Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 57

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 57 F E R Ð A FÉ L A G Í S L A N D S Fuglaskoðun og gönguferð á Heiðmörk sunnudaginn 29. apríl kl. 13.30. Farið verður frá áningarstaðnum við Helluvatn. Einnig verða rútuferðir frá Mörkinni 6 kl. 13.00. Fargjald með rútunni er kr. 500. Þema göngunnar er fuglalíf svæðisins og verða sérfræðingar með í för. Gott er að hafa sjónauka og fuglahandbók meðferðis. FUGLASKOÐUN Á MORGUN, sunnudaginn 29. apríl, fer sunnudagaskóli Hafnarfjarðar- kirkju í vorferðalag til Þingvalla. Er þetta fjórða árið í röð sem slík Þing- vallaferð er farin og hefur mæting alltaf verið einstaklega góð. Lagt verður af stað með rútu frá Hafnar- fjarðarkirkju kl.11.00 og áætluð heimkoma er kl.15.00. Á Þingvöllum verður gengið á Lögberg og að Öx- arárfossi en að því búnu verður haldin helgistund í Þingvallakirkju. Sú helgi- stund er jafnframt síðasta samvera sunnudagaskólans á þessum vetri. Eftir helgistundina verður nesti borð- að á góðum stað. Leiðsögumaður er sr. Þórhallur Heimisson en auk hans koma aðrir leiðtogar sunnudagaskól- ans með í ferðina. Allir eru velkomnir, bæði fullorðnir og börn. Ferðalangar ættu að taka með gott nesti til ferð- arinnar og muna að klæða sig eftir veðri. Börn yngri en 6 ára eiga að koma í fylgd með fullorðnum Vortónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar VORTÓNLEIKAR Kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða sunnudagskvöldið 29. apríl kl. 20.30 í sal Varmárskóla. Mikið hefur verið lagt í að gera þessa tónleika sem fjöl- breyttasta og er efnisskráin við allra hæfi. Flutt verða mörg falleg íslensk sönglög, m.a lög eftir Oddgeir Krist- jánsson, Sigfús Halldórsson, Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Frumflutt verða ný verk eftir organ- istann og kórstjórann Jónas Þóri. M.a. tónverk við ljóð eftir Trausta Eyjólfsson sem hann samdi í tilefni þúsund ára kristnihátíðar og í tengslum við gjöf Norðmanna, staf- kirkjuna í Vestamannaeyjum. Í kirkjukórinn eru 25 manns og hann er skipaður fólki úr öllum ald- urshópum. Með kórnum syngur einvala lið söngvara, sem flestir eru Mosfelling- ar. Þeir eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Margrét Árna- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Hljóðfæraleikarar verða Martial Nardeau á flautu, sonur hans Matth- ías á óbó og á horn Þorkell Jóelsson. Undirleikari kórsins er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju SUNNUDAGINN 29. apríl verður barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.15. Rúta fer frá safnaðarheim- ilinu kl. 11.05 og ekur strætóhring heim að stund lokinni. Við bjóðum alla velkomna í sunndagaskólann í kirkj- unni okkar. Flautunemendur úr Tónlistarskóla Mosfellsbæjar koma með kennaran- um sínum, Kristjönu Helgadóttur, og ætla að spila fyrir okkur. Einnig kem- ur Vinabros í heimsókn, en það er leikhópur sem skipaður er nemend- um úr 5. bekk GIG úr Varmárskóla. Þær heita Anna Lísa, Birta, Kristrún, Lilja Rut, Linda, Unnur Rún, Þórdís Lísa og Þrúður. Leikhópurinn ætlar að flytja frumsamið leikrit: Týnda bangsann. Kirkjukrakkarnir í kirkju- starfi Lágafellssóknar ætla að kenna okkur að tala og tákna tvöfalda kær- leiksboðorðið. Kirkjukaffi og djús í skrúðhússsalnum. Þórdís djákni, Sylvía guðfræðinemi og Jónas Þórir organisti. Fjölskyldusamvera í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 29. apríl verður fjölskyldusamvera í Seltjarnarnes- kirkju, kl. 11.00. Stundin markar lok vetrarstarfsins og verður boðið upp á skemmtilega samveru. Starfsfólk úr barnastarfi kirkjunnar munu leiða stundina sem verður sniðin að unga fólkinu. Boðið verður upp á meðal annars leikrit, málun og tónlist. Barnakór Seltjarnarness mun einnig koma fram og syngja falleg lög. Eftir samveruna er gestum boðið inn í safn- aðarheimilið þar sem boðið verður upp á pylsur og safa. Við hvetjum alla til að mæta til skemmtilegrar og helgrar stundar. Starfsfólk Seltjarn- arneskirkju vill nota tækifærið og þakka fyrir mikið og gott samstarf við börnin og foreldra úr barnastarfi kirkjunnar. Einnig er vakin athygli á að sunnudaginn 6. maí verður aðal- fundur Seltjarnarneskirkju haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar eftir guðsþjónustu. Allir velkomnir. Vorferð barnastarfsins í Hjallakirkju ÞÁ ER sumarið komið og barnastarfi Hjallaprestakalls senn að ljúka. Næsta sunnudag, 29. apríl, verður vorferð barnastarfsins í prestakallinu og verður lagt af stað frá Hjallakirkju kl. 12 og frá Lindaskóla kl. 12.10. Far- ið verður suður með sjó í fjöruferð, lit- ið á söfn og margt fleira skemmtilegt. Allir ferðalangar koma með nesti en við fáum einnig eitthvert góðgæti í boði safnaðarins. Allir eru hjartan- lega velkomnir í ferðina, ungir sem aldnir. Prófastur vísiterar Langholtssöfnuð SR. JÓN Dalbú Hróbjartsson pró- fastur vísiterar Langholtssöfnuð sunnudaginn 29. apríl nk. Prófastur predikar við messu kl. 11 en síðan mun hann halda fund með sóknar- nefnd og starfsfólki safnaðarins. Við messuna mun kórinn Graduale Nobili syngja, en Jón Stefánsson org- anisti stýrir kórnum. Kórinn, sem skipaður er stúlkum á aldrinum 18-23 ára, tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni um síðustu helgi og hlaut önnur verð- laun, sem er afar glæsilegur árangur. Gefst fólki kostur á að hlýða á kórinn við messuna á sunnudag en einnig mun kórinn halda tónleika á sunnu- dag kl. 20. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lif- andi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Kirkja án fólks er dauð kirkja. Í ljósi þess er gott að fara út úr kirkju- byggingum með helgihald og fagnað- arerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 29. apríl kl. 14.00. Bjarni Karlsson prestur í Laugar- neskirkju og Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur flytja samtals- predikun og Ragnheiður Sverrisdótt- ir djákni og Kjartan Jónsson fram- kvæmdastjóri KFUM og K leiða fyrirbæn. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Gréta Scheving leiða lofgjörðina. Áð- ur en kolaportsmessan hefst kl. 14.00 munu okkar frábæru kirkjuklukkur, Þorvaldur og Gréta, flytja þekktar dægurperlur og það verður safnað fyrirbænarefnum. Í lok stundarinnar verður altaris- ganga. Tökum á móti fagnaðarer- indinu í dagsins önn og gerum það að leiðarljósi í lífi okkar. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffiport, þar sem hægt er að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti eins og heimabak- aðar marange tertur, pizzur o.fl. og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það er allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM & K. Makamissir NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbröð, efnir til fyrirlesturs í kvöld í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Sr. Valgeir Ástráðsson mun í erindi sínu, um makamissi, flétta saman persónulegri og faglegri reynslu og reyna að varpa ljósi á þá djúpu sorg og sterku viðbrögð sem einkenna syrgjendur sem misst hafa maka sinn. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er öll- um opinn sem áhuga hafa. Að honum loknum verða fyrirspurnir og umræð- ur. Aðgangseyrir er 500 kr. Kökubasar í Krossinum KONURNAR í Krossinum gangast fyrir kökubasar þann 1. maí. Köku- basar þessi er í fjáröflunarskyni og eru konurnar að safna fjármunum til stuðnings við kristniboð í Honduras. Basarinn hefst kl. 13.00 og er í hús- næði Krossins í Hlíðasmára 5 í Kópa- vogi. KR-ingar í Neskirkju HIN árlega KR-messa verður haldin í Neskirkju við Hagatorg á sunnu- daginn kemur kl. 11. Þar mun Gunnar Guðmundsson, varaformaður KR, flytja hugleiðingu, KK og Ellen Krist- jánsdóttir syngja og félagar úr hinum ýmsu deildum KR aðstoða. Lagt er upp úr að hafa létta söngva og góða stemmningu. Á undan eða frá kl. 10 verður boðið upp á morgunverð í boði Neskirkju og KR-kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem slík messa er haldin í samvinnu Neskirkju og KR og hafa þær ætíð verið fjölsótt- ar og mælst vel fyrir. Enda segja gár- ungarnir að tveir Íslandsmeistaratitl- ar hafi unnist á þessum árum eftir langt hlé! Vorferð Háteigskirkju VORFERÐ Háteigskirkju verður sunnudaginn 29. apríl. Mæting með nestispokann kl. 11 við Háteigskirkju. Öll börn sem hafa tekið þátt í barna- guðsþjónustum, Ævintýraklúbbnum, T T T-klúbbnum og MeMe-unglinga- klúbbnum eru hjartanlega velkomin með foreldrum sínum í þessa ferð. Kostnaður fyrir börn er enginn, en fyrir foreldra 500 krónur. Ferðinni er heitið á Úlfljótsvatn. Þar munu skátar úr Skátafélaginu Landnemum að- stoða okkur við leiki og störf. Meðal annars gefst tækifæri til þess að spreyta sig í sigi (ef veður leyfir). Hver fjölskylda er beðin um að taka með sér grillmat, á staðnum eru grill sem við getum nýtt okkur. Fjölmennum og eigum saman ynd- islegan dag með fólki úr hverfinu okk- ar. Áætluð heimkoma er klukkan 16.00. Vorhátíð í Landakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag verður uppskeruhátíð barnastarfs Landa- kirkju. Það er mæting í sunnudaga- skólann eins og venjulega kl. 11.00. Við hefjum ferðina með bæn og söng í kirkjunni. Rúta selflytur hópinn niður á Skans, þar verður grillað, farið í leiki, sungið, með stuðningi Litlu lærisveinanna og sprellað. Allir sem tekið hafa þátt í barnastarfi kirkjunn- ar á einhvern hátt eru velkomnir. Þar telst til sunnudagaskóli, kirkjuprakk- arar, tíu til tólfa ára starf, æskulýðs- starf fatlaðara og foreldramorgnar. Foreldrar, afar og ömmur verða að sjálfsögðu með og taka þátt í ómiss- andi fótboltaleik á milli karla og kvenna þar sem algjörlega hlutlaus aðili fer með dómgæslu. Klæðnaður fer eftir veðri. Gert er ráð fyrir að rút- an fari aftur upp í kirkju um klukkan 13.00. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23.00. KEFAS: Samkoma í dag, laugardag, kl. 14.00. Ræðumaður Helga R. Ár- mannsdóttir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11.00. Þingvallaferð sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju FRÉTTIR ANNAR fyrirlestur í Félagi spænskra og rómansk-amerískra fræða verður haldinn í Lögbergi, stofu 103, mánudaginn 30. apríl kl. 16:30. Fyrirlesturinn verður hald- inn af José Caballero og Olatz Pérez, nemum í heimspekideild Háskóla Basklands og nefnist „Euskara: lengua viva“. Tilgangurinn með félaginu verð- ur að halda reglulega fyrirlestra um mál og menningu Spánar og Rómönsku-Ameríku þannig að al- menningur sem skilur spænsku hafi gagn og gaman af. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um mál og menningu Félag spænskra og rómansk-amerískra fræða VALGERÐUR Bjarnadóttir, félags- ráðgjafi og framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, mun mánudaginn 30. apríl milli kl. 12:15 og 13:15 fjalla um félagsráðgjöf á nýrri öld í erindi sem hún nefnir „Ráðgjöf og þróunarstarf með lög og tölur í hendi – mikilvægi félagsráðgjafar í jafnréttisstarfi 21. aldarinnar.“ „Nýjar áherslur í jafnréttisstarfi lúta ekki síst að samstarfi kynjanna og úrvinnslu togstreitu milli kynja, milli kvenna og milli karla. Lagalegar og formlegar réttarbætur eru komn- ar vel á veg. Nú er þörf nýrra viðmiða, nýrra fyrirmynda fyrir hlutverk og tengsl kynjanna. Þróunar- og upp- byggingarstarf er stór þáttur í skyld- um Jafnréttisstofu skv. nýjum lögum. Þessar nýju áherslur kalla á nýjar fagstéttir inn í starfið. Félagsráðgjöf nýtist þar afar vel og í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig og hvers vegna,“ segir í tilkynningu. Málstofan verður haldin í fundar- herbergi félagsvísindadeildar á 1. hæð í Odda og er hún opin öllu áhuga- fólki um þróun félagsráðgjafar innan Háskólans sem utan. Erindi um félagsráðgjöf á nýrri öld ÍSLENSK málstöð hefur nú starf- rækt orðabanka sinn á Netinu í tæp þrjú og hálft ár. (Sjá http://www.is- mal.hi.is/ob/) Í orðabankann hafa nú safnast um 330 þúsund uppflettiorð. Fyrir utan íslensku uppflettiorðin eru þau ensku flest. Til samanburðar má nefna að Íslensk orðabók (Menn- ingarsjóðs) hefur um 85 þús. fletti- orð. Íslensk málstöð efnir til stuttrar ráðstefnu, Orðaþings 2001, í Þjóðar- bókhlöðunni í dag, laugardag, kl. 13.30-15.30. Þar segir ritstjóri orða- bankans, Dóra Hafsteinsdóttir, m.a. frá innviðum bankans, einkum vinnsluhlutanum. Tveir vísindamenn segja frá sérfræðiorðasöfnum sínum í orðabankanum: Guðmundur J. Ara- son kynnir íðorðasafn ónæmisfræð- inga og Dóra Jakobsdóttir Ættaskrá háplantna. Á ráðstefnunni fjallar einnig Ari Páll Kristinsson um að- gang Íslendinga að alþjóðlegu íð- orðastarfi. Allir eru velkomnir til ráðstefnunnar. Dagskrá hennar mið- ast þó einkum við þarfir orðanefnda, annarra sem vinna að orðasöfnum í sérgreinum eða hafa hug á því. 330 þúsund uppflettiorð í bankanum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.