Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Anette kemur í dag. Jo Elm fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gemini kemur í dag, Viking fór í gær. Mannamót Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Miðvikudaginn 24. júlí kl. 10.30 verður farið í Reykjanesferð frá Hæðargarði, Sléttuvegi og Hvassaleiti. Ekið verður um Vatnsleysu- strönd og í Sandgerði og Fræðasetrið skoðað. Farið að Hvalsnesi og kirkjan skoðuð. Leið- sögumaður Pálína Jóns- dóttir. Allir útbúa sig með sitt nesti. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst, upplýsingar í síma 568 3132. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.-23. ágúst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.-13. sept. Skráning kl. 9 og 21, s. 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Enginn dansleikur í kvöld vegna sumarleyfa í júlí. Engin danskennsla á mánu- og miðvikudögum vegna sumarleyfa í júlí. Dags- ferð í Húnavatnssýslu 24. júlí. Hringferð um Norð-Austurland 17.-24. ágúst. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir félags- menn FEB, skráning er hafin, takmarkaður fjöldi. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsþjónustan í Hvassaleiti, Hæðargarði og Sléttuvegi fara í ferð um Reykjanes miðviku- daginn 24. júlí. Lagt af stað kl. 10.30 frá Hæð- argarði með viðkomu á Sléttuvegi og Hvassa- leiti. Ekið verður um Vatnsleysuströnd og í Sandgerði og Fræða- setrið skoðað. Farið að Hvalsnesi og kirkjan skoðuð. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Allir útbúa sig með sitt nesti. Skráning á skrifstofum staðanna eða í símum: 588 9335, 568 3132 eða 568 2586. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumar- leyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verður á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30 Mætum öll og reynum með okk- ur. Fimmtudaginn 25. júlí verður ferð „á draugaslóðir í Árnes- sýslu“. Leiðsögumaður Þór Vigfússon sem gefur þátttakendum innsýn í atburði sem áttu sér stað í lágsveitum Árnessýslu fyrr á öldum, lýsa stað- og þjóðháttum á svæð- inu. Þuríðarbúð verður skoðuð og rjómabúið á Baugsstöðum. Ekið verður um Gaulverjabæ og gegnum Villinga- holtshrepp að Þingborg og til Selfoss. Kaffhlað- borð að Básum undir Ingólfsfjalli. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 13.15 og frá Gullsmára kl. 13.30 Þátttökulisti liggur frammi í félagsheimilinu Gjábakka og einnig má skrá sig í s. 554 0233 Bogi, 554 0999 Þráinn. Skráið ykkur sem fyrst. Ferðanefndin. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3-5, og í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Minningarkort Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum í Reykja- vík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apó- teki, Sogavegi 108, Ár- bæjar Apóteki, Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Bókabúðinni Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúðinni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1-3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgötu 8-10. Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55- 57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf. Borgarnes: Dalbrún, Brákabraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf. Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Ein- arsdóttir, Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norð- urlandi: Ólafsfjörður: Blóm og gjafavörur, Að- algötu 7. Hvammstangi: Verslunin Hlín, Hvammstangabraut 28. Akureyri: Bókabúð Jón- asar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mývatnssveit: Póst- húsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðinsbraut 1, Rauf- arhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Sel- foss: Selfoss Apótek Kjarninn. Í dag er laugardagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2002. Þorláksmessa á sumri, Margrétarmessa hin síðari. Orð dagsins: Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ (Lúk. 23, 34.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fiskur, 8 spræna, 9 kompa, 10 ferskur, 11 bygginga, 13 ákveð, 15 fars, 18 ljúka við, 21 eldi- viður, 22 drembna, 23 mannsnafn, 24 afbrota- manns. LÓÐRÉTT: 2 ísstykki, 3 hindra, 4 auðugra, 5 orðum auk- inn, 6 grip, 7 raggeit, 12 nálægari, 14 illmenni, 15 vöndur, 16 skeldýr, 17 valda tjóni, 18 rispa, 19 elskan, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bófar, 4 sópur, 7 letur, 8 rokið, 9 táp, 11 næði, 13 fráa, 14 lyfta, 15 stál, 17 ráma, 20 ern, 22 klæki, 23 ókind, 24 seiðs, 25 tónar. Lóðrétt: 1 bólin, 2 fátíð, 3 rýrt, 4 sorp, 5 pokar, 6 riðla, 10 álfar, 12 ill, 13 far, 15 síkis, 16 áræði, 18 ásinn, 19 and- ar, 20 eims, 21 nótt. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur yndi af því aðferðast um Ísland, hvort sem er um óbyggðir, fjöll og firnindi eða um búsældarleg héruð, þorp og bæi. Þótt Víkverji sé íslenskur í húð og hár hefur hann mjög gaman af því að kaupa minjagripi á ferðum sínum um landið og þá sérstaklega nytsamlega hluti, eða svokallaða nytjalist. Handverkshúsum, þar sem list- fengir íbúar selja muni sína, hefur fjölgað hratt síðustu ár og má nú finna víða um land. Víkverji kemur t.d. alltaf við í handverkshúsinu við Goðafoss þegar hann á þar leið um þar sem hand- verkskonur milli heiða selja fram- leiðslu sína. Ein þeirra, listfeng kona úr Fnjóskadal, býr til ýmis eldhús- áhöld með skafti sem hún vinnur úr hreindýrshorni, kindaleggjum, kýr- horni og öðrum efniviði. Víkverji dá- ist að frumkvæði hugmyndaríks fólks um allt land, sem á þennan hátt býr sér til atvinnu úr því sem er í kringum það og fegrar um leið um- hverfi sitt. Reyndar hafa íslenskir minjagrip- ir tekið stórtækum framförum síð- ustu ár. Ekki er langt síðan einu minjagripirnir sem erlendir ferða- menn gátu tekið með sér heim voru hraunmolar í glerkassa, hraunaðir keramikgripir og ullarsokkar. x x x Menningartengd ferðaþjónusta ereitt af þeim orðasamböndum, sem hafa verið mikið notuð síðustu misseri, og má jafnvel segja að sé orðið að hálfgerðri klisju. Víkverji er þó mikill áhugamaður um eflingu þessarar tegundar ferðaþjónustu. Margt hefur breyst til batnaðar síð- ustu árin hvað þetta varðar. Áhuga- verðum söfnum á landinu fer fjölg- andi, Hvalasafn á Húsavík, Vesturfarasetur á Hofsósi og þannig mætti lengi telja. x x x Þó liggja menningarverðmætivíða undir skemmdum. Á sunn- anverðum Fáskrúðsfirði stendur Franski spítalinn svokallaði og grotnar niður. Í þessu húsi, sem í upphafi stóð í kaupstaðnum sjálfum, fengu franskir sjómenn, sem veiddu hér við strendur, aðhlynningu. Heimamenn fengu þar einnig þjón- ustu, en Frakkar ráku sjúkrahúsið. Á Fáskrúðsfirði og víðar um land er mikið af merkum minjum um frönsku sjómennina og hefur Vík- verji oft velt því fyrir sér hvers vegna þessu húsi hefur ekki verið komið til bjargar og þar komið á fót safni. x x x Í Templarahúsinu á Fáskrúðsfirði,sem einmitt var gert upp með að- stoð franskra ungmenna sem gáfu vinnu sína, má kynna sér sögu frans- mannanna. Er það gott framtak en Víkverji telur að safnið ætti betur heima í Franska spítalanum og veit að framsæknir Fáskrúðsfirðingar hafa stofnað með sér samtök um að gera húsið upp og veita því þann sess sem því ber. Mætti þar sýna bréf þar sem Frakkarnir lýsa aðstæðum hér á landi og segja frá samskiptum sínum við Íslendinga. Einnig mætti sýna aðstæður sjómannanna um borð í „goelettunum“ sem þeir veiddu á, fatnaðinn sem þeir klæddust og segja frá sjóslysunum og aflabrögð- um. Þá er saga mæðra þeirra, eig- inkvenna og systra sem heima biðu og óttuðust um líf sjómannanna á þessum hættulegu fiskislóðum einn- ig áhugaverð. Fyrsti kvenbankastjórinn FYRIR nokkrum mánuð- um var birt fyrirspurn í þessum dálkum um sýn- ingu sem haldin var í Seðla- bankahúsinu rétt áður en það var tekið í notkun. Fjallaði sýningin um störf kvenna í atvinnulífinu og gátu gestir tekið þátt í get- raun þar sem spurt var hvenær viðkomandi gestur teldi að fyrsta konan yrði ráðin bankastjóri á Íslandi. Sagt var að öll svör yrðu geymd og sá eða sú sem svaraði rétt myndi fá verð- laun þegar þar að kæmi. Í blaðagreininni var spurt hvort einhver þeirra sem stóðu að þessari sýningu vissi hvort atkvæðakassinn væri enn til og geymdur á vísum stað. Ég man vel eft- ir þessari sýningu og fannst áhugavert að sjá hvaða svar bærist, en það hefur ekki enn birst í dálkum Vel- vakanda. Er ekki einhver sem veit svarið? Eru svörin enn geymd á vísum stað? Vin- samlega svari sá sem veit. Ein sem bíður spennt. Hver ber ábyrgð? ÉG þurfti að leita til nokk- urra opinberra stofnana í vikunni til að fá afgreiðslu á mínu máli og var það þvílík þrautaganga að ég vil ekki þurfa að ganga í gegnum slíkt á næstunni. Var hér um að ræða stofnanir eins og Fast- eignamat ríkisins, sýslu- mann og tollstjóra. Á öllum þessum stöðum var sama viðkvæðið: Ég veit það ekki, þú verður að tala við þennan eða þú verður að tala við hinn. Það er eins og enginn viti neitt eða geti tekið ábyrgð á einu eða neinu. T.d. hafði gleymst að senda pappíra hjá sýslu- manni sem áttu að vera komnir inn í kerfið. Að fá mín mál afgreidd kostaði mig mikla fyrirhöfn og var ég látin borga háa upphæð sem ég hefði kannski ekki þurft að gera ef afgreiðsla málsins hefði verið í lagi. Því spyr ég: Til hvers eru þessar stofnanir? Hver er ábyrgð þeirra? Eða ber enginn ábyrgð á neinu? Reið kona. Tapað/fundið Reiðhjól týndist Nýlegt fjólublátt Bronco Protrack karlmannsreið- hjól tapaðist í vesturbæn- um. Ef einhver hefur orðið var við þannig hjól í óskil- um eða veit hvar það er nið- urkomið vinsamlegast látið Bjarna Pál vita í síma 552 0480. Dýrahald Simbi er týndur SIMBI er rauðgulur, loðinn högni með stór brún augu og er eða var með gula köfl- ótta ól með gulu merki- spjaldi. Hann þekkir nafnið sitt ef kallað er á hann. Þeir sem vita eitthvað um hvar hann er eða hvar hann hef- ur verið vinsamlegast hringi í síma 565 6519 eða 847 6671 eða Kattholt. All- ar upplýsingar vel þegnar. Góð fundarlaun í boði. Bignús XII týndur BIGNÚS XII, sem er árs- gamall aristókratískur köttur, svartur með hvítar loppur og hvítan hálskraga eins og prestur, hvarf frá sumarhúsi í hlíðinni sunnan við Bifröst í júlíbyrjun. Hann er hændur að fólki og svarar nafninu sínu. Bignús XII er kominn í beinan karllegg af Bignúsi I sem forráðamaður hans eignað- ist 1964. Bignúsar XII er sárt saknað og finnandi er beðinn að hafa samband við Birgi Braga í síma 551 4586 eða farsíma 696 0656 og 847 7865. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ fjölskyldan erum ný- komin frá Danmörku þar sem við höfðum bíl frá Hertz á leigu í einn mán- uð. Við pöntuðum bílinn í gegnum bílaleiguna Fylki á Ísafirði og fengum verð í pakkann með öllu sam- an. Allt stóðst 100 prósent. Þeir höfðu ekki réttan bíl til afhendingar þegar við mættum úti og fengum við því næsta stærðar- flokk fyrir ofan á sama verði, glænýjan Ford Mondeo station. Frábær bíll. Okkur langar að þakka Fylki-bílaleigu á Ísafirði og Hertz á Kastrup- flugvelli fyrir frábæra þjónustu. Erik Pálsson og fjölsk. Frábær þjónusta hjá Fylki og Hertz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.