Vísir - 02.11.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 02.11.1979, Blaðsíða 23
[Jiil Föstudagur 2. nóvember 1979 Er England að verða stórveldl í skák? Heimsmeistaramót sveina leiddi rétt enn einu sinni i ljós, hvert stórveldi England er að verða i skáklistinni. Sérstaklega hefur unglingastarf þeirra borið rikulegan ávöxt, og af mörgum eru þeir taldir standa þar fremstir i heiminum i dag. Slikt var álit þeirra Spabskys og Horts, er þeir tefldu fjöltefli gegn enskum unglingum á dög- unum. Spassky kvað þetta mestu fjölteflisraun sem hann hefði i komist, og Hort lét i ljós undrun á gifulegri breidd ensku unglinganna, og taldi helsta vandamál ensku skákforystunnar á næstu árum vera að útvega þessum ungu efnilegu skák- mönnum næg verkefni. Meö Nigel Short i broddi fylk- ingar fóru ensku drengirnir nokkuö létt meö aö ná heims- meistaratitlinum. Helstu keppi- nautarnir voru Sviar, og I úr- slitakeppninni um 1. sætiö varö jafnt, 2:2 sem þó dugöi Eng- lendingum til sigurs. Alls hlutu Englendingar 23 vinninga af 28 mögulegum (82,1%). Sviar fengu 19 1/2 v. Skotar 18 v. og Is- lendingar 15 1/2 v. Vinningar innan ensku sveitarinnar skipt- ust þannig: 1. borö Short 6 l/2v af 7 (93%) 2. borö Hodgson 5 af 7 (71%) 3. borö King 4 af 6 (67%) 4. borö Wells 4 1/2 af 5 (90%) Varam. Pitcher 2 1/2 af 3 (88%) Meö sigri á 2. boröi gegn Svium tryggði Hodgson Eng- lendingum heimsmeistaratitil- inn. Hvitur: Julian Hodgson Svartur: Lars Degerman Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. f4 g6 3. Rf3 Bg7 4. Rc3 e6? (Svartur hyggst mæta uppbygg- ingu hvits á frumlegan hátt, en i framkvæmd leiöir þetta til þröngrar stööu. Eölilegast var 4.... Rc6 og fara yfir I venjulega drekavörn.) 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Re7 7. Be3 0-0 8. Be2 a6 9. 0-0 d6 (Full hægfara. 9. ... Rb-c6 var enn besti kosturinn, en svartur þrjóskast viö aö koma riddaran- um i gagniö.) 10. Dd2 Dc7 11. Ha-dl Hd8 12. f5! (Kröftug peösfórn sem sýnir fram á veikleikana i svörtu stööunni.) 12. ... exf5 13. exf5 Bxf5 14. Rxf5 Rxf5 15. Rd5 Dd7 16. Hxf5! (Ef 16. Rb6 De6, en nú strandar 16. ... Dxf5? á 17. Re7+.) 16. ... gxf5 17. Bg5 (Hvitur sættir sig ekki viö neitt minna en mátsókn.) 167. ... Rc6 18. Rf6+ Bxf6 19. Bxf6 Kf8 20. Bc4 Dc7 21. Dh6+ Ke8 22. Dxh7 Re5 (Svartur viröist vera aö komast út úr verstu þrengingunum, en þaö er þó ööru nær.) 23. Be6! (Lokar útgöngudyrunum.) 23. ... Rg6 24. Hel Gefiö. skák Umsjón: Jóhann ( Sigurjóns son Islenska skáksveitin átti sina góöu og slæmu daga. Reyndar er 4. sætiö góður árangur i keppni viö milljónaþjóöir, þó sjálfir hafi piltarnir varla gert sér það aö góöu. Taflmennska þeirra Karls Þorsteins og Björgvins Guömundssonar var góö, og hér sjáum við dæmi um góðan skilning Karls á Sikil- • eyjartaflinu. Ándstæöingurinn stillir liöi sinu upp eftir forskrift Spasskys, en þegar úrvinnslan tekur viö, vandast máliö. Hvltur: Timo Elbers, Holland Svartur: Karl Þorsteins Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. f4 (Spassky hefur unniö marga góöa sigra meö þessari upp- byggingu, svo sem I einviginu gegn Geller 1968. Þar lék Geller framan af 6. ... Rf6, en skipti slöar yfir i 6. ... e6, sem er sveigjanlegri leiö, enda hefur reynslan sýnt aö þá þarf svartur ekkert aö óttast.) 6. ... e6 7. Rf3 Rg-e7 8. 0-0 0-0 9. Be3 Rd4 (Alþekkt thema sem leiöir til tafljöfnunar.) 10. Dd2 Hb8 911. Hbl (Betra viröist 11. Rdl ásamt c3.) 11. ... Re-c6 12. Re2 b5 13. c3 Rxe2+ 14. Dxe2 b4 (Hvltur hefur teflt án skipu- legrar áætlunar og látið sér nægja aö stilla liöi sinu snyrti- lega upp. Hótanir svarts niöur á c3, svo og leikir sem Da5 þvinga hvitan til mótaðgeröa.) 15. e5 Ba6! 16. c4 He8 17. Rd2 (E.t.v. var skárra 17. exd6 Dxd6 18. Hf-dl Hb-d8 19. Df2, þó ekki sé fýsilegt aö taka á sig bakstætt peð á hálfopinni linu.) 17. ... Bb7 18. Re4 dxe5 19. Rxc5 Rd4! (Enn á ný er d4-reiturinn nýttur sem stökkpallur.) 20. Df2 Bxg2 21. Kxg2 Rf5 22. b3 (Sama og uppgjöf. Hvitur varö að reyna 22. Ra6.) 22. ... exf4 23. Bxf4 Bd4 24. Df3 Bxc5 og svartur vann létt. Jóhann örn Sigurjónsson OmÓTITPEÐIieG 5HRIDSOGR EPTIR suson isnncs ðfullnægð í dauflegu hjðnabandl Iðunn hefur gefið út söguna Afhjúpun eftir bandariska höfundinn Susan Isaacs. úlfar Ragnarsson þýddi söguna. Um efni bókarinnar segir svo á kápubaki: Judit Singer er ung menntuö kona sem býr I dauflegu hjónabandi með hrútleiðing- legum eiginmanni á Long Island. Óvæntur gustur berst inn i ófull- nægt lif hennar.þegar tannlæknir- inn Fleckstein finnst myrtur á stofusinni.Grunur féll á eina vin- konu Júditar og hún fer af eigin hvötum aö rannska máliö”.-KS. útvarp sjónvarp Dagskráin í fylglritinu tJtvarps- og sjónvarpsdagskrá föstudagsins er I fylgiriti VIsis um efni ríkisfjöimiölanna eins og venja er á föstudögum. Aöra daga geta menn gengiö aö dagskránni á þessari siöu. Erfiölega gengur aö koma á nauösynlegum lagfæringum á kjördæmaskipaninni, og má meö nokkrum sanni segja aö hægfara og sinnulitil stjórnar- skrárnefnd veröi hvaö eftir ann- aö fyrir þvl aö kosningar skelli yfir henni aö óvörum. Má þaö merkilegt heita, hvaö þeirri nefnd gengur erfiölega aö koma frá sér tiilögum um nokkurt jafnvægi atkvæöa milli héraöa eöa kjördæma. Veröur ekki annaö séö en stjórnarskrár- nefnd sitji aö störfum til þess eins og hindra aö stærstur hluti þjóöarinnar fái aö greiöa full- gild atkvæöi, og fer þá aö skilj- ast hinn óhæfilegi dráttur á til- lögum til úrbóta I þessu efni. Þdtt Ibdar Reykjavlkur og Reykjaneskjördæmis séu skatt- lagðir umfram aöra þegna þjóö- félagsins og veröi auk þess aö axla stærstar byröar almenns tryggingakerfis, fá þeir aöeins aö greiöa einn sjötta atkvæöis á viö aöra I þingkosningum. Stjórnarskrárnefnd, sem er oröin einskonar hjálparstofnun vangengis atkvæöa I landinu, mun ekki á næstu hundraö'árum komast aö niöurstööu, ef marka má afrek hennar til þessa. Nú vill svo til aö bdiö er aö lýsa velflestum framboöslistum I kjördæmum. Hefur aldrei komiö betur I ljós en nií aö stærö kjördæma og tilhögun þeirra er stórhættuleg flokkunum I land- inu og torveldar mjög ákvarö- anir viö framboö, skekkir niöur- stööur I prófkjörtun og getur valdiö klofningi. Samt má ekk- erthreyfa I þessu úrelta og vit- lausa skipulagi, m.a. vegna þess aö taliö er aö þá kunni rétt- ur þeirra, sem búa viö sexfald- an atkvæöisrétt að veröa skert- ur. Kemur þaö sjónarmiö vel heim viö stefnu og undanláts- semi þeirra, sem hafa sannaö á undanförnum árum, aö þeir eru ófærir aö stjórna landinu. Mundi óefaö koma upp þrýsti- hópur, sem kreföist óskerts sex- falds atkvæöisréttar, og þá yröi ekki aö sökum aö spyrja um framhaldiö. Eina kjördæmið, sem er nokkurn veginn I lagi, er Reykjavik. önnur kjördæmi skiptast t.d. I Arnessýslu, Rang- árvalla og Skaptafellssýslu og Vestmannaeyjar, og rlkir eng- innskilningur þará milli eöa til- finning fyrir þvi aö þar sé um eitt kjördæmi aö ræöa. Komist maöur á lista af norðanveröu Snæfellsnesi, er borin von aö nokkur megi koma á Hstann af þvi svæ.öi annar nema þá I nlunda sæti. Vestur-Húnavatns- sýsla hefur veriö þingmanns- laus undanfarin kjörtímabil af sömu ástæöu. Reykjaneskjör- dæmi skiptist alveg I tvennt um Kúageröi, og hefur reyndin orö- iö sú aö hvorki Kópavogsbúar eöa Keflvikingar ganga ánægöir frá boröi svo dæmi sé tekið. Hinn hlægilega búsetustreita kemur kannski hvergi betur I Ijós en á ReykjanesL Sjálf- stæðisflokkurinn býöur nú fram þrjá efstu menn á Ústa, sem all- ir eru búsettir noröan Kúagerö- is. Þaö mun þykja fremur óhollt upp á fylgi sunnan Kúageröis. Framsókn hefur aftur á móti boðið fram I fyrsta sæti mann sunnan Kúageröis og þykist m.a. af þeim sökum stefna á kjörinn mann. Aftur á móti gleymir hún bæöi Kafnarfiröi, Garöabæ, Kópavogi og Moskó I þeim útreikningi. Kratar fengu út úr prófkjöri sfnu tvo menn I þrjú efstu sætin búsetta sunnan Kúagerðis. Þaö mun þeim þykja sigurstranglegt. Þrátt fyrir þetta heitir svo á pappfrum aö Reykjanes sé eitt kjördæmi. Þaöfýlgir bara sá galli aö þegar lög um þetta voru sett 1958 var ekki reiknaö meö aö Kúagerði myndi ráöa öriögum um kjör- gengi frambjóöenda. Þaö er svo staöreynd, aö öll kjördæmi utan Reykjavikur eiga sin Kúageröi og má teljast kominn timi til aö stjórnarskrárnefnd taki nú Kúageröiö úr pólitiskri ábúö. Svarthöföi KOAGERÐIB úr pólitískri ábod

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.