Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um námsefnisgerð Í deiglu nýrra tíma ÁMORGUN hefstklukkan 15 málþingum námsefnisgerð og þróun námsefnis í fund- arsal Þjóðarbókhlöðunnar. Það er Hagþenkir, félag höf- unda fræðirita og kennslu- gagna, sem stendur fyrir málþinginu sem efnt er til á Degi bókarinnar. Hörður Bergmann er framkvæmda- stjóri félagsins og hefur und- irbúið ráðstefnuna og stjórn- ar henni. Hann var spurður hvað þar ætti að fara fram. „Það verða sex stuttar framsögur reyndra náms- efnishöfunda og fræðimanna þar sem verður einkum fjallað um kröfur til náms- efnis nú á dögum og þau áhrif sem þjóðfélags- og tæknibreytingar hafa á inn- tak og form. Þarna verður einkum litið til námsefnis í sögu og sam- félagsfræðum, um það ræða Gunnar Karlsson, námsbókahöf- undur og prófessor við HÍ, og Þor- steinn Helgason, námskrárrit- stjóri og lektor við KHÍ. Um efni fyrir móðurmálsnám ræðir Þór- unn Blöndal, námsbókahöfundur og lektor við KHÍ, en það eru ein- mitt bækur á þessum sviðum og náttúrufræði sem eru á sýningu sem er opin í Þjóðarbókhlöðunni til 31. maí og er ætlað að varpa ljósi á þróun námsefnis á 20. öld. Á málþinginu rýnum við í vanda námsefnishöfunda í nútímanum.“ – Hver er sá vandi? „Hann felst í þeim miklu og fjöl- þættu kröfum sem gerðar eru til námsefnishöfunda. Hann felst ekki bara í því að höfundar fari rétt með staðreyndir og skrifi vandað mál, fjalli með sanngirni um álitaefni – heldur verða þeir líka að hrífa og vekja áhuga, skilja eitthvað eftir hjá nemendum og jafnvel kennurum – kveikja hug- myndir hjá þeim. Nú, þeir verða líka að taka tillit til foreldra og stjórnvalda sem láta semja nám- skrárnar og samræmdu prófin og svo er alkunna hvað eru miklar væntingar til skólans.“ – Hafa þær aukist mjög mikið á seinni árum? „Ég tel það vera og það birtist okkur í því að þess er eiginlega vænst að í skyldunáminu hjálpi skólinn börnunum til að verða reglusöm, vel upplýst, að þau hafi góða samskiptahæfni, sjálfsþekk- ingu og sjálfsöryggi sem leiði svo til að þau lendi ekki í fíkniefnum og fari vel með peninga. Þessar kröfur er farið að flétta inn í nám- skrár og námsefni. Hver maður getur séð í hendi sér að það er ekki auðvelt að skapa einhverjar for- sendur til að þetta gerist. Sem dæmi má nefna námsefni í lífs- leikni sem eldri kynslóðin í land- inu kynntist ekki. Á málþinginu mun Erla Kristjánsdóttir fjalla um áhrif samfélagsbreytinga og nýrra fræðikenninga á námsefnið. Fjölgreindarkenningar eru t.d. farnar að hafa áhrif þannig að reynt er að taka tillit til þess hvað greind fólks er mismunandi og að- ferðir þess við að læra þar af leiðandi. Einnig koma þarna inn stórar heimspekilegar spurn- ingar sem tengjast mannúð, á að láta þá sem eru lé- legir í stærðfræði fá meiri stærð- fræði eða eitthvað annað? Hefðin er sú að þeir fá sérkennslu, meiri stærðfræði, af því þeir hafa ekki áhuga á stærðfræði, en er þetta réttmætt? Væri ekki réttara að skírskota til annarra greindar- þátta? Sumir af framsögumönn- unum, t.d. Hafþór Guðjónsson sem hefur samið kennslubækur í efnafræði, spyr sig spurninga eins og hvort hægt sé að kenna slík fræði með þeirri orðræðu sem þar tíðkast vegna þess hve reynslu- heimur barna og unglinga hefur breyst. Þess má geta að rannsókn- ir Þorbjörns Broddasonar pró- fessors sýna að á 30 ára tímabili hefur fjöldi þeirra sem enga bók hafa lesið síðasta mánuðinn áður en spurt var meira en tvöfaldast, úr 11% 1968 í 27% 1997.“ – Hvernig á að bregðast við þessu í gerð námsefnis? „Margir telja mikilvægt að finna hvernig hægt er að sam- ræma hefðbundið námsefni á bók og möguleikana sem rafrænt efni býður upp á. Rafræna efnið er bæði á geisladiskum og liggur á Netinu og hefur það einkenni að vera að sumu leyti endalaust. Þar er hægt að fara í fjölmargar áttir til að leita frekari fróðleiks eða fá betri æfingu meðan bókin aftur á móti er afmörkuð, áþreifanleg og fullunnin heild.“ – Sérð þú fyrir þér að gerð námsefnis verið í æ ríki mæli í raf- rænu formi? „Jú, það er einmitt verið að leita að því hvernig þetta form nýtist við að setja fram námsefni. Kost- irnir eru augljósir því nemandinn ræður hraðanum og fær strax viðbrögð og leiðbeiningar með þess- um gagnvirku mögu- leikum sem rafrænt námsefni býður upp á. Menn velta fyrir sér hvernig hægt er að tengja hefðbundið efni á bók við eins konar ítarefni í rafrænu formi til frekari æfingar. Tryggvi Jak- obsson, útgáfustjóri hjá Náms- gagnastofnun, ræðir svo í lok mál- þingsins um það sem hann telur prýða gott námsefni nú á dögum þegar allir tiltækri nútímatækni er beitt. Hörður Bergmann  Hörður Bergmann fæddist 1933 í Keflavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1954 og BA-prófi frá Háskóla Íslands 1956 í upp- eldisfræði, dönsku og sögu. Hann hefur starfað sem kenn- ari, námsstjóri, fræðslufulltrúi hjá Vinnueftirlitinu og er nú framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Hann hefur sam- ið um 30 námsbækur fyrir grunnskóla og fullorðinsfræðslu og tvær „debatt“-bækur um þjóðfélagsmál. Hann er kvænt- ur Dórotheu Einarsdóttur leið- beinanda og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Miklar og fjöl- þættar kröfur eru gerðar til námsefnis- höfunda SIGMUND Jóhannsson teiknari verður í fríi í nokkra daga, frá og með deginum í dag. Sigmund BÖRN og fullorðnir hafa notið þess hvað vel hefur viðrað að undan- förnu. Reynir Ragnarson í Vík í Mýrdal hjálpaði barnabörnunum sínum við að smíða tvo fleka úr brettum og tómum plastbrúsum sem síðan var komið á flot með aðstoð heima- tilbúinna ára. Varð þetta hin mesta skemmtun fyrir krakkana í góða veðrinu þó að hitastigið á vatninu sé ekki nema rúmar 6 gráður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gunnar Sveinn Gíslason að róa á heimatilbúnum fleka á páskadag. Róið á fleka Fagradal. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur beðið Alþjóðaflug- málastofnunina um mat á umsjón- arhlutverki Flugmálastjórnar og einnig beðið um mat á þeirri að- ferðafræði sem rannsóknarnefnd flugslysa beitir í störfum sínum. Er óskað eftir skjótum svörum. Þetta kemur fram í bréfi sem samgönguráðherra hefur ritað Ass- ad Kotaite, forseta Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, ICAO. Í bréf- inu er sagt frá flugslysinu í Skerjafirði í ágúst síðastliðnum og rannsókninni í kjölfarið, en skýrsla flugslysanefndar um slysið kom út 23. mars síðastliðinn. Segir að slys- ið hafi vakið harðar deilur í íslensk- um fjölmiðlum og harðri gagnrýni hafi verið beint að flugslysanefnd og umsjónarhlutverki Flugmála- stjórnar. Umræðan hafi grafið und- an trausti almennings á þessum mikilvægu stofnunum sem gegna lykilhlutverki í flugöryggismálum og ekki sé hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að viðhalda og styrkja traust almennings. Í bréfinu er þess farið á leit að Alþjóðaflugmálastjórnin meti um- sjónarhlutverk Flugmálastjórnar. Þá óskar hann eftir því að hún meti aðferðafræði og starfaðferðir flug- slysanefndar og segir að áríðandi sé að niðurstaða í þessum efnum liggi fyrir hið fyrsta. Óskar mats á starfshátt- um flugmálayfirvalda Samgönguráðherra skrifar Alþjóðaflugmálastofnuninni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.