Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SEPTEMBER er að vænta langþráðrar plötu frá Peter Gabriel, hinnar fyrstu eigin- legu sólólötu frá honum í 10 ár, hans 7. í röðinni, ef undan eru skildar plötur hans með kvik- myndatónlist, tónleikaupptökum og fyrir hin ýmsu afmörkuðu verkefni. Ber nýi gripurinn tveggja stafa nafn, Up, í stíl við 2 fyrri plötur hans, So og Us. Það er skemmst frá því að segja að þetta er hið mesta tilhlökkunarefni fyrir glettilega marga unnendur Gabriels, sem hafa þurft að bíða von úr viti eftir plötu, sem slegið hefur verið á frest oftar en menn kæra sig um að rifja upp. En ef spánný plata var ekki nóg til að seðja vannærða Gabriel-unnend- urna ættu þeir að geta orðið æði vel mettir eftir að hafa notið annarra kræsinga sem Virgin, útgáfufyrirtæki Gabriels, ber á borð um þessar mund- ir. Nýverið var nefnilega ráðist í að endurnæra eldri plötur hans, snur- fusa þær og fínpússa, eins og góður siður er orðinn að gera við merkilegri plötur sem búnar voru til fyrir tíma stafrænu byltingarinnar. Að sjálf- sögðu var verkið unnið með fullu sam- þykki listamannsins og reyndar undir handleiðslu Real World, margmiðlun- arfyrirtækisins hans. Alls eru plöt- urnar tíu sem endurútgefnar voru á dögunum í átaki þessu: Eiginlegu sólóplöturnar hans sex, ein tónleika- plata, tvær plötur með kvikmynda- tónlist og svo safnplatan Shaking The Tree. Í þrjá áratugi hefur Peter Gabriel verið í hópi virtustu tónlistarmanna, ekki síst vegna þess að hann hefur alla tíð verið leitandi, horft fram á veginn í staðinn fyrir að garfa í því sem gamalt er og notað. Gabriel þurfti út Fyrst gat hann sér orð sem liðs- maður sveitarinnar, eða kannski öllu heldur stofnunarinnar, Genesis, þeg- ar sú sveit þótti enn í fararbroddi framfararsinnaðrar tónlistar. Leið þó að því að Gabriel fannst hann kominn það mikið fram úr félögum sínum Phil Collins, Mike Rutherford, Steve Hackett og Tony Banks að sköpunar- gáfa hans fengi betur þrifist ef hann starfaði einn og óstuddur. Þetta var árið 1976 og ári síðar sendi hann frá sér fyrstu sólóplötuna. Kom það mörgum á óvart hversu aðgengileg hún var miðað við að Gabriel hafði verið manna róttækastur í Genesis. Platan var greinilegt uppgjör við sveitina og hápunktar hennar klár- lega „Solsbury Hill“ og lokalagið „Here Comes The Flood“. Fyrr- nefnda lagið er löngu orðið sígilt sem sannaðist með býsna smekklegri notkun í Vanilla Sky. Þetta ljúfsára popplag hefði maður ekki getað séð fyrir sér á Genesis-plötu í þá daga og það var einmitt kjarni málsins. Gabr- iel vildi njóta frelsis til þess að gera hvaðeina sem hon- um dytti í hug, hvort sem væri kabarett- skotið lag eða reyk- mettaðan djassara, eins og finna má á þessari brokkgengu en mikilvægu fyrstu plötu sem sýnir fyrst og fremst og sannar hvers vegna Gabriel þurfti út, hvers vegna hann varð að losa sig úr viðjum hljómsveit- arinnar – til að sköpunarþörf hans fengi best notið sín. Einlæg forvitni Ef það sýndi sig ekki nægilega á fyrstu plötunni þá sannaði Gabriel það endanlega á annarri plötunni, sem hét sömuleiðis Peter Gabriel, að hann hafði blessunarlega losað sig við allt stærilætið sem einkennt hafði tónlistarsköpun „framsækinna“ sveita á borð við Genesis. En Gabriel var samt ekkert síður framsækinn en áður, bara á allt annan og athyglis- verðari veg. Allir stælarnir og þörf „proggaranna“ fyrir að sýna hversu vel þeir væru að sér í tónlistarfræð- unum hafði vikið fyrir hugrekki og einlægri forvitni Gabriels. Og sá óvenjulegi léttleiki sem skein á köfl- um í gegn á fyrstu plötunni var nú nær hvergi finnanlegur – og kom reyndar ekki í leitirnar fyrr en á So. Önnur platan innihélt ekki neina smelli og til marks um það er ekkert lag af plötunni að finna á safnplötunni Shaking the Tree. En það þýðir ekki að hún sé eitthvað vanmáttug fyrir vikið því ef eitthvað er þá er hún tölu- vert framfaraskref frá fyrstu plöt- unni, tónlistin tilraunakenndari og lagasmíðarnar frumlegri, þannig að þegar allt kemur til alls er hér ein af allra best heppnuðu plötum Gabriels og það sem meira er, ákveðin vís- bending um að innan seilingar væri sjálft meistarverkið. Meistaraverkið Þriðja platan kom út árið 1980, tveimur árum seinna en sú næsta á undan, og bar enn nafn höfundarins. Og framfarirnar voru enn einkenni Gabriels. Víðsýni hans virtust engin takmörk sett í eilífri leit hans að nýj- um leiðum til þess að bera á borð popptónlist. Með aðstoð upptöku- stjórans Steve Lillywhite, sem þá var í þann mund að verða sá vinsælasti í bransanum og átti eftir að stjórna upptökum fyrir U2, Big Country, Simple Minds, The Pogues, Talking Heads og Morrissey, bjó Gabriel til sína mögnuðustu plötu, tímalaust meistaraverk uppfullt af eðallaga- smíðum, sem hafa elst betur en allt annað efni sem hann hefur frá sér sent, þar með talið síðasta plata hans Us. Ennfremur má til sanns vegar færa að á þessum tíma hafi Gabriel aldrei notið eins mikillar virðingar. Í dag má jafnframt glöggt greina hversu mikil áhrif platan hafði á sam- tímatónlist, nýbylgjutónlistina sem var að mjaka sér upp á yfirborðið, en þó kannski sér í lagi nýrómantík sem þá var í gotneskari kantinum. Og þrátt fyrir að tónlist Gabriels væri heldur að þyngjast, ef eitthvað var, þá varð vegur hans sífellt meiri, einkum vegna almennra vinsælda laganna „Do You Remember“ og „Games Without Frontiers“. Á bólakafi Og þökk sé þeirri virðingu sem Gabriel var þá farinn að njóta og smellinum „Shock the Monkey“ juk- ust vinsældirnar enn með fjórðu plöt- unni, sem í dag nefnist 4, en hefur stundum gengið undir nafninu Secu- rity – og það þrátt fyrir að platan verði að teljast hans tormeltasta sóló- plata. Þarna er Gabriel á bólakafi í raftónlistarpælingunum og tölvuvæð- ingu rokksins sem þá var mál mál- anna. Fyrir vikið hefur platan síst staðist tímans tönn. Áður en næsta stúdíóplata kom út sendi Gabriel frá sér tvær aðrar; róm- aða tónleikaplötu 1983 og plötu með tónlist sinni við kvikmyndina Birdy eftir Alan Parker 1985, fyrstu tilraun hans til að semja kvikmyndatónlist en hana byggði hann að hluta á stefjum úr eldri lögum sínum. Milljónamyndböndin Ári síðar kom svo út vinsælasta og um leið aðgengilegasta plata Gabriels fyrr og síðar. So seldist í milljónum eintaka, aðallega fyrir tilstuðlan tíma- mótamyndbanda við stórsmellina „Sledgehammer“ og „Big Time“, sem sýnd voru ótt og títt á hinni nýju MTV-sjónvarpsstöð. En auk þess náðu lögin „Don’t Give Up“, dúett sem Gabriel söng á móti vinkonu sinni Kate Bush, og „In Your Eyes“ all- nokkrum vinsældum, hið seinna þó þremur árum síðar, eftir að hafa brætt hjarta fólks í fyrstu mynd Camerons Crowe, Say Anything. Þegar hér var komið sögu var Gabriel orðinn maður upptekinn – við flest annað en að búa til „popptónlist“. Hann hafði þá um nokkurt skeið látið sig mjög varða „þriðjaheims- vandann“ og kom sú ástríða hans fyrst upp á yfirborðið í laginu „Biko“ af þriðju plötunni. Fjallar það um píslarvottinn Stephen Biko sem var myrtur með köldu blóði er hann barð- ist fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunn- ar í Suður-Afríku og vakti lagið marg- an Vesturlandabúann til vitundar um veikburða réttindabaráttu svartra þar í landi. Gabriel var einnig virkur stuðn- ingsmaður WOMAD, góðgerðarsam- taka tónlistarmanna, og gróðanum af So eyddi hann svo sannarlega ekki í að kaupa sér óðal úti í enskri sveit eða villu með sundlaug í Beverly-hæðum, nei, hann byggði eitt fullkomnasta hljóðver í heimi í Wiltshire í Englandi (Real World-hljóðverið), stofnaði í kringum það margmiðlunarfyrirtæki og opnaði dyr sínar upp á gátt fyrir athyglisverðum listamönnum hvaðan- æva úr heiminum, ekki síst þeim sem eru frá hinum svokallaða þriðja heimi. Margmiðlari Leið því og beið eftir næstu plötu. Sárabótin var Passion og kom út 1989, mögnuð tónlist Gabriels við hina umdeildu trúarjátningu Martins Scorsese The Last Temptation of Christ, hvar greina mátti vel hversu heimstónlistin var orðin honum hug- leikin. Og eftir því sem Gabriel eyddi meira af sínum tíma í að sinna „æðri“ málefnum, þá má segja að áhugi al- mennings hafi dofnað. Kom það áþreifanlega í ljós er Us leit loks dagsins ljós 1992 því þrátt fyrir að vera poppuð í anda So og við- brögð gagnrýnenda hafi verið já- kvæð, þá urðu vinsældirnar ekki eins miklar og forverans. Kannski liggur skýringin einnig að hluta í því að þótt í poppaðri kantinum sé, af Gabriel að vera, þá var platan myrkari en forver- inn, enda gekk hann í gegnum erfiðan skilnað á meðan á gerð hennar stóð og glímdi við aðra persónulega drauga um það leyti. Ári síðar sendi Gabriel frá sér aðra tónleikaplötu sína, Secret World Live, 1994 gaf hann út margmiðlunar- verkefnið Xplora og árið 2000 kom út, undir nafninu Ovo, tónlistin við marg- miðlunarverkefni sem hann hafði ver- ið beðinn um að búa til fyrir opnun hinnar mislukkuðu Aldamótahvelf- ingar við Thamesá í Lundúnum. En „alvöru“ Gabriel-plötu er samt enn beðið með jafnmikilli eftirvænt- ingu. Í septemberlok mun sannast að allt tekur enda, meira að segja biðin eftir sólóplötu frá Peter Gabriel! PETER GABRIEL  PETER GABRIEL (2)  PETER GABRIEL (3)  PETER GABRIEL (4)  PLAYS LIVE  BIRDY  SO  PASSION  SHAKING THE TREE  US  Gabriel gegnumtekinn Á dögunum voru eldri verk Peters Gabriels gefin út, endurbætt og í nýjum umbúðum. Skarphéðinn Guðmundsson kynnti sér útgáf- una og farsælan feril þessa mikilsvirta tónlistarmanns. Gabriel fór mikinn framan af áratugnum níunda og komst á tímabili í hóp söluhæstu poppara. skarpi@mbl.is Hönnunin á Gabriel-endurútgáfunum hefur smekklegan heildarsvip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.