Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 1
95. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. APRÍL 2001 TUGIR þúsunda manna söfnuðust saman í Manila í gær til að krefjast þess að Joseph Estrada, fyrrverandi forseti Filippseyja, yrði leystur úr haldi. Mótmælafundurinn fór fram um kílómetra frá höfuðstöðvum lög- reglunnar þar sem Estrada hefur verið haldið frá því á miðvikudag þegar hann var handtekinn og ákærður fyrir spillingu. Dómstóll heimilaði lögreglunni í gær að flytja Estrada í öruggara fangelsi um helgina. Óttast er að reynt verði að ráða Estrada af dög- um eða að stuðningsmenn hans reyni að frelsa hann. Orðrómur er einnig á kreiki um að stuðnings- menn hans hafi reynt að múta yfir- mönnum hers og lögreglu til að taka þátt í valdaránssamsæri. Stuðningsmenn Estrada halda hér á myndum af honum á fundinum. AP Handtöku Estrada mótmælt í Manila VIKTOR Júshtsjenko lét af embætti forsætisráðherra Úkraínu í gær og kvaðst vera að ráðfæra sig við for- ystumenn ýmissa stjórn- málaflokka um að sameina lýðræðisöflin í landinu eftir að umbótasinnuð stjórn hans féll í atkvæðagreiðslu á þinginu. Júlía Tymoshenko, ein af forystumönnum and- stæðinga Leoníds Kútsjma forseta, kvaðst vilja að Júshtsjenko tæki við forsetaembættinu og kynnti áform um að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort Kútsjma ætti að segja af sér. „Ég er að ræða við ýmsa leiðtoga um hvernig hægt sé að sameina lýð- ræðisöflin í Úkraínu,“ sagði Júsht- sjenko eftir fund með forystumönn- um sex flokka miðjumanna og þjóðernissinna. Leiðtogarnir báðu Júshtsjenko um að fara fyrir banda- lagi lýðræðissinna ef samkomulag næðist um stofnun þess en ekki var ljóst í gær hvort hann yrði við því. Kútsjma samþykkti í gær formlega afsagnarbeiðni Júshtsjenkos eftir að þingið hafði samþykkt vantrausts- tillögu kommúnista og fleiri flokka sem eru andvígir um- bótastefnu forsætisráðherr- ans fyrrverandi. Stjórnin verður við völd til bráða- birgða í allt að tvo mánuði og forsetinn á að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Meirihluti þingsins þarf síðan að samþykkja tilnefninguna til að hægt verði að mynda nýja stjórn. Reynt að koma Kútsjma frá með þjóðaratkvæði Tymoshenko, fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra í stjórn Júsht- sjenkos, sagði að hann væri rétti maðurinn í forsetaembættið. „Ég vil að Úkraínumenn fái forseta sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir,“ sagði hún. Kútsjma var endurkjörinn til fimm ára 1999 en andstæðingar hans hafa krafist þess að hann segi af sér, m.a. vegna ásakana um að hann sé viðriðinn morð á blaðamanni sem hvarf í fyrra. Tymoshenko sagði að andstæðing- ar Kútsjma hygðust beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort forsetinn ætti að segja af sér. Hún taldi að baráttan fyrir atkvæða- greiðslunni gæti tekið rúma átta mánuði. Samkvæmt úkraínskum lögum þarf að safna að minnsta kosti þrem- ur milljónum undirskrifta til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjörstjórn landsins þarf síðan að leggja blessun sína yfir undirskrifta- listana og forsetinn þarf að undirrita tilskipun um að atkvæðagreiðslan fari fram. Viðræður um að sameina lýðræðisöflin í Úkraínu Vilja Júshtsjenko í embætti forseta Kíev. Reuters, AP. Viktor Júsht- sjenko GENGI bandarískra hlutabréfa hækkaði talsvert í gær eftir að skýrt var frá því að mun meiri hagvöxtur hefði verið í Banda- ríkjunum á fyrsta fjórðungi árs- ins en spáð hafði verið. Að sögn Wall Street Journal hafði því verið spáð að hagvöxt- ur yrði enginn fyrstu þrjá mán- uði ársins og spáð hafði verið 1% hagvexti yfir árið. Nú sýna mælingar hins vegar að hag- vöxtur fyrsta ársfjórðungsins samsvarar 2% hagvexti yfir ár- ið, sem er meiri hagvöxtur en á síðasta fjórðungi síðasta árs, en þá var hann 1%. Þetta er þó töluvert minni vöxtur en allt árið í fyrra þegar hagkerfið óx um 5,2%. Hagkerf- ið hefur nú vaxið samfellt í tíu ár sem er met. Wall Street Journal segir að þetta kunni að vera vís- bending um að vaxtalækkun bandaríska seðlabankans í því skyni að koma í veg fyrir sam- drátt sé að skila árangri. Gengi hlutabréfa hækkar Bandarísk hlutabréf hækk- uðu talsvert í verði eftir þessi tíðindi. Nasdaq-hlutabréfavísi- talan hækkaði um 2% og Dow Jones um 1,1%. Gengi hluta- bréfa í deCODE Genetics, móð- urfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar, hækkaði um 4,22%, eða úr 6,86 dölum í 7,15. Hagvöxt- ur eykst að nýju Bandaríkin SEX starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins hafa verið vegnir á yfirráða- svæði uppreisnarmanna, sem njóta stuðnings Úgandahers, í norðaustur- hluta Lýðveldisins Kongó. Er þetta mannskæðasta árás á starfsmenn al- þjóðlegrar hjálparstofnunar í fimm ár. Hermenn frá Úganda fundu lík sexmenninganna – fjögurra Kongó- manna, svissneskrar hjúkrunarkonu og Kólumbíumanns – í Ituri-héraði í fyrrakvöld. Þúsundir manna hafa beðið bana í héraðinu sl. tvö ár í átökum milli bænda af tveimur þjóð- flokkum sem berjast um beitilönd og náttúruauðlindir. Sexmenningarnir voru vegnir með byssum og sveðjum. Alþjóðaráð Rauða krossins hætti strax starfsemi sinni á svæðinu vegna árásarinnar og ákveðið verður síðar hvort starfsmenn þess verði fluttir frá austurhluta landsins. Sex manna hjálpar- sveit vegin Kinshasa. AP. YFIRMENN rússnesku geimvís- indastofnunarinnar sögðu í gær, að stefnt væri að því að senda Soyuz-geimfar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS, í dag þrátt fyrir óskir Bandaríkjamanna um að ferðinni yrði frestað. Um borð í rússneska geimfarinu verða þrír menn, þar af fyrsti geimferða- langurinn, bandaríski auðjöfurinn Dennis Tito. NASA, bandaríska geimvís- indastofnunin, bað Rússa um að fresta ferðinni vegna tölvubilunar um borð í ISS en sökum hennar þótti æskilegra, að bandaríska geimferjan Endeavor yrði tengd ISS í einn dag enn. NASA sagði þó í gærkvöldi að hægt yrði að ljúka viðgerðinni á tölvu geim- stöðvarinnar í tæka tíð. Rússar höfðu neitað að fresta geimferðinni, jafnvel þótt Banda- ríkjamenn hefðu látið í ljós ótta við, að hætta gæti verið á ferðum. Rússar héldu því fram, að Soyuz gæti tengst Alþjóðlegu geimstöð- inni þótt Endeavor væri þar fyrir Bandaríski auðjöfurinn Dennis Tito með vinkonu sinni, Dawn Abraham, í garði hótels við Baikonur-geimferðamiðstöðina. en Bandaríkjamenn sögðu, að geimförin yrðu þá hættulega nærri hvort öðru. Dennis Tito verður fyrsti „ferðamaðurinn“ í geimnum en sagt er, að fargjaldið hafi kostað hann hátt í tvo milljarða íslenskra króna. Er hann sextugur að aldri, kaupsýslumaður í Kaliforníu, en starfaði á árum áður sem verk- fræðingur hjá NASA. Fleiri geimferðamenn Verið getur, að fleiri eigi eftir að feta í fótspor Titos sem ferða- menn í geimnum því að banda- ríska fyrirtækið Space Advent- ures stefnir að því að koma 500 manns í svipaða ferð. Þá verður fargjaldið innan við 100 milljónir ísl. kr. að því er fram kom hjá Larry Ortega, talsmanni fyrir- tækisins. Er fyrirtækið búið að tryggja sér fyrstu tvo ferðalang- ana, Svisslending og Japana, og á í viðræðum um smíði þotu, sem knúin verður eldflaugarhreyflum og á geta tekið allt að 10 manns. Moskvu. AP, AFP. Fyrsta geimferða- langnum skotið upp AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.