Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 47 ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1915. Hún lést á Ljósheimum, Sel- fossi, 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jóhannesdóttir, f. 17.05. 1891 að Tröð á Álftanesi, d. 26.12. 1984, og Guðmundur Guðmundsson, f. 6.5. 1880 á Ísafirði, d. 13.2. 1932. Systkini Sigríðar, sammæðra: Björn, f. 12.9. 1916, d. 12.8. 1978, María Einhildur, f. 29.1. 1923, d. 9.3. 1988, Guðlaug Björg, f. 29.1. 1923, d. 9.6. 1995, og Petrína Krist- ín, f. 18.12. 1925. Sigríður giftist, 30. október 1943, Birni Ingimar Valdimarssyni, f. 11.11. 1907 í Norðurgarði á Skeiðum, d. 2.8. 1985. Foreldrar hans voru Valdi- mar Jónsson, f. 26.6. 1880, d. 26.7. 1972, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 29.10. 1876, d. 7.10. 1970. Dætur Sigríðar og Björns eru: 1) Steinunn Guðrún, f. 4.10. 1944, í sambúð með Guðmundi Ívarssyni, f. 18.6. 1930. Þau búa á Selfossi. Synir Steinunnar eru: a) Bjarni Ólafsson, f. 7.8. 1966, kona hans er Guðný I. Rúnarsdóttir, f. 16.4. 1969, þeirra börn eru Eydís Harpa, f. 21.10. 1990 og Ingimar Óli, f. 18.7. 1993. b) Björn Ingi Sveinsson, f. 19.7. 1970. c) Sigur- bergur Sveinsson, f. 19.7. 1972. d) Guð- mundur Geir Sveins- son, f. 13.4. 1974. 2) Þorgerður, f. 23.3. 1948, búsett á Sel- fossi. Börn hennar: a) Axel Hafsteinn Gísla- son, f. 27.8. 1966, kona hans er Signý Harpa Hjartardóttir, f. 13.1. 1970, sonur þeirra er Sindri Steinn, f. 15.12. 1999. b) Oddný Sigríður Gísladótt- ir, f. 17.6. 1974, í sambúð með Jóni Guðmundi Birgissyni, f. 14.12. 1968, þeirra dætur eru Andrea Ýr, f. 8.5. 1995, og Rakel Eir, f. 15.9. 1997. c) Björn Már Gíslason, f. 30.3. 1980, unnusta hans er Erna Dís Ingólfsdóttir, f. 28.11. 1982. Á yngri árum vann Sigríður við verslunarstörf í Reykjavík. Einnig vann hún á afgreiðslu Tímans í nokkur ár. Eftir að Sigríður og Björn giftu sig hófu þau fljótlega búskap í Björnskoti á Skeiðum og bjuggu þar til ársins 1982 þegar þau fluttust á Selfoss. Útför Sigríðar Guðmundsdóttur fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Höf. ók.) Þegar ég settist niður til að skrifa nokkur minningarorð um elskulega móður mína kom þessi bæn upp í huga mér. Æðruleysið sem þú bjóst yfir var einstakt. Oft hafa dagarnir varið langir hjá þér í seinni tíð þegar þróttur þinn minnkaði og þú gast ekkert farið. Aldrei heyrði ég þig kvarta. Þú þakkaðir fyrir innlitið hvort sem það var stutt eða langt. Baráttuþrek þitt til að vera sjálf- bjarga var mikið. Þín heitasta ósk var að vera heima hjá þér. Þér tókst það með þinni seiglu. Við systurnar vor- um hjá þér örfáa daga því þróttur þinn var orðinn ansi lítill allra síðast. Þú varst lögð inn á Ljósheima 17. apríl en það var stutt vera því þú and- aðist að morgni 18. apríl. Mikið var ég þakklát fyrir að hafa verið komin heim frá Kanarí þegar þú þurftir á mér að halda og geta uppfyllt ósk þína. Þú áttir það svo sannarlega inni hjá mér. Þó að ég eigi eftir að sakna þín og okkar stunda, sem aldrei bar skugga á, þá er ég mjög þakklát fyrir þína hönd að þú fékkst að vera heima og þurftir ekki að liggja lengur. Guð blessi þig mamma mín og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Þín dóttir, Steinunn. Elsku amma. Margs er að minnast nú þegar þú ert fallin frá. Þar ber hæst allar góðu stundirnar sem ég átti í sveitinni hjá ykkur afa þar sem ég var í mörg sum- ur. Heimili ykkar var mér nánast sem mitt annað heimili allt fram á ung- lingsár. Ávallt munu börnin mín minnast sunnudagskaffitímanna þar sem vöfflur og rjómi var á borðum, því þér þóttu vöfflur svo góðar. Alltaf varst þú tilbúin að gefa góð ráð ef ég leitaði til þín og studdir mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú barst ætíð með þér æðruleysi og gleði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur verið mér. Blessuð sé minning þín. Bjarni og fjölskylda. Látin er móðursystir mín, Sigríður Guðmundsdóttir, og fer útför hennar fram í dag frá Selfosskirkju. Eigin- maður hennar, Björn Ingimar Valdi- marsson, lést 2. ágúst 1985. Oft fór ég ásamt foreldrum mínum í heimsókn til þeirra hjóna og dætra þeirra í Björnsskot, þar sem við vorum nokkra daga, og síðan á Selfoss, eftir að þau fluttu þangað, og voru þau alltaf gestrisin og góð heim að sækja og var gaman að koma til þeirra. Var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim. Þeg- ar ég var ellefu ára var ég í sveit hjá þeim hluta úr sumri. Oft komu þau hjónin í heimsókn til okkar í Heið- argerði, og dvöldu þau hjá okkur nokkra daga og var alltaf gaman þeg- ar þau komu. Eftir að Ingi lést kom Sigga oft og var hjá okkur í nokkra daga og voru heimsóknirnar gagn- kvæmar. Sigga var mjög skyldurækin, trúuð og góð kona. Við ræddum um margt, bæði trúmál og liðna tíð og sagði hún mér margt frá þeim tímum. Voru það skemmtilegar stundir. Hún bar mikla umhyggju fyrir afkomendum sínum og ættingjum. Bið ég algóðan Guð að blessa minningu Siggu og þeirra hjóna og votta ég dætrum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólafur Þórisson. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jón SveinbjörnÓskarsson fædd- ist í Klömbur, Aðal- dal í S-Þingeyjar- sýslu, 20. september 1924. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 14. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hildur Baldvinsdóttir, f. 23. júní 1892, d. 22. janúar 1948, og Ósk- ar Jónsson, f. 21. nóvember 1883, d. 12. ágúst 1969. Systkini hans: Hulda, f. 9.12. 1915, lést í barnæsku; Dagur, f. 14.4. 1917; Heiðbjört, f. 4.2. 1919, látin; Baldvin Hilmar, f. 10.2. 1921; Málfríður Ingibjörg, f. 19.1. 1923, látin; Hreinn, f. 26.2. 1927, látinn; Haukur Bjarmi, f. 25.1. 1928, og Sigurpáll, f. 19.2. 1931. Hinn 11. september 1954 kvæntist Jón eftirlifandi eigin- konu sinni, Önnu Sigríði Gunn- arsdóttur, frá Bangastöðum í Kelduhverfi, f. 11. september 1930. Foreldrar hennar voru Vil- fríður Guðrún Davíðsdóttir, f. 20.11. 1897, d. 25.5. 1973, og Gunnar Jónatansson, f. 5.5. 1877, d. 25.6. 1958. Börn þeirra: 1) ósk- írður sonur, fæddur andvana 7.11. 1952. 2) Hildur, f. 26.7. 1955, búsett í Reykjavík, hennar maður er Sigurður Héðinn Harð- arson, f. 16.2. 1963, dætur þeirra eru Anna Björt, f. 28.11. 1987, og Hildur Ósk, f. 8.10. 1991. 3) Óskírð dóttir, fædd andvana 23.8. 1956. 4) Óskar, f. 4.6. 1960, d. 19.2. 1990, hans kona er Ester Sveinbjarnardóttir, f. 9.9. 1963, búsett í Reykjavík, synir þeirra eru Markús, f. 15.9. 1986, og Jón Svein- björn, f. 22.2. 1990. 5) Gunnar, f. 23.3. 1962, búsettur í Klömbur, Aðaldal, hans dætur eru Hrafnhildur Anna, f. 20.10. 1983, búsett í Reykjavík, dóttir Ásdísar Kolbrúnar Jónsdóttur, f. 20.3. 1957, og Eygló Dögg, f. 22.2. 1986, búsett í Vogum, dóttir Hildar Halldórsdóttur, f. 8.9. 1966. 6) Haraldur, f. 5.11. 1965, búsettur á Höfn í Horna- firði, hans kona er Sigurbörg Einarsdóttir, f. 22.8. 1959, börn þeirra eru Einar, f. 16.5. 1985, Helga, f. 30.8. 1988, og Baldvin, f. 19.8. 1990. 7) Einar, f. 7.9. 1967, búsettur í Mývatnssveit, hans kona er Kolbrún Ívarsdóttir, f. 26.7. 1969, þeirra dóttir er Heið- björt, f. 4.2. 1999. 8) Davíð, f. 7.9. 1967, búsettur á Húsavík, hans kona er Helga Dóra Helgadóttir, f. 31.5. 1970, þeirra synir eru Davíð Helgi, f. 9.12. 1992, Óskar Páll, f. 25.12. 1997, og dóttir Dav- íðs er Elva Björg, f. 28.9. 1990, búsett í Bandaríkjunum, móðir hennar er Guðlaug Linda Kára- dóttir, f. 5.8. 1971. Jón var búfræðingur frá Hvanneyri og starfaði alla sína tíð sem bóndi á æskuheimili sínu, Klömbur. Útför Jóns fer fram frá Grenj- aðarstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég minnist með gleði og þakk- læti Jóns tengdaföður míns sem nú hefur verið burt kallaður eftir ára- langa sjúkralegu. Það bárust háværar raddir til eyrna minna, hér var Jón í Klömb- ur léttur í lund að ræða landsins gagn og nauðsynjar við einn gesta sinna í eldhúsinu í Klömbur. Jón hafði einstakt lag á að fá fólk til að opna sig og tjá sínar skoðanir á málunum. Hann hafði þetta hárfína skopskyn og oft ögrandi skoðanir á hlutunum, svona til að fá rétt tempó í umræðuna. Honum fannst lítið í það varið, ef hann ekki þurfti að hafa svolítið fyrir því að ná sínu fram og fá fólk til að sjá hlutina frá hans sjónarhóli. Hann var mikill gleðimaður og naut sín vel í góðra vina hópi, þar sem hægt var að taka eina og eina danssveiflu. Jón var mikið náttúrubarn, laus við auðhyggju, stress og streð sem fylgir markaðshyggjukapphlaupi nútímans. Það var órjúfanlegur hluti af lífi hans að geta gengið nið- ur að Laxá og veitt á stöng eða far- ið upp að Langavatni. Alla tíð mjólkaði hann kýrnar í höndunum ásamt Baldvini bróður sínum, því honum hugnaðist ekki verksmiðjubúskapur og má með sanni segja að búið í Klömbur hafi verið það sem í nútímanum er kall- að „vistvænt hamingjubú“, þar sem skepnur, náttúra og maður lifðu í samhljómi. Jón var mjög kærleiksríkur og voru barnabörnin fljót að smjúga upp í fangið á afa þar sem hann sat við eldhúsborðið í Klömbur. Fyrir kom að þau sátu hvort á sínu læri án þess að trufla afa nokkuð, hann munaði ekkert um að gefa þeim að borða með sér. Reyndar veit ég ekki til að nokkur hafi borðað nóg í Klömbur að mati Jóns, þetta var allt svo mikið kropp. Þessar minningar fljúga í gegn- um huga minn á örskotsstundu og fylla hann af gleði og hamingju. Því góðir skilja gott eftir og þannig mun ég ætíð á saknaðarstundum geta leitað í fjársjóð minninganna og ég veit að elskuleg tengdamóðir mín, börnin þeirra Jóns, barnabörn og aðrir aðstandendur munu einnig gera það. Ester Sveinbjarnardóttir. Jæja, Jón, þá er komið að því að við kveðjumst að fullu í þessu jarð- lífi. Ég vil þakka þér fyrir allar stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ég mun alltaf minn- ast þeirrar hlýju og eftirvæntingar sem bjó í hjarta mínu þegar ég var á leið norður á Klömbur. Ég man ekki eftir öðru þegar norður var komið en þú sætir í horninu þínu eins og að þú værir að bíða eftir einhverju með glettni í augum og brosi á vör. Kveðjan sem þú not- aðir var sérstök í alla staði. „Nei. Komdu blessaður, vinur, og vel- kominn.“ Þetta voru þau orð sem þú tókst þér í munn og hvað mér fannst þau ævinlega yndisleg. Það var margt sem við skeggræddum við eldhúsborðið á Klömbrum og það vita þeir sem þar hafa setið hvaða tilfinning það var að sitja í þessu einstaka eldhúsi. Eitt var það sem var gaman að spjalla við þig um en það var veiði og þá sér- staklega um veiðina í Nesi sem þú þekktir vel á árum áður og var það sérstaklega fróðlegt að leita í smiðju þína í leit að þekkingu. Mér er það minnisstætt hvað þú hafðir ávallt gaman af að skoða veiðiflug- unar, sem ég hafði meðferðis norð- ur, ekki varstu mér sammála um að úrvalið skipti þar nokkru um. Máli þínu til stuðnings sagðir þú mér söguna af tyggjóbréfinu góða. Þú sagðir mér að eitt sinn hefðir þú fundið tyggjóbréf á stéttinni á Klömbrum, þú hefðir tekið það upp og sett það á öngul sem þú áttir og síða hefðir þú farið út í hænsakofa og kippt nokkrum stélfjöðrum af hananum. Fjaðrirnar klipptir þú til og settir yfir tyggjóbréfið og síðan vafðir þú þetta allt saman þannig að úr varð veiðifluga. Með þessa flugu að vopni fórst þú til veiða í Nesi og veiddir það mikið þennan dag að flugan var með öllu ónýt eftir daginn, mikil var eftirsjá þín að flugunni þar sem þetta var ein- hver besta veiðiflugan sem þú hafðir komist í kynni við. Mikið reyndum við að líkja eftir þessari flugu þú og ég því alltaf hafði ég hnýtingargræjurnar mínar með- ferðis norður á Klömbur, en því miður tókst það aldrei og því tekur þú fluguna þína með þér í veiði- lendurnar miklu þar sem ég geri ráð fyrir að þú munir staldra við í smástund á leið þinni um ókunn lönd. Ef að rétt með flugu fer fimur stangarmaður, Kirkjuhólmakvíslin er kjörinn veiðistaður. (S.B. Nesi.) Þinn tengdasonur, Sigurður Héðinn. Elsku afi. Afabörnin á Hornafirði vilja með þessum línum kveðja þig. Þegar við vorum að koma til þín í heimsókn á sumrin var alltaf það fyrsta sem við sáum Klömbur, bærinn þinn, og svo áin þín, Laxá, þar varstu nú búinn að veiða mikið í gegnum árin. Þá fengum við að hjálpa þér í heyskapnum, því yfirleitt vorum við hjá þér á heyskapartíma. Svo var nú gaman að koma til þín í fjós- ið, þar sem þú handmjólkaðir kýrn- ar og svo leyfðir þú okkur að prófa að mjólka. Afi, þú varst glettinn og góður raulari. Þú sagðir okkur að þú fengir aðalbláberjaskyr á hverjum degi allt árið, því í brekkunum þín- um uxu auðvitað heimsins bestu aðalbláber. Svo komuð þú og amma til okkar á Hornafjörð. Hvað það var gaman að sýna ykkur hina ýmsu fallegu staði og vera saman. Þú varst mjög ánægður með þessa heimsókn. Elsku afi, við biðjum góðan guð að geyma þig og styrkja hana ömmu. Þökk fyrir allt. Einar, Helga og Baldvin. Í barnsins djúpa trega ég kem að hvílu þinni með kveðjublómin mín. Þín minning verður alltaf eins og vor í vitund minni. Þar vermir sól og skín. Ég treysti þér og fann að í hita handar þinnar var heilög von og þrá. Þú vaktir, hjartans afi, í barmi bernsku minnar það besta, sem ég á. Og núna þegar vorblærinn strýkur heitri hendi og heilsar grænni jörð, þá hverfur þú í burtu að ævi þinnar endi, en ást og þakkargjörð er kveðja mín og okkar, hún er eldur sá á arni, sem yljar kaldan dag. En Guð, sem öllu ræður, gef þínu besta barni hið bjarta sólarlag. (Valdimar Hólm Hallstað.) Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi. Þú varst alltaf svo góður við mig og það var alltaf svo gott og gaman að koma í Klömbur til ykkar ömmu. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst að kenna mér að mjólka kýrnar, ég fékk nú aldrei eins mik- ið úr spenunum og þú en þú hvattir mig alltaf áfram að reyna. Ég vildi alltaf fara með þér í fjósið að mjólka og þegar þú töltir út til að gefa kálfunum rölti ég á eftir þér með hendur fyrir aftan bak alveg eins og þú gerðir alltaf. Við mat- arborðið átti ég vísan stað í fanginu á þér og vildi alltaf borða með þér. Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku afi minn, ég mun alltaf minnast þín og allra okkar góðu stunda saman og ég veit að guð og englarnir passa þig núna. Þinn sonarsonur, Davíð Helgi. JÓN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.