Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 57 F E R Ð A FÉ L A G Í S L A N D S Fuglaskoðun og gönguferð á Heiðmörk sunnudaginn 29. apríl kl. 13.30. Farið verður frá áningarstaðnum við Helluvatn. Einnig verða rútuferðir frá Mörkinni 6 kl. 13.00. Fargjald með rútunni er kr. 500. Þema göngunnar er fuglalíf svæðisins og verða sérfræðingar með í för. Gott er að hafa sjónauka og fuglahandbók meðferðis. FUGLASKOÐUN Á MORGUN, sunnudaginn 29. apríl, fer sunnudagaskóli Hafnarfjarðar- kirkju í vorferðalag til Þingvalla. Er þetta fjórða árið í röð sem slík Þing- vallaferð er farin og hefur mæting alltaf verið einstaklega góð. Lagt verður af stað með rútu frá Hafnar- fjarðarkirkju kl.11.00 og áætluð heimkoma er kl.15.00. Á Þingvöllum verður gengið á Lögberg og að Öx- arárfossi en að því búnu verður haldin helgistund í Þingvallakirkju. Sú helgi- stund er jafnframt síðasta samvera sunnudagaskólans á þessum vetri. Eftir helgistundina verður nesti borð- að á góðum stað. Leiðsögumaður er sr. Þórhallur Heimisson en auk hans koma aðrir leiðtogar sunnudagaskól- ans með í ferðina. Allir eru velkomnir, bæði fullorðnir og börn. Ferðalangar ættu að taka með gott nesti til ferð- arinnar og muna að klæða sig eftir veðri. Börn yngri en 6 ára eiga að koma í fylgd með fullorðnum Vortónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar VORTÓNLEIKAR Kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða sunnudagskvöldið 29. apríl kl. 20.30 í sal Varmárskóla. Mikið hefur verið lagt í að gera þessa tónleika sem fjöl- breyttasta og er efnisskráin við allra hæfi. Flutt verða mörg falleg íslensk sönglög, m.a lög eftir Oddgeir Krist- jánsson, Sigfús Halldórsson, Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Frumflutt verða ný verk eftir organ- istann og kórstjórann Jónas Þóri. M.a. tónverk við ljóð eftir Trausta Eyjólfsson sem hann samdi í tilefni þúsund ára kristnihátíðar og í tengslum við gjöf Norðmanna, staf- kirkjuna í Vestamannaeyjum. Í kirkjukórinn eru 25 manns og hann er skipaður fólki úr öllum ald- urshópum. Með kórnum syngur einvala lið söngvara, sem flestir eru Mosfelling- ar. Þeir eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Margrét Árna- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Hljóðfæraleikarar verða Martial Nardeau á flautu, sonur hans Matth- ías á óbó og á horn Þorkell Jóelsson. Undirleikari kórsins er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju SUNNUDAGINN 29. apríl verður barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.15. Rúta fer frá safnaðarheim- ilinu kl. 11.05 og ekur strætóhring heim að stund lokinni. Við bjóðum alla velkomna í sunndagaskólann í kirkj- unni okkar. Flautunemendur úr Tónlistarskóla Mosfellsbæjar koma með kennaran- um sínum, Kristjönu Helgadóttur, og ætla að spila fyrir okkur. Einnig kem- ur Vinabros í heimsókn, en það er leikhópur sem skipaður er nemend- um úr 5. bekk GIG úr Varmárskóla. Þær heita Anna Lísa, Birta, Kristrún, Lilja Rut, Linda, Unnur Rún, Þórdís Lísa og Þrúður. Leikhópurinn ætlar að flytja frumsamið leikrit: Týnda bangsann. Kirkjukrakkarnir í kirkju- starfi Lágafellssóknar ætla að kenna okkur að tala og tákna tvöfalda kær- leiksboðorðið. Kirkjukaffi og djús í skrúðhússsalnum. Þórdís djákni, Sylvía guðfræðinemi og Jónas Þórir organisti. Fjölskyldusamvera í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 29. apríl verður fjölskyldusamvera í Seltjarnarnes- kirkju, kl. 11.00. Stundin markar lok vetrarstarfsins og verður boðið upp á skemmtilega samveru. Starfsfólk úr barnastarfi kirkjunnar munu leiða stundina sem verður sniðin að unga fólkinu. Boðið verður upp á meðal annars leikrit, málun og tónlist. Barnakór Seltjarnarness mun einnig koma fram og syngja falleg lög. Eftir samveruna er gestum boðið inn í safn- aðarheimilið þar sem boðið verður upp á pylsur og safa. Við hvetjum alla til að mæta til skemmtilegrar og helgrar stundar. Starfsfólk Seltjarn- arneskirkju vill nota tækifærið og þakka fyrir mikið og gott samstarf við börnin og foreldra úr barnastarfi kirkjunnar. Einnig er vakin athygli á að sunnudaginn 6. maí verður aðal- fundur Seltjarnarneskirkju haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar eftir guðsþjónustu. Allir velkomnir. Vorferð barnastarfsins í Hjallakirkju ÞÁ ER sumarið komið og barnastarfi Hjallaprestakalls senn að ljúka. Næsta sunnudag, 29. apríl, verður vorferð barnastarfsins í prestakallinu og verður lagt af stað frá Hjallakirkju kl. 12 og frá Lindaskóla kl. 12.10. Far- ið verður suður með sjó í fjöruferð, lit- ið á söfn og margt fleira skemmtilegt. Allir ferðalangar koma með nesti en við fáum einnig eitthvert góðgæti í boði safnaðarins. Allir eru hjartan- lega velkomnir í ferðina, ungir sem aldnir. Prófastur vísiterar Langholtssöfnuð SR. JÓN Dalbú Hróbjartsson pró- fastur vísiterar Langholtssöfnuð sunnudaginn 29. apríl nk. Prófastur predikar við messu kl. 11 en síðan mun hann halda fund með sóknar- nefnd og starfsfólki safnaðarins. Við messuna mun kórinn Graduale Nobili syngja, en Jón Stefánsson org- anisti stýrir kórnum. Kórinn, sem skipaður er stúlkum á aldrinum 18-23 ára, tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni um síðustu helgi og hlaut önnur verð- laun, sem er afar glæsilegur árangur. Gefst fólki kostur á að hlýða á kórinn við messuna á sunnudag en einnig mun kórinn halda tónleika á sunnu- dag kl. 20. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lif- andi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Kirkja án fólks er dauð kirkja. Í ljósi þess er gott að fara út úr kirkju- byggingum með helgihald og fagnað- arerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 29. apríl kl. 14.00. Bjarni Karlsson prestur í Laugar- neskirkju og Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur flytja samtals- predikun og Ragnheiður Sverrisdótt- ir djákni og Kjartan Jónsson fram- kvæmdastjóri KFUM og K leiða fyrirbæn. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Gréta Scheving leiða lofgjörðina. Áð- ur en kolaportsmessan hefst kl. 14.00 munu okkar frábæru kirkjuklukkur, Þorvaldur og Gréta, flytja þekktar dægurperlur og það verður safnað fyrirbænarefnum. Í lok stundarinnar verður altaris- ganga. Tökum á móti fagnaðarer- indinu í dagsins önn og gerum það að leiðarljósi í lífi okkar. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffiport, þar sem hægt er að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti eins og heimabak- aðar marange tertur, pizzur o.fl. og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það er allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM & K. Makamissir NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbröð, efnir til fyrirlesturs í kvöld í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Sr. Valgeir Ástráðsson mun í erindi sínu, um makamissi, flétta saman persónulegri og faglegri reynslu og reyna að varpa ljósi á þá djúpu sorg og sterku viðbrögð sem einkenna syrgjendur sem misst hafa maka sinn. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er öll- um opinn sem áhuga hafa. Að honum loknum verða fyrirspurnir og umræð- ur. Aðgangseyrir er 500 kr. Kökubasar í Krossinum KONURNAR í Krossinum gangast fyrir kökubasar þann 1. maí. Köku- basar þessi er í fjáröflunarskyni og eru konurnar að safna fjármunum til stuðnings við kristniboð í Honduras. Basarinn hefst kl. 13.00 og er í hús- næði Krossins í Hlíðasmára 5 í Kópa- vogi. KR-ingar í Neskirkju HIN árlega KR-messa verður haldin í Neskirkju við Hagatorg á sunnu- daginn kemur kl. 11. Þar mun Gunnar Guðmundsson, varaformaður KR, flytja hugleiðingu, KK og Ellen Krist- jánsdóttir syngja og félagar úr hinum ýmsu deildum KR aðstoða. Lagt er upp úr að hafa létta söngva og góða stemmningu. Á undan eða frá kl. 10 verður boðið upp á morgunverð í boði Neskirkju og KR-kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem slík messa er haldin í samvinnu Neskirkju og KR og hafa þær ætíð verið fjölsótt- ar og mælst vel fyrir. Enda segja gár- ungarnir að tveir Íslandsmeistaratitl- ar hafi unnist á þessum árum eftir langt hlé! Vorferð Háteigskirkju VORFERÐ Háteigskirkju verður sunnudaginn 29. apríl. Mæting með nestispokann kl. 11 við Háteigskirkju. Öll börn sem hafa tekið þátt í barna- guðsþjónustum, Ævintýraklúbbnum, T T T-klúbbnum og MeMe-unglinga- klúbbnum eru hjartanlega velkomin með foreldrum sínum í þessa ferð. Kostnaður fyrir börn er enginn, en fyrir foreldra 500 krónur. Ferðinni er heitið á Úlfljótsvatn. Þar munu skátar úr Skátafélaginu Landnemum að- stoða okkur við leiki og störf. Meðal annars gefst tækifæri til þess að spreyta sig í sigi (ef veður leyfir). Hver fjölskylda er beðin um að taka með sér grillmat, á staðnum eru grill sem við getum nýtt okkur. Fjölmennum og eigum saman ynd- islegan dag með fólki úr hverfinu okk- ar. Áætluð heimkoma er klukkan 16.00. Vorhátíð í Landakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag verður uppskeruhátíð barnastarfs Landa- kirkju. Það er mæting í sunnudaga- skólann eins og venjulega kl. 11.00. Við hefjum ferðina með bæn og söng í kirkjunni. Rúta selflytur hópinn niður á Skans, þar verður grillað, farið í leiki, sungið, með stuðningi Litlu lærisveinanna og sprellað. Allir sem tekið hafa þátt í barnastarfi kirkjunn- ar á einhvern hátt eru velkomnir. Þar telst til sunnudagaskóli, kirkjuprakk- arar, tíu til tólfa ára starf, æskulýðs- starf fatlaðara og foreldramorgnar. Foreldrar, afar og ömmur verða að sjálfsögðu með og taka þátt í ómiss- andi fótboltaleik á milli karla og kvenna þar sem algjörlega hlutlaus aðili fer með dómgæslu. Klæðnaður fer eftir veðri. Gert er ráð fyrir að rút- an fari aftur upp í kirkju um klukkan 13.00. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23.00. KEFAS: Samkoma í dag, laugardag, kl. 14.00. Ræðumaður Helga R. Ár- mannsdóttir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11.00. Þingvallaferð sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju FRÉTTIR ANNAR fyrirlestur í Félagi spænskra og rómansk-amerískra fræða verður haldinn í Lögbergi, stofu 103, mánudaginn 30. apríl kl. 16:30. Fyrirlesturinn verður hald- inn af José Caballero og Olatz Pérez, nemum í heimspekideild Háskóla Basklands og nefnist „Euskara: lengua viva“. Tilgangurinn með félaginu verð- ur að halda reglulega fyrirlestra um mál og menningu Spánar og Rómönsku-Ameríku þannig að al- menningur sem skilur spænsku hafi gagn og gaman af. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um mál og menningu Félag spænskra og rómansk-amerískra fræða VALGERÐUR Bjarnadóttir, félags- ráðgjafi og framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, mun mánudaginn 30. apríl milli kl. 12:15 og 13:15 fjalla um félagsráðgjöf á nýrri öld í erindi sem hún nefnir „Ráðgjöf og þróunarstarf með lög og tölur í hendi – mikilvægi félagsráðgjafar í jafnréttisstarfi 21. aldarinnar.“ „Nýjar áherslur í jafnréttisstarfi lúta ekki síst að samstarfi kynjanna og úrvinnslu togstreitu milli kynja, milli kvenna og milli karla. Lagalegar og formlegar réttarbætur eru komn- ar vel á veg. Nú er þörf nýrra viðmiða, nýrra fyrirmynda fyrir hlutverk og tengsl kynjanna. Þróunar- og upp- byggingarstarf er stór þáttur í skyld- um Jafnréttisstofu skv. nýjum lögum. Þessar nýju áherslur kalla á nýjar fagstéttir inn í starfið. Félagsráðgjöf nýtist þar afar vel og í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig og hvers vegna,“ segir í tilkynningu. Málstofan verður haldin í fundar- herbergi félagsvísindadeildar á 1. hæð í Odda og er hún opin öllu áhuga- fólki um þróun félagsráðgjafar innan Háskólans sem utan. Erindi um félagsráðgjöf á nýrri öld ÍSLENSK málstöð hefur nú starf- rækt orðabanka sinn á Netinu í tæp þrjú og hálft ár. (Sjá http://www.is- mal.hi.is/ob/) Í orðabankann hafa nú safnast um 330 þúsund uppflettiorð. Fyrir utan íslensku uppflettiorðin eru þau ensku flest. Til samanburðar má nefna að Íslensk orðabók (Menn- ingarsjóðs) hefur um 85 þús. fletti- orð. Íslensk málstöð efnir til stuttrar ráðstefnu, Orðaþings 2001, í Þjóðar- bókhlöðunni í dag, laugardag, kl. 13.30-15.30. Þar segir ritstjóri orða- bankans, Dóra Hafsteinsdóttir, m.a. frá innviðum bankans, einkum vinnsluhlutanum. Tveir vísindamenn segja frá sérfræðiorðasöfnum sínum í orðabankanum: Guðmundur J. Ara- son kynnir íðorðasafn ónæmisfræð- inga og Dóra Jakobsdóttir Ættaskrá háplantna. Á ráðstefnunni fjallar einnig Ari Páll Kristinsson um að- gang Íslendinga að alþjóðlegu íð- orðastarfi. Allir eru velkomnir til ráðstefnunnar. Dagskrá hennar mið- ast þó einkum við þarfir orðanefnda, annarra sem vinna að orðasöfnum í sérgreinum eða hafa hug á því. 330 þúsund uppflettiorð í bankanum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.