Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 47 ✝ Matthías Jónssonfæddist á Svarf- hóli í Súðavíkur- hreppi 17. júlí 1923. Hann lést á Landa- kotsspítala 25. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Matthías- ar voru Guðrún María Guðnadóttir frá Seljalandi í Súða- víkurhreppi og Jón Júlíus Bentsson frá Svarfhóli í Súðavík- urhreppi. Systkini Matthíasar eru: Lára, f. 23. desember 1921, Guðrún, f. 8. nóvember 1925, Bent, f. 20. nóvember 1927 og Sigurður Guðni, f. 21. desem- ber 1935. Matthías kvæntist 19. nóvem- ber 1951 Þóreyju Þorbergsdóttur frá Súðavík, f. 22. september 1926. Foreldrar hennar voru Rannveig Jónsdóttir ljósmóðir frá Sæbóli í Aðalvík og Þorberg- ur Þorbergsson frá Efri-Miðvík í Aðalvík. Matthías og Þórey eign- uðust dótturina Hrafnhildi, f. 5. júlí 1951. Hennar maður er David P. McGlynn. Þau eiga tvö börn, Matthías og Nínu. Matthías Glynn á sambýliskonu og eitt barn. Hrafnhild- ur og David búa í Englandi. Foreldrar Matth- íasar hófu búskap í Meiri-Hattardal í Súðavíkurhreppi 1924 og þar ólst Matthías upp til full- orðinsára. Matthías naut venjulegrar grunnskólamennt- unar þess tíma í barnaskólanum í Súðavík og síðar var hann einn vetur í Héraðsskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Matthías ólst upp við venjuleg sveitastörf fram yfir unglingsárin, en síðan lá leiðin á sjóinn. Matthías hóf búskap með konu sinni í Súðavík 1951 og var þar bæði bóndi og sjómaður, en þau hjónin fluttu fljótlega til Reykjavíkur og vann Matthías þar ýmis störf, bæði á sjó og í landi. Síðustu árin vann hann á viðgerðaverkstæði DAS í Reykja- vík. Útför Matthíasar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Ber er hver að baki nema sér bróðir eigi“ sagði maður eitt sinn og var sá þó enginn aukvisi. Ég kveð nú góðan bróður og góðan mann með söknuði. Þegar ég lít til baka til æskuár- anna í Hattardal, finnst mér, að allt- af hafi verið gott veður og alltaf gleði og gott líf á bænum. Þetta hefur vafalaust ekki verið svo, en þetta sýnir mér að æskuminningin er ljúf og björt. Bærinn var nokkuð af- skekktur, á þess tíma mælikvarða, og heimilislífið markaðist af því. Við systkinin tókum fljótt þátt í störfum heimilisins, en erfið störf lentu fyrst og fremst á þeim eldri og sérstak- lega Matta, sem var frá ungum aldri sérstaklega mikill og laginn verk- maður og hafa margir notið þess bæði á æskuheimilinu og síðar, þar sem hann starfaði. Matti var ekki allra viðhlæjandi en hjartað var heitt og stórt og þess nutum ég og mín fjölskylda í ríkum mæli. Mér dettur í hug, ég held að það hafi verið fyrstu peningarnir, sem hann vann sér inn og þá notaði hann til að styrkja mig til að kaupa skíði og skó við hæfi. Ég gat þess, að Matti hefði verið sér- stakur verkmaður og bar ég mikla virðingu fyrir honum í þeim efnum, en öfundaðist ekki yfir. Ef við bræð- ur fórum á sjó dró hann helmingi fleiri fiska og ef við slógum á teig þá var hans spilda helmingi stærri. Svona var það bara. Eftir að þau hjón fluttu til Reykja- víkur komu þau sér fljótlega upp fal- legu heimili enda bæði dugleg og kappsöm. Fyrst bjuggu þau í Efsta- sundi 67, síðan byggðu þau sér fal- legt raðhús í Huldulandi 8 og síðustu áin hafa þau búið í Skeiðarvogi 151. Heimilið bar hjónunum vitni, inni fallegt og hlýlegt, úti tré og gróður, sem bar grænum fingrum vitni. Matti unni öllu lífi. Hann fór mjúk- um höndum um trén sín og blómin. Ekki fóru heldur smáfuglarnir er- indisleysu, sem heimsóttu hann í hörkum vetrarins. Meira að segja krummi, sem gjarnan bjó í klettun- um fyrir ofan sumarhúsið þeirra á Laugarvatni, fékk sitt er hann fór í ætisleit um nágrennið. Á heimili Matta og Diddu í Reykjavík var mjög gestkvæmt. Þau áttu marga ættingja og vini úti á landsbyggðinni, sem áttu þar góðan samastað í höfuðborginni um lengri og skemmri tíma, enda gestrisnin al- veg einstök. Ég og mín fjölskylda nutum mikils af þessari gestrisni og verður seint fullþakkað. Báðar dætur okkar dvöldu á heimili þeirra langtímum meðan þær voru í námi og þegar veikindi voru á mínu heimili var hjálp þeirra ómetanleg. Fyrir allt þetta þakka ég Matta og hans góðu konu nú á kveðjustund. Þau Matti og Didda komu sér upp griðastað í Snorrastaðalandi í Laug- ardal. Þar byggðu þau sér fallegt sumarhús og gróðurinn þar í kring lýsir áhuga Matta á trjárækt. Einnig átti fjölskylda Diddu gróðurreit í Súðavík í fyrrum landi foreldra hennar. Matti lét sér mjög annt um þennan reit, þó að árangurinn væri ekki samkvæmt vonum þeirra. Ég kveð Matta bróður minn með söknuði. Ég óska eiginkonu hans, dóttur, tengdasyni og barnabörnum alls góðs og sendi þeim mínar sam- úðarkveðjur. Bent Jónsson. Vinur okkar Matthías, kvaddi þennan heim jafnhæversklega og hann lifði. Einstakur ljúflingur og prúðmenni hefur nú yfirgefið okkur. Það er mikil eftirsjá að svo góðum manni, sem ásamt sínum góða lífs- förunaut fann hamingjuna fyrst og fremst í því „að rækta garðinn sinn“ í orðsins fyllstu merkingu. Þórey Þorbergsdóttir, ávallt köll- uð „Didda“, og Matthías gengu í hjónaband hinn 19. nóvember 1951. Bæði voru þau ættuð „vestan af fjörðum“. Báru þau bæði þess merki, að vera komin af sterkum, harðger- um stólpum, sem aldrei létu bilbug á sér finna. Hálfa öld fengu þau að vera sam- an, þessi elskulegu hjón. Byrjuðu bú- skap sinn í Súðavík, þ.e. bændabýl- inu Súðavík, sem bærinn Súðavík dregur nafn sitt af. Súðavíkurþorpið óx út frá bændabýlinu Súðavík, þar sem þau Matti og Didda byrjuðu far- sælt hjónaband sitt sem bændur. Hann elskaði landið sitt og naut þess að rækta. Vestfirðina elskuðu þau hjón mest, þar áttu þau flest ætt- menni sín. Á þessum árum eignuðust þau einkadótturina Hrafnhildi, sem var augasteinn þeirra og hefur hún erft elskusemi og hæversku foreldra sinna. Eiginmaður hennar, Dave, er breskur og eiga þau tvö myndarleg og vel menntuð börn, Matthías og Nínu. Matthías var ættaður vestan úr Álftafirði. Hann stundað sjó- mennsku framan af ævi. Var hann afar vel látinn m.a. af þeim bræðrum og vinum, vestan af fjörðum, sem stofnuðu Ögurvík, þar er átt við þá Þórð og Gísla Jón Hermannssyni, ásamt mági Matthíasar, Halldóri Þorbergssyni, sem var vélstjóri á Ögra fyrsta. Þar var annar öðlingur á ferð og voru þeir mágarnir miklir vinir. Mjög mikil eftirsjá var að Hall- dóri, en hann lést 1984. Seinni hluta ævi sinnar og eftir að hjónin fluttu suður til Reykjavíkur, vann Matthías við alls konar smíða- vinnu og viðhald húsa. Allt lék í höndum hans. Vann hann lengst af hjá Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, í viðhaldsvinnu. Heimili þeirra Diddu og Matta, garðurinn þeirra, allt sem þau snertu á, varð sannkallað listaverk. Þar lagði Matthías svo sannarlega „hönd á plóginn“. Alveg sama hvað eiginkonunni datt í hug, alltaf var Matti tilbúinn að fegra og fram- kvæma hlutina. Þau unnu svo sann- arlega saman. Ógleymanleg verða okkur áramótin sem við fengum að njóta þess að vera með hinni vest- firsku fjölskyldu í marga ættliði. Þau gamlárskvöld verða lengi í minnum höfð. Það að við skyldum fá að vera með, tengdaforeldrar bróðurdóttur húsmóðurinnar, lýsir best gestrisni og höfðingsskap hjónanna. Sonar- sonur okkar, Matthías Þór, ber nafn þeirra hjóna. Við erum stolt af því. Seinasta minning okkar um Matthías, sem lýsir honum best, þeg- ar hann, kominn talsvert á áttræð- isaldur, spjallaði við okkur lengst of- an af þaki húss síns, þar sem hann var önnum kafinn við lagfæringar og viðhald á húsi sínu. Í hvert sinn, er við dáumst að fal- lega stóra reynitrénu okkar í miðbæ Reykjavíkur minnumst við vinar okkar Matthíasar, sem af hjarta og sál gaf okkur litla reynitréð og bað okkur að láta það dafna, sem það hef- ur svo sannarlega gert. Fjölskyldu Matthíasar vottum við samúð og biðjum Guð að blessa minningu hans. Edda Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Sigurðsson og fjölskylda. Það verður vart sagt að það hafi komið á óvart þegar systir mín hringdi og tilkynnti lát eiginmanns síns Matthíasar Jónssonar, en hann lést á Landakotsspítala 25. sept. síð- astliðinn, eftir löng og ströng veik- indi. Allir vissu að hverju stefndi og ekki síst hann sjálfur. Ég var 14 ára gamall þegar við systkinin ásamt foreldrum fluttum að Svarthamri í Álftafirði vestra árið 1942. Þá bjuggu í Meiri-Hattardal, foreldrar Matthíasar eða Matta eins og hann var ávallt kallaður, ásamt systkinum hans. 17. júlí þetta sumar hefur Matti orðið 19 ára og eru þá þegar farnar að fljúga sögur um sveitina af dugnaði hans og atorku. Á þessum tíma var sjávarútvegur með miklum ágætum á Vestfjörðum og hraðfrystiiðnaður að stíga fyrstu fet- in. Nóg störf fyrir duglega menn. Næstu árin stundað hann sjó- mennsku frá Ísafirði og Súðavík á ýmsum bátum og kunni því vel. Það var haustið 1951, nánar tiltek- ið 19. nóvember, sem hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Þór- eyju Þorbergsdóttur, og í beinu framhaldi tóku þau á leigu jörðina í Súðavík I. og nú var sjómaðurinn orðinn bóndi. Búskapurinn stóð í fimm ár og gekk vel. Í hlaðvarpanum lék sér fjögurra ára falleg stúlka sem hlotið hafði nafnið „Hrafnhildur“, í fjósinu 14 mjólkandi kýr og allmarg- ar kindur. Þegar hér var komið var ákveðið að selja bústofninn og halda á vit höf- uðborgarinnar svo sem fleiri gerðu, þar var nóg að gera. Aftur var sjór- inn sóttur, nú á miklu stærri skipum. Þannig líða árin við allskonar störf til sjós og lands og á þessum tíma komst hann í hóp byggingarverk- taka, sem byggðu raðhús og varð eigandi að slíkri íbúð sem hann svo síðan seldi og keypti þá einbýlishús það sem þau enn eiga í Skeiðarvogi hér í Reykjavík. 1970 réðst Matthías sem fastur starfsmaður að Hrafnistu til lagfæringa og viðgerða, gróður- setninga og fleira. Þessu starfi kunni hann vel og þarna vann hann sín hinstu störf sem mátti vegna aldurs. Árið 1986 keyptu þau hjón sér sum- arbústaðaland austur á Laugarvatni, og segja má að nýtt verktímaskeið hafi myndast, svo ötullega vann hann að byggingu sumarbústaðar og nið- ursetningu trjágróðurs í landið. Öll- um þeir græðlingum sem plantað var í sumarbústaðalandið, var sáð fyrir í garðinum á Skeiðarvogi og þeir síð- an fluttir austur. Það kom í hlut syst- ur minnar að gefa sumaróðalinu nafn, það heitir „Árbakki.“ Ég held að bústaðurinn hefði aldrei getað heitið neitt annað, svo sterklega finnst mér lækurinn eða áin sem rennur niður með landareigninni, spila inní náttúrudásemd þessa stað- ar. Það var um miðjan júní sem við Gréta áttum þess kost að fara með ykkur hjónum, dóttur og tengdasyni, daglangt í sumarbústaðinn, veðrið var dásamlegt. Það var farið að líða að því að við færum til baka þegar þú baðst um að fá snöggvast að líta ána, ég studdi þig út á árbakkann þar sem dóttir þín hafði komið fyrir stól undir litlu tré, þú greipst í grein, straukst hana þykkri, mjúkri hendi, sagðir síðan „þú kemur til, sestu nú í stólinn vinur“, hann leit á mig, „það átti fremur erfiða æsku,“ hann var að tala við og um trén sín og nú sett- ist hann. Ég stóð að baki hans og við horfðum niður eftir ánni. Að nokkr- um mínútum liðnum í algerri þögn ýtti ég við honum, „ha? jú ég held ég sé búinn að kveðja“, mér fannst sem ég sæi tár í auga hans, eða kannski voru það mín augu sem táruðust. Eg sign’yfir ræktaða reitinn, hér Reynirinn vaggar í blænum, og Árbakka lækurinn líður leitandi hvíldar að sænum. Hamarshögg heyrast ei lengur, hljómkviða starfandi handa svo djúpur og hljóður er harmur að heyra má jörðina anda. Matthías!, mágur minn og vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Systur minni Þóreyju færi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur, svo og dóttur hennar og tengdasyni, börn- um þeirra og öllum öðrum náskyld- um ættingjum. Ragnar Þorbergsson. Góður vinur okkar Matthías Jóns- son er látinn. Hann fæddist og ólst upp í Álftafirði og þar lágu leiðir hans og Þóreyjar Þorbergsdóttur föðursystur minnar saman. Snemma mynduðust sterk tengsl milli fjöl- skyldu minnar og Diddu og Matta, eins og þau hafa alltaf verið kölluð. Þegar ég var á fyrsta ári fluttist fjöl- skyldan mín, sem þá var fimm manns inn á gafl hjá þeim hjónum í nokkra mánuði á meðan beðið var eftir að hægt væri að flytjast inn í nýtt húsnæði. Þá eins og ætíð síðan var okkur tekið opnum örmum, af einstakri gestrisni og örlæti. Þessu örlæti kynntust fleiri því um langt árabil bjuggu börn systkina og vina sem sóttu skóla í Reykjavík hjá þeim hjónum. Matthías var þúsund þjala smiður og vann við ýmis störf á lífsleiðinni, til sjós og lands. Hann var einn þeirra manna sem aldrei féll verk úr hendi enda ber fallegt heimili þeirra hjóna þess glöggt merki sem og sumarbústaðurinn. Allt umhverfi Matta bar vitni um þá natni og alúð sem hann lagði í alla hluti. Þrátt fyrir að hafa í nógu að snú- ast hafði Matti alltaf tíma til að rétta öðrum hjálparhönd, hvort sem það var að leggja parket, flísaleggja eða hvaðeina sem til féll, hann var jafn- vígur á öllum sviðum. Áramótaboðin hjá þeim hjónum voru fastur og ómissandi hluti tilver- unnar. Þá var opið hús, borðin svign- uðu undan veitingum og Matti tók brosandi á móti gestum með sér- blandaðri bollu hússins. Ungur syst- ursonur minn sagði eftir að hafa dvalið um síðustu áramót á Florida að hann ætlaði aldrei oftar að vera í útlöndum um áramót, hann ætlaði alltaf að vera hjá Diddu og Matta. Við í fjölskyldunni í Sæviðarsundi 98 syrgjum góðan vin sem við eigum mikið að þakka og við munum ætíð minnast með mikilli hlýju. Diddu frænku, Hrafnhildi, David og fjöl- skyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Inga Jóna. MATTHÍAS JÓNSSON Fátt er betra en góður granni. Það sannaðist enn einu sinni þegar þau Anton og Stella fluttust af Álfhólsveginum suður í Fjörð og settust að í nágrenni við Torfa son sinn, tengdadóttur og barnabörn. Svo sem misseri áður hafði Anton orðið fyrir sjúkdómsáfalli. Ná- kvæmlega fjögur ár eru liðin síðan hann hóf það stríð sem nú er lokið. Við höfðum verið nágrannar í nærri fjóra áratugi, byrjuðum um svipað leyti að byggja sitt hvorum megin við götuna. Þá tókst með okkur góður kunningsskapur sem varð að vináttu og þar bar aldrei skugga á. Við áttum sameiginleg vandamál húsbyggjandans og þá kom sér vel reynsla hans í atvinnu- lífinu, bæði til sjós og lands, og þó sérstaklega fagmennska hans sem múrara. Hann átti veg og vanda af múrverki á a.m.k. einu húsinu ofan við götu, númer 68, og þar leyndi sér ekki vandvirknin og nákvæmnin í vinnubrögðum. Allt skyldi „traust, sólítt og vandað“ heyrðist oft á þeim árum. Ævinlega var gott að koma til þeirra hjóna og glatt á hjalla í fjöl- skylduboðum. Þau virtust samtaka í hverju og einu. Úr fjarlægð gátum við merkt að þau töldu ekki eftir sér að hlaupa undir bagga eða jafn- vel skjóta skjólshúsi yfir þá sem í nauðum voru staddir. Greinilegt var að bústaðurinn austur í múrara- landi var þeim sælureitur og hans nutu þau út í hörgul meðan heilsan leyfði. Fjölskyldan var þeim eitt og ANTON GUNNARSSON ✝ Anton Gunnars-son fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 30. september 1927. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 20. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 28. ágúst. allt og þegar barna- börnin komu var ekki annað að sjá en að fyr- ir þau væri lifað. Anton var stéttvís maður. Væri á múrara eða verkalýð yfirleitt hallað lét hann engan eiga hjá sér. Hann var róttækur í pólitík og ekki átti hann erfitt með að halda „flibba- klæddum“ mönnum við blákaldar stað- reyndir þegar hann rökstuddi skoðanir sínar. Honum gat hitn- að í hamsi þegar hann deildi á ójöfnuð í þjóðfélaginu. Hann gat brýnt raustina þætti honum hallað réttu máli um kjör sinnar stéttar. Hann var víðlesinn og vel máli far- inn. En eftir sjúkdómsáfallið varð honum vant margra þeirra orða sem áður léku honum á tungu þeg- ar hann þurfti að tjá hugsanir sín- ar. Æðruleysi hans var þá aðdáun- arvert en þeim mun sárar tók okkur hin að geta ekki rætt við hann um landsins gagn og nauð- synjar af sama krafti og við gerðum áður fyrr. Margs er að minnast og margs munum við sakna. Við söknum ekki hvað síst þeirra stunda þegar við tókum lagið. Þar reis hæst söng- gleðin milli jóla og nýárs og ára- mótafagnaður á gamlárskvöld. Þá var Anton hrókur alls fagnaðar. Efst í huga okkar eru þó þakkir fyrir margan greiða og ljúfar sam- verustundir í nærri fjörutíu ár. Sjúkdómsstríði er lokið. Eins og örþreyttur maður að loknu erfiði hins rúmhelga dags hefur Anton Gunnarsson nú tekið á sig náðir. Okkur yljar minningin um trausta vináttu hins góða drengs og granna. Við vottum Stellu, Torfa, Ingu, börnum og barnabörnum innilega samúð okkar. Áslaug og Ólafur Jens, Sigrún og Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.