Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 34

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 34
34 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lífshættir Matarkúrar fræga fólks- ins geta verið slæmir. Lyf Nýtt lyf gegn krabba- meini vekur athygli. Læknisfræði Æðaslit getur valdið andlegri vanlíðan. Sjúkdómar Óhefðbundnar lækningar gagnrýndarHEILSA Spurning: Ég hef mjög mikið æða- slit á fótum, svo mikið að ég skammast mín fyrir að fara í sund eða sturtu í líkamsræktarstöðvum. Æðaslitið byrjaði þegar ég var um það bil 25 ára en nú er ég 50 ára. Mér var sagt að föðursystur mínar hefðu allar verið svona og ekkert væri hægt að gera til að laga þetta lýti. En mig langar samt að for- vitnast hvort eitthvað sé hægt að gera því þetta plagar mig mjög. Er hægt að laga þetta? Ef það er hægt, hverjir gera slíkar aðgerðir og hvað þyrfti ég að greiða fyrir slíka aðgerð? Með fyrirfram þökk fyrir svar. Svar: Háræðaslit eða æðaslit er rangnefni vegna þess að ekki er um slitnar æðar að ræða heldur einungis víkkaðar. Þessi orð eru samt almennt notuð og erfitt að breyta því. Til eru einnig orðin háræðastjarna, háræðaflétta og köngulflétta til að lýsa þessum fyr- irbærum. Um er að ræða útvíkkaðar æðar í húðinni, venjulega háræðar sem eru minnstu æðarnar. Við eðlilegar aðstæður eru þessar æðar svo smáar að þær sjást alls ekki en ef þær víkka út verða þær sýnilegar. Æðaslit byrjar oftast á fertugs- eða fimmtugsaldri en getur líka byrjað mun fyrr og er oft mest áberandi á fótum, handleggjum og í andliti. Þetta fyrirbæri er algerlega meinlaust og er venjulega án óþæginda en það getur verið til lýta. Á fótum má ekki rugla þessu saman við æðahnúta sem eru stórir og bláir (víkkaðar bláæðar) en æðaslit er fíngert og oft blóðrautt eða bláleitt á lit. Ekki er vitað um orsakir æðaslits annað en að það fylgir aldrinum og það getur einnig fylgt vissum sjúkdómum og stöku sinnum er ættarfylgni. Algengi þessa kvilla hefur lítið verið rann- sakað en það virðist algengara hjá konum en körlum. Venjulegi gang- urinn er hægfara aukning. Æðaslit hefur engin áhrif á almennt heilsu- far og ekki er ástæða til að með- höndla það nema þegar af því er verulegt lýti. Stundum er reynt að sprauta í æðarnar efnum sem loka þeim en það er vandasamt og ber misjafnan árangur. Sumir húð- sjúkdómalæknar hafa yfir að ráða tæki sem getur eytt æðasliti. Þetta tæki sendir örstutt leiftur af sterku ljósi (leysigeislum) inn í húðina sem skemmir æðarnar þannig að þær minnka eða lokast, en það er það sem sóst er eftir og er alveg meinlaust. Þetta veldur litlum sem engum sársauka og aukaverkanir eru oftast mildar. Stundum myndast smávegis roði eða bólga og jafnvel blöðrur en það lagast á fáeinum dögum. Stundum nægir ein slík meðferð en það get- ur þurft að meðhöndla svæðið nokkrum sinnum til að ná besta mögulega árangri. Með þessari nýju tækni hafa möguleikarnir á að bæta útlit fólks með æðaslit gjör- breyst. En þar með er sagan ekki öll sögð því þessa ljóstækni má nota við meðferð á ýmsum öðrum húðkvillum svo sem valbrá, elli- blettum, húðflúri, fæðing- arblettum, freknum og óæskilegu hári. Valbrá er, eins og æðaslit, út- víkkaðar æðar í húðinni og með ljóstækni hafa möguleikarnir á meðferð gjörbreyst. Elliblettir, fæðingarblettir og freknur eru stundum þannig að ástæða er til að eyða þeim og má í flestum tilfellum gera það með ljóstækni. Suma þessara bletta verður þó að fjar- lægja með því að skera þá burt, m.a. þá sem eru illkynja. Húðlækn- ar og lýtalæknar hafa mikið að gera við að fjarlægja húðflúr sem fólk hefur látið setja á sig án þess að hugsa dæmið til enda. Sumt húðflúr er best að fjarlægja með skurðaðgerð en stundum er einfalt og áhrifaríkt að nota ljóstækni. Óæskileg hár í andliti kvenna eru algengt vandamál sem ýmiss konar ráðum hefur verið beitt við. Með þessari ljóstækni má stilla ljósið þannig að það skemmi hár- sekkina og við það detta hárin af og koma ekki aftur, a.m.k. ekki í langan tíma. Þessi ljóstæki er sem sagt hin gagnlegasta og má nota þau við meðferð ýmiss konar kvilla. Það eru því aðallega húðlæknar og lýtalæknar sem geta meðhöndlað æðaslit. Ekki er um eiginlegan sjúkdóm að ræða og þess vegna tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði sem er talsverður. Best er að fara til læknis sem þá getur metið möguleika á meðferð og gef- ið áætlun um kostnað. Hvað er æðaslit? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Útvíkkaðar æðar  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. ÞAÐ eru gömul sannindi að lífs- gleðin létti lífið og nýlega birtar rannsóknir styðja þessa gömlu fullyrðingu vísindalegum rökum. Í 15 ár hefur David Snowdon, pró- fessor í taugalíffræði við háskól- ann í Kentucky, fylgt efir 678 nunnum við Systraskólann Notre Dame og fundið út að heilablæð- ingar eða höfuðáverkar geta aukið líkur á elliglöpum og Alzheimer seinna á ævinni. Þjálfun hugans frá unga aldri Snowdon og samstarfsmenn hans skoðuðu dagbækur sem 180 af nunnunum höfðu skrifað þegar þær voru á þrítugsaldri og komust að því að þær sem tjáðu sig á flók- inn og margbreytilegan hátt voru ólíklegri til að fá Alzheimer seinna á ævinni. Þannig telja þeir að auk- in virkni heilans á unga aldri geti dregið mikið úr líkum á heil- skemmdum sem séu einkennandi fyrir Alzheimer. Lífsgleði eða bölsýni? Með því að fara aftur yfir dag- bækurnar og kortleggja á hvaða hátt nunnurnar tjáðu sig með orð- um eins og hamingja, gleði, ást og von komust Snowdon og félagar að þeirri niðurstöðu að þær nunnur sem notuðu mest af jákvæðum orðum til að lýsa líðan sinni á þrí- tugsaldri lifðu yfirleitt 10 árum lengur en þær sem lýstu dapur- legri líðan, leiða, vonleysi og svart- sýni. „Það er gott að vera ham- ingjusamur og vongóður,“ segir Snowdon. „Vellíðan dregur úr streitu og það hefur góð áhrif á líkamann. Hér höfum við enn eina ábendingu um hvað fólk getur gert til að halda góðri heilsu.“ Greint er frá rannsókninni í tímaritinu The Journal of Person- ality and Social Psychology. Lífsglaðar nunnur sleppa við Alzheimer Associated Press Lífsgleðin lengir lífið og líklega ættum við því öll að leika okkur meira eins og þessi ítalska nunna sem hér sýnir mikil tilþrif í fótbolta. Lexington, AP. Nýleg rannsókn á öldrun og Alzheim- ersjúkdómnum bendir til þess að jákvæð við- horf og lífsgleði strax á unga aldri dragi úr líkum á sjúkdómum og jafnvel lengi lífið. TENGLAR .............................................. Tímaritið The Journal of Personality and Social Psychology. www.apa.org/journals/psp.html Bandarískar rannsóknir á öldrun og elliglöpum ATVINNUTÓNLISTARFÓLK sem hóf tónlistarnám á unga aldri hefur meira af gráu efni á sumum svæðum í heilanum en þeir sem ekki leggja stund á tónlist, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var við Harvard- háskóla. Grátt efni er gert úr heilafrumum og tengingunum á milli þeirra. Ekki er ljóst hvað þessara nið- urstöður þýða fyrir tónlistarfólk og okkur hin, segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Gottfried Schlaug, sem er aðstoðarprófess- or í taugasjúkdómafræði við læknadeild skólans. Heilinn í 15 karlkyns tónlist- armönnum, sem höfðu byrjað tón- listarnám um þriggja ára aldur, var skoðaður með segulheila- myndatækni, og borinn saman við fimmtán manns sem ekki stund- uðu tónlist. Schlaug segir að strangar æfingar á þeim tíma þeg- ar heilinn vex og þroskast hvað mest kunni að stuðla að því að nýj- ar taugatengingar verði til í skyn- hreyfisvæðum heilans. Annar möguleiki sé sá, að börn sem fari að leggja stund á tónlist hafi fæðst með öðru vísi heila en önnur börn og það sé þessi munur sem leiði til tónlistarhæfileika þeirra, segir Schlaug. Frekari rannsókna sé þörf til að skera úr um hvort um orsakatengsl sé að ræða. Reuters Gáfumenni. Tónlistarfólk hef- ur meira af gráu efni í heilanum The New York Times Syndicate.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.