Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 23
Eiður Guðnason skrifar undir samninginn fyrir Íslands hönd. EIÐUR Guðnason sendiherra undirritaði nýverið samning fyrir Íslands hönd um fiskveiðistjórnun í suðaustur Atlantshafi. Þær þjóð- ir sem staðið hafa að ferlinu eru auk Íslands Angóla, Bandaríkin, Bretland f.h. Tristan da Cunha, Ascensioneyja og Sankti Helenu, Evrópusambandið, Japan, Kórea, Namibía, Noregur, Pólland, Rúss- land, Suður-Afríka og Úkraína. Svæðið sem um ræðir er utan 200 mílna efnahagslögsögu Afr- íkuríkjanna þriggja sem nefnd voru og hinar þjóðirnar hafa veiðireynslu af svæðinu og hafa skilað veiðiskýrslum þar um. Samkvæmt samningnum verður sett á laggirnar fiskveiðistjórn- unarstofnun (SEAFO, South East Atlantic Fisheries Organisation) með aðsetri í Namibíu til að stjórna fiskveiðum á hafsvæðinu utan lögsagna strandríkjanna í suðvestanverðri Afríku, sem samningurinn tekur til. „Við vorum með eitt eða tvö skip á þessum slóðum fyrir nokkrum árum. Það eru engin ís- lensk skip þarna núna, en þarna eru góðir möguleikar sem við vildum kannski nýta í framtíðinni og því er það af hinu góða að taka þátt í þessu samstarfi,“ sagði Eiður í samtali við Morgun- blaðið. Samið um veiðarnar ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 23 VÍETNAMAR ætla að byggja upp 10 nýjar hafnir fyrir lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að um hinar nýju hafnir fari um 320.000 tonn af fiski og fiskafurðum á ári, samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðu- neyti landsins. Auk þess að fiski verði landað í þessum höfnum og skipað út á ný til útflutnings, mun í þeim verða boðið upp á ýmsa þjón- ustu fyrir fiskiskipaflotann. Nú eru 33 hafnir í Víetnam sem eru vannýtt- ar. Hins vegar hafa ýmsir aðilar lýst áhuga á því að auka þjónustu í þeim til að auka viðskipti við fiskiskipin og fiskvinnsluna. Alls fóru um 9,6 millj- ónir tonna af alls kyns varningi um hafnir landsins á síðasta ári, sem er 1,3 milljónum tonna meira en árið áður. Það vantar hins vegar mikið upp á að hafnirnar séu fullnýttar, því þær ráða alls við 16 til 17 milljónir tonna samtals árlega. Víetnamar vinna mikið að upp- byggingu sjávarútvegs í landinu, en mikið vantar upp á að þeir fullnýti þá möguleika sem þeir hafa á veiðum innan eigin lögsögu. Frumstæður bátafloti, sem ekki er nothæfur á djúpsævið, er ein skýring þessa, en mikill skortur er einnig á þjónustu við flotann í landi. Gera tíu nýjar hafnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.