Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Hlutabréfamarkaðarins hf. verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl nk. í höfuðstöðvum Íslandsbanka-FBA á Kirkjusandi og hefst kl. 17.30. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2000. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og til endurskoðanda fyrir liðið starfsár. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðanda og endurskoðunarfélags. 7. Tillaga um heimild til félagsins vegna kaupa á eigin hlutabréfum. 8. Önnur mál. Stjórn Hlutabréfamarkaðarins hf. Hlutabréfamarkaðurinn hf. AÐALFUNDUR 2001 Rekstraraðili Hlutabréfamarkaðarins hf. er Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, Kirkjusandi, sími 560 8900, fax 560 8910, www.vib.is. K VIKMYNDIN hefur löngum ver- ið hálfgerður bast- arður í saman- burði við aðrar göfugri listgreinar enda hafa tengsl hennar við iðnframleiðslu, fjölda- menningu og alþýðuskemmtun löngum áunnið listforminu sem slíku mikið virðingarleysi. Með kvik- myndinni varð nefnilega til ný teg- und listaverks eins og Walter Benjamin benti á í frægri ritgerð sinni, hið fjöldaframleidda listaverk sem boðaði jafnframt komu fjölmiðl- unar og fjöldamenningar. En þó svo að Benjamin hafi litið á þennan nýja miðil sem vettvang óþrjótandi möguleika til að miðla list og hug- myndum á nýj- an hátt til fjöldans hefur einmitt sá eig- inleiki kvik- myndarinnar áunnið henni flokkun utan viðtekins ramma lista- verksins. Það eru í mesta lagi þær afurðir miðilsins sem hvað einarðast skipa sér í andstöðu við hina við- teknu afþreyingarkvikmynd sem fá inni í húsi listanna. Aðgreiningin milli afþreyingar og listrænu liggur til grundvallar öllum skilningi okkar á kvikmyndum. Hún er svo sem ekki úr lausu lofti gripin þar sem stór hluti kvikmynda hefur frá því í árdaga kvikmynda- tækninnar verið framleiddur í stórum stíl með allt annað en listræn markmið í huga. En ef nálgast á kvikmynda-listina í heild af einhverrialvöru er nauðsynlegt aðrýna nánar í þessa að- greiningu. Þegar hugtakið afþreying er notað í sinni neikvæðustu mynd felur það í sér skírskotun til menn- ingarefnis sem er ekki til þess fallið að örva eða auðga vitund viðtakand- ans heldur þvert á móti til að gera honum kleift að drepa tímann með óvirkri viðtöku á sögu sem hann þekkir í raun út í gegn og kemur honum í raun ekkert á óvart nema kannski á yfirborðinu og þá án dýpri eftirþanka. Sú kvikmynd er sögð vera „ágætis afþreying“, er vænt- anlega ekki talin kalla á eða fela í sér einhverjar dýpri skírskotanir til samfélagsins, tilverunnar eða list- arinnar. Hugtakinu er einmitt skip- að í andstöðu við það sem við lítum á sem list. En þegar farið er að bera hug- takið nánar við þær menningar- afurðir sem settar eru undir hatt af- þreyingarmenningar stenst þessi skilgreining illa. Vísindaskáldsögur og teiknimyndasögur eru dæmi um menningarform sem óhikað eru flokkuð sem afþreyingarmenning þó svo að þar sé að finna verk sem miðla áhugaverðum hugmyndum sem leggja til nýjar víddir í lista- landslagi nútímans. Það sama er að segja um kvikmyndina, þar sem fjöl- margar áhugaverðar kvikmyndir, sem eru e.t.v. svo óheppnar að koma frá Hollywood, hljóta afgreiðslu eins og hver önnur andlaus og hug- myndasnauð formúluframleiðsla frá sama stað. Jafnvel í formúlunni og lágkúrunni, s.s. subbuhrollvekjum, getur opnast rými til endurskoðunar og kollvörpunar á ýmsum viðteknum gildum samfélagsins, en þennan flöt umræðunnar hefur Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur verið einna ötulust við að benda á hér á landi. Listræn tjáning hlýtur alltaf að kalla eftir því að þær hugmyndir sem hún reynir að miðla séu með- teknar og meltar og tengdar stærra samhengi í menningarumræðu sam- tímans. Ósjálfráð flokkun listafurða í hóp afþreyingarmenningar lokar á þessa umræðu, að minnsta kosti á al- mennum vettvangi. Hér má því spyrja hvort komi á undan eggið eða hænan. Getur ekki verið að það sé ekki síst í viðhorfinu til afþreying- armenningar sem hinn eiginlegi andlegi doði viðhelst? Okkur Íslendingum virðist hafa tekist einkar vel til við að halda kvik- myndinni í nokkurs konar afþrey- ingarfangelsi, og nægir að staldra við og líta í kringum sig til að sjá að hér ríkir mjög óvirk kvikmynda- menning. Lítil sem engin hefð er fyrir því að líta á kvikmyndina sem mikilvægt menningarform hér á landi og sést það kannski best á þeirri umfjöllun sem hvað viðteknust er í fjölmiðlum þar sem kvikmyndir eru gjarnan lagðar að jöfnu við tómstundir, neysluvörur og auglýsingar. Mestur hluti þeirrar umfjöllunar sem kvik- myndir almennt hljóta er meira í ætt við kynningarefni en listaumfjöllun þótt undantekningar hafi alltaf verið nokkrar. Þá hefur fræðileg umræða um kvikmyndir á íslensku og í ís- lensku samhengi aðeins nýlega num- ið hér land, en útkoma bókarinnar Heimur kvikmyndanna er líklega sýnilegasta skrefið í þá átt. Sá veruleiki sem blasir við kvik- myndagestum hér á landi er einnig heldur kaldranalegur. Í úrvali kvik- myndhúsanna hafa hinar marg- umtöluðu Hollywood-kvikmyndir löngum verið ráðandi og lítur ekki út fyrir að mikil breyting verði á þeirri stefnu í rekstri kvikmyndahúsanna sem hefur verið að safnast á æ færri hendur. Samkeppnin um sem flesta bíógesti hefur ekki heldur eingöngu harðnað heldur beinlínis storknað í mjög einsleitt kvikmyndalandslag. Sjálf hrökk ég nokkuð illa við þegar ágæt frænka mín sem starfar innan kvikmyndageirans í Noregi leit í ís- lensku blöðin og hrópaði forviða að það væru bara Hollywood-myndir sýndar hér í bíó. Og þótt mér hafi tekist að tína til tvær eða þrjár und- antekningar grunar mig sterklega að þær kvikmyndir hafi borist hing- að til lands í kjölfar þeirrar athygli sem þær hlutu einmitt á bandarísk- um markaði. Samanburðurinn við Noreg er reyndar áhugaverður þar sem þar í landi hefur mótast rótgró- in kvikmyndapólitísk stefna frá því snemma á síðustu öld, sem hefur skilað sér í mjög fjölbreyttri og öfl- ugri kvikmyndamenningu sem nær til landsins alls. Nú er ég kannski komin í mótsögn við sjálfa mig þegar ég tek einræði Hollywood-kvikmynda sem dæmi um flatneskjulega kvikmyndamenn- ingu landsins. Staðreyndin er samt sú að það dreifingarkerfi sem varð til í Banda- ríkjunum og kennt hefur verið við mettunardreifingu hvetur hreinlega til umræðu- og umhugsunarleysis. Miklu fé er eytt, ekki aðeins í gerð stórmyndarinnar, heldur einnig aug- lýsingar, þar sem markmiðið er að hala inn sem flesta áhorfendur á fyrstu sýningardögunum, burtséð frá því hvað fólki finnst um myndina. Þess vegna er sama myndin sýnd í sem flestum sölum við frumsýningu þannig að þegar í ljós kemur að við- komandi kvikmynd er ekkert sér- lega góð hafa flestir hvort sem er þegar séð hana. Þessi dreifingar- aðferð kallar í sjálfri sér á sem minnsta vitræna umfjöllun um kvik- myndir, slík umræða stríðir gegn hagsmununum. Auk þess er enginn tími til þess að staldra við og velta hlutunum fyrir sér, næstu helgi er ný mynd komin í bíó fyrir fólk að flykkjast á. Þannig eru það ekki aðeinssjálfar myndirnar semsýndar eru í kvikmynda-húsunum, sem við er að sakast, þegar talað er um skort á kvikmyndamenningu. Virðingar- leysið og ómenning í garð þessa menningargeira króar hann ekki síð- ur út í horn andlausrar afþreying- armenningar. Það gildir um kvik- myndina eins og aðra list, að að henni þarf að hlúa, í markaðs- og neyslumiðuðu samfélagi nútímans. Frumforsendan er líklega sú að yf- irhöfuð sé litið á kvikmyndina sem menningarmiðil, og mótuð sé menn- ingarpólitísk stefna í landinu. Þá við- horfsbreytingu getum við ekki búist við að sjá hjá sjálfum rekstraraðilum kvikmyndahúsanna þar sem mark- aðsleg sjónarmið eru þar einkum ráðandi. Reyndar hafa fram- kvæmdastjórar Háskólabíós og Sambíóanna lýst því yfir að með stofnun sameiginlegs innkaupa-, markaðs- og dreifingarfyrirtækis muni fyrirtækin leitast við að þjóna betur mismunandi hópum kvik- myndaunnenda og er það vel ef kvik- myndahúsin geta tekið á sig þessa ábyrgð að einhverju leyti. Þó hlýtur einkanlega stuðningur stjórnvalda við vöxt og viðgang ekki aðeins kvik- myndagerðar, heldur einnig kvik- myndamenningar og -menntunar, að skipta meginmáli. Í viðtali við Sig- urjón Baldur Hafsteinsson, safn- stjóra Kvikmyndasafns Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 18. mars síð- astliðinn, má sjá vísi þess að nú horfi til betri tíðar í þessum málefnum. Í nýju frumvarpi til kvikmyndalaga er gert ráð fyrir raunhæfari fjárveit- ingum til starfsemi Kvikmynda- safnsins og Safnabíós í Bæjarbíói sem mun koma til með að leggja rækt við íslenska og erlenda kvik- myndaarfleifð og sinna sýningum kvikmynda á breiðari grundvelli en nú er um að ræða. Ekki er ástæða til að ætla annað en að jarðvegurinn fyrir slíka starf- semi sé frjór þar sem kvikmynda- áhugi er og hefur verið gríðarlega mikill hér á landi um árabil. Sjá má á góðri aðsókn á ýmsa einstaka kvik- myndaviðburði, sem ekki falla innan ramma hinnar ráðandi kvikmynda- flóru, s.s. Kvikmyndahátíð Reykja- víkur, að áhuginn er breiður. Þá er velgengni Filmundar í rekstri sínum undanfarið ár mjög góðs viti. Ekki má gleyma því að íslensk kvik- myndaframleiðsla stendur nú í mikl- um blóma og eru fjárveitingar rík- isins til þess rekstrar að skila sér ríkulega. Það er því ekki við öðru að búast en mótun sterkrar menningar- pólitískrar stefnu varðandi kvik- myndir á breiðum grundvelli muni koma til með að leiða af sér mjög já- kvæða þróun í kvikmyndamenningu hér á landi. Menning eða ómenning? Kvikmyndin hefur löngum verið hálf- gerður bastarður í samanburði við aðrar göfugri listgreinar, og eru það í mesta lagi þær afurðir miðilsins sem hvað einarðast skipa sér í andstöðu við hina viðteknu afþreyingarkvik- mynd sem fá inni í húsi listanna. AF LISTUM Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.