Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2002 33 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Megi algóður Guð vernda ykkur og styrkja. Emilía, Karl, Sigrún og Ívar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku bróðir, nú er komið að kveðjustund. Sú stund kom allt of fljótt, þú áttir svo margt ógert, bæði í leik og starfi. Minningu um góðan bróður mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Gjaf- mildan og traustan á bernskuárum mínum, og á árunum sem á eftir komu. Ávallt tilbúinn að taka mig með, hvort sem það var að færa skip milli bakka eða í lengri ferðir, aldrei var ég fyrir. Studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem það voru mín fyrstu skref til sjós eða þegar við Ásta festum kaup á okkar fyrstu íbúð, alltaf varstu til staðar og tilbúinn að aðstoða. Elsku Ásdís og fjölskylda, megi góður Guð vera með ykkur öllum. Blessuð sé minning Magnúsar Kjærnested. Ragnar, Ásta og börn. „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (J. Hallgr.) Að morgni 28. f.m. færði Magnús Guðmundsson læknir okkur Erlu þá harmafregn að nafni hans og frændi, Magnús Kjærnested, fyrrum stýri- maður og skipstjóri, hefði látist þá skömmu áður á sjúkrahúsi hér í borg. Kært var með þeim frændum og hlúði Magnús læknir vel að frænda sínum síðustu misserin sem og á sjúkrahúsdvöl hans. Magnús Kjærnested var bróðursonur Erlu, frumburður hjónanna Lárusar og Guðrúnar Kjærnested. Bar Magnús nafn föður Erlu og var einn kærasti frændi hennar. Minnist Erla enn þeirrar gleði er koma hans í heiminn olli og er ótímabær brottför hans nú hörmuð og hans sárt saknað. Magnús Kjærnested var mikill mannkostamaður og glæsilegur fulltrúi ættar sinnar, sjósóknari svo sem hann átti ætt til, um árabil stýri- maður og skipstjóri á skipum Eim- skipafélags Íslands. Síðustu árin starfaði hann sem verkstjóri hjá flutningafyrirtækinu Jónar Tran- sport hf. Hlaut hann alls staðar ein- róma lof fyrir dugnað og samvisku- semi í störfum sínum. Ræktarsemi Magnúsar við ætt- menni sín var einstök og kom það fram með margvíslegum hætti. Reyndum við Erla vel drenglyndi hans og góðvild sem við munum seint gleyma. Biðjum við minningu Magnúsar Kjærnested guðs bless- unar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ásdísi, eiginkonu Magn- úsar, og börnum þeirra, Kristni og Aðalheiði, sem og fjölskyldum þeirra. Dugnaður, þrautseigja og umhyggja Ásdísar og barna þeirra á þessum erfiðu tímum var slík að orð fá því eigi lýst. Erla og Hallvarður. Harðri baráttu við illvígan og ósigrandi óvin er lokið. Kær frændi og vinur er fallinn í valinn langt um aldur fram. Sökn- uður, þakklæti og minningar um góðan dreng sækja á hugann. Við Maggi vorum tengdir sterkum böndum frá fyrstu tíð. Systkinabörn í nánum samvistum alla barnæsk- una. Fyrstu árin í húsi foreldra hans á Hraunteig 30 meðan foreldrar mínir voru að byggja við sömu götu, og síðan í mikilli nálægð. Maggi fjór- um árum eldri og því ótvíræður for- ingi og fyrirmynd mín. Félagarnir í hverfinu kölluðu okkur Magga stóra og Magga litla til að geta aðgreint þennan samrýnda dúett. Sá stóri var þeim litla einstaklega góður og var fljótur að koma til hjálpar ef sá litli lenti í vandræðum vegna uppátækja sinna, sem mun hafa verið ósjaldan að sögn kunnugra. Maggi var ákaflega greiðvikinn og gjafmildur alla tíð og reyndar þótti mér slæmt að aldrei var hægt að gera honum greiða, nema að fá hann margfalt launaðan. En það var ein- faldlega svo fjarri eðli Magga að láta halla á sig, hversu illa sem stóð á hjá honum sjálfum. Hann var ávallt veit- andinn. Hrefna móðir mín, sem var sér- lega næm á innræti fólks, elskaði hann sem sinn eigin son og Maggi launaði það eins og annað með mik- illi ræktarsemi og elsku í hennar garð og reyndar allrar fjölskyldu minnar. Ásmundur „litli“ bróðir hefur misst mikið, því Maggi reyndist hon- um einstakur vinur og var Addi tíður gestur í Sefgörðunum, enda ávallt velkominn á heimili Magga og Ásdís- ar. Maggi dó fjarri því saddur lífdaga, enda hafði hann frá miklu að hverfa. Hann hélt lífsviljanum óskertum allt þar til yfir lauk. Reyndar bar hann sig svo vel að ég leyfði mér á tímabili að efast um að sjúkdómsgreiningin fengi staðist. Veikindi Magga stóðu nærri þrjú ár, en allar góðu stundirnar, sem gáfust milli stríða, voru vel nýttar. Fjölskyldan var einstaklega sam- heldin og heilsteypt og Ásdís hefur sýnt ótrúlegan styrk og ást á þessum erfiða tíma, sem þó gaf þeim hjónum svo mikið og verður dýrmætur í minningunni. Ég votta fjölskyldu og aðstand- endum Magga mína dýpstu samúð. Þeirra missir er mikill. Blessuð sé minning Magnúsar Kjærnested. Magnús Guðmundsson. Vinur minn Magnús Kjærnested er látinn langt um aldur fram, en því miður eru það mörg hraustmenni, sem eiga fáa sína líka, sem manni finnst að fái að lifa allt of stutt. Magnús hafði mikinn persónuleika, hann var traustur, dugnaðarforkur sem aldrei hlífði sjálfum sér, mátti ekkert aumt sjá, en um leið var hann fylginn sér og góður stjórnandi. Við vorum vinir. Við hittumst fyrst í maí 1989, þá hafði hann hætt störfum hjá Eimskip og ákvað að fara að vinna í landi, réð hann sig sem yfirverk- stjóra hjá Jónum hf í Hafnarfirði þar sem ég starfaði. Ég man alltaf þegar við hittumst fyrst, ég ætlaði að fá mér kaffi en þá var það búið og Magnús tók ekki annað í mál en að hann tæki að sér að hella upp á fyrir mig. Honum fannst ég ungur fjár- málastjóri, nýskriðin út úr skóla og kallaði mig aldrei annað en stelpuna fyrst í stað. Fyrirtækið sem við unn- um hjá var í örum vexti og oft var langur vinnudagur, en þetta var góð- ur og skemmtilegur tími þar sem heilu skipsförmunum frá Rússlandi, Ameríku og meginlandi Evrópu var landað, losaðir gámar og tekið á móti flugsendingum, allt þurfti að flokka og merkja svo ekki sé minnst á alla pappírsvinnuna. Þarna var Magnús í forystu, stjórnaði öllum verkum og gerði það vel. Við áttum farsælt sam- starf, á milli okkar ríkti gagnkvæm virðing og leystum við málin í sam- einingu, hvorugt okkar var þó skap- laust, en aldrei bar skugga á okkar samskipti í þau átta ár sem við störf- uðum saman. Þetta var lærdómsrík- ur tími fyrir okkur bæði og það sem mér finnst mest um vert er að ég öðl- aðist ekki aðeins dýrmæta starfs- reynslu heldur eignaðist ég trausta og góða vini á þessu tímabili. Ég hafði ekki þekkt Magnús lengi þegar ég tók eftir því hve ástúðlega hann talaði um konuna sína, hann sagði ævinlega Ásdís mín, maður skynjaði væntumþykjuna og virð- inguna í orðunum. Ég kynntist Ás- dísi fljótlega og börnum þeirra, Kidda og Allý, það var gott að koma í Sefgarðana og þar gleymdi maður sér stundum við spjall og notaleg- heit. Síðla árs 1997 hættum við Magnús að vinna saman, ég flutti í burtu, en við héldum alltaf sam- bandi. Við hittumst síðast í janúar á þessu ári, við mæltum okkur mót á gamla vinnustaðnum okkar. Við sát- um og horfðum yfir svæðið sem okk- ur var kært og senn fær annað hlut- verk, rifjuðum upp liðna tíð, töluðum um fjölskyldur okkar, sameiginlega vini og veikindin. Síðan þá höfum við talast nokkrum sinnum við í síma og kvaddi Magnús mig ævinlega með orðunum: jæja Ásta mín, ég bið að heilsa Þór og krökkunum og allri þinni fjölskyldu. Magnús hefur kvatt mig í síðasta sinn og ég veit að ég á eftir að sakna hans sárt. Elsku Ás- dís, Kiddi, Allý og aðrir ástvinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, ykkar missir er mikill. Guð blessi minningu vinar míns Magn- úsar Kjærnested. Ásta Pálmadóttir, Sauðárkróki. Magnús Kjærnested hefur verið meðal kunningja okkar í bráðum tvo áratugi eða allan þann tíma sem Ás- dís, kona hans, hefur verið vinnu- félagi okkar. Við höfum kynnst hon- um við margs konar tilefni þar sem við vinnufélagarnir höfum komið saman, svo sem á samkomum og ferðalögum. Hann varð strax einn af okkur með hlýrri nærveru sinni og það var óhugsandi að hugsa sér Ás- dísi án Magga og Magga án Ásdísar, svo samrýmd voru þau. Fyrir nokkrum árum greindist Magnús með krabbamein og við höf- um fylgst með baráttu hans og lífs- vilja. Þann tíma skiptust á skin og skuggar og þau Ásdís kunnu að nýta sér sólskinsstundirnar, fóru út í heim og nutu vel þess sem þeim var gefið. En örlög sín flýr enginn. Við flytjum Magnúsi þakkir fyrir öll kynni og færum Ásdísi og fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur Vinnufélagar hjá Bændasamtökunum. Kynni okkar Magga hófust þegar við fjölskyldan fluttum úr Vestur- bænum í Laugarneshverfið vorið 1956. Þá voru Lækirnir að byggjast og Laugardalurinn eins og sveit í borg; sundlaugarnar hálfbyggðar svo þarna voru næg verkefni fyrir fríska og fjöruga stráka. Maggi var tápmikill og oftast for- ingi okkar strákanna. Þessa dagana verður mér oft hugsað til þess hvernig komið væri fyrir okkur í dag ef við værum á þessum aldri. Eflaust væri búið að siga á okkur herskara sálfræðinga og geðlækna því við vorum óþreytandi að stela rófum og jarðarberjum úr garði ná- granna, sprengja kínverja eða fremja einhver önnur prakkarastrik. Sennilega hefur það verið okkar lán að þessir sérfræðingar voru færri þá en nú. Maggi var ávallt duglegur að bjarga sér og byrjaði ungur að vinna og m.a. var hann kvöldsendill hjá rit- stjórn Morgunblaðsins. Snemma mótaðist ákvörðun um lífsstarfið; að verða sjómaður. Hann fór ungur til sjós og var fyrsta skipsrúmið messadrengur á Esjunni. Leiðin lá síðan í Sjómanna- skólann. Að námi loknu var hann ýmist stýrimaður eða skipstjóri á farskipum allt þar til hann fór í land og gerðist verkstjóri hjá flutnings- miðluninni Jónum í Hafnarfirði þar sem hann starfaði fram á þetta ár. Þegar við fórum að stálpast kynnti Maggi mig fyrir stúlku sem hann hafði kynnst í biðröðinni við Glaumbæ. Þetta var hún Ásdís. Þau giftu sig síðan á fallegum júlídegi ár- ið 1971. Á þessum 46 árum sem liðin eru hefur vináttan ávallt haldist. Nokkur undanfarin ár höfum við hjónin og Maggi og Ásdís farið saman til út- landa og hafa það verið hinar skemmtilegustu ferðir. Nú við leiðarlok sendum við Inga og móðir mín Ásdísi og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Jóhann G. Guðjónsson. Elsku hjartans afi. Það er liðinn meira en mánuður síðan þú fórst og loks sest ég niður og skrifa til þín. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég sakna þín mikið. Það er eitt- hvað svo skrítið að þú sért farinn burt, skrítið en samt ekki skrítið, þú varst nú orðinn 83ja ára. Ég hef víst bara alltaf vonað að þú yrðir eilífur. Síðan þú fórst hefur varla liðið ein mínúta án þess að ég hugsi til þín og svo ótalmargt hefur rifjast upp fyrir mér. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítil, þú lást í rúminu þínu sofandi en ég vakti þig eiginlega alltaf og þá lyftirðu mér uppá bumbuna þína, ruggaðir mér fram og til baka og söngst: „Ró ró ró ró rúnki minn, rýk- ur allur fjörðurinn.“ Mér þótti þetta svo gaman. Eitt atvik situr þó svo fast í mér sem sýndi svo vel hversu yndislegur og góður þú varst mér alltaf. Ætli ég hafi ekki verið 15 ára og var á leið til Vestmannaeyja með vinkonu minni. Ég kom til ykkar ömmu til að kveðja og kyssa ykkur bless en það gerði ég alltaf þó svo að ég væri bara að fara eitthvað yfir helgi. Þú réttir mér 50 krónur og sagðir mér að kaupa mér hamborgara í Herjólfi. Þó svo að þetta hefðu ekki verið nema 50 krón- ur þá þótti mér svo vænt um það því þú gerðir alltaf þitt besta. Þetta ÖGMUNDUR INGVAR ÞORSTEINSSON ✝ Ögmundur Ingv-ar Þorsteinsson fæddist í Gíslholti í Holtum í Rangár- vallasýslu 29. desem- ber 1919. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala sunnu- daginn 12. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Fella- og Hólakirkju 17. maí. sýndi svo vel hversu hlýr þú varst og verður alltaf í hjartanu mínu. Síðasta skipti sem ég hitti þig var laugardag- inn 6. apríl. Ég kom til Reykjavíkur og mamma og pabbi fóru með mig uppá spítala til þín. Ég sat við hliðina á þér í sjúkrarúminu og hélt í höndina þína og grét heil ósköp. Ég reyndi samt að láta þig ekki sjá það, ætli þú hefðir ekki bara hlegið að mér og sagt mér að hætta þessu voli. Það er svo margt sem mig langar til að segja þér, elsku afi, en ég held að ég láti það nægja að segja þér frá draumi sem mig dreymdi nokkrum dögum eftir að þú fórst. Það var þannig að ég var heima hjá ykkur ömmu. Pabbi, Jói og Lúlli sátu allir við eldhúsborðið og töluðu um jarðarförina þína. Ég fór inn í svefn- herbergi og inni í fataskápnum var leyniherbergi. Þegar ég fór þangað inn voru skópör upp við alla veggina, nema í einu horninu, þar var lítill sófi. Ofaní hverjum skó var páfagaukur. Allt í einu heyri ég þig segja: „Farðu varlega með þá, Kristín mín, mér þykir svo voðalega vænt um þá.“ Og þarna varstu. Sast á hjónarúminu. Ég var svo ánægð, þó svo að ég heyrði enn í pabba, Jóa og Lúlla frammi að tala um jarðarförina, þá var ég svo ánægð. Og þá vaknaði ég. Elsku afi minn. Núna veit ég að þér líður vel. Það hefur verið tekið vel á móti þér, Bóbó afi og allir engl- arnir hafa verið ánægðir að fá þig til sín. Ég mun hugsa fallega til þín á hverjum degi. Mér þykir vænt um þig. Þín sonardóttir, Kristín Dögg Kristinsdóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðfer. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.