Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friðrik Einars-son fæddist á Hafranesi við Reyð- arfjörð 9. maí 1909. Hann lést á Land- spítala Landakoti 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún V. Hálf- dánardóttir, f. 26. júlí 1880 á Hafranesi við Reyðarfjörð, d. 30. júlí 1963, og Ein- ar S. Friðriksson bóndi, f. 31. maí 1878 á Bleiksá við Eski- fjörð, d. 28. júlí 1953. Systkini Friðriks eru Anna, f. 5. okt. 1903, d. 1. maí 1988, Jóhanna, f. 17. sept. 1906, d. 8. jan. 1995, Eg- ill, f. 26. apríl 1910, Skúli, f. 26. nóv. 1914, Hálfdán, f. 31. maí 1917, Lára, f. 27. nóv. 1919, d. 13. jan. 2001, og Þóra Sigurðardóttir Kemp, f. 8. feb. 1913 í Hafnarnesi, d. 30. júní 1991, en hún var kjör- dóttir Guðrúnar og Einars. Hinn 27. desember 1940 kvænt- ist Friðrik Ingeborg Einarsson, f. Korsbæk, sem fæddist í Danmörku 28. mars 1921. Foreldrar hennar voru Johannes Korsbæk, búfræð- ingur, forstjóri hælis fyrir þroska- hefta í Holstebro á Jótlandi, f. 20. mars 1884, d. í júní 1960, og Marie Evu Lillý Einarsdóttur, og Tómas. Langafabörnin eru átta. Friðrik hlaut almennt lækninga- leyfi á Íslandi 1939 og í Danmörku 1943, þar sem hann stundaði fram- haldsnám í níu ár. Sérfræðings- leyfi í handlækningum og kven- sjúkdómum hlaut hann árið 1949 og stundaði læknisstörf til 73 ára aldurs, fyrst á Landspítalanum, síðan sem yfirlæknir á skurðdeild Borgarspítalans og loks á endur- hæfingar- og langlegudeild Borg- arspítalans í Hafnarbúðum. Enn- fremur kenndi hann við læknadeild Háskóla Íslands til árs- ins 1976. Friðrik gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og sat m.a. í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, bæjarstjórn Reykjavíkur, bygg- ingarnefnd Borgarspítalans, í stjórn Krabbameinsfélags Íslands, Almannavarnanefndar Borgar- spítalans, Nordisk Kirurgisk For- ening, Þvagfæraskurðlæknafélags Norðurlanda og Skurðlækna- félags Íslands. Friðrik var heiðursfélagi í Skurðlæknafélagi Íslands, Nor- disk Urologisk Forening, Dansk Kirurgisk Selskab, Nordisk Kir- urgisk Forening og í Heila- og taugalækningafélagi Íslands. Þá var hann sæmdur krossi riddara af 2. og 1. gráðu Dannebrog og ridd- ara- og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Útför Friðriks fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Korsbæk Kirkegaard, húsmæðrakennari, f. 24. júní 1886, d. í apríl 1928. Friðrik og Inge- borg eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Kirsten, kennari, f. 8. maí 1942, gift Sigurði Ingvarssyni deildar- stjóra. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu, sem er gift Birni Þor- steinssyni. Sonur Kirsten er Örn Valdi- marsson, sem er í sambúð með Aðal- heiði Ósk Guðbjörns- dóttur. 2) Halldór, kerfisfræðing- ur, f. 29. ág. 1944, kvæntur Kristrúnu Pétursdóttur ritara. Þau eiga tvær dætur, Hrefnu, sem er gift Ómari Atlasyni, og Ernu. 3) Örn, f. 29. júní 1948, d. 9. sept. 1949. 4) Erlingur, framkvæmda- stjóri, f. 7. júlí 1950, kvæntur Val- gerði Sigurjónsdóttur. Þau eiga tvö börn, Hrafnhildi, sem er gift Erlingi Jónssyni, og Friðrik Þór, sem kvæntur er Ásu Lind Þor- geirsdóttur. 4) Hildur, blaðamað- ur, f. 12. febr. 1953, gift Bjarna Halldórssyni fjármálastjóra. Þau eiga þrjá syni, Arnar, sem kvænt- ur er Hafdísi Dögg Guðmundsdótt- ur, Stefán, sem er í sambúð með Elsku afi. Við eigum svo margar og fallegar minningar um þig, sem okkur er mjög ljúft að rifja upp og ylja okkur við nú þegar við söknum þín sem mest. Þú varst okkur öllum svo mikið, svo hlýr og góður og lést okkur finna og heyra hvað þér þótti vænt um okkur. Það var erfitt að vita til þess að þér leið ekki vel og því huggar það okkur núna að vita að þú ert kominn þangað sem þú varst farinn að óska þér að komast. Við erum sannfærð um að þú ert nákvæmlega þar og að þar munum við öll hittast síðar. Ástinni í lífi þínu, henni ömmu, kynntist þú í Danmörku og giftist fyrir rúmum 60 árum. Þú sagðir það hafa verið þína mestu gæfu í lífinu og án hennar hefðir þú ekki orðið það sem þú varst. Ef þú fékkst hrós, þá eignaðir þú ömmu allan heiður af því. Þið hafið alltaf umgengist hvort annað af mikilli ástúð og virðingu og leyft hvort öðru að blómstra og hafið verið okkur hinum hin fullkomna fyrir- mynd. Þú varst vandur að virðingu þinni og gekkst um með reisn. Þú varst stoltur og hreinskilinn og umfram allt heiðarlegur. Þú varst óspar á hrósið þegar þér fannst eitthvað vel gert og það gladdi alltaf því þú sagðir ekkert nema meina það. Við hátíðleg tækifæri fannst þér viðeig- andi að segja nokkur falleg orð og beindir þeim að okkur öllum. Það eru stundir sem eru vel geymdar í huganum. Afrek þín sem læknis verða seint upptalin. Þú varst læknir af köllun. Við höfum öll upplifað það að vera stöðvuð af fólki, sem vill segja frá því hvernig þú bjargaðir eða breyttir lífi þess eða einhvers ná- komins. Þá fyllist maður stolti yfir að geta kallað þig afa sinn. Við systkinin eigum ótalmargar skemmtilegar æskuminningar tengdar þér og ömmu. Þegar við komum tókst þú á móti okkur með opinn faðminn og bauðst upp á knús og fullt af litlum kossum á kinnina. Það var alltaf nóg hægt að gera hjá ykkur ömmu og alveg ótrúlega margt sem var leyfilegt. Við munum svo vel þegar við vorum lítil og þú fórst í kjólfötin. Við hlóg- um að því lengi, hvernig þú varst klæddur eins og mörgæs og köll- uðum fínu kjólfötin þín alltaf mör- gæsaföt. Það var líka svo spennandi þegar þú fórst með okkur og opn- aðir læsta skápinn við skrifborðið þitt og náðir í beiska brjóstsyk- urinn þinn og gafst okkur sinn hvorn molann. Eða þegar þú keypt- ir hatt á Spáni og stilltir þér voða spengilegur upp í stofunni fyrir okkur Sigrúnu og við sprungum úr hlátri. Þú hlóst með og hafðir orð á því að lítið væri ungs manns gaman. Það tók mörg ár að skilja þetta, því okkur fannst þetta bara helling gaman, ekkert lítið. Þú lumaðir alltaf á góðum bröndurum og fannst svo sniðugt hvað við höfðum gaman af hinu og þessu. Þú hlóst svo innilega og það var alltaf svo gaman að heyra þig hlæja. Við erum svo þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér og allt sem þú gafst okkur. Líka fyrir það hvernig þið amma tókuð Erlingi og Ásu Lind strax sem hluta af fjölskyldunni. Okkur þótti svo vænt um hvað þú talaðir hlý- lega um þau og fannst mikið til þeirra koma. Þegar langafastrák- arnir fæddust varst þú þeim eins og Arnar Haukur orðar það „besti langafi í öllum heimi“. Þér varð tíð- rætt um það, með bros á vör, hve Egill Orri er líflegur og kátur, Arn- ar Haukur eftirtektarsamur og vak- andi og Viktor Goði síglaður og brosandi. Við söknum þín öll svo mikið en huggum okkur við það að þér líður betur núna. Þú hafðir mestar áhyggjur af ömmu, en við munum öll gera okkar besta til að hugsa vel um hana eins og þið hafið hugsað um okkur hingað til. Þín Hrafnhildur og Friðrik Þór. Afi minn er dáinn. Ég kvaddi hann fyrir tæpum tveimur mán- uðum. Við vissum bæði að við sæj- umst ekki aftur í þessu lífi. Við töl- uðum um það. Það var erfitt að taka þessi fáu skref út af sjúkra- stofunni og fram á gang. Það var erfitt að kveðja og vita að þetta var í síðasta sinn sem ég tók utan um afa minn og kyssti hann á kinnina. Kveðjustundir eru erfiðar. Þetta er búin að vera löng kveðjustund fyrir afa og ömmu. Hún sat við hlið hans þar til yfir lauk, og þannig vildi hann kveðja, í friði og ró. Það er vart hægt að hugsa sér fallegri dauðdaga. Afa virtist líða vel á dauðastundinni og því er erfitt að trúa öðru en að honum líði vel núna. Afi hafði oft upplifað dauð- ann, bæði í starfi sínu og í einkalífi sínu, og sú reynsla hafði gert hann trúaðan á að dauðinn væri ekki endalokin heldur upphafið að ein- hverju nýju. Þegar ég kvaddi afa lá hann á Borgarspítalanum, sem var hans annað heimili og umgjörð um ævi- starf hans lengst af. Afi minn, fal- legur gamall maður, klæddur í ljós- röndótta skyrtu, brosir hughreyst- andi til mín í spítalaumhverfi sem var honum svo kunnuglegt og minnti ekki ekki síður á styrk hans en veikindi. Þannig er gott að muna eftir honum. Önnur mynd sem ég varðveiti í huga mér er af afa í sófanum heima hjá honum og ömmu í Hæðargarði. Afi heldur á Snædísi litlu dóttur minni í fanginu. Hún horfir stórum forvitnum augum á langafa sinn og hann horfir svo blítt á hana á móti. Þetta var þeirra fyrsti fundur og á milli þeirra myndaðist þögult trún- aðartraust. Kannski fundu þau styrk hvort í öðru. Hún svona lítil, hann svona gamall. Í sumar þegar Snædís heimsótti langafa sinn á spítalann reyndi ég að útskýra fyrir henni að langafi væri mjög lasinn. „Ég ætla að hugga hann,“ sagði hún alvarleg á svip. Ég veit ekki hvort henni tókst að hughreysta hann í þetta skipti en ég veit að afi fann mikinn styrk í því að fylgjast með langafabörn- unum sínum átta. Ég átti margar góðar stundir með afa en ég vildi að þær hefðu verið fleiri. Við spjölluðum stundum saman um lífið og tilveruna og for- tíðina sem var okkar sameiginlega áhugamál en ég vildi að við hefðum spjallað meira saman. Afi minn var mikill áhugamaður um ljóð. Ég vildi að ég hefði einhvern tímann farið með ljóð fyrir hann. Afi minn skildi eftir sig margar fallegar minningar. Samband þeirra ömmu og afa var eitt fallegasta samband milli tveggja manneskja sem hægt er að hugsa sér og ég veit að margir taka sér það til fyr- irmyndar. Hugur okkar Björns er hjá ömmu. Öll hennar fullorðinsár hafa þau tvö, hún og afi, deilt lífinu saman, gleði sinni og sorgum. Nú stendur hún ein eftir með minn- inguna um afa við hlið sér og við vitum öll að ef afi hefur nokkur tök á því nú þegar hann er horfinn af því sviði sem er okkar líf fylgir hann henni hvert fótmál og vernd- ar. Ég finn mikinn styrk í því að hugsa um afa, styrk til að gera vel allt það sem ég tek mér fyrir hend- ur. Hann var einstakur og sterkur persónuleiki. Afi minn, Friðrik Ein- arsson, er dáinn en hann mun lifa áfram meðal okkar sem minnumst hans. Við Björn og Snædís munum halda áfram að tala um hann og hugsa um hann og þannig mun hann ætíð verða hluti af lífi okkar. Þannig verður hann okkur áfram nálægur þó að hann sé ekki lengur hér á meðal okkar. Sigrún. Í tilefni af níræðisafmæli Frið- riks Einarssonar fyrir tveimur ár- um skrifaði undirritaður grein í Læknablaðið, sem tileinkuð var honum sem þá var Nestor íslenskra skurðlækna. Greinin var einnig helguð þeim hópi íslenskra lækna sem komu til starfa í upphafi og við lok síðari heimsstyrjaldarinnar en heimkoma þeirra breytti íslenskri læknisfræði í það að verða „nútíma“ læknisfræði, sem síðan hefur þróast nokkuð í sama takti og annars stað- ar. Ég kynntist honum fyrst sem heimilislækni fjölskyldunnar, síðan sem skurðlækni á Hvítabandinu og loks sem kennara og samstarfs- manni á Landspítalanum allt þar til hann gerðist yfirlæknir á skurð- lækningadeild nýopnaðs Borgar- spítala. Það væri ekki sannleikan- um samkvæmt að halda því fram að við höfum alltaf verið sammála á þessum tíma, en sú vinátta sem hann batt sem heimilislæknir við fjölskylduna á Lokastígnum hélst óslitin til loka. Það er ekki ætlunin að rekja hér starfsferil Friðriks Einarssonar, upplýsingar um hann eru víða og verða eflaust raktar af öðrum. Frið- rik var góður skurðlæknir, fljótur en mjög vandvirkur. Þó held ég að hans verði í framtíðinni fyrst og fremst minnst fyrir uppbyggingar- starf hans og stjórnun á Borgar- spítalanum meðan sú stofnun var í mótun. Síðustu árin hafa verið Friðrik allþung í skauti. Elli kelling bugaði hann með því að svipta hann smátt og smátt þeirri hæfni, sem gerir líf- ið þess virði að lifa því. Þó sætti hann sig verst við það að geta ekki lengur mælt af munni fram ljóðin, sem voru öðrum til skemmtunar og honum dýrmætur fjársjóður and- ans. Um leið og við kveðjum aldurs- forseta íslenskra skurðlækna þakka ég honum fræðslu, samvinnu og vináttu á langri læknisævi og fjöl- skyldan öll þakkar heimilislæknin- um, sem aldrei taldi eftir sér sporin ef eitthvað bjátaði á. Ingeborg og fjölskyldunni allri vottum við okkar innilegustu sam- úð. Guðný og Árni Björnsson. Friðrik Einarsson er eftirminni- legur þeim sem honum kynntust fyrir margra hluta sakir. Þegar hann var upp á sitt besta var hann afkastamikill skurðlæknir og fjöl- hæfur eins og skurðlæknar þurftu að vera áður en sú mikla sérhæfing sem nú ríkir kom til sögunnar. Hann gerði aðgerðir á meltingar- færum, þvagfærum, skjaldkirtli, gerði að beinbrotum og margt fleira sem ekki verður talið hér. Seinni árin voru þvagfæraskurð- lækningar aðalviðfangsefni hans. Hann þótti fljótur við aðgerðir og vandvirkur. Á námsárunum í Danmörku varð hann líklega fyrir áhrifum af þeim mikla aga sem mun hafa tíðkast á sjúkrahúsum. Þótti hann fyrr á ár- um allstífur á stundum en það hef- ur líklega fremur verið vegna þess að hann gerði miklar kröfur til ann- arra ekki síður en sjálfs sín. Þannig var hann afar stundvís, bæði við stofuganga og aðgerðir, og ef hon- um fannst menn ekki standa sig gátu tilsvör hans verið beinskeytt. Hann lifði tímana tvenna, bæði þjóðfélagsbreytingar og framfarir í læknisfræði. Þegar hann hóf feril sinn voru svæfingalækningar að þróast en höfðu ekki slitið barns- skónum. Fyrst þegar hann kom til Danmerkur þurfti hann sjálfur að svæfa sjúklingana fyrir aðgerðir en hafði til þess enga þekkingu og ár- angur misjafn eins og hann segir í ævisögu sinni þar sem hann leggur áherslu á það hve mikill léttir það sé fyrir skurðlækna að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svæfingunni. Hann gerði sér grein fyrir mik- ilvægi framfara í svæfingalækning- um og var dyggur stuðningsmaður sérgreinarinnar alla tíð. Á fyrstu starfsárum hans voru gjörgæslu- deildir ekki komnar til sögunnar en hann sá fljótt að þær voru nauðsyn- legar og var eindreginn talsmaður þess að komið yrði á fót gjörgæslu- deild við Borgarspítalann árið 1970. Sem ungur læknir sá hann þörf- ina á auknu spítalarými í Reykja- vík. Þegar ákveðið var að byggja Borgarspítalann var hann kjörinn í byggingarnefnd. Hann varð síðan yfirlæknir skurðlækningadeildar. Á honum mæddi mikill undirbúningur fyrir opnun spítalans, einkum þau atriði sem sneru að skurðstofustarf- semi og legudeildum. Hann helgaði spítalann starfskrafta sína af áhuga og ósérhlífni. Málefni spítalans voru honum ætíð hugleikin og hann lét heyra frá sér í ræðu og riti ef hon- um fannst hlutur hans fyrir borð borinn. Ekki er hægt að minnast Frið- riks Einarssonar án þess að nefna eiginkonu hans, frú Ingeborg. Hún var mjög ung þegar þau gengu í hjónaband og óhikað fylgdi hún honum til Íslands á alókunnar slóð- ir og stóð alla tíð eins og klettur á bak við hann í hinum annasömu störfum hans, glæsileg og fáguð. Hann minntist oft á hana við okkur kollega sína með mikilli hlýju og virðingu. Við fráfall Friðriks Einarssonar eru frú Ingeborg og fjölskyldunni fluttar einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Þ. Jónsson. Ég sakna Friðriks. Ég var farin að sakna hans um leið og ég vissi að hann kæmi ekki aftur heim af spítalanum. Ég er búin að vera hans aðstoð og Ingeborgar í u.þ.b. 10–11 ár við að halda þeirra snotra heimili hreinu. Í fyrstu gekk syni þeirra illa að „troða mér inn á þau“ því þeim var ekki sama hver kæmi inn á þeirra heimili einu sinni í viku til að aðstoða þau í þeim efnum. Ég fann strax og ég kom í fyrsta sinn að hér var ég komin inn á heimili hjá fólki sem mér leið vel hjá. Það var alveg sama hvenær ég kom, þótt það væri kl. 9 á morgnana, þá var Friðrik alltaf uppáklæddur í FRIÐRIK EINARSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.