Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKORTUR er á dagforeldrum í Garðabæ og hefur bærinn ákveðið að bregðast við honum, meðal ann- ars með því að auglýsa eftir fólki sem vill gerast dagforeldrar. Nokk- uð er um að foreldrar hringi og leiti eftir upplýsingum um dagforeldra en fjórir slíkir eru á skrá hjá bæn- um og þörf er á nokkrum til við- bótar. Að sögn Guðfinnu B. Kristjáns- dóttur, upplýsingastjóra bæjarins, er óskað eftir fólki til að sinna dag- gæslu barna undir leikskólaaldri en öll börn sem hafa náð 18 mánaða aldri að hausti fá leikskólavist í Garðabæ. „Við munum útbúa auglýs- ingabækling sem verður dreift inn í hvert hús í Garðabæ í sumar og vonum að einhverjir sjái sér þar at- vinnutækifæri,“ segir Guðfinna. „Einn af kostunum við starf dag- foreldra er að fólk fær tækifæri til að vera lengur hjá eigin börnum um leið og það hefur tekjur af að gæta barna annarra,“ segir hún. Á leikfangasafni bæjarins geta dagforeldrar m.a. fengið lánaðar fjölburakerrur og matarstóla ásamt fleiru og ýmislegt annað er gert til að draga úr stofnkostnaði. Dagforeldrar eru ekki starfs- menn bæjarins en bærinn hefur eft- irlit með daggæslunni. Guðfinna segir mestu eftirspurnina eftir heilsdagsvistun, sé miðað við óskir foreldra barna á leikskólum, en einnig er óskað eftir fólki sem get- ur sinnt t.d. hálfsdagsvistun. „Kosturinn við þetta starf er að fólk er sjálfstæðir atvinnurek- endur. Það er að skapa sér tekjur um leið og það fær tíma með eigin börnum.“ Að sögn Guðfinnu er miðað við að dagforeldrar geti sinnt allt að fjórum börnum fyrsta árið en fimm börnum eftir það, þar með eru talin eigin börn undir skólaaldri. Ljósmynd/Garðabær Garðabær hefur ákveðið að greiða grunnnámskeið fyrir þá sem koma til starfa, fella niður gjald fyrir afnot af leikfangasafni og veita dagforeldrum afnot af gæsluvelli. Myndin er tekin á Túnavelli við Faxatún. Auglýst eftir dagforeldrum Garðabær ÞEGAR komið er í Árbæjarsafn er það eins og að hverfa 100-200 ár aftur í tímann. Prúðbúið fólk í ís- lenskum alþýðufötum þess tíma sést skjótast á milli húsa, sýnd eru forn handverk sem hafa vikið fyrir seinni tíma nýjungum á meðan aðr- ir afgreiða í minjagripaverslunum. Í afgreiðslunni mætir okkur ein yngismærin og greinilegt er að það er handagangur í öskjunni. Ástæð- an er vafalítið sú að halda á nám- skeið í tálgun og svo virðist sem einhverjir hafi boðað komu sína á síðustu stundu. Námskeiðið er haldið í Kornhús- inu, gömlu verslunarhúsi frá Vopnafirði, sem byggt var í kring- um 1820 og jafnframt er annað af tveimur elstu húsum safnsins. Ís- lenski fáninn er dreginn að húni og inni fyrir er Bjarni Þór Kristjáns- son, smíðakennari og leiðbeinandi á námskeiðinu, að koma sér fyrir. Greinilegt er á öllu að Bjarni þekk- ir vel til og virðist auk þess hafa þó nokkra reynslu af slíku námskeiða- haldi. Meðferðis hefur hann tvær skjalatöskur, fullar af hnífum og einhverja plástra og íþróttatösku sem er full af álíka stórum spýtum, íslenskum víði. Þegar mömmur og pabbar, afar og börn hafa raðað sér í kringum fundarborðið, sem er á efri hæð hússins, byrjar Bjarni á að leiða okkur í allan sannleikann að baki tálgunar í við. „Í dag ætlun við að búa til flugnabana,“ segir hann. „Til að drepa flugur?“ gellur í ungum dreng. „Ég nota bara hend- urnar,“ bætir sá stutti við. Þumalfingurinn á blaðið Bjarni tekur fram hníf sem ekki er eins og hnífar eru flestir. Skeftið er stórt en hnífsblaðið ekki nema þriðjungur af stærð venjulegs hnífsblaðs. Þegar Bjarni hefur gengið úr skugga um að allir viti hvað snýr upp og hvað niður, hvað sé eggin og hvað sé bakki á hnífs- blaði segir hann svolítið merkilegt sem virðist koma öllum sem inni eru í opna skjöldu. „Það sem flestir tala um þegar þeir eru að tálga er að tálga frá sér,“ segir Bjarni og tálgar af offorsi á meðan spýtan minnkar stöðugt. „Það eina sem ég get gert með þessu er að gera odd á spýtu,“ segir hann og upplýsir okkur um allan sannleikann að baki því að tálga spýtu. Í stuttu máli er hann sá, að sögn Bjarna, að rétthentur maður leggur þumalfingur vinstri handar á bakka hnífsblaðsins og þrýstir blaðinu hægt og mjúklega eftir viðnum. Með því móti verða allar hreyfingar fíngerðari og hægt er að stýra tálg- uninni mun betur. Eftir stutta kennslustund þar sem Bjarni lætur lítinn tröllkarl ganga á milli sem sönnun þess hvað hægt sé að gera með hnífnum með mikilli æfingu er ákveðið að drífa mannskapinn út og undir húsvegg þar sem tekið er til við að tálga. Ætlunin er að tálga börk og vaxt- arlag af víðinum, skera rauf í spýt- una öðru megin, sníða til leður- pjötlu og festa hana með nagla. Úr verður flugnabani sem er tilvalinn á vespur og aðra vágesti, að sögn Bjarna. Brauð á birkihríslum steikt yf- ir opnum eldi Fólki virðist ganga vel að tileinka sér handtökin. Mamma með tví- burabræður, Pétur Axel og Lýð Jónssyni, 8 ára, situr og tálgar. Strákunum gengur vel að tálga en Pétur fær örlitla skeinu á fingurinn. Bjarni leiðbeinandi bjargar því, opnar skjalatöskuna og nær í plást- ur á sárið. Jökull Gunnarsson og afi hans, Jökull Sigurðsson, eru komnir á skrið og hafa varla tíma til að líta upp frá verkinu. Jökull eldri við- urkennir að hann hafi lítið tálgað fram að þessu. „Ekki pilla, ekki pilla,“ heyrist skyndilega í Bjarna, þar sem hann talar yfir hópinn og ítrekar að fólk noti þumalinn á hnífsblaðið og fari sér hægt við tálgunina. Þegar Bjarni er spurður út í heppilegar trjátegundir við tálgun nefnir hann strax víði, sem er kvistalaus og léttari en birki og reynir, sem eru harðari trjátegund- ir. Tröllkarlinn, sem hann sýndi okkur inni í skemmu, er hins vegar úr linditré. Bjarni fer á flug þar sem hann talar um trjátegundir og allan þann haug af greinum sem endar ævi sína sem trjáspænir í stígagerð. Hann nefnir að hægt sé nota trjágreinarnar við gerð ýmiss konar skrautmuna, en einnig í hag- nýta hluti eins og húsgögn, borð- búnað og jafnvel gardínur. Við skiljum við fólkið þar sem það situr undir húsvegg á Kornhús- inu í glampandi sólskini. Þegar tálgun og flugnabanagerð er lokið er ætlunin að kveikja eld, vefja brauðdeigi um birkishríslur og steikja brauðið yfir opnum eldi. Hljómar ekki illa að loknu dags- verki. Fjölskyldudagur á sunnudag Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, deildarstjóra í Árbæjarsafni, verða tvö námskeið í tálgun í næstu viku, miðvikudag og fimmtudag. Hún bendir á að einnig sé boðið upp á námskeið í tóvinnu þar sem unnið er með halasnældu og kamb. Í dag, laugardag, verða tónleikar í „Lækjargötu 4“ í Árbæjarsafni. Nemendur Listaháskólans leika þar á básúnur og píanó en Árbæjarsafn hefur í sumar haft samstarf við skólann þar sem kynnt er til sög- unnar ungt og efnilegt fólk þaðan. Á sunnudag verður fjölskyldu- dagur með sérstakri barna- og fjöl- skyldudagskrá. Boðið verður upp á ratleik fyrir alla fjölskylduna. Farið verður í leiki við Kornhús, teymt undir börnum og farið í kappakstur á kassabílum. Morgunblaðið/Arnaldur Bjarni leiðbeinir móður og tvíburum við að tálga flugnabanann. Annar tvíburanna fékk smá skeinu en það kom ekki að sök og fékk hann plástur á sárið. Hnífarnir sem notaðir eru eru minni en hefðbundnir vasahnífar. Morgunblaðið/Arnaldur Ungir sem aldnir voru niðursokknir við vinnu undir húsvegg á Korn- húsinu í glampandi sólskini í Árbæjarsafni í vikunni. Tálgað í víði svo úr verður flugnabani Að tálga í við er listgrein sem tæpast á sér takmörk í efnisvali og útfærslum. Kristján Geir Pétursson og Arnaldur Halldórsson sannreyndu það í vikunni þegar þeir brugðu sér í Árbæjarsafn þar sem kennd voru undirstöðuatriði tálgunar. Reykjavík Bjarni Þór Kristjánsson leið- beinandi mundar spýtuna og sýnir réttu handtökin. kristjan@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.