Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgeir Guð-mundur Sveins- son skósmiður fædd- ist á Seyðisfirði 6. febrúar 1916. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 29. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Friðrikka Viktoría Jensen frá Eskifirði, f. 1868, d. 1956, og Sveinn Stefánsson bátasmiður frá Norðfirði, f. 1868, d. 1935. Valgeir var næstyngstur sex systkina. Þrjú elstu börnin, þau Karl, Jóhanna og Jens, fæddust á Eskifirði þar sem Sveinn og Frið- rikka bjuggu fyrstu búskaparár sín. Svo fæddust þrjú yngri börnin á Seyðisfirði, þau Aðalbergur, Val- geir og Dagmar. Eru þau nú öll látin. Sveinn og Friðrikka bjuggu í Odda á Seyðisfirði. Valgeir kvæntist árið 1944 unn- ustu sinni Svövu Þórarinsdóttur, f. 29.5. 1917, d. 17.7. 1989. Foreldrar Dögg. 3) Þórarinn Guðmundur, var kvæntur Stellu Meyvantsdótt- ur. Sonur þeirra er Sigurður. 4) Guðlaug, gift Stefáni Andréssyni. Börn þeirra eru: Stefán Baldvin og Hildur. Valgeir gekk í skóla á Seyðis- firði. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1930 og starfaði í fyrstu sem sendisveinn en seinna sem innan- búðarmaður í versluninni Hermes. Síðar nam hann iðngrein sína hjá skóverksmiðju Lárusar G. Lúð- víkssonar og aflaði sér réttinda í skósmíði. Hann vann við þá iðn í hálfa öld á Njálsgötu 25 í Reykja- vík, fyrst með bróður sínum Jens uns hann lést og rak síðan skó- verkstæðið þar til hann lét af störf- um fyrir 15 árum. Síðustu 17 árin bjó Valgeir í þjónustuíbúðum aldraðra á Dal- braut 23, fyrst með konu sinni en hún lést 1989. Þá fluttist hann á Dalbraut 27. Útför Valgeirs fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. hennar voru Guð- mundína Einarsdóttir frá Stakkadal á Rauðasandi, f. 1887, d. 1956, og Þórarinn Bjarnason frá Kolls- vík í sömu sveit, f. 1878, d. 1963. Börn Valgeirs og Svövu eru: 1) Ólafía Eva, var gift Sveinbirni Ár- sælssyni sem er látinn. Þau eignuðust tvo syni. Eldri sonurinn lést skömmu eftir fæð- ingu en síðar eignuð- ust þau Hlyn Þór. Sambýliskona hans er Guðrún Björk Þorsteinsdóttir og eiga þau einn son. 2) Sveinn, kvæntur Ásdísi Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: Ægir Örn, kvæntur Önnu Mar- gréti Pálsdóttur og eiga þau tvær dætur. Valgeir, kvæntur Önnu Kristine Larsen og eiga þau fimm börn. Helgi Freyr, sambýliskona hans er Árndís Hulda Óskarsdóttir og eiga þau eina dóttur. Einnig tví- buradæturnar Alda Mjöll og Eva Nú þegar sumri hallar og haust- ið heldur innreið sína hefur Valgeir tengdafaðir minn kvatt og haldið á móti hinu eilífa sumri. Ég kynntist Valgeiri Sveinssyni og konu hans fyrir rúmum 30 árum þegar ég kom inn í fjölskyldu hans. Þá bjuggu þau hjón ásamt þremur af fjórum börnum sínum á Njáls- götu 25. Þar var einnig vinnustað- ur hans í fimmtíu ár, hann vann þar sem skósmiður ásamt bróður sínum. Á skóvinnustofuna lögðu margir leið sína. Verkstæðið var oft eins og samkomustaður þar sem menn gátu komið við hjá þeim bræðrum, Jens og Valla, og spáð og spjallað um lífið og tilveruna. Valgeir var hjálpsamur og greið- vikinn, hann var ávallt til staðar fyrir þá sem leituðu til hans. Dag- urinn varð því oft æði langur og ekki taldi hann eftir sér að sinna ýmsu kvabbi að loknum vinnudegi á verkstæðinu. Hann var t.d. oft beðinn um að hjálpa til við að mála hjá kunningjum og fleira þess hátt- ar. Ég fékk strax dálæti á Valgeiri og sá að þar fór hversdagshetja sem ekkert aumt mátti sjá. Mikill fjölskyldumaður og gestrisinn enda tók hann strax að dekra við mig. Þar sem ég var sjómannskona þótti honum sjálfsagt að ég kæmi í mat til þeirra hjóna helst hvern sunnudag. Valgeir var einstaklega snyrti- legur maður og var alla tíð mjög vel klæddur. Einnig var hann mik- ill bindindismaður og reglusemi einkenndi líf hans. Valgeir var svo lánsamur að eiga yndislega konu, Svövu Þórarins- dóttur. Var það honum afar þung- bært þegar hún lést eftir stutt veikindi árið 1989. Valgeir var Seyðfirðingur en flutti þaðan aðeins fjórtán ára gamall. Samt lágu ræturnar þar. Eftir að fjölskylda mín fluttist austur á Seyðisfjörð árið 1975 komu þau hjón til okkar í heim- sókn og eftir að Svava lést kom Valgeir nokkur sumur austur og hafði óskaplega gaman af því. Hann sagði oft að hann vonaðist til að geta komið aftur fljótlega. Hann ferðaðist líka töluvert innanlands með syni sínum Þórarni, en þeir feðgar voru mjög góðir vinir og var Þórarinn alltaf boðinn og búinn að fara með pabba sínum í Hvera- gerði eða eitthvað annað þegar tími gafst til. Þegar barnabörnin fæddust sýndi Valgeir þeim mikinn áhuga og hændust þau mjög að honum. Hann var þeim góður afi sem gam- an var að vera hjá. Eftir að fjöl- skylda mín fluttist aftur til Reykja- víkur árið 1990 gátu barnabörnin verið í nálægð afa síns og meta þau það mikils, ekki síst að hann skyldi koma til okkar öll jól en Valgeir var alveg sérstakur jólamaður og hlakkaði til þeirra eins og barn. Valgeir var mikil félagsvera alla tíð. Hann hafði gaman af því að spila og gerði mikið af því. Hann var trúaður maður og ræktaði trú sína. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Valgeiri samfylgdina og allt það sem hann gaf okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ásdís Sigurðardóttir. Mig langar með nokkrum línum að minnast tengdaföður míns Val- geirs G. Sveinssonar. Kynni okkar hófust árið 1972 þegar ég kynntist Guðlaugu dóttur hans.Þá strax tók ég eftir hvaða mann hann hafði að geyma. Mann sem sinnti heimili sínu vel, mann sem alltaf var reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd og skipti þá ekki máli hvernig stóð á hjá honum sjálfum, og mann sem var mjög vinnusamur og ósérhlífinn. Valgeir fæddist og ólst upp á Seyðisfirði og fluttist ungur að ár- um til Reykjavíkur til að vinna fyr- ir sér. Hann vann ýmiss konar störf þar til hann hóf að læra skó- smíðar hjá skóverksmiðju Lárusar G. Lúðvíkssonar. Hann starfaði við þá iðn alla tíð eftir það, nánar til- tekið í 50 ár, eða þar til heilsan brást honum. Lengst af starfaði hann hjá Jens bróður sínum, en að honum látnum eignaðist hann skó- vinnustofuna og vann þar myrkr- anna á milli á meðan kraftar hans entust honum til þess. Á þessum tíma var alla jafna mjög mikið að gera hjá honum við skóviðgerðirnar og hann passaði alltaf upp á að klára allar viðgerðir fyrir þann tíma sem hann sagði að þær yrðu tilbúnar, þótt það þýddi að hann ynni oft á tíðum fram und- ir miðnætti, því Valgeir vildi ekki að viðskiptavinir hans þyrftu að bíða óþarflega eftir skóm sínum. Best þótti honum ef hann gat sagt þeim að koma samdægurs að sækja skóna en því var ekki fyrir að fara vegna anna. Svona var Val- geir. Hann var einnig mjög fé- lagslyndur og skemmtilegur maður og það vita allir sem hann þekktu, enda var það þannig að þann tíma sem hann rak skóvinnustofuna þá var alla jafna mjög gestkvæmt hjá honum, því fólki þótti gaman að heimsækja hann, tala við hann og ekki síst að hlusta á hann, því hann kunni að segja frá og hafði húm- orinn í lagi. Valgeir taldi ekki eftir sér að vinna heimilisstörfin með konu sinni, svo sem að elda, baka, þrífa, þvo og bæta. Valgeir var listakokkur og alltaf hlakkaði maður til að njóta þeirra lystisemda sem hann hafði á borð- um. Það var ósjaldan því þau hjón- in vildu sem oftast hafa fólkið sitt í mat og var það lengi vel fastur lið- ur að við hjónin værum í sunnu- dagsmat hjá þeim. Hann miðlaði líka kokkakunnáttu sinni til barna sinna og ekki síður til mín, og ég man að það var hann sem kenndi mér að búa til góðar sósur. Það átti ekki við Valgeir að vera veikur og hann mátti ekki til þess hugsa að einhver þyrfti að hjálpa honum, því fólk hefði nóg annað að gera. En samt fór það nú svo að hann fékk að njóta þeirrar að- hlynningar sem hann átti skilið þegar hann þurfti á því að halda og ekki síst nú undir lokin. Ég vil því nota þetta tækifæri til að færa starfsfólkinu á Dalbraut bestu þakkir fyrir þeirra umönnun, og ekki síður starfsfólkinu á deild 7b á Landspítala í Fossvogi, en um- hyggja þeirra allra hefur verið ómetanleg Ég vil að lokum þakka fyrir þau ár sem ég þekkti Valgeir og fékk að njóta nærveru hans. Guð blessi hann og varðveiti. Stefán Andrésson. Við leiðarlok Valla afa rifjast upp fallegar minningar. Hann afi var stemmningsmaður. Íslenski fáninn, ættjarðarlögin, skrúðgöngur og jólin. Afi að fylgj- ast með boltanum, afi að spila. Afi með svuntu í eldhúsinu og messan í útvarpinu. Fólk átti að vera heima hjá sér og skoða landið sitt og vera ekki að flækjast þetta í útlöndum. ,,Þan- negin“, eins og hann sagði alltaf, vildi hann hafa það. Gott væri að fá sér eitthvað ,,stimúlerandi“, sagði hann líka. Það er sjónarsviptir að honum afa. Hann gekk eftir sínu ,,fortovi“. Mér er sagt að verkstæðið á Njálsgötuhorninu hafi verið við- komu- og samkomustaður margra. Þar komu ráðherrar og einstöku róni og allt þar á milli. Afi varð víst stundum að stjaka við hinum síðarnefndu, því hann var stakur reglumaður. Já, hann hafði gaman af þessu fjölbreytta mannlífi og vissi oft hvernig persóna það var sem átti þessa eða hina skóna bara við að meðhöndla þá. Hann var fé- lagsvera, sannkallaður 101 Reykja- vík-maður. Ég man vel þegar hann bjó í Bólstaðarhlíðinni með ömmu, þá dvaldi ég hjá þeim sem barn og þau lögðu mér lífsreglurnar. Ég var ekki sá eini sem naut góðs af því, heldur öll barnabörnin. Afi lagði mikið upp úr reglusemi og var aldrei ósáttur út í einn né neinn. Ef einhver var leiður út í þennan eða hinn sagði hann alltaf að taka þyrfti fólki eins og það væri, annað gengi ekki. Hann kenndi mér líka bænir og sagði mér sögur. Ég man líka eftir öllum ferðalögunum austur á firði, í þeim var hann frábær félagi. Afi átti til að koma á óvart með ýmsum uppátækjum. Eitt sinn mætti hann í upphafi ferðar með glæsilegan Gatsby-hatt og sólgler- augu. Hatturinn var sjaldan tekinn ofan í ferðinni og hafði fólk gaman af. Já, hann afi átti það til að vera ,,spontant“. Valli afi stóð á meðan stætt var og barðist þar til yfir lauk. Í lokin var heilsan farin og ekk- ert eftir nema röddin hans sterka og djúpa. Hann var tilbúinn til að kveðja og sáttur. Lífsklukkan hans hefur stöðvast. Á Dalbrautinni tók hann ávallt á móti mér með bros á vor. Ég kveð þig með þakklæti, kæri afi minn. Sigurður Þórarinsson. Hann elsku afi minn er dáinn. Það er erfitt að hugsa um það að hann sé farinn frá okkur en það huggar aðeins þegar maður veit að hann er kominn á mun betri stað. Ég á alltaf eftir að sakna hans, það er svo skrítið að nú fer ég aldrei aftur inn á Dalbraut í heimsókn til hans á laugardögum þar sem hann var alltaf með tilbúna nammiskál á borðinu og stundum var líka farið ofan í skúffu og sótt eitthvað annað spennandi. Þessir síðustu dagar voru erfiðir og hann átti erfitt með að sætta sig við að aðrir þyrftu að hugsa svona mikið um hann. En ég vona að honum líði betur á nýja staðnum, í himnaríki. Ég vona einnig að hann viti að við munum aldrei hætta að hugsa um hann elsku afa minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hildur Stefánsdóttir. Þessi orð koma upp í huga mín- um þegar ég lít til baka og hugsa um elsku Valla afa minn. Á hverj- um einasta laugardegi var það fastur liður í tilverunni að heim- sækja afa í hádeginu. Þar var mað- ur alltaf velkominn, ekki bara á laugardögum, og átti jafnvel von á að fá eins og einn mola eða svo. Ég man eftir steinasafninu hans sem hann hafði safnað í gegnum árin og hélt mikið upp á og var stoltur af. Þar voru slípaðir sem óslípaðir steinar, erlendir jafnt og innlendir, meira að segja brot úr Berlínar- múrnum. Ég man eftir gamla manninum sem var alltaf tilbúinn að koma með okkur í bíltúr og uppáhalds viðkomustaðurinn var Hveragerði. Alltaf vildi Valli afi hafa bíltúrana stutta því honum þótti best að vera heima. Næstu jól verða öðruvísi en öll fyrri jól, því frá því að ég man eftir mér hefur Valli afi verið hjá okkur á aðfanga- dagskvöld, borðað með okkur og opnað pakkana. Ég mun sakna afa míns og minnast hans með hlýhug og hann mun lifa í minningu minni. Stefán Baldvin Stefánsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kær vinur og mágur er kvaddur. Við höfum margs að minnast og þakka fyrir þeim heiðurshjónum, Valgeiri og Svövu systur minni. Þau voru með afbrigðum gestrisin og heimili þeirra, sem var lengst af á Njálsgötunni, alltaf opið okkur, börnunum okkar, ásamt allri stór- fjölskyldunni. Aðalsmerki þeirra hjóna var hjálpsemi og greiðvikni. Valli minn, þú varst alla tíð okkar trausti vinur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, barnabarna og annarra er sakna góðs vinar. Elsa H. Þórarinsdóttir. „Æ, hún Sigríður er orðin svo lé- leg,“ var eitt það síðasta sem þjáð- ur og þreyttur afi minn tjáði mér, og átti þá við aldraða vinkonu sína. Frá því ég man eftir honum var hann með aðra en sjálfan sig efst- an í huga. Einhvern veginn fannst mér afi vera alla tíð í sjálfskipaðri samfélagsþjónustu, rétti þeim hjálparhönd er á þurftu að halda með auðsýndri samkennd og vel- vilja. Við trúum að nú uppskeri afi fyrir örlæti sitt og góðmennsku á betri stað, með ömmu og öðrum ástvinum sem á undan hafa gengið. Sjálfsagt hefði hann Valli afi ekk- ert kært sig um væmin eftirmæli, hann hafði nú oft trúað mér fyrir því að í raun væri hann af dönsk- um aðalsættum og það mun ég aldrei draga í efa því höfðinglegri manni og tignarlegri hef ég ekki kynnst. Ég minnist gönguferða yf- ir Klambratún sem ég gekk með afa mínum og nafna á leið á verk- stæðið hans á Njálsgötunni. Alltaf var áð í sjoppu, keypt happaþrenna og hvað svo sem drengurinn gæti girnst. Reistur og vel klæddur í gljápússuðum skóm var hann með mér og Hlyni frænda mínum í Templarahöllinni um árið, og þá fengu allir að vita að Valgeir væri kominn í salinn er hann kallaði með sinni djúpu og þrumandi röddu „Bingó“ fyrir mína hönd, ég vissi strax að ákafinn, gleðin, og fögnuðurinn allur snerist um lán okkar frænda, en við fengum vinn- ing en ekki hann. Þannig vildi hann hafa það. Ég vil þakka bæði ömmu heit- inni og afa fyrir ómetanlega tíma og þau munu eiga stað í hjarta mínu og fjölskyldu minnar að ei- lífu. Nú opnast þér öll hin gullnu hlið og almættið þér tekur við, ljósið skæra eftir langa bið lýsir upp eilífan himnafrið. Valgeir Sveinsson og fjölskylda. VALGEIR GUÐMUNDUR SVEINSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.