Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 11
Eldurinn er blessaður fyrir utan kirkjuna í Medjugorje áður en prestar og altarisdrengir bera hann inn þar sem hann lýsir upp almyrkvað kirkjuskipið. eins og allir í þorpinu því að þau segi satt,“ segir hann. Faðir Kraljevic er fáorður um birt- ingu Maríu Guðsmóður, segir að dregið hafi úr þýðingu barnanna. „Þeir sem hingað koma eru í leit að eigin köllun, að sjálfum sér. Margir koma aftur og aftur, til að fá staðfest- ingu á kölluninni, á trú sinni. Fólk kemur ekki aðeins til þess að sjá börnin, heldur til að þiggja sakra- menti, skrifta og tala við prestana,“ segir hann. Grátið af gleði Hin fimmtuga matráðskona Heidi er þýsk en kom með 130 manna hópi frá Írlandi þar sem hún hefur búið í 25 ár. Hún segist yfirkomin af gleði yfir því að vera í Medjugorje. „Ég fyllist tilfinningu sem engin orð ná yf- ir,“ segir hún. „Í flugvélinni á leið hingað fór ég að hágráta úr gleði yfir því að vera að koma hingað. Staðurinn er einstakur, ég finn svo mikinn frið og svo mikla orku úr bænum allra þeirra sem hing- að hafa komið. Ég hef hitt pílagríma sem eru hér í tíunda sinn,“ segir Heidi, sem sjálf er í Medjugorje í ann- að skipti. Hún kveðst trúa því að María Guðsmóðir velji staði þar sem einfalt og trúað fólk búi, eins og raunin hafi verið með Medjugorje. Til sönnunar helgi staðarins hafi verndarhendi ver- ið haldið yfir honum í stríðinu. Faðir Kraljevic er ekki á sama máli. „Það var ekki bara Medjugorje sem slapp, Hersegóvína varð ekki illa úti í stríð- inu. Við þurfum ekki að búa til krafta- verk þar sem þau hafa ekki orðið.“ Gríðarleg sölumennska er í kringum pílagrímana í Medjugorje. Tugir minjagripaverslana þar sem seldar eru sjálflýsandi maríustyttur og bænakrossar taka við öllum helstu greiðslukortum og gjaldmiðlum. Sumir pílagrímarnir fara úr skóm og sokkum í urðinni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 11 UMSVIFAMIKILL bílasali og lög- fræðingur í Kanada fengu köllun fyrir áratug og ákváðu að flytjast til Medjugorje. Nancy og Patrick Latta seldu allt sitt og fluttu til þorpsins þar sem þau verja öllum sínum tíma í að aðstoða pílagríma og eru raun- ar að reisa hús sem þau vona að verði mistöð fyrir gestkomandi presta og annað guðsfólk. Þau tala af ákafa um guð við gesti, segja þá kallaða af Maríu guðsmóður þótt þeir telji sig komna í öðrum erind- um og hvetja þá til þess að fela sig guði á hönd. Nancy og Patrick eru ekkert venjulegt fólk, húsið er fullt út að dyrum af gestum sem margir hverj- ir segjast hafa fengið köllun eftir að hafa lesið um þau. Nancy hefur bænarorð stöðugt á vörum, Maríu- styttur eru í hverju horni og allir gestirnir, ekki síst börnin úr ná- grannahúsunum, verða að biðja með henni áður en kvatt er. „Guð elskar þig, ég elska þig, ég mun biðja fyrir þér alla daga sem eftir eru,“ segir hún við gestkomandi. Saga þeirra er sérstök og hefur haft áhrif á marga. Þau kynntust fyrir 18 árum en Patrick var þá tvífráskilinn, fjögurra barna faðir sem taldi sig trúlausan. „Þegar börnin mín spurðu mig hvar guð væri rétti ég þeim 20 dollara seðil og sagði: Þetta er guð.“ Nancy, sem er fædd í Króatíu, hafði hins vegar áhuga á trúmálum og var leitandi. Tilraunir hennar til að fá Patrick til að sýna þeim áhuga voru hins vegar allar unnar fyrir gýg. Allt þar til bróðir hennar gaf þeim hjónum bók um skilaboð Maríu guðsmóður, sem hún kom á fram- færi í gegnum börnin í Medjugorje. „Ég hirti ekki um bókina í fyrstu en dag einn þegar við vorum að taka til rétti Nancy mér hana og sagði: Hérna, minn trúlausi eiginmaður, þú verður að bera ábyrgð á því hvort þessari bók verður hent. Ég opnaði hana, las ein skilaboð og eitt- hvað gerðist innra með mér. Ég vissi skyndilega innra með mér að guð er til,“ segir Patrick. Þrátt fyrir að ekkert skorti á ver- aldleg verðmæti, bæði voru vel stæð og áttu fyrirtæki, bíla og báta, var illa komið fyrir börnum Patricks, einn sonurinn áfengissjúklingur, annar á kafi í eiturlyfjum og dóttirin nítján ára fráskilin, einstæð móðir. Patrick segist hafa farið á trúar- ráðstefnu eftir að hafa fengið op- inberunina, þar sem hann styrktist enn í trúnni og segist hafa beðið Maríu guðsmóður fyrir börnin sín. Nancy, sem hafði ekki fundið sig fyllilega í kaþólsku kirkjunni, var komin á kaf í búddisma og hafði reynt í nokkra mánuði að telja Pat- rick á að flytjast til Tíbet. Hún segist hins vegar hafa tekið umbreyting- unni á manni sínum fagnandi og frelsast einnig. „Breytingin var ótrúleg, við báð- umst daglega fyrir og fórum í kirkju á hverjum sunnudegi í stað þess að leika okkur á bátunum okkar. Þeg- ar ég bað Maríu guðsmóður fyrir börnin, vegna þess að ég væri afleitt foreldri, var það hið eina sem ég hafði sagt satt allt mitt líf; þú mátt ekki gleyma því að ég seldi notaða bíla; þessi bæn og ástarjátning mín til Nancy voru fyrstu sönnu orðin,“ segir Patrick og gestir hans, tveir bandarískir bílasalar, sem segjast hafa fengið köllun eftir að hafa lesið frásögn af frelsun hans, taka ákaft undir. „Börnin og starfsmenn bílasöl- unnar héldu að ég hefði tapað glór- unni og þegar við ákváðum nokkr- um árum síðar að flytja hingað, var það talin endanleg sönnun þess,“ heldur hann áfram. Þau fluttu til Medjugorje fyrir átta árum, þegar Bosníustríðið stóð sem hæst. Nancy fékk leyfi Samein- uðu þjóðanna til að stunda hjálpar- störf og komu hjónin matarsend- ingum til þurfandi það sem eftir lifði stríðsins. „Við hugleiddum ekki þá staðreynd að hér ríkti stríð, heldur fórum bara. En þegar hingað var komið sáum við þörfina á aðstoð og gættum þess að mismuna ekki nein- um vegna trúarbragða,“ segir Nancy. „Þeir sem ekki trúa spyrja mig oft af hverju María guðsmóðir hafi ekki stöðvað stríðið. Ég spyr: Hvers vegna reyndi hún ekki að koma í veg fyrir dauða Krists? Hún bar þjáningar hans, okkar, með okk- ur.“ Eftir stríðið sneru þau sér af krafti að því að koma sér fyrir og aðstoða pílagrímana. Tveir sona Patricks hafa einnig fengið köllun, létu af eiturlyfjaneyslu og drykkju og boða nú guðsorð. Nancy hefur orð fyrir þeim gagn- vart nágrönnunum; Patrick segist ekki hafa lært stakt orð í króatísku, til þess sé hann of gamall. Þau segj- ast lifa af ágóðanum af sölu eigna sinna í Kanada en heimili þeirra í Medjugorje kallast Guðsmóðir af heilögu hjarta og er opið öllum þeim sem hafa köllun frá guði. „Galdur- inn við þennan stað er að hér er ekk- ert nýtt sagt, þetta eru allt gömul sannindi,“ segir Nancy. „Við vorum bæði í viðskiptum og trúum ekki hverju sem er. En ég hef orðið vitni að mörgum kraftaverkum í Medjug- orje, svo sem að blindir fái sýn, og ég trúi því að María guðsmóðir sé hér jafnsterkt og að þú standir fyrir framan mig.“ Nancy og Patrick ganga guði á hönd Styttur af Maríu mey eru í hverju horni heimilis Nancy og Patricks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.