Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 8
Kerfið er alltaf að skila betri og betri árangri – hjá okkur. Nú þarf ekki að veiða eins marga fiska og í fyrra til að ná kvótanum af því að hann er orðinn svo feitur. FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Orðaþing í Þjóðarbókhlöðu 330 þúsund uppflettiorð ÍSLENSK málstöðheldur orðaþing íÞjóðarbókhlöðunni á annarri hæð í dag klukkan 13.30. Dóra Hafsteinsdótt- ir hefur ásamt Ara Páli Kristinssyni haft umsjón með undirbúningi orða- þingsins, hún var spurð hvað þar ætti að fjalla um? „Þar á að fjalla aðallega um orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sagt verður jafnframt frá tengslum við erlendar íðorðastofnanir og nokkrir höfundar segja frá gerð orðasafna sem eru í orðabankanum.“ – Hvenær var orðabank- anum komið á laggirnar? „Árið 1995 fékkst styrk- ur úr lýðveldissjóði til að undirbúa orðabanka á vegum Ís- lenskrar málstöðvar. Ég var ráðin til þess að sinna þessu verkefni. Þessi orðabanki átti að vera á ver- aldarvefnum og þar var hann opn- aður í nóvember 1997.“ – Hvert er meginverkefni Ís- lenskrar málstöðvar? „Samkvæmt lögum er Íslensk málstöð skrifstofa Íslenskrar mál- verndar sem er opinber málrækt- ar- og málverndarstofnun. Hlut- verk Íslenskrar málstöðvar er þjónusta við alla þá sem hafa áhuga á íslensku máli. Allir geta leitað til málstöðvarinnar með fyr- irspurnir um málfar og þýðingar, við leiðbeinum fólki en við skipum því auðvitað ekki fyrir – þetta er leiðbeiningarstöð.“ – Er orðabanki Íslenskrar mál- stöðvar umfangsmikill? „Í orðabanka málstöðvarinnar eru núna um 330 þúsund uppfletti- orð. Þar af eru 47% íslensk orð. Þess má geta að í Íslenskri orða- bók eru 85 þúsund uppflettiorð.“ – Hvernig eru orðin flokkuð? „Þetta eru fagorðasöfn mest. Bankinn skiptist í tvennt, annars vegar í svokallaðan birtingarhluta sem allir geta leitað í á slóðinni www.ismal.hi.is/ob, hins vegar í vinnsluhluta sem skiptist í svæði sem hvert og eitt tilheyrir höfundi tiltekins orðasafns. Þar er hægt að vinna við safnið, breyta, bæta og laga. Þaðan eru orðin svo flutt yfir í birtingarhluta bankans þegar þau eru til þess reiðubúin.“ – Hvað eru mörg orðasöfn í bankanum? „Þau eru 36 í birtingarhlutanum og 48 vinnusvæði eru í vinnsluhlut- anum.“ – Er bankinn þá fullbúinn núna? „Nei, síður en svo. Hann verður það seint, hann er alltaf í mótun og getur tekið endalaust við orða- söfnum.“ – Hvers er mest leitað í orða- bankanum? „Í orðabankanum er mest leitað í fagorðasöfnum, t.d. er mikið leit- að í tölvuorðasafni og hagfræði- orðasafni.“ – Hverjir eru höfundir þessara orðasafna? „Það eru bæði orðanefndir og einstaklingar. Til dæm- is má nefna ættarskrá háplantna eftir Dóru Jakobsdóttur en þar er að finna íslensk heiti á öllum háplöntuættum með lat- neskum lykli og níu tungumálum að auki. Dóra Jakobsdóttir var ein af þeim fyrstu sem notaði vinnslu- kerfi orðabankans með þessum ágæta árangri.“ – Hvað með nýyrði, eru þeim gerð skil í orðabanka? „Eitt af söfnum bankans er Ný- yrðadagbók Íslenskrar málstöðv- ar. Þar eru skráð heiti sem borið hafa á góma í fyrirspurnum til málstöðvarinnar. Við reynum að færa þau inn í bankann eftir því sem tími vinnst til.“ – Er þetta ekki afar tímafrekt verkefni? „Öll orðabókavinna er afskap- lega tímafrek, þetta er mikil ná- kvæmnisvinna.“ – Hverjir eru helstu kostir orða- bankans umfram venjulegar orða- bækur og aðrar skrifaðar heimild- ir? „Í mínum huga hefur bankinn marga kosti. Til dæmis geta þeir menn sem hafa verið að sýsla við að þýða erlend íðorð á íslensku séð þar hvort þegar er búið að þýða orðið. Þarna er að finna sam- ræmdan tölvuaðgang að gögnum sem voru ekki aðgengileg fyrir al- menning áður.“ – Er mikil aðsókn í bankann? „Já og hún fer stöðugt vaxandi. Núna eru yfir þúsund uppfletting- ar á dag að meðaltali. Þær koma bæði frá íslenskum og erlendum notendum.“ – Hvernig hefur gengið að afla efnis í orðabankann? „Það hefur gengið vonum fram- ar. Í fyrstu var ætlunin að Íslensk málstöð keypti réttinn til að með- höndla gögnin en ofan á varð að koma á samstarfi málstöðvarinnar við rétthafa gagnanna, þannig að málstöðin fengi leyfi til þess að birta söfn í orðabankanum og veitti rétthöfum um leið aðgang að einkavinnu- svæði í vinnsluhluta bankans. Rétthafar hafa eftir sem áður all- an rétt til verka sinna og geta birt þau hvar, hvenær og hvernig sem þeim sýnist.“ – Hafa menn sýnt mikinn áhuga á að koma efni í bankann? „Já, það má segja það. Ótrúlega margir hafa boðið fram efni án þess að leitað væri eftir því sér- staklega. Á orðaþinginu í dag ætla ég í kynningu að leggja sérstaka áherslu á vinnslukerfið í orða- bankanum. Dóra Hafsteinsdóttir  Dóra Hafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 1936. Hún tók stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands 1955 og BA-próf í frönsku og ensku frá Háskóla Ís- lands 1963. Hún starfaði sem þýðandi hjá Sjónvarpinu frá upp- hafi til 1983 og vann hjá orða- bókardeild Arnar og Örlygs til 1995, var einn höfunda Ensk- íslenskrar skólaorðabókar, rit- stjóri íslensku Alfræðiorðabók- arinnar og orðabókarstjóri fransk-íslenskrar orðabókar. Frá 1995 hefur Dóra verið deild- arstjóri hjá Íslenskri málstöð og ritstjóri orðabankans. Hún er gift Jóni D. Þorsteinssyni verk- fræðingi og eiga þau samtals sjö börn. Aðsókn stöð- ugt vaxandi BRUNAÆFING var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi í gær og stóðu nemendur í kjötiðn undir gafli skólans á meðan á henni stóð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bruna- æfing í MK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.