Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldur hraði – lægra verð H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð Lágmarkshraði 512 Kb/s. ADSL II mótald að verðmæti 11.900 kr. fylgir með 12 mánaða áskrift að ADSL II. ADSL II mótald 11.900 kr. Hringdu strax í síma 800 1111. TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baug- ur Group, segir að svar við spurning- unni um hvort Bonus Stores Inc. skorti fé inn í reksturinn velti á því hversu hratt uppbygging félagsins eigi að ganga. Áætlanir séu í vinnslu en fyrir liggi markmið um að byggja upp 75 svokölluð Supercenter sem bjóða meira vöruúrval en Bonus Dollar Stores og Bill’s Dollar Stores. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu fljótt eigi að ná þessu mark- miði, eftir tvö ár eða lengri tíma. Nú eru tvö Supercenter í rekstri og hið þriðja er í undirbúningi. „Verið er að endurskoða þær rekstraráætlanir sem Jim Schafer lagði fram á stjórnarfundi hinn 21. maí sl. Þær sýndu 277 milljóna dala veltu á þessu fjárhagsári, en í okkar áætlun, sem kynnt var á aðalfundi, var gert ráð fyrir 22 milljarða króna veltu, eða sem samsvarar 220 millj- ónum dala og kallar því ekki á leið- réttingu af okkar hálfu. Þá kom fram að það vantaði ekki meira fjármagn inn í fyrirtækið miðað við þær lán- tökur sem þá voru frágengnar eða í undirbúningi. Þessar áætlanir hans hafa ekki staðist. Við þurfum að end- urskoða þær allar og sú vinna stend- ur yfir,“ segir Tryggvi. Áætlanir munu væntanlega liggja fyrir í næstu viku, að sögn Tryggva, og í framhaldinu verða teknar ákvarðanir um hversu hratt fjölga eigi Supercenter-verslunum og byggja upp lager og hvernig sú fjár- festing verður fjármögnuð. „Jim Schafer er með þessu að þyrla upp moldviðri til þess að draga athyglina frá því sem hann hefur gert,“ segir Tryggvi. Enginn þrýstingur á að klára ráðningarsamning Í Morgunblaðinu í gær kom fram að ráðningarsamningur við Schafer lá ekki fyrir nema í drögum. Að sögn Tryggva hófst vinna við ráðningar- samning við Schafer skömmu fyrir síðustu áramót en Tryggvi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að tafist hafi að ganga frá samningnum. „Málið hefur verið í vinnslu og báðir aðilar hafa viljað gera breytingar og einnig koma lögfræðingar að breyt- ingum. Málið hefur verið í höndum þeirra síðan í mars sl.,“ segir Tryggvi. Hann segir að samið hafi verið munnlega um laun Schafers upp á 200 þúsund dali á ári og greitt samkvæmt því. „Kaupréttur á hluta- bréfum átti hvort sem er ekki að taka gildi strax og því var enginn sem þrýsti á um að klára samning- inn,“ segir Tryggvi. Rangar dagsetningar í stefnunni Tryggvi staðfestir það sem fram kemur í stefnu Jims Schafers og Courtneys Bricks að viðskipti fyrir- tækis þeirra, Retail Stores Services, við Bonus Stores hefðu verið rædd við Schafer á stjórnarfundi fyrirtæk- isins, ekki hinn 21. maí árið 2001 heldur sama dag í maí á þessu ári. Hann segir því að dagsetningar sumar hverjar séu rangar í stefn- unni. Hann hafi t.d. verið staddur á fundi með Samkeppnisstofnun 21. maí í fyrra og farið eftir það norður í land. Á fundinum nú í vor með Schafer voru, auk Tryggva, stjórnarmenn- irnir Robert Gibbons, frá Kaupþingi í New York, varamaður Hreiðars Más Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Kaupþings, Judith Sullivan og Willi- am (Bill) Fields. Tryggvi segir að stjórnin hafi óskað sérstaklega eftir því við Schafer að hann kæmi á fund- inn og skýrði frá viðskiptum Retail Stores Services við Bonus Stores. Stjórnin hafi þá fengið ábendingar frá starfsmanni Bonus Stores um að ekki væri allt með felldu. Tryggvi vill ekki upplýsa nánar hvað fram fór á fundinum en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sagði Schafer að hann hefði ekki haft persónulegan ávinning af viðskiptunum við Bonus Stores og tap hefði orðið á rekstr- inum. Þegar stjórnarmenn spurðu hvort færa mætti þau ummæli til bókar í fundargerð stjórnar er Scha- fer sagður hafa neitað því. Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs, um fjárþörf Bonus Stores Veltur á hversu hratt á að byggja upp KAUPHÖLL Íslands mun skoða hvort tilkynning um brottrekstur Jim Schafer, aðalforstjóra Bonus Stores, hafi borist of seint eða ekki. Hins vegar er talið að brott- reksturinn hafi ekki áhrif á afko- muáætlanir og sá þáttur hafi verið upplýstur af hálfu Baugs. Þórður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Kauphallar Íslands, sagði í gær að farið yrði yfir málið á næstu dögum. Þá yrði og farið yfir yfirlýsingu stjórnarformanns Baugs sem barst eftir lokun mark- aða í gær. „Þarna er um tvö atriði að ræða, annars vegar það sem snýr að brottvikningu Jims Scha- fers og hins vegar hvort hún hafi áhrif á afkomuáætlanir stjórnenda Baugs. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum og farið hef- ur verið rækilega yfir voru þeir ekki með áætlun forstjórans í til- kynningum og greinargerðum fyr- ir afkomuhorfunum á þessu ári í kringum aðalfundinn í lok maí. Þeir hafa þar með skýrt þann þátt.“ Kauphöllinni tilkynnt um brottvikningu viku seinna Hinn þátturinn verður skoðaður, segir Þórður, og beðið um nánari upplýsingar ef ástæða þykir til. Sá þáttur snýr að brotthvarfi Jims Schafers og Courtneys M. Bricks frá Bonus Stores. Hinn 4. júní sl. var þeim gert að taka sér frí og gert að yfirgefa höfuðstöðvar fyr- irtækisins. Hinn 10. júlí var þeim sagt upp störfum bréflega og átta dögum síðar, hinn 18. júlí, var Kauphöll Íslands tilkynnt um brottreksturinn. Uppsögn aðalforstjóra Bonus Stores Kauphöllin fer yfir málið JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugur Group, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: „Vegna ummæla Jims Schafers í Mbl. um að ég hafi vitað um tilveru- rétt á fyrirtæki hans Retail Stores Services vil ég taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem Jim held- ur því fram að ég hafi vitað um til- verurétt félagsins áður en stjórn Bo- nus Stores komst að hinu sanna. Ég hafði fyrst vitneskju um það þegar Tryggvi Jónsson, formaður Bonus Stores, sagði mér frá því í maí sl. Því miður fer Jim Schafer rangt með mál og hefur hann ítrekað gefið rangar upplýsingar frá því að stjórn Bonus Stores komst að tilvist Retail Stores Services.“ Rangt að Schafer hafi ekki hagnast á viðskiptunum Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Ásgeir að litið sé á málið sem gróft brot á starfsreglum fyrirtæk- isins og Baugur taki á því sem slíku. „Það kemur okkur ekki á óvart að hann skuli stefna okkur til að skapa sjálfum sér stöðu. Stjórn Bonus Sto- res hefur ákveðið að stefna Schafer,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir það ekki rétt sem Schafer heldur fram, að ekki sé óal- gengt í bandarískum einkafyrirtækj- um að stjórnendur þeirra eigi önnur fyrirtæki sem þeir láta vinnuveitend- ur sína eiga viðskipti við. Jón Ásgeir segir það einnig rangt að Schafer hafi ekki hagnast á viðskiptunum, í endurskoðunarskýrslu sem lögð var fram í maí kemur fram að Schafer hafi hagnast á viðskiptunum. Vissi ekki um Retail Sto- res Services á síðasta ári Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugur Group TÖLUVERÐ viðskipti voru með hlutabréf í Baugi hf. í gær en heild- arvelta dagsins nam rúmum 402 milljónum. Gengi á bréfunum lækk- aði um 4,9% í 92 viðskiptum og endaði í 8,75. Mesta lækkun á bréfum í Baugi í gær nam 6,5% en í viðskiptum undir lok dagsins hækkuðu bréfin aftur um 1,6%. Þessi lækkun á gengi félagsins þýðir að markaðsvirðið lækkaði um rétt um einn milljarð króna, en mark- aðsvirði félagsins er rétt tæpur 21 milljarður eftir viðskipti gærdagsins. Markaðsvirði Baugs lækkaði um milljarð MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Tryggva Jónssyni, stjórnarfomanni Bonus Stores Inc.: „Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Baugur Group hf. í gær, fimmtu- daginn 18. júlí, 2002, var fram- kvæmdastjóra Bonus Stores Inc., Jim Schafer, vikið úr starfi vegna trúnaðarbrota og að misnota aðstöðu sína sem forstjóri félagsins. Trúnaðarbrot Jim Schafers felast m.a í því að á meðan hann starfaði fyrir Bonus Stores stofnaði hann fyr- irtækið Retail Stores Services. Sem framkvæmdastjóri Bonus Stores keypti hann innréttingar og annan búnað af eigin fyrirtæki, án þess að greina stjórn Bonus Stores frá kaup- unum. Þá hefur komið í ljós að fyr- irtæki hans, Retail Stores Services seldi Bonus Stores innréttingar og búnað sem þegar var í eigu Bonus Stores. Hvorki stjórn Bonus Stores né forsvarsmenn Baugs vissu af til- vist Retail Stores Services og því enn síður um viðskipti þess við Bo- nus Stores þar til í maí á þessu ári þegar starfsmaður Bonus Stores hafði samband við stjórnarformann félagsins og innti hann eftir því hvort þessi viðskipti væru gerð með vitund og samþykki stjórnar Bonus Stores, en svo var ekki. Stjórn Bonus Stores þykir í hæsta máta óeðlilegt að fram- kvæmdastjóri hagnist á viðskiptum við eigið fyrirtæki. Rétt er að benda á það að fyrir- tækið Bonus Stores verður ekki fyrir fjárhagslegum skaða vegna þessa máls, enda tryggt fyrir misferli af þessu tagi. Því mun þetta ekki hafa áhrif á áætlanir um hagnað Baugur Group samstæðunnar sem er áætl- aður á þessu reikningsári rúmir 2 milljarðar króna eftir skatta. Stjórn Bonus Stores og forsvarsmenn Baugur Group vísa alfarið á bug ásökunum Jim Schafers um að hafa talið hluthöfum sínum trú um að rekstur fyrirtækisins hafi gengið betur en hann gerir í raun. Endur- skoðendur Bonus Stores í Banda- ríkjunum, Ernst & Young eru að ljúka endurskoðun á félaginu. KPMG sem er endurskoðandi Baug- ur Group hf., staðfestir að ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir fyrri fullyrðingar Jim Schafer. Ljóst er að yfirlýsingum Jim Scha- fers á undanförnum dögum er ætlað að draga athygli frá misferli hans og slá ryki í augu fólks. Verið er að endurskoða þær rekstraráætlanir sem Jim Schafer lagði fram á stjórnarfundi Bonus Stores þann 21. maí sl. Þær sýndu $277 millj. veltu á þessu fjárhagsári, en í áætlun sem var kynnt á aðal- fundi Baugs þann 30. maí sl. var gert ráð fyrir 22 milljarða kr. veltu, eða sem svaraði $220 millj. veltu og því er leiðréttinga ekki þörf. Stjórn Bonus Stores harmar að Jim Schafer, fyrrum framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, hafi ekki staðið undir þeim væntingum og því trausti sem honum var sýnt. Uppbygging Bonus Stores mun halda áfram eins og áætlanir gera ráð fyrir.“ Yfirlýsing frá stjórnarformanni Bonus Stores
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.