höfðu lækkað verð hver fyrir öðrum til þess að ná sölu. En það er ástæða til að minna á, að olíuein- okun Rockefellers var brotin á bak aft- ur með lagasetningu og einokunarhring- ur hans leystur upp að verulegu leyti. Laugardagur 21. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.