Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 55 Heimsferðir bjóða flug til London alla föstudaga í sumar á hreint frábærum kjörum og þú getur valið um úrval hótel í hjarta heimsborgarinnar. Flug út á föstudögum. Heim á mánudögum. Flogið með Go. London í sumar frá kr. 17.855 Verð kr. 17.855 M.v. hjón með 2 börn, með sköttum. Verð kr. 20.690 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is NÝJASTA mynd Coen-bræðra, O Brother, Where Art Thou, er góð mynd. Hún er engin snilld en dásam- leg sönnun á því að enn þá er til fólk sem nennir að vanda sig við að búa til bíó þannig að úr verður Mynd með stóru M-i. Stór hluti þessa vandaða verks er tónlistin. Sögusviðið er fjórði áratug- ur síðustu aldar í Mississippi-fylki Bandaríkjanna, en í suðurríkjum Bandaríkjanna spruttu einmitt upp margar rammamerískar tónlistar- stefnur eins og blámalistin („blues“) og sveitatónlistin. Tónlistin á þessum diski er eins konar tónsöguleg heim- ild um þessa tíma, ýmist skálduð eða sönn, og í því skyni er hér að finna bæði blágrastónlist, trúartónlist („gospel“), tvær áðurnefndu stefn- urnar og það sem ber helst að kalla hreinræktaða ameríska þjóðlagatón- list („folk“). Um þetta tónlistarval sá hinn sjóaði T- Bone Burnett en hann hefur unnið með mönnum eins og Bob Dyl- an, Elvis Cost- ello, Los Lobos og Roy Orbison. Eftir að hafa þurft að læðast með veggjum með Bill Monroe-plöt- urnar mínar, látið hlæja að mér fyrir að eiga safn laga Buck Owens og vera litinn horn- auga fyrir að lýsa því yfir að Alison Krauss „syngi eins og engill“, gat maður nú ekki annað en brosað út í annað þegar maður fór að heyra hið ótrúlega grípandi lag „I Am A Man Of Constant Sorrow“ sungið hástöf- um af öllum í fleiri og fleiri teitum en amerísk sveitatónlist hefur lengi ver- ið ein sú hataðasta tónlistarstefna sem fyrirfinnst hér á landi. Já, mátt- ur kvikmyndanna getur verið mikill. Einn af helstu kostum þessa safns felst því einmitt í þessu. Að færa til fjöldans, ætti ég að segja lauma að honum, vel samansettri kynningu að bandarískri þjóðlagatónlist í sinni fjölbreyttustu mynd og um leið jafn- vel að vinna eilítið á hinum vanhugs- uðu fordómum sem svo margir hafa því miður gagnvart þessari ríku og frábæru tónlistarhefð Ameríku. Óvæntar vinsældir plötunnar ættu því að sýna að allar tónlistarstefnur, allar tónlistarstefnur, hafa eitthvað við sig. Því ligg ég nú á bæn og vona að þeir noti svartmálmsrokk („black metal“) í næstu Crow-mynd. Þá loks- ins get ég rætt við einhvern um þá mætu stefnu í næsta gleðskap (Crow- framleiðendur punkti hjá sér: Emperor og Im- mortal. Þar fara miklar gæðasveit- ir). Jæja. Hættum nú þessari vitleysu og drögum þetta saman hér að lok- um: Það er ekki oft sem geislaplötur sem innihalda kvik- myndatónlist eru sjálfbærar en þessi er það svo sannar- lega. Hápunktar eru m.a.: Alison Krauss – „Down to the River to Pray“, Chris Thomas King – „Hard Time Killing Floor Blues“ og Soggy Bottom Boys feat. Dan Tyminski – „I Am A Man Of Constant Sorrow“ (radio station version). Alltént tveir þumlar upp eins og maðurinn sagði. ERLENDAR P L Ö T U R Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um tónlistina í nýjustu kvikmynd Coen-bræðra, O Brother, Where Art Thou.  Á bróður mín- um átti ég von Soggy Bottom Boysí syngjandi sveiflu. VÖRÐUKÓRINN sem er skipaður söngfólki úr Hreppum, Skeiðum og Tungum hélt austurrískt mat- ar- og menningarkvöld í félags- heimilinu Árnesi á laugardags- kvöld. Kórfélagar sem eru rúmlega 30 voru að sjálfsögðu klæddir austurrískum búningum. Hljómuðu m.a. lög eftir snilling- ana Strauss og Schubert. Stjórn- andi kórsins er Ágúst Guðmunds- son en eiginkona hans Katrín Sigurðardóttir lék undir á píanó en þau eru bændur í Gnúpverja- hreppi. Hinn ástsæli píanóleikari Jónas Ingimundarson var heið- ursgestur kvöldsins og skemmti með tali og tónum. Að sjálfsögðu var Vínarsnitsel með tilheyrandi á matseðlinum og austurrísk kaka í eftirrétt. Undanfarna vetur hef- ur kórinn haldið svokölluð „landa- kvöld“ eins og kórfélagar kalla það, áður hafa verið haldin ung- versk, þýsk og amerísk kvöld með þessu sniði enda eru þetta fjöl- sóttar og vinsælar samkomur. Hin svokölluðu „landakvöld“ hjá Vörðukórnum hafa notið fádæma vinsælda undanfarna vetur. Guðbjörn Dagbjartsson, Þorbjörg Grímsdóttir, Magnús Sigurðsson og Guðbjörg Björgvinsdóttir. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Vörðukórinn í öllu sínu veldi. Þórarinn Úlfarsson, Jón Vigfússon, Erlingur Lofts- son og Þorkell Þorkelsson. Austurrískir tónar í Árnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.