Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 39 ✝ Þórólfur BeckGuðjónsson fæddist á Skallabúð- um í Eyrarsveit 24. mars 1930. Hann lést á heimili sínu 9. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðjón Elisson, f. 19. feb. 1897, d. 9. júlí 1984, bóndi á Skallabúðum í Eyrarsveit, og Sig- ríður Elisdóttir, f. 15. jan 1905, d. 11. jan. 1973, húsfreyja. Systkini Þórólfs eru Högni, f. 1. sept. 1928; Elis, f. 9 ágúst 1932; Gróa Herdís, f. 18. nóv. 1933, d. 15. nóv. 1985; Vilberg, f. 1. apríl 1940. Eftirlifandi eiginkona Þórólfs er Jóhanna Sigurrós Árnadóttir, gjaldkeri, f. 29. júlí 1939. Foreldr- ar hennar eru Árni Jóhannsson, f. 26. mars 1913, d. 19. des. 1995, verkamaður, og Ingibjörg Álfs- dóttir, f. 29 des 1917, húsfreyja í Reykjavík. Þórólfur og Jóhanna Sigurrós giftust 12. sept. 1958. Börn þeirra eru: Guðjón Árni, bú- settur í Noregi, f. 6. feb. 1958, á hann tvö börn. Sigurþór f. 3. mars 1959, búsettur í Garðabæ, kvænt- ur Rut Aðalsteinsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Elis, f. 19. júlí 1960, búsettur á Ólafsfirði, kvæntur Þórönnu Guðmunds- dóttur, eiga þau þrjú börn. Ingibjörg 11. nóv. 1962, búsett í Grundarfirði, á hún þrjú börn, sambýlis- maður hennar er Bergur Hrólfsson. Sigrún f. 13.okt. 1965, búsett í Garða- bæ, gift Magnúsi H. Björnssyni og eiga þau tvö börn. Þórólfur ólst upp á Skallabúðum. Hann fór ungur til sjós í Grundarfirði. Svo stundaði hann ýmis verka- mannastörf til sjós og lands þar til hann gerðist verslunarstjóri í Kaupfélagi Grundfirðinga árið 1965 og gegndi því starfi til ársins 1990. Hann gerðist dreifingaraðili hjá Olís og síðan hjá Skeljungi til ársins 2001, þegar hann lét af störfum. Þórólfur var virkur með- limur í Lionsklúbbi Grundarfjarð- ar. Hann var í stjórn Verkalýðs- félagsins Stjörnunnar. Hann var einn af stofnfélögum eldriborg- arafélags í Grundarfirði og var hann áhugamaður um bridge. Útför Þórólfs verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég sit hjá sævarbárum, sól á vorsins daggarperlur skín. Gullnum gleðitárum ég græt og minnist þín. Kær vinur minn og mágur Þór- ólfur B. Guðjónsson, Doddi, lést að morgni 9. júlí síðastliðinn. Grund- arfjörður skartaði mikilli fegurð þennan morgun og hefur þú fundið til löngunar að labba út fyrir bæinn og virða fyrir þér fagran fjallahring- inn og framsveitina þína. Þetta varð þín síðasta gönguferð. Það var vorið sem ég fermdist að Rósa systir kom með þig heim á Lindargötuna, alla leið frá Grund- arfirði og kynnti þig sem unnusta sinn. Það var ekki laust við að ný- fermd stúlkan færi hjá sér þegar hún leit augum þennan myndarlega og glaðværa mann. En feimnin stóð ekki lengi og óhætt er að segja að þarna hafi tekist með okkur mikil vinátta. Þið Rósa leigðuð ykkur síð- an litla risíbúð við Hagamel og varð ég þar mikill heimagangur. Sveitamaðurinn undi ekki hag sínum vel á mölinni, honum leiddist og hann vildi komast í sveitina sína, Eyrarsveit, þar átti hann heima. Svo að eftir eins árs búsetu í Reykjavík fluttu þau Rósa og Doddi til Grundarfjarðar, þar sem þau hafa búið síðan. Það var síðan vet- urinn 1961 að ég fór til Grundar- fjarðar, vann þar á vertíð einn vet- ur, bjó hjá Rósu og Dodda að Borgarbraut 9. Þar höfðu þeir bræður Doddi og Högni reist sér myndarlegt hús. Húsaleigan var að ég þurfti að aðstoða við heimilis- störfin enda þá komnir í heiminn þrír drengir á rétt rúmum þremur árum og nóg að gera. Doddi var stoltur af drengjunum sínum, brosti breitt og sagðist ætla að koma sér upp góðu fótboltaliði. En ekki fór það svo, strákakvótinn búinn en tvær myndarstúlkur bættust í hóp- inn. Það er ekki verra, sagði Doddi, þær verða bara í marki! 1965 flutti ég síðan með fjöl- skyldu minni til Grundarfjarðar. Alla tíð síðan hefur verið mikill og góður samgangur á milli heimila okkar og oft glatt á hjalla enda börnin mörg. Mörg sumur fóru fjöl- skyldurnar saman í skemmtilegar útilegur. Var þá áherslan lögð á það að hafa mikið og gott nesti enda var það sameiginlegt áhugamál okkar Dodda að borða góðan mat. Um tólf ára skeið unnum við Doddi saman hjá Kaupfélagi Grund- firðinga. Það var skemmtilegur tími og margt skemmtilegt brallað. Rifj- uðum við oft upp þessar skemmti- legu stundir og mikið var hlegið. Árin hafa liðið hratt. Þær hafa verið margar ánægjulegar stundirnar með ykkur Rósu, en uppúr stendur þó ferðin sem þið Rósa fóruð í með okkur Reyni til Mallorca fyrir einu og hálfu ári. Þar áttum við saman yndislegar stundir sem aldrei munu gleymast. Kæri Doddi, nú skilja leiðir okkar um sinn. Nú hringir þú ekki oftar og segir mér að koma yfir og fá mér kjötsúpu, baunasúpu eða siginn fisk, færir okkur ekki lengur gott rauð- vín eða spyrð hvort ég eigi bauk og flautar ekki oftar fyrir utan til að sækja mig í leikfimitímana. Ég kveð Dodda með miklum söknuði og mun ávallt vera þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Guð styrki og blessi Rósu og börnin þeirra á erfiðum stundum. Elsa Árnadóttir. Elsku afi minn. Þegar ég var lítil kenndir þú mér þessa bæn: Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ég fann mynd af okkur þegar ég var pínulítil, fyrsta barnabarnið til að kúra á bumbunni og sofa í hol- unni. Enn í dag þegar ég sé rauða rútu hugsa ég til þín og ömmu og allra heimsóknanna til ykkar og man að það var alltaf sárt að kveðja. Ég kveð þig nú í hinsta sinn og það er sárara en nokkru sinni fyrr. Sofðu rótt í alla nótt og Guð geymi þig. Ég elska þig, elsku afi minn. Sigurlaug Rósa. Elsku afi. Ég er svo þakklát fyrir allan tímann sem við áttum saman. Alla bíltúrana sem við amma fórum í með þér fram í sveit og þú sagðir mér hvað fjöllin heita og sýndir mér hvar þú hafðir leikið þér sem strák- ur og sagðir mér sögur af því þegar þú varst lítill. Sérstaklega þótti mér skemmtilegt þegar við fórum yfir lækinn okkar og ég fékk að stinga höfðinu út um gluggann svo að það gusaðist á mig og oft snerir þú við svo að við gætum farið aðra ferð. Og allar næturnar sem ég svaf í holunni á milli ykkar ömmu og þú sagðir mér sögur þangað til að ég sofnaði. Þetta er mér ómetanlegt. Jafnvel þó við værum bara heima og ekki að gera neitt sérstakt, aldrei leiddist þér að hafa mig í kringum þig og aldrei leið mér betur. Þú varst alltaf til staðar hvað sem bjátaði á og þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og varst alltaf jafn stoltur af mér. Í kringum þig ríkti alltaf mikill friður og þú gerðir alltaf það besta úr öllu og varst alltaf sáttur. Þín verður sárt saknað en ég veit að þú vakir yfir okkur. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig, allt sem þú kenndir mér og allan tímann sem við áttum saman. Þín Jóhanna. Hann Doddi hefur kvatt, í bili. Við andlát hans eru okkur þakkir í huga, þakkir fyrir samfylgd og góð kynni, við móðurbróður og góðan dreng. Grundarfjörður hefur misst mæt- an son. Í litlu samfélagi hefur hver einstaklingur sinn sess í hugum samferðafólks. Minningar um fólk tengjast hvort heldur sem er störf- um sem það gegnir í samfélaginu, jafnvel um áraraðir, eða fjölskyldu- og ættartengslum, samskiptum og sambúð fjölskyldna. Það var kært milli þeirra systk- ina, barna Sigríðar og Guðjóns frá Skallabúðum. Á Borgarbraut 9 byggðu þeir sér hús bræðurnir Doddi og Högni og bjuggu þar með fjölskyldum sínum, Doddi og Rósa á efri hæðinni með börnin sín fimm, Högni og Adda á neðri hæðinni og börnin sex. Í húsinu á móti bjó Gróa systir þeirra, ásamt Gísla og fimm börnum. Bræðurnir Elís og Vilberg voru heldur ekki langt undan með sínar fjölskyldur, og ekki heldur amma og afi, meðan þeirra naut við. Börnin, á mismunandi aldri, léku sér saman og uxu úr grasi. Bernskuminningar tengjast Dodda í Kaupfélaginu. Reffilegur maður í hvítum slopp bak við kjöt- og fiskborðið afgreiðir húsmæðurn- ar og aðra viðskiptavini um soðn- ingu dagsins eða helgarsteikina. Fiskflökum er pakkað inn af lagni og kóteletturnar sagaðar niður með æfðum handtökum. Varan er síðan rétt yfir borðið með glettinni at- hugasemd og kankvísu brosi út í annað. Góðar minningar geymast einnig frá samverustundum starfsmanna á skrifstofu sveitarfélagsins og maka þeirra. Grillveislur, matarveislur og jólahlaðborð hópsins, iðulega með tilheyrandi glensi þar sem Doddi lét ekki sitt eftir liggja. Aldursmunur hafði þar ekkert að segja. Doddi var léttur í lund og hafði gaman af að vera innan um fólk, ekki síst á góðri stund, glettinn og með þennan sérstaka stríðnishlátur, kvikar hreyfingar, fersklegt fas og þetta ógleymanlega göngulag. Kveðjustundina bar brátt að. Við sendum Rósu og börnunum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs, Þórólfs Guðjónssonar. Hermann og Björg. Elsku Doddi, nú er komið að kveðjustund í bili. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ykkur Rósu og eignast vináttu ykkar fyrir aldarfjórðungi. Þrátt fyrir breytingar í fjölskyldu- tengslum hefur sú vinátta alltaf haldist. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir að hafa verið yndislegur afi elstu dóttur minnar. Hún átti alltaf vísan stað hjá ykkur í Grund- arfirði. Við áttum yndislega sam- verustund nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Þú skemmtir þér kon- unglega á Færeyskum dögum í Ólafsvík. Þannig mun ég minnast þín, skellihlæjandi og segjandi brandara. Elsku hjartans Rósa mín, Guðjón, Bóbó, Elli, Ingibjörg, Sigrún og aðrir ástvinir. Minningin um ástrík- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa mun lifa um ókomna tíð. Guð styrki ykkur öll. Vinarkveðja. Selma S. Gunnarsdóttir. Með söknuði kveðjum við kæran vin. Margs er að minnast þegar hugurinn leitar til baka. Við kynnt- umst fyrst haustið ’69 þegar við hjónin fluttum til Grundarfjarðar með allt okkar hafurtask. Þórólfur eða Doddi var innanbúðarmaður í Kaupfélagi Grundarfjarðar, hann var alltaf jákvæður, glaðlegur og stutt í spaugið þegar maður kom í Kaupfélagið. Þau hjón Doddi og Rósa ferðuðust mikið með okkur bæði innanlands og utan. Fyrstu utanlandsferðina fórum við sumarið ’74 .Ítalía var fyrir- heitna landið. Hitinn skall á okkur, 40°C, þegar við stigum út úr flugvél- inni og fyrir okkur sem vorum klædd á okkar mælikvarða í síðbux- ur og þykkar skyrtur frá Íslandi var það svakalegt sjokk. Byssuklæddir menn í flugstöðinni þegar svitinn lak niður eftir okkur öllum og við vissum ekki hverju við mættum eiga von á. En allt fór þetta vel. Við skoðuðum Róm og Vesúvíus, heim- sóttum Caprí og sungum ,,Hvað er svo glatt“ í hellinum á Caprí. Þetta var ógleymanleg ferð. Margar ferðir voru farnar síðan. Alltaf var reynt að fara bæði á vorin og haustin til Reykjavíkur í menningarferðir. Eitt af áhugamálum Dodda var brids en Ragnar og hann áttu þetta sameiginlega áhugamál og yfirleitt var spilað einu sinni í viku eða oftar. Allt sem Doddi gerði var gert með stökustu natni og ekkert gefið eftir. Doddi hafði góða frásagnar- hæfileika og fannst okkur gaman að hlusta á hann segja sögur úr sveit- inni sinni, bæði af mönnum og mál- efnum. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Elsku Doddi, við þökkum þér samferðina í gegnum árin. Þér, elsku Rósa, og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ragnar og Rósa. ÞÓRÓLFUR BECK GUÐJÓNSSON                                             !"  ##   $%&   %    '! # ##   (!"  ##  !)* !)*   (  (" (  (  ("%               +,-./ --  #0" )+ 1 *2         !    "  # 3)%   /0      4*##  +4' ##   *+5 46  (  (" (  (  ("%  "      "  "   " , + / - 7-        "$   % & "$  '    4   +  $%8* ) 4 ##  39#$      4 4 ##       (  (" (  (  ("%            :7/;- <(( =       ( ) *     + , "$    " " " * -*  .             /       ( ) *  5/   >#   ;   ?   4!     !   !"6'%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.