Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HORMÓNAHLAÐNAR ung- lingamyndir eru vissulega ekki gæfulegasta kvikmyndagrein sam- tímans en hér er fram komin ein sú alversta kvikmynd sem aðgengileg hefur verið íslenskum kvikmynda- húsagestum síðustu mánuði, þótt víða væri leitað í tíma og rúmi. Seg- ir hér frá eilífðarstúdentnum Van Wilder (Ryan Reynolds) sem tekist hefur að teygja námsferil sinn yfir sjö ára tímabil og er helsta djamm- maskína skólasvæðisins, dýrkaður af nemendum en hataður af yfir- völdum skólans. Kemur þó babb í bátinn þegar faðir hans, fjarlægur viðskiptajöfur, ákveður að nú sé nóg komið og dregur fjárstuðning sinn til baka. Þetta er reiðarslag fyrir Van enda stikla skólagjöld í Banda- ríkjunum á milljónum króna á ári. Til að geta haldið ljúfa lífinu áfram verður ungi maðurinn því að taka til sinna ráða og setur á fót skemmt- anaþjónustu, sem að sjálfsögðu er mikil eftirspurn eftir hjá þeim sem hingað til hafa ekki notið mikillar félagslegrar hylli. Söguþráðurinn sem slíkur er ekki upp á marga fiska en það er svo sem ekki það sem gerir útslagið með myndir af þessu tagi. Fram- vinda frásagnarinnar er aðeins skreyting utan um innihaldið sem jafnan er samansafn groddabrand- ara og gæðin mælast út frá því hversu vel þeir virka. Skemmst er frá því að segja að áhorfendum sem komnir eru yfir gelgjuskeiðið kann að finnast þeir hafa verið misnot- aðir þegar gengið er af myndinni, slíkur er viðvaningsbragurinn sem ræður hér ríkjum. Brandararnir eru flestir komnir vel til ára sinna og hafa sést margsinnis í betri myndum en þessari, auk þess sem kómískar kringumstæður eru fram- settar á svo klaufalegan og enda- sleppan hátt að annað hvort er um að kenna áhugaleysi eða kunnáttu- leysi aðstandenda. Aldrei sést glitta í frumlega hugs- un í handritinu og metnaðurinn (eða metnaðarleysið) virðist helst birtast í því að reynt er að stíga skrefinu lengra í subbuskap en áður hefur verið gert, en jafnvel það tekst ekki og hinn klassíski laxerolíubrandari verður hálfmáttlaus miðað við t.d. tilþrifin í Dumb and Dumber. Sorg- legast er þó að sjá hinn ágæta gam- anleikara Ryan Reynolds, sem sýnt hefur umtalsverða hæfileika í sjón- varpsþáttunum Two Guys and a Girl, týnast gjörsamlega í þessari andlausu fyrirtækjaframleiðslu. Máttlausir groddabrandarar KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn Leikstjóri: Walt Becker. Handrit: Brent Goldberg og David T. Wagner. Aðalhlutverk: Ryan Reynolds og Tara Reid. Sýningartími: 93 mín. Bandaríkin. Artisan, 2002. VAN WILDER PARTY LIASON (SKEMMT- ANAÞJÓNUSTA WILDERS) 0  Heiða Jóhannsdóttir SÝNINGARINNAR Documenta 11 hefur verið beðið með eftirvæntingu, en hún var opnuð 6. júní síðastliðinn. Documenta-sýningarnar eru haldnar á fimm ára fresti í borginni Kassel í Þýskalandi og eru að mati margra listunnenda einhver mesta myndlist- arveisla sem hægt er að komast yfir. Alls eiga 115 listamenn verk á sýn- ingunni og koma þeir víðs vegar að. Sýningarstjórinn að þessu sinni heitir Okwui Enwesor og er frá Suð- ur-Afríku. Enwesor leggur áherslu á að sýna listamenn sem vinna ádeilna pólitíska list. Mikið er um textaverk og löng myndbönd sem reynir á ein- beitingu og athyglismörk sýningar- gesta. Fyrir vikið er sýningin fremur einhæf en inn á milli eru afbragðs myndlistarverk eins og myndbands- innsetning írönsku listakonunnar Shirin Neshat, verk belgíska málar- ans Luc Tuymans, skúlptúrar Hol- lendingsins Mark Manders og frönsku listakonunnar Louise Bour- geois, kaffiinnsetning Alfredo Jaar frá Chile og rafmagnuð ljósa- og hljóðinnsetning líbönsku listakon- unnar Monu Hatoum. Documenta er þó ekki eina mynd- listarveislan í Þýskalandi þetta sum- arið. Eftir u.þ.b. tveggja klukku- stunda akstur frá Kassel er maður kominn í hjarta Ruhr-svæðisins í Nordrein-Westfalen. Þeir sem sakna málverka á Documenta 11 geta átt glaðan dag í listasöfnum þar. Í borg- arlistasafni Leverkusen er sýning á verkum spænska málarans Juan Usle, en hann vakti einmitt verð- skuldaða athygli fyrir ljóðræn ab- strakt málverk á Documenta 9 árið 1992. Línur sem virðast hreyfast Í Haus Lange und Haus Estes í Krefeld er yfirlitssýning á mál- verkum bresku listakonunnar Brid- get Riley. Hún var fyrst þekkt á sjötta áratugnum fyrir málverk sem sýna öldur af línum sem virðast hreyfast á tvívíðum fletinum. Þessi verk eru fyrir löngu orðin táknmynd Op listar. Í nýrri verkum spilar hún saman litaflötum sem einnig virka ögrandi á sjóntaugarnar en leggur meiri áherslu á samspil lita og forma en hún gerði í eldri verkum sínum. Í Kunst und Austellunghalle í Bonn er sýningin „In your face“ sem er yfirlitssýning á málverkum banda- ríska popplistamansins Alex Katz. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1951 og það nýjasta frá 2001. Katz féll á sínum tíma í skuggann af málurum eins og Jasper Johns og Robert Rauschenberg, en hlaut verðskuld- aða uppreisn æru snemma á síðasta áratug. Katz er nú 75 ára gamall og hefur aldrei verið ferskari í listsköp- un sinni. Til móts við Kunst und Austellung- halle í Bonn er borgarlistasafnið. Þar stendur yfir sýning á verkum eins þekktasta formalíska skúlptúrista Þýskalands í dag, Ulrich Ruckriem. Skúlptúrarnir eru í anda naumhyggj- unnar. Þeir eru úr steinum sem hann ýmist sagar í sundur eða borar á göt. Í Düsseldorf eru tvö nútímalista- söfn. Þau heita K20 og K21. Í efri söl- um K20 er sýning á verkum þekktra súrrealista frá 1919-1944. En neðri salinn hefur listamaðurinn Gerhard Merz lagt undir sig fyrir glæsilegt rýmislistaverk sem nefnist „Fragment Grande galerie“. Merz vinnur list sína í tengslum við arkitektúr. Verkið er stór göng sem eru smíðuð í salinn. Þau eru hvítmáluð með upphleyptum ferhyrnd- um flötum og eru upplýst með þéttröð- uðum flúorperum. Í K21 er sýning á verkum þýska skúlptúristans Katharinu Fritsch. Verk hennar eru fígúratíf og fjalla um kristna trú, fjöldaframleiðslu, listlíki og þjóðsögur. Safnið er á fjórum hæð- um og hefur listakonan eina og hálfa hæð til umráða. Hinn hluti safnsins er tileinkaður mörgu af því helsta sem hefur gerst í myndlist síðastliðin 20 ár. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Juan Munoz, Thom- as Schutte, Thomas Ruff, Robert Go- ber, Luc Tuymans, Sarah Lucas, Ron Mueck, Sherry Levine, Franz West og Ilya Kapakov. Frábær sýning Barneys Rjóminn af myndlistarsýningum Ruhr svæðisins er „The Cremaster cycle“ eftir Matthew Barney í Lud- wig-safninu í Köln. Matthew Barney ætti að vera Íslendingum góðkunnur, en hann er unnusti Bjarkar Guð- mundsdóttur og tilvonandi barnsfað- ir hennar. The Cremaster er í fimm hlutum sem listamaðurinn hefur unn- ið frá 1994 til 2001. Hver hluti er ein kvikmynd, skúlptúrar og ljósmyndir. Kvikmyndirnar teljast varla til hefð- bundinna mynda. Þær eru sam- blanda af frásögn, sjónrænni mynd- list og gjörningum. Skúlptúrarnir og ljósmyndirnar eru tengd kvikmynd- unum og sett upp sem rýmisinnsetn- ingar. Sýningin er á heildina hreint frábær enda er Matthew Barney ein- hver áhugaverðasti myndlistarmaður sinnar kynslóðar sem gengur alla leið með hugmyndir sínar. Það væri mik- ill fengur fyrir íslenskt myndlistarlíf ef hér yrði sett upp sýning á verkum hans. Íslenskir listunnendur sem halda til Þýskalands í sumar ættu að hafa nóg úr að moða. Sýningarnar standa ýmist til loka ágústmánaðar eða fram í september. Listasumar í Þýskalandi Matthew Barney eins og hann leit út þegar hann klifraði á milli hæða Guggenheim safnsins í The Cremaster 3. Skúlptúrinn Maður og mús eftir Katharinu Fritsch. Þýski myndlistarheimurinn iðar af lífi. Jón B.K. Ransu myndlistargagnrýnandi var þar á ferð á dögunum og hermir af því sem fyrir augu bar, meðal annars Documenta- sýningunni og sýningu Matthews Barney, unnusta Bjarkar, í Ludwig-safninu í Köln. EF til vill er lífið ávallt barátta fyrir tilverunni. En stundum verða menn að herða lífróðurinn. Sam- íska skáldkonan, Rose-Marie Huuva, segir frá slíkum lífróðri í bók sinni Kaldrifjaður félagi. Sú bók var tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Kaldrifjaður félagi er ljóðaflokk- ur sem segir frá því þegar höf- undur veikist af krabbameini. Það er hinn kaldrifjaði félagi. Jafn- framt því að takast á við sjúkdóm- inn leitast Rose-Marie Huuva við að skrifa sjálfa sig frá vanmætt- inum og óttanum frammi fyrir skugga hans. Með því móti leitast hún við að snúa veikindum sínum í jákvæða átt og vaxa af þeim sem manneskja. Sjálf segir skáldkonan um þennan ljóðræna lífróður í inn- gangi bókarinnar: ,,Ég skrifaði mig frá óttanum og vanmættinum. Furðulegast var að allar tilfinn- ingar mínar urðu að ljóði. Ég hafði að vísu áður ort en nú barðist ég fyrir LÍFI mínu með penna og bleki. Styrkur Rose-Marie Huuva er fólginn í hinum einlæga baráttu- vilja gagnvart sjúkdómnum, gagn- vart dauðanum og í lífsviljanum þrátt fyrir einsemd og þjáningar. Hún stendur ein gagnvart ógnum dauðans og fer ekki í launkofa með einsemd sína. Það er mjög dimmt yfir fyrstu ljóðum bókarinnar. Á dekkstu stundu yrkir skáldkonan: Þegar ég fer að deyja skiljið mig ekki eftir eina einmana hef ég lifað þegar ég er að deyja talið þá við mig þögnina heyrði ég meðan ég lifði þegar ég fer að deyja haldið í hönd mér að ég fái með mér hlýjuna Þegar líður á bókina breytist tónn hennar. Þótt hinn kaldrifjaði félagi bíði og vaki yfir er bókin ekki laus við sigurhljóm yfir ógn- um dauðans. Dauðinn verður eins og ,,umhyggjusöm / öldruð móðir“ í leit að sínum. En lífið í öllum sín- um blæbrigðum, hver dagur lífs, hvert dýrmætt andartak nær yf- irhöndinni í bókinni svo að það birtir yfir henni: Ég hef ekki tíma til að deyja enn hefur lífið margt að bjóða sem ég vil fá notið verða margföld amma horfa í augu barnabarnanna fljúga þangað sem draumarnir bera mig Ljóð Huuva eru opinská og ein- föld í anda hinna opnu játning- arljóða. Málskrúð, myndmál og önnur stílbrögð eru henni ekki of- arlega í huga heldur miklu fremur látleysi og einlægni tjáningarinn- ar. Þýðandanum, Einari Braga, tekst vel að miðla þessum stílein- kennum í hnökralausri þýðingu. Þess ber að geta að þetta er fjórða samíska skáldverkið sem gefið er út í þýðingu Einars Braga og á hann þakkir skildar fyrir það menningarlega framtak. Ljóð- rænn líf- róður BÆKUR Ljóð eftir Rose-Marie Huuva. Einar Bragi þýddi. Ljóðbylgja. 2002 – 64 bls. KALDRIFJAÐUR FÉLAGI Skafti Þ. Halldórsson KORTADEILD Máls og Menningar gefur út Fuglakort Íslands sem, samkvæmt fréttatilkynningu, lýsir öll- um íslenskum fuglum á skýran og aðgengilegan hátt. Sýndir eru 70 varpfuglar og 37 fargestir, vetrar- gestir og flækingsfuglar. Varpfugl- arnir eru sýndir ásamt útbreiðslu- kortum, myndum af eggjum og upplýsingum um stærðir þeirra. Auk þess eru birt þrjú kort sem sýna mikilvæg fuglasvæði, áhugaverða skoðunarstaði og viðkomustaði fugla á fartíma. Kortið er byggt á bókinni Íslenskir fuglar eftir dr. Ævar Petersen, fugla- fræðing hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Vatnslitamyndirnar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Allar skýringar eru á þremur tungu- málum: Íslensku, ensku og þýsku. Kortabækur Þumalína flutt á Skólavörðustíg 41 s. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.