Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 11
gegnum síma. Fólk hringir í sérstakt símanúmer fyrir hvert tungumál, 470 4708 fyrir pólsku, og 470 4709 fyrir serbnesku/króatísku, ber fram spurninguna ýmist beint við ein- hvern starfsmann á vegum Fjöl- menningarsetursins á ákveðnum tíma eða á símsvara og fær svar þá innan örfárra daga. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir að veittar séu upp- lýsingar um íslenskt samfélag og ýmiss konar þjónustu. Við ætlum okkur ekki að reyna að leysa úr hjónabandsvandræðum fólks! Aftur á móti veitum við fólki með glöðu geði upplýsingar um til hvaða stofn- ana eðlilegt er að leita vegna hvers kyns erfiðleika innan fjölskyldunnar, t.d. í hjónabandinu, varðandi barna- uppeldið o.s.frv.“ Fjölmenningarsetrið er í sam- starfi við Ríkisútvarpið um frétta- miðlun af innlendum vettvangi á nokkrum erlendum tungumálum á textavarpi Ríkissjónvarpsins. „Í dreifbýlinu, svo ekki sé talað um þar sem samgöngur geta verið erfiðar, er ekki eins sjálfsagt og í þéttbýlinu að fólk hafi tækifæri til að koma saman til að miðla hvert öðru upplýsingum. Upp úr því umhverfi eru lausnir eins og fréttamiðlun á textavarpinu sprottnar og auðvitað viljum við að sem flestir fái að njóta þess,“ segir Elsa og svarar því til að því miður sé erfitt að mæla notkun fréttaþjónust- unnar í sjónvarpinu. „Við getum ekki mælt notkun fréttaþjónustunnar með sama hætti og komur inn á heimasíðuna. Aftur á móti gefur ákveðna vísbendingu um notkunina að reglulega berast okkur kvartanir um að fréttirnar séu ekki uppfærðar nægilega oft – og þær símhringingar koma af landinu öllu.“ Myndræn útfærsla hentug Elsa hefur ekki látið þar við sitja og verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég er búin að sækja um styrk til að hægt sé að útbúa fræðsluefni fyrir konur á barneignaraldri í myndrænum bún- ingi. Fjölmenningarsetrið stendur að því verkefni í samstarfi við heil- brigðisstofnanirnar á Patreksfirði, í Bolungarvík og á Ísafirði og vonandi verður eitthvert samstarf við Heilsu- gæsluna í Reykjavík. Ungar konur eru einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Engu að síður getur verið erfitt að ná til þessa hóps og ekki hvað síst með upplýsingar um jafn viðkvæm málefni og kynlíf og barn- eignir,“ segir hún og býst við að al- farið verði reynt að komast hjá notk- un tungumálsins. „Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Annars vegar að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að allar konurnar séu læsar. Hins vegar með þessu móti getur fræðslu- efnið nýst öllum konum óháð þjóð- erni og tungumáli.“ Elsa segist ekki hafa áhyggjur af því að ekki verði hægt að koma upp- lýsingunum til skila á myndrænu formi. „Mér hefur dottið í hug að nýta myndasöguna eða myndbands- tæknina. Hvað verður ofan á verður bara að koma í ljós. Í mínum augum er fjármögnunin mun meira vanda- mál. Við erum búin að fá styrk frá heilbrigðisráðuneytinu til verkefnis- ins. Sá styrkur dugar þó aðeins til að vinna handritið. Vonandi tekst að fjármagna afganginn svo hægt verði að gefa a.m.k. hluta efnisins út á næsta ári.“ Annað spennandi verkefni í mynd- rænum búningi er kynningarefni um samskiptareglur í grunnskólanum. „Verkefnið verður unnið í samstarfi við Fjölskyldu- og skólaskrifstofu Ísafjarðarbæjar og starfsfólk grunn- skóla Ísafjarðarbæjar. Hugmyndin er að handritið verði þróað útfrá fundum með starfsfólki grunnskól- ans, foreldrum og nemendum um að hverju þurfi helst að hyggja í sam- skiptum í grunnskólanum. Næsta skref verður síðan að þróa mynd- ræna útfærslu á því hvaða reglur gildi í grunnskólanum. Að því verk- efni koma tveir myndlistarmenn á Flateyri og Suðureyri í samstarfi við nemendur sína í grunnskólunum tveimur í vetur. Ef allt gengur að óskum gæti afraksturinn komið út í myndrænu formi næsta vor.“ Tælenska stafrófið íslenskað „Jóhann Hinriksson á bókasafninu átti eiginlega hugmyndina,“ segir Elsa þegar talið berst að verkefni á sviði málvísinda. „Hann átti í ein- hverjum erfiðleikum með að skrá bækurnar með tælenska stafrófinu. Hingað til hefur tíðkast að styðjast við enskan framburð við skrán- inguna. Verkefnið gengur út á að þróa leiðbeinandi reglur til að umrita tælenska stafrófið yfir á íslenska stafrófið. Vonandi eiga þær í senn eftir að auðvelda skráningu tæ- lenskra bóka og hjálpa Tælending- um til að fá nöfnin sín skráð sem rétt- ast. Einnig mun staðallinn nýtast Tælendingum til að læra íslensku og öfugt. Gerð reglnanna hefur fengið alveg sérstaklega jákvæðar undir- tektir, t.d. var Ari Páll Kristinsson hjá Íslenskri málstöð frá byrjun ákaflega jákvæður gagnvart því að taka þátt í samstarfi um verkefnið með Fjölmenningarsetrinu. Annar samstarfsaðili er Kristján Árnason, prófessor hjá Málvísindastofnun Há- skóla Íslands. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði náms- manna.“ Fjölmenningarsetrið hefur ásamt Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og Þróunarstofu Austurlands sótt um styrk til Átaks til atvinnusköpunar á vegum Impru til afla upplýsinga um bakgrunn fólks af erlendum uppruna á Íslandi. Elsa segir að leitað verði upplýsinga um hvort erlendir starfs- menn á Íslandi séu farandverkafólk eða innflytjendur. „Forvitnast verð- ur um viðhorf fólks, framtíðarsýn og drauma,“ bætir hún við. „Upplýsing- ar af þessu tagi koma ekki aðeins að góðum notum í tengslum við hvers konar þjónustu. Ef við vitum meira um væntingar fólks eigum við auð- veldara með að stuðla að því að fólk- inu líði betur og sá mannauður sem í því býr nýtist íslensku samfélagi til fullnustu.“ Elsa hafði talsverða reynslu af því að starfa að aðlögun útlendinga að ís- lensku samfélagi í Reykjavík áður en hún fluttist búferlum til Ísafjarðar til að taka við starfi framkvæmdastjóra Fjölmenningarsetursins. Hún lætur vel af sér vestra og segir að aðlögun útlendinga að samfélaginu þar gangi jafnvel betur en fyrir sunnan. „Ég held að ástæðurnar séu aðallega tvær. Önnur er að vegna mikils hlut- falls fólks af erlendum uppruna búa allir íbúarnir í bænum í fjölmenning- arlegu samfélagi. Hin tengist ná- lægðinni í jafn litlum bæjarfélögum og á Vestfjörðum. Flest allir eru í nánum tengslum við einhverja út- lendinga.“ Börnin í forgangi Hver er draumsýnin? „Tja,“ byrj- ar Elsa og þykir bersýnilega stórt spurt. „Hún snýst náttúrulega um að geta þjónað því hlutverki sem Fjöl- menningarsetrinu er falið. Ein manneskja getur ekki þjónað því svo vel sé þótt fleiri sinni einstökum verkefnum eins og símaþjónustunni og textavarpinu. Ég hef líka þurft að leggja mikla vinnu í að leita eftir fjár- magni. Sú vinna hefur skilað sér í því að ofan á 7,5 milljóna króna árlegt fjárframlag frá ríkinu hefur Fjöl- menningarsetrið fengið á síðastliðnu ári tæpar 8 milljónir króna í ýmiss konar styrki og stuðning. Engu að síður hafa ýmis brýn verkefni eins og túlkaþjónusta setið á hakanum. Sú vinna er þó hafin og hefur Ísafjarð- arbær ákveðið að styrkja uppbygg- ingu túlkaþjónustunnar. Allir áhuga- samir um að gerast túlkar geta haft samband við Fjölmenningarsetrið. Ég er stundum spurð að því hvort eitthvert vit sé í því að setja upp svona þjónustu úti á landi,“ segir Elsa. „Í mínum huga er engin spurn- ing að Fjölmenningarsetrið hefur mikilvægu hlutverki að gegna og ekki bara á Vestfjörðum heldur land- inu öllu. Lykilatriði er gott samstarf við aðrar stofnanir, fyrirtæki, frjáls félagasamtök og verkalýðsfélög vítt og breitt um landið. Hugsaðu þér bara hversu gott verkfæri væri feng- ið með því að fá netföng yfir alla er- lenda starfsmenn með tímabundið atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. Með því að fara slíkar leiðir væri líka hægt að nýta mun betur tiltækt fjár- magn til málaflokksins. Börnin eru númer eitt, tvö og þrjú,“ botnar Elsa. „Mér finnst al- gjört forgangsatriði að tryggja að þau upplifi ekki togstreitu milli tveggja menningarheima. Þeim finn- ist þau vera jafnt frá tveimur löndum og hafi tök á að velja það besta frá báðum menningarheimum. Við eig- um að nýta þann mannauð sem býr í fólki af erlendum uppruna. Í því fólki sem hefur haft allan þann kraft til að bera sem til þarf til að flytjast til Ís- lands hlýtur að búa ótrúlegur auður fyrir íslensk samfélag.“ „Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því að um 10% íbúa á Vestfjörðum eru af erlendu bergi brotnir.“ Ég hef lært talsvert í íslensku með því að fylgjast með dóttur minni bæði við skólalærdóminn og með því að lesa með henni íslensk- ar barnabækur. Núna er ég farin að lesa barnabækur með yngri dóttur minni. Annars hef ég líka farið á sérstök íslenskunámskeið fyrir útlendinga. Eina önn var ég í Menntaskólanum. Námið þar var þó aðeins of þungt.“ Kynningar þörf Barbara hefur m.a. starfað við símaþjónustu Fjölmenningarset- ursins. „Símþjónustan var tekin í notkun 6. júní sl. Reynslan er því ekki orðin umtalsverð ennþá. Við þurfum líka að gera átak í því að kynna hana betur á meðal útlend- inganna sjálfra,“ segir hún og út- skýrir að hægt sé að velja á milli tveggja leiða til að nálgast upplýs- ingar. „Annars vegar er hægt að hringja og tala beint við mig á milli klukkan 16.30 og 19 á þriðju- dögum. Hins vegar er á öðrum tímum hægt að lesa spurningarnar inn á símsvara og fá þá svörin inn- an örfárra daga.“ Barbara segir að þeir sem nýtt hafi sér þjónustuna séu afar já- kvæðir. „„Allt annað líf,“ segja sumir um að geta loksins leitað upplýsinga á sínu eigin tungu- máli,“ segir Barbara og tekur fram að alls ekkert allir eigi auð- velt með að skilja og tjá sig á ís- lensku. „Stór hópur Pólverja kem- ur bara til Íslands til að vinna. Sumir hugsa með sér að úr því þeir séu hvort sem er alltaf í vinnunni og hvergi annars staðar en á Íslandi sé töluð íslenska taki því varla að læra íslensku. Aðrir hafa ekki enn náð nægilega góðu valdi á tungumálinu til að geta afl- að sér upplýsinga upp á eigin spýtur.“ Hvernig geta þeir þá bjargað sér í þeim tilvikum þegar þið bendið þeim áfram á ákveðnar stofnanir? „Ef túlkaþjónusta er ekki fyrir hendi höfum við stund- um hringt í stofnanirnar til að tryggja að fólkið fái upplýsingar og nauðsynlega þjónustu.“ Hvað hefur aðallega verið spurt um? „Hingað til hefur mest verið spurt um dvalar- og atvinnuleyfi og ýmislegt í sambandi við öku- leyfi.“ Langflestir jákvæðir Barbara er að lokum spurð að því hvort hún verði vör við for- dóma gagnvart útlendingum í samfélaginu. „Við skulum átta okkur á því að fordómar eru og hafa alltaf verið til í mannlegum samfélögum. Ég man að þegar ég talaði litla íslensku fannst mér oft eins og fólk væri að tala illa um mig. Eftir að ég fór að tala meira var ég fljót að átta mig á því að auðvitað var því alls ekki þannig farið. Langflestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart útlendingum og reiðubúnir til að veita þeim aðstoð ef á þarf að halda. Þeir verða líka rosalega ánægðir ef þeir heyra út- lending tala góða íslensku!“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 11 TENGLAR .............................................. www.fjolmenningarsetur.is www.mcc.is ago@mbl.is DRAGANA Zastavniko-vic er frá borginniRijeka í Króatíu ogkom með hópi flótta- manna frá Belgrad til Ísafjarð- ar árið 1996. „Ég er Króati og maðurinn minn Serbi. Við erum því í svo- kölluðu blönduðu hjónabandi og gátum hvorki búið í Króatíu né Serbíu eftir stríðið í gömlu Júgóslavíu. Við hjónin vorum ásamt dóttur okkar flóttamenn í Belgrad þegar við sóttum um að komast til annars lands. „Bara hvert sem er,“ sagði ég við starfsmann Flóttamannahjálp- arinnar og tók því fegins hendi að komast til Íslands.“ Vissir þú eitthvað um Ísland áður en þú komst? „Ég hélt ekki að þið byggjuð í snjó- húsum,“ segir Dragana og hlær. „Ég þekkti landfræðilega legu Íslands, vissi af Golfstrauminum og bæði ég og maðurinn minn vorum ánægð með að Ísafjörður lægi við sjó. Ég af því að ég er alin upp nálægt sjónum. Mað- urinn minn af því af því að hann hefur svo mikinn áhuga á lax- veiði.“ Friður er ein tegund fegurðar Dragana segist vera ákaflega sátt við að búa á Ísafirði. „Ég varð strax mjög ánægð að flytja til Íslands því að ég vissi að Ís- land myndi aldrei eiga í stríði við nágrannaþjóð sína,“ segir hún og er spurð að því hvort hún sakni ekki náttúrufegurð- arinnar í Króatíu. „Ég sakna bara fólksins. Ég hef tvisvar farið til Króatíu í frí. Eftir 10 daga er mig farið að langa aftur heim! Veistu, fegurð er svo af- stæð. Friður er ein tegund feg- urðar. Eftir átökin í heimalandi mínu þori ég ekki fyrir mitt litla líf að snúa til baka.“ Dragana segist aðallega hafa haft áhyggjur af því að dóttir hennar ætti erfitt með að aðlag- ast hér. „Sá ótti hefur sem bet- ur fer reynst algjörlega ástæðu- laus. Núna er hún orðin 16 ára og líður mjög vel hérna á Ísa- firði. Henni gengur vel í skól- anum og fyrir stuttu vann hún smásagnasamkeppni. Smásagan hennar heitir Lifandi helvíti og fjallar um fjölskyldu sem lendir í stríði. Sagan sýnir svo ekki verður um villst hvernig fortíðin lifir með börnum sem lent hafa í stríðsátökum. Almennt held ég að aðlögun fólks að öðrum sam- félögum fari mest eftir því sjálfu. Ef hugur fylgir máli get- ur maður búið hvar sem er. Sumir búa alla ævi á sama stað og ná aldrei að aðlagast sam- félaginu almennilega.“ Árstíðasveiflur í spurningum Dragana hefur sinnt móð- urmálskennslu fyrir börn frá fyrrverandi Júgóslavíu, unnið við túlkaþjónustu fyrir flótta- mann og starfað hjá Þróun- arsetrinu á Ísafirði. Núna vinn- ur hún hjá Þróunarsetrinu og starfar fyrir Fjölmenningar- setrið í hlutastarfi, m.a. við símaþjónustuna. Hún segir þjónustu Fjölmenningarseturs- ins afar mikilvæga. „Auðvitað er alls ekki nóg að afhenda út- lendingum bara einhverja bækl- inga. Þeir verða að geta aflað sér ítarlegri upplýsinga, t.d. með því að hitta einhvern, hringja eða leita á Netinu. Eitt símtal til að fá réttar upplýs- ingar getur skipt sköpum fyrir líf fólks. Einu sinni þegar ég kom inn í spjallhóp á Netinu varð ég vitni að því að maður frá einu lýðvelda gömlu Júgó- slavíu spurði hvort að auðvelt væri að leita hælis á Íslandi og fékk þau svör frá öðrum að ekk- ert mál væri að komast til Ís- lands. Ég var auðvitað ekki sein á mér að blanda mér í umræð- urnar með réttar upplýsingar,“ segir hún og bætir því við að langflestar fyrirspurnir til hennar á serbnesku/króatísku hafi verið um dvalar- og at- vinnuleyfi. „Annars hef ég tekið eftir ákveðnum sveiflum eftir árstíðum. Algengt var að spurt væri um útborgun á orlofi snemma í sumar. Eftir að fólk fór að fara í sumarfrí var farið að spyrja meira um vega- bréfsáritanir o.s.frv. Ég vona bara að sem flestir eigi eftir að notfæra sér þjónustuna – til þess er hún.“ Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Dragana Zastavnikovic: „„Bara hvert sem er,“ sagði ég við starfsmann Flóttamannahjálparinnar.“ Eitt símtal getur skipt sköpum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.