Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 49 síðan að standa fyrir. Þessum ferðum fylgdi ætíð hafsjór af fróðleik. Þú varst mikill áhugamaður um frjálsar íþróttir og hvatamaður að því að þær voru stundaðar í sveitinni. Okkur er það minnisstætt þegar þú kenndir okkur Fosbury-stílinn í hástökki svo og aðra tækni í ýmsum frjálsíþrótta- greinum. Áhugi þinn við að fara með okkur á íþróttaæfingar og íþróttamót var mikill og þú tókst alltaf virkan þátt í mótshaldi. Við búum að því enn þann dag í dag að hafa fengið að taka þátt í þessu með þér. Við viljum þakka þér samfylgdina í gegnum árin og biðjum guð að blessa þig. Elsku amma, þú hefur misst góðan mann og margs er að minnast. Við vonum að góðar minningar hjálpi þér í sorg þinni. Ingibjörg og Bjarndís. Það var á sjöunda afmælisdegi Sæ- björns, eftir að við komum heim úr fjallinu og hittumst öll fjölskyldan í sundlauginni í glaða sólskini að ég frétti að þú, Torfi, værir dáinn. Auð- vitað vissi ég að þú hafðir verið veikur síðustu vikuna en samt kom mér fréttin í opna skjöldu. Ég hafði ein- mitt verið að hugsa svo mikið til þín þegar ég var á skíðum með litlu krakkana og glöð yfir að hafa þau. Þú veist, ef það væri ekki afi, þá væru ekki börn! Ég man með þakklæti eftir sumrunum á Hala og þessari ein- stöku gestrisni sem mér fannst þið Ingibjörg sýna mér. Hvernig þú varst alltaf við matarborðið að bjóða okkur að fá okkur meira af því sem Ingibjörg hafði svo listilega eldað og hvetja mig sérstaklega að láta ekki framhjá mér fara slíkt góðgæti sem feitt hrossaket með sméri ef það var á boðstólum. Skemmtilegt var líka að fá að fara með á Lónið og veiða. Þér hefur ef- laust fundist ég vera hálflélegur há- seti af því að ég skildi ekki hvernig ég átti að róa og halda stefnu á Breiða- bólstaðabæinn þegar ég snéri bakinu í hann. En oft veiddum við mikið. Seinna þegar þú fórst ekki lengur sjálfur út að veiða, vildir þú alltaf fá að vita hversu mikið hafði veiðst og í hvaða net, og svo skráðir þú tölurnar í dagbókina. Það var líka gaman að ræða við þig um gönguleiðirnar í grenndinni. Ef ég ætlaði mér að fara ein í gönguferð- ir lýstir þú fyrir mér mjög nákvæm- lega hvert gott væri að fara og út- skýrðir kennileitin og staðarheitin. Svo vildir þú fá fréttir þegar heim var komið og ég lærði fljótt að það var fréttnæmt ef maður hafði séð kindur og hversu margar á ákveðnum stöð- um. Eitthvað sem mér hafði ekki dottið í hug að taka eftir áður. Þú gast sagt mjög skemmtilega frá og tókst þér góðan tíma til þess og vandaðir málið alltaf afar vel. Mikið fannst mér það traustvekjandi. En satt að segja var ég alltaf svolítið feimin við að tala við þig af því ég vissi að sumt sem ég segði væri svo hroða- lega vitlaust. En gaman var að hlusta á þig. Ein eftirminnilegasta ræða sem ég hef heyrt var þegar þú þakkaðir Ingibjörgu í sjötugsafmælinu þínu fyrir allt sem gerði lífið þitt gæfuríkt. Það fannst mér svo innilega fallega sagt og lýsir vel þeim kærleika og virðingu sem ríkti milli ykkar Ingi- bjargar. En núna er kominn tími til að kveðja. Alltaf hefur mér nú fundist hálf vandræðalegt að kveðja þig, af því að ég vissi aldrei á hvorn vangann þú ætlaðir að kyssa mig. Núna eru vandræðin ennþá meiri. Elsku Ingibjörg, það er sárt að kveðja Torfa. En hann er jú í kring- um okkur í öllum ykkar börnum og barnabörnum og ljúf sé minning hans. Anna María og börnin. Torfi á Hala, sá mæti maður, hefur nú kvatt þessa jarðvist. Ég læt öðrum það eftir að rekja æviferil og gera grein fyrir lífshlaupi Torfa en langar aftur á móti að rifja upp samleið mína með honum sem tengdist félagsmálastörfum hans. Þeim góðu og jákvæðu minningum er vert að halda á lofti og minnast með nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Torfa strax á ung- lingsárum mínum. Það var sameig- inlegur áhugi okkar á íþróttum og ungmennafélagshreyfingunni sem dró okkur saman. Hann var þá leið- toginn í ungmennasambandinu en ég íþróttahetja, rekinn áfram af barns- legu keppnisskapi, ódrepandi áhuga og draumum um mikil íþróttaafrek. Ekki brást það að Torfi mætti á íþróttamót með sitt fólk úr Suður- sveitinni og jafnframt til að stjórna mótum eða leggja mótshöldurum lið. Sem mótsstjóri hafði hann hvorki hátt né fór með bægslagangi og tíma- áætlanir voru ekki alltaf heilagar. En hann sá til þess að mótin voru haldin, ungdómnum til óblandinnar ánægju. Það var með ólíkindum hvað Torfi gat verið rólegur, sama á hverju gekk. Eftir á að hyggja finnst mér þetta hafa verið einn af bestu mannkostum Torfa sem varð til þess að hann flest- um öðrum hafði betra úthald til að sinna þessum málum og skapaði af- slappað andrúmsloft í öllum metingn- um. Það vakti oft undrun þegar mætt var á Úlfljótsmótin hvað keppnishóp- urinn hans Torfa úr litlu Suðursveit- inni var stór og vel skipaður. Enda máttum við þéttbýlisbúarnir oft lúta í lægra haldi í keppni um verðlaun og stig. Það var ekki alltaf auðvelt að sætta sig við slíka ósigra en þó bætti úr skák að keppnisfólkið og leiðtogi þeirra kunnu jafnvel að taka sigrum sem ósigrum. Það var áberandi hversu góður íþróttaandi var í hópi þeirra Vísismanna og hann kom fram jafnt utan vallar sem innan. Þetta skildi ég síðar þegar ég var sjálfur var undir stjórn Torfa í keppnum við önnur héruð. Torfi var vakinn og sof- inn að reyna að hvetja okkur til dáða og fá okkur til að stunda æfingarnar af meiri samviskusemi. Eitt sumarið var ég á humarvertíð og lítill tími til íþóttaæfinga enda löndunarstoppin stutt og nokkra daga útivera í hverj- um túr. Þegar ég kom í land voru ósjaldan skilaboð frá Torfa varðandi æfingar og mót. Þannig hélt hann áhuganum við án þess að pressan yrði of mikil því Torfi þekkti mörkin eins og sannast á löngum ferli hans með börnum og unglingum. Ég verð Torfa ævinlega þakklátur fyrir að eiga þátt í að beina mér inn á þessa braut sem var þroskandi og holl fyrir óharðn- aðan ungling. Þó ég hafi hér mest rakið kynni mín af Torfa varðandi samskipti okkar í félagsmálum þá verður hans fyrst og fremst minnst sem góðs skólamanns. Hann átti óvenju langan og farsælan feril að baki við kennslu og sem skólastjóri. Þar nutu sín fjölþættir kostir hans og það segir sig sjálft að það þarf þol- inmæði, lagni og væntumþykju til að umgangast ungviðið á þann hátt sem hann gerði. Það lýsir Torfa vel að allt frá fyrstu kynnum fannst manni hann alltaf vera jafningi okkar ungmennanna og þar er kannski lykillinn að góðu og farsælu samneyti hans við börn og unglinga í leik og starfi á langri lífs- leið. Það er stundum talað um hógværð og lítillæti Skaftfellinga. Í þeim skiln- ingi var Torfi ekta Skaftfellingur eins og hann átti kyn til. En Torfi var ekki einn á báti í félagsvafstrinu og skólanum og það væri ósanngjarnt að minnast starfa hans án þess að geta um stuðning Ingibjargar konu hans og áhuga hennar á öllum hans verkefnum. Sömuleiðis tóku börnin þeirra strax virkan þátt í íþrótta- og félagsstarf- inu um leið og þau höfðu þroska til og voru ávallt framarlega í afreks- mannahópi héraðsins. Það er vænt- anlega fullt starf að ala upp níu fjör- kálfa en alltaf höfðu þau hjónin samt tíma til að sinna öðrum. Samheldni þeirra fór ekki framhjá neinum sem með fylgdist; einlægnin var ósvikin og smitaði út frá sér. Það er hverju samfélagi ómetan- legt að eiga svona hugsjónafólk sem ekki spyr um tíma eða laun þegar leggja á góðum málum lið. Sama gild- ir um önnur félags- og framfaramál í litlum einangruðum samfélögum eins og var í Austur-Skaftafellssýslu. Torfi lagði drjúgan skerf til fjöl- margra mála og ég leyfi mér á kveðjustund að flytja honum þakkir okkar íbúa og samferðamanna í hér- aðinu um leið og ég sendi fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Albert Eymundsson. Með Torfa á Hala kveður eftir- minnilegur maður með mikið og far- sælt ævistarf að baki. Hann ólst upp á landsþekktu menningarheimili, þar sem faðir hans og afi höfðu búið og sett svip á umhverfi sitt. Torfi hélt starfi þeirra áfram, búinn ágætum hæfileikum, aflaði sér staðgóðrar menntunar, fyrst við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1935-36 og síðar við Kennaraskólann þaðan sem hann út- skrifaðist 1942. Hafði hann áður stundað farkennslu eitt ár í heima- byggð og tvo vetur austur í Álftafirði. Nýútskrifaður réðst Torfi norður í Svarfaðardal þar sem hann kenndi í þrjá vetur 1942-45. Þar kynntist hann sínum lífsförunaut, Ingibjörgu Zóph- óníusardóttur frá Hóli í Svarfaðardal. Flutti hún með bónda sínum um land- ið þvert að Hala þar sem Torfi gerðist skólastjóri 1945 við nýstofnaðan heimavistarskóla á Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Á Hala áttu þau síðan heima alla tíð. Börn þeirra urðu tíu, eitt lést nýfætt en níu eru uppkomin, mannvænlegur hópur sem starfar að meirihluta heima í héraði, frænd- garðurinn með tengdafólki orðinn bæði stór og gildur. Torfa verður lengi minnst sem skólamanns og farsæls uppalanda. Í fjörutíu ár 1945-1985 stóð hann við stjórnvölinn í skólanum á Hrollaugs- stöðum og útskrifaði þaðan fjölda nemenda þótt hver árgangur væri ekki ýkja fjölmennur. Þá var þetta heimavistarskóli og þau Torfi og Ingibjörg héldu þar til vetur hvern með börnum sínum og veittu skóla- heimilinu forstöðu. Lengst af mun nemendahópnum hafa verið tvískipt og var hvor hópur hálfan mánuð í senn í skóla en heima þess á milli. Félagsheimili sveitarinn- ar var frá upphafi tengt skólanum á Hrollaugsstöðum og skólastjórinn var jafnframt forustumaður í æsku- lýðs- og íþróttastarfi í sveitinni um áratugi. Torfi var í senn þéttur á velli og þéttur í lund, með rólegt fas og yf- irbragð en léttur og skemmtinn þá hann vildi það við hafa og þá ekki síst í hópi ungmenna. Frásagnarhæfi- leika hafði hann fengið í heimanmund og var prýðilega ritfær. Eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða og eru meðal annars eftirminnilegar frá- sagnir hans og föður hans af sjósókn í Suðursveit og víðar við sandana en þær birtust í tímaritinu Skaftfellingi. Torfi var í félagsbúi með Steinþóri föður sínum til 1966 og stóð fyrir hefðbundnum búskap á Hala ásamt fjölskyldu sinni til 1975 að synir hans, Fjölnir og Steinþór, tóku við ásamt tengdadætrum. Það kemur utan- sveitarmönnum nokkuð á óvart að búmannsáhugi Torfa beindist ekki síður að sjósókn en landbúnaði. Þótt róðrardagar væru að jafnaði fáir úr Suðursveit var útræði frá Bjarna- hraunssandi og síðar með hjólabátum af Breiðabólsstaðarfjörum bæði drjúgt búsílag á mannmörgum heim- ilum og krydd í tilveruna. Skemmti- legir og fróðlegir annálar úr Borg- arhafnarhreppi sem Torfi ritaði um árabil í Skaftfelling bera þessu vitni. Annáll hans 1984 hefst með þessum orðum: „Ef sett er jafnaðarmerki milli „logn“ og „gott veður“ þá var gott veður í Suðursveit árið 1984 og veðrið lék við allt líf. Það var fágæt stilla. Aðeins tvo daga sást sjór rjúka og þó með lítillæti ...“ Félagsmálaáhugi Torfa tók einnig til stjórnmála. Hann fylgdi sósíalist- um og Alþýðubandalaginu að málum og skipaði nokkrum sinnum sæti framarlega á framboðslista þess til Alþingis í Austurlandskjördæmi. Fyrir þingmann var gott að eiga hauk í horni þar sem Torfi var en vegna aldursmunar urðu samskipti mín þó meiri við afkomendur hans og tengdadóttur sem tók við skóla- stjórninni á Hrollaugsstöðum. Til Torfa sótti ég margs konar fróðleik um heimabyggðina, þar á meðal um fjalllendi Suðursveitar og gengnar kynslóðir. Við fráfall Torfa á Hala sendum við Kristín innilegar samúðarkveðjur til Ingibjargar, barnahópsins stóra og alls venslafólks. Eftir stendur minn- ingin um traustan og mætan mann. Hjörleifur Guttormsson.  Fleiri minningargreinar um Torfa Steinþórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 6   1   !*   /       /      !+   !+    !+  !    !  6 53 )3 73   .  &.  **  <*  &.  + ; 9B2 3 + *   1   $  +*!2*   ! < 2=2 $  '  # *  C&     *   $**  /< +      $ *   "  "0 "  "  "0 2 )            7)58   $!! !!# #$,!9::#,2 &2#&3;% *        +," #"-.",," 4 %%###&% 2%%#/0$$! %%##/0$$! 6&%/!#&% )-.%###&% !2 '+#/0$$! "! ###&% )-.6&#$!%#/0$$! # ,-0%##&% "3-.2&%#% 3%3.%&23%3%3.%' 2++ 1 /   /  !!    !+  !+  !   !  - 3D33-'3 73 2  &*-     "0    "0  "  "0   $ "0 2 ) *    336536)  $< *$ +   &.  + "9 !E  &     "  ' !+ 4   7!+ ! !  *1*  * : ; $0 ;: *A 2 ,       !  !   !  =3 65'6 7  $  *  :; +; <*  &.  +!;* * F   "> " ! !  #(   ' ( =2 %&  **2 %&  +*=    "   #  ;=    *.* *2=     "  "0 "  "  "0 2    ' = 3 6 - !  7  * ">GH :; +;    !  #(   .  !+   / )* +      *# 1 =    $* =     +*=    I=    .  +"2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.