Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ – Hvernig líður höfundinum svona rétt fyrir frumsýningu? „Bara vel, þakka þér fyrir. Sýn- ingin stendur ágætlega, enda að mestu úr mínum höndum.“ – Hefurðu þá ekkert átt við text- ann eftir að æfingar hófust? „Jú, blessaður vertu. Ég var síðast að lagfæra eitthvað nú um helgina. Við vorum t.d. að ganga frá enda sýn- ingarinnar í gær og dag.“ – Er sýningin eitthvað lík því sem þú sást fyrir þér þegar þú sast einn og skrifaðir? „Já, hún er furðu mikið lík því og aðferðin sem beitt er við að koma verkinu á framfæri við áhorfendur er því mjög þóknanleg.“ Frumkvöðlar breyskir Í upphafi sýningarinnar safnast leikararnir saman á sviðinu og velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að segja áhorfendum einhverja sögu. Tónlist dettur yfir og hópurinn brest- ur í söng og þar með fer sagan af stað. Sagan af hugsjónamanninum Illuga Hjálmarssyni sem snýr aftur til Reykjavíkur í lok 19. aldar, fullur hugmynda um framkvæmdir og verklegar framfarir. Hann vill virkja og gera vatnsveitu en skortir fé og mætir fordómum og íhaldssemi bæj- arbúa á flestum sviðum. Hann reyn- ist þó sjálfum sér verstur og þegar líkur eru á að hann hafi komist yfir erfiðasta hjallann snúa bæjarbúar við honum bakinu allir sem einn. „Þetta er saga frumkvöðuls sem er samsettur úr ýmsum goðsögnum úr íslenskri sögu. Hægt er að nefna Ein- ar Benediktsson, en fleiri minna þekktir komu við sögu í lok 19. aldar. Einn af þeim var Frímann B. Arn- grímsson, sem gerði bæjarstjórninni tilboð um að raflýsa bæinn en fékk afsvar og einn bæjarfulltrúinn lét svo um mælt að hann væri „aðskotadýr – ekki einu sinni sveitlægt í bæjar- félaginu.“ Ég nota meira að segja orðrétta ræðu Frímanns á bæjar- stjórnarfundi í leikritinu þar sem Ill- ugi er að reyna að sannfæra bæjar- búa um kosti þess að virkja Elliðaárnar.“ Benóný segir að frumkvöðlar hafi alltaf heillað sig sem persónur. „Í persónu þeirra er oft alvarleg brota- löm sem veldur því að þeim tekst ekki að gera draum sinn að veruleika. En þeir koma hlutunum á hreyfingu og valda því að sporgöngumenn eiga auðveldara með að koma hlutunum í framkvæmd. Það er t.d. óumdeilt að Einar Benediktsson á stóran þátt í virkjunarsögu Íslendinga þó hann hafi aldrei komið nálægt virkjun sjálfur. Frumkvöðlana skortir oft sveigjanleika í samskiptum og þeir hafa ekki nægilegt úthald og þraut- seigu til að sjá málum borgið allt til enda. Oft eru þeir líka veikir fyrir lífsins lystisemdum sem kemur þeim í koll. Þetta er kannski einhver fylgi- fiskur snilligáfu.“ Vatn lífsins brennt og hreint Titill verksins er táknrænn fyrir viðfangsefnið, þar sem vatnið er upp- spretta alls lífs og hugsjón Illuga er að veita hreinu og góðu vatni inn á hvert heimili. Fyrir daga vatnsveit- unnar var vatnið borið í hús af vatns- berum, sem oft voru skítugir og sér- lundaðir einstaklingar. Þessu fylgdi oft mikill sóðaskapur og sýkingar- hætta. Á hinn bóginn hefur áfengi verið kallað vatn lífsins, aqua vitae, og það er það sem verður Illuga að falli; hið brennda vatn lífsins verður honum skeinuhætt. Þá reynist hon- um best forsmáð vinnustúlka sem mátt hefur líða fyrir skarð í vör. „Alþýða manna var illa sett á þess- um tíma og sérstaklega vinnufólk og þar voru konur verst settar. Mögu- leikar þessa fólks til þroska og menntunar voru nánast engir. Við skulum hafa í huga að bæjarstjórn Reykjavíkur á þessum tíma hafði í rauninni engin verkefni með höndum önnur en að úthluta fátækrastyrkj- um. Verklegar framkvæmdir á veg- um bæjarins voru nánast engar. Bæjarstofnanir á borð við vatnsveitu og rafveitu komu ekki til sögunnar fyrr en eftir aldamótin. Fátækra- nefndin var stærsta nefnd bæjarins og því var það helsta áhyggjuefni bæjarstjórnarinnar að ef vatnsveita yrði lögð þá yrðu vatnsberarnir byrði á bæjarfélaginu. Menn deildu líka um hvaða stefnu skyldi taka í orkumál- um. Það þótti ekki sjálfsagt að fram- leiða rafmagn úr fallvötnum, kol, olía og mór komu jafnt til greina.“ – En hvers vegna valdirðu þetta tímabil sem baksvið verksins? „Í upphafi ætlaði ég að semja tvö leikrit. Annað átti að fjalla um alda- mótin 1900 og hitt um aldamótin 2000. En svo greip þetta verk mig slíkum heljartökum að hitt varð að bíða. Það gefur manni ákveðið svig- rúm að staðsetja sig í fortíðinni. Eng- inn getur fullyrt með algjörri vissu hvernig hlutirnir voru nákvæmlega. Andstæður í mannlífinu verða einnig stærri þegar frá líður og andstæður eru það sem maður er sífellt að fást við í leikritaskrifum.“ Þrjú verðlaunaverk á svið Benóný segir að eitt helsta vanda- málið sem leikritahöfundur þurfi að takast á við sé að fá verk sín sviðsett. „Ég er í þeirri undarlegu stöðu að hafa fengið þrjú verk eftir mig svið- sett af atvinnuleikhúsunum, tvö í Borgarleikhúsinu og nú eitt í Þjóð- leikhúsinu. Öll þrjú verkin hafa kom- ist upp á svið eftir að hafa unnið til verðlauna í leikritasamkeppni. Fyrsta verkið, Töfrasprotinn, hlaut 1. verðlaun í flokki barnaleikrita í samkeppni sem haldin var í tilefni af opnun Borgarleikhússins 1989. Ann- að verkið, söngleikurinn Hið ljúfa líf, hlaut 2. verðlaun í samkeppni á 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Vatn lífsins hlaut svo 2. verðlaun í samkeppni á 50 ára afmæli Þjóðleik- hússins.“ Benóný kveðst ekki vilja draga einhverja ályktun af þessum árangri en auðvitað er freistandi að velta fyr- ir sér hvers vegna leikritin hans hafa náð upp á svið þegar nafn höfund- arins hefur fylgt í lokuðu umslagi. „Nú er ég hættur að taka þátt í sam- keppni. Verkin verða að standa og falla með mér.“ Vatn lífsins í ýmsum myndum havar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Illugi heillar betri borgara með hugmyndum sínum. Tinna Gunnlaugs- dóttir, Marta Nordal, Valdemar Flygenring og Stefán Karl Stefánsson. VATN Lífsins eftir Benóný Ægisson. Leikarar: Stefán Karl Stef- ánsson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Jóhann Sigurð- arson, Þórunn Lárusdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Tinna Gunnlaugsdóttir, Marta Nordal, Gunnar Eyjólfsson, Edda Arnljótsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hjalti Rögn- valdsson, Randver Þorláksson, Kjartan Guðjónsson, Valur Freyr Einarsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Börn: Áslákur Ingvarsson, Sig- urbjartur Sturla Atlason og Snæfríður Ingvarsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar og listrænir stjórnendur Vinnukonan heillast af gos- brunninum. Nanna Kristín Magnúsdóttir. Í kvöld verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóð- leikhússins nýtt íslenskt leikrit, Vatn lífsins eftir Benóný Ægisson. Hávar Sigurjónsson átti samtal við höfundinn. LÍKLEGT má telja, að meistara- verk Íslendingasagna hefðu fyrir löngu laðað fram óperur frá helztu tónstórveldum heimsins í líkingu við Macbeth Verdis, hefðu þau verið rit- uð á alþjóðamáli og hlotið álíka út- breiðslu og leikrit Shakespeares. Síð- an hefur kvikmyndin að vísu leyst óperuna af hólmi sem helzta drama- tíska birtingarform samtímans. En hversu umheimurinn á enn langt í land með að meta jafnvel óumdeilan- legan gimstein eins og Njáls sögu að verðleikum, sést kannski einmitt bezt á sinnuleysi fremstu kvikmynda- gerðarmanna heimsins hingað til. Þjóðernisrómantíska hreyfingin á Norðurlöndum hleypti, ásamt skand- ínavismanum, fjölda sinfónískra tón- verka af stokkunum meðal frænd- þjóðanna á 19. öld og fram á þá 20. sem innblásin voru af viðfangsefnum úr íslenzkum fornritum. Má því vel vera að leynist einhvers staðar for- leiksnefna tengd Njálu, eða jafnvel heil ópera, í fórum norskra, sænskra eða danskra tónskálda frá þeim tíma – sérstaklega þegar horft er til hins ótrúlega fjölda tónverka frá um 1860- 1930 sem nú er loks verið að draga fram úr gleymsku í Danmörku. Um möguleika fyrstu íslenzku tón- skáldanna í byrjun 20. aldar á að upp- hefja ritsnilld hinna ónafngreindu miðaldahöfunda á sinfónísku máli tjó- ir hins vegar lítt að tala. Hér urðu menn að sníða sér þröngan stakk. Engar voru hljómsveitirnar, enda tónlistarmenntun á frumstigi og flestir höfundar meira eða minna sjálfmenntaðir. Þegar fyrra úr- vinnsluformi Íslendingasagna, rímnakveðskapnum, var varpað fyrir róða, tóku því við einföld lög fyrir kór eða einsöngvara og píanó, langoftast í rómantískum stíl 19. aldar. Sönglagaflokkur Jóns Laxdal (1865-1928) um Gunnar frá Hlíðar- enda við ljóðaflokk Guðmundar Guð- mundssonar skólaskálds sver sig í sömu ætt. Hann var útgefinn á prenti 1916 ásamt öðrum flokki Jóns, „Helga hin fagra“, og virðist ólíklegt í ljósi aðstæðna að þetta dæmigerða tómstundatónskáld hafi nokkurn tíma látið sig dreyma um að gera síð- ar óperu úr lögunum. Þó skyldi e.t.v. ekkert útiloka um það, miðað við al- menna athafnasemi Jóns í félagsmál- um á frumvaxtarárum íslenzkrar tón- listar sem lauk með því að endurreisa Hljómsveit Reykjavíkur 1925. En hvað sem því líður, þá var söngflokk- ur þeirra Jóns Laxdal og Guðmundar skólaskálds fluttur, í fyrsta sinn í heild að því er talið er, í Sögusetrinu á Hvolsvelli þ. 6. júlí, og mun áformað að flytja hann áfram næstu föstudaga fram á 12. október n.k. Að kalla uppsetninguna „söngleik“, þó að kór og einsöngvarar kæmu fram á fornmannabúningum, er kannski fullstórt upp í sig tekið. Flokkurinn samanstóð – að nr. 9, „Gunnar kveður í haugnum“, slepptu – úr 10 sjálfstæðum sönglögum, og hið eina sem tengdi þau saman auk hins sameiginlega yrkisefnis úr Njálu voru skondnar athugasemdir sögu- manns inn á milli söngatriða með Art- húr Björgvin Bollason í gervi hins kuflklædda sagnaritara. Hér fluttar á ensku, en annars á ástkæra ylhýra, séu innlendir tónleikagestir í meiri- hluta. Í uppfærsluna var þess utan skotið þremur stuttum samtalssen- um af segulbandi, ágætlega leiknum af ónefndum enskum atvinnuleikur- um. Söngatriðin voru hins vegar öll sungin á íslenzku. Enskar þýðingar fylgdu á prenti handa erlendum áheyrendum, en íslenzku ljóðin hefðu einnig mátt standa til boða, því veru- legur hluti textans tapast sem kunn- ugt er iðulega í söngflutningi, og svo var einnig hér. Í verkinu skiptust á eftirfarandi kórar og einsöngslög: 1. „Fögur er hlíðin“ (Gunnar), 2. „Í vík- ing“ (G/kór), 3. „Bergljót“ (G), 4. „Hallgerður“ (Kolskeggur), 5. „Hug- raunir“ (G), 6. „Gunnar og Njáll“ (G, Njáll), 7. „Gunnar og Kolskeggur“ (G, K), 8. „Víg Gunnars“ (G/kór) og loks 10. „Gunnarsmál“, bitastæðasta kórlag bálksins, flutt sem eftirmáli dramans að hætti forngríska leik- hússins af 12 meðlimum úr Karlakór Rangæinga. Það var með ofurlítið blendnum til- finningum að undirritaður tyllti sér á endabekk í þétt setnum stílfærðum fornaldarskála Sögusetursins, enda harla óvanur slíkum sviðssetningum á tónverkum frá upphafsskeiði „gull- aldar íslenzka einsöngsslagsins“, sem öllu oftar eru borin á borð af hefð- bundnum tónleikapalli með flytjend- ur í kjólfötum. Þar við bættist, að drjúgur meirihluti áheyrenda voru af erlendu bergi, jafnvel þótt ætla mætti fjölda Svía þar á meðal nokkra þekk- ingu og áhuga á sameiginlegum menningararfi víkingaaldar – þó ekki væri nema af Ormi rauða Bengtsons. Í téðri umgjörð var því ekki nema von að uppákoman tæki á sig kunnugleg- an blæ af „túrhestasirkus“ þar sem ekki er alltaf farið grannt með stað- reyndir. Á hitt ber þó kannski að líta, að minna svigrúm gefst en ella til hinna fínni drátta þegar þröskuldar tungu- máls og staðþekkingarskorts koma til skjala, einkum að nýloknum kvöld- verði þegar uppi er geð guma. Að leggja flutninginn á strangan mæli- kvarða hefðbundinna sígildra tón- leika er því varla sanngjarnt. Samt sem áður gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að með yfirvegaðri og fjöl- hæfari tjáningu textans hefði veru- lega mátt auka vídd og tilhöfðun ein- söngslaganna, því túlkunin, jafnt í söng sem í leik, var í heild fremur ein- hliða og gerði einum of mikið út á kraft á kostnað annarra þátta, eink- um í aðalhlutverki Gunnars. Minna kvað að því hjá hinum einsöngvurun- um í mun smærri hlutverkum þeirra, en þó að margt væri prýðilega sungið, báru allir með sér takmarkaða reynslu áhugamanna. Kórinn kom hlutfallslega bezt út, enda hljómmikill, hreinn og samtaka án þess (oftast) að þenja raddböndin um of. Nýting rýmisins fyrir stað- setningu söngfólksins var sömuleiðis oft hugvitssöm, og mátti hafa nokkra skemmtan af sjónrænni útfærslu vík- ingaróðurs og vopnaðra átaka, þótt heldur strjál væru og sundurslitin inni á milli kyrrlífsmynda hinna stöku söngatriða, enda virtist leikræna út- færslan í heild fremur snöggsoðin. Söngvaflokkur Jóns Laxdals sló mann ekki sem meistaraverk. Hvern- ig sem lögunum kunni hugsanlega að vegna í algerum toppflutningi, þá eru þau eftir sem áður börn síns tíma og leiða í dag fremur hugann að há- punkti íslenzkrar þjóðernisvakningar á öndverðri 20. öld en að trúverðugri umgjörð fornsagnapersóna. Í sjálfu sér ber sízt að vefengja tilefni nýlið- inna aldamóta til að líta um öxl og rifja upp horfinn hugsanaheim þeirr- ar kynslóðar sem ætlaði Íslandi allt. Hitt er aftur á móti spurning hvort erlendu gestirnir hafi getað haft mik- inn áhuga á því. A.m.k. þeir er héldu að sýningin fjallaði eingöngu um at- burði níu öldum fyrr, þegar hetjur riðu um héruð. Börn síns tímaTÓNLISTS ö g u s e t r i ð á H v o l s v e l l i Söngleikurinn Gunnar eftir Jón Laxdal við ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. Ein- söngvarar: Jón Smári Lárusson, Sigurður Sigmundsson og Gísli Stefánsson. Kór: félagar úr Karla- kór Rangæinga. Stjórnandi og píanóundirleikari: Halldór Ósk- arsson. Sögumaður: Arthúr Björg- vin Bollason. Leikstjóri: Svala Arnardóttir. Lýsing og hljóð: Andri Ólafsson. SÖNGLEIKUR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.