Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PHARMACO hefur fest kaup á um 51% hlutabréfa í Delta hf. Kaupverð bréfanna er um átta og hálfur millj- arður króna og verður greitt fyrir þau með hlutabréfum í Pharmaco auk þess sem gefin verða út ný bréf. Renni fyrirtækin saman í eitt, eins og stefnt er að, kemur Pharmaco til með að greiða alls um 17 milljarða króna til að eignast allt hlutafé í Delta. Hlut- hafarnir á bak við þau tæpu 49% hlutafjár sem eftir standa fá sent yf- irtökutilboð í hlutabréf sín frá Pharmaco á næstu vikum. Fáist sam- þykki þeirra fyrir yfirtökunni verður Delta hf. sameinað Pharmaco hf. Tæplega 15% þess hlutafjár sem Pharmaco keypti var í eigu þriggja aðila. Fjárfestingarfélagið-Brúskur ehf., Deiglan-Áman ehf. og Stein- grímur Wernersson skiptu á öllum sínum hlutabréfum í Delta hf., 32.229.526 að nafnvirði á genginu 77, fyrir bréf í Pharmaco. Fyrir átti Pharmaco örlítinn hlut í Delta en tryggði sér að auki kaup á hlutafé í Delta að nafnvirði 79.049.008 sem eru um 36% hlutafjár. Með þessum við- skiptum hefur Pharmaco tryggt sér samtals rúmlega 51% heildarhluta- fjár í Delta og nemur eignarhluturinn 116,5 milljónum króna sem jafngildir genginu 73 í Pharmaco. Delta hf. var stofnað árið 1981 en frá árslokum 1998 hafa umsvif fyrir- tækisins tæplega fimmtánfaldast, að því er fram kemur í fréttum Kaup- hallar Íslands. Fyrirtækið selur 20 samheitalyf til 20 landa, mest í Vest- ur-Evrópu, og er framarlega á sviði þróunar þess konar lyfja. Í kjölfar sameiningar við lyfjafyrirtækið Omega Farma ehf. og kaupa á danska markaðsfyrirtækinu United Nordic Pharma hefur Delta hf. styrkt stöðu sína verulega. Gengi bréfa fyrirtæk- isins hefur hækkað um ríflega 75% frá áramótum og markaðsvirði þess er talið vera um 17 milljarðar. Pharmaco hf. hefur einnig styrkt stöðu sína að undanförnu, með sam- einingu fyrirtækisins við hið búlg- arska Balkanpharma árið 2000. Framleiðslugeta Pharmaco hf. er mjög mikil og með opnun nýrrar full- kominnar lyfjaverksmiðju í Dupnitza í Búlgaríu á árinu eykst hún enn frek- ar. Gengi hlutabréfa í Pharmaco hef- ur aukist um tæp 70% frá áramótum. Markaðsverðmæti 46 milljarðar króna eftir samruna Sameinað fyrirtæki mun verða með þeim verðmætustu hérlendis auk þess að keppa við stærstu samheita- lyfjafyrirtæki á evrópskum mörkuð- um. Markaðsvirði sameinaðs fyrir- tækis mun væntanlega verða um 46 milljarðar miðað við gengi bréfa þeirra nú. Til saman- burðar má geta að verðmæti Íslandsbanka, sem er stærsta félag sem skráð er í Kauphöll Íslands, er um 46,5 milljarðar, skv. frétt frá Kaupþingi. Forstjórar fyrirtækjanna eru ánægðir með viðskiptin og telja að fyrirtækin bæti hvort annað upp. Ekkert hefur verið ákveðið um undir hvaða merkj- um sameinaða fyrirtækið mun starfa né heldur hvernig yfir- stjórn þess verður skipuð. Delta er góður kostur Forstjóri Pharmaco, Sindri Sindrason, segir fyrirtækin tvö eiga vel saman og telur þau bæta hvort annað upp. „Við erum í lyfjaframleiðslu og sölu erlendis, í Mið- og Aust- ur-Evrópu. Við höfum verið að byggja upp Balkanpharma sem selur lyf mest á þetta svæði. Í síðasta mánuði af- greiddum við sölu á heildversl- uninni sem við rákum hér á Ís- landi. Það gerðum við fyrst og fremst vegna þess að rekstur hennar var of ólíkur þeim rekstri sem við erum komin í í Búlgaríu. Við vild- um nýta það fé sem við losuðum með sölu heildverslunarinnar til að fjár- festa áfram í kjarnastarfsemi okkar, lyfjaframleiðslunni. Til að styrkja enn frekar þá einingu sem þar er er Delta mjög góður kostur. Þetta er fyrirtæki sem stendur framarlega í lyfjaþróun og við þekkjum vel til þess. Þessi fyr- irtæki passa mjög vel saman og bæta hvort annað upp. Það sem helst stóð í vegi fyrir að við gætum keypt eða sameinast Delta var heildverslunin, sem var í beinni samkeppni við Delta. Þegar við seldum hana skapaðist tækifæri til að fjárfesta í Delta og stefna að samruna. Nú höfum við keypt meirihluta en höfum áhuga á að sameina fyrirtækin í náinni framtíð. Við teljum að með því munum við búa til mjög öflugt fyrirtæki á sviði sam- heitalyfja og getum staðið hverjum sem er á sporði.“ Sindri segir að verði af samrun- anaum sé búið að leggja drögin að því að hið sameinaða fyrirtæki geti farið inn á hvaða markað sem er. „Við teljum markaðinn í Austur- Evrópu mjög áhugaverðan og höfum verið að ræða um að fjárfesta enn frekar á því svæði. Jafnframt munum við sækja á þau mið sem Delta hefur verið á.“ Sindri tekur fram að eftir eigi að koma í ljós hvernig þeir hluthafar sem eftir standa taki yfirtökutilboði Pharmaco en segist frekar eiga von á að því verði vel tekið. „Það getur tekið nokkurn tíma að ljúka ferlinu. Okkur liggur í sjálfu sér ekkert á í þeim efnum. Við teljum að fyrirtækin geti starfað áfram hvort í sínu lagi en byrjað að samnýta styrk- leika hvors fyrirtækis fyrir sig þar sem því verður við komið.“ Sindri segist ekki gera ráð fyrir fækkun starfsfólks. „Við sjáum starfsfólk Delta sem þeirra helsta styrkleika. Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur að nýta þá þekkingu sem er fyrir hendi hjá Delta. Hagurinn af þessu á ekki að felast í því að geta skorið nið- ur. Það góða við þetta er að við erum að leggja saman fyrirtæki sem eru að mörgu leyti ólík þótt þau starfi á sama markaði. Við fáum mjög mikið út úr samrunanum, en það er ekki sjálfgefið að svo sé þegar samruni á sér stað,“ segir Sindri. Uppbygging, ekki niðurskurður Hjá Delta ríkir ánægja með við- skiptin. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Delta hf., hefur sameining Delta og Pharmaco verið rædd í nokkurn tíma. „Fyrirtækin eru búin að vera að ræða um bæði samstarfs- möguleika og hugsanlega samein- ingu. Það eru klárlega mikil samlegðaráhrif í rekstri þessara tveggja fyrirtækja. Þessar vangavelt- ur um hvernig og hvort við ættum að stíga skrefið til sameiningar enduðu þannig að ákveðið var að Pharmaco keypti 51% í Delta.“ Róbert segir næstu skref óráðin. Ekkert hafi verið ákveðið hvernig stjórn hins samein- aða félags verði háttað. Hann segir kaupin nú vera fyrsta skrefið í átt að sameiningu. „Mér finnst þetta mjög spennandi skref. Delta hefur verið að vaxa gríðarlega undanfarið og við ætl- um okkur að setja 25 ný lyf á markað á næstu þremur árum. Með því að gera úr þessum tveimur fyrirtækjum eina heild erum við komin með stærð af fyrirtæki sem hentar vel á erlenda markaði,“ segir Róbert. Hann segir að þótt sameinað félag verði eitt þeirra alstærstu hér á landi snúist samruninn fyrst og fremst um að styrkja stöðu félaganna beggja er- lendis. Ekki sé um niðurskurð að ræða. „Delta hefur farið úr því að vera með 100 starfsmenn í 600 á tveimur og hálfu ári. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt fé- lag og munum því áfram þurfa að ráða til okkar hæft starfsfólk. Því er ekki að skipta að við séum að fara að skera niður,“ segir Róbert. Funduðu með fyrirtækjunum fyrir tveimur dögum Karl Wernersson er talsmaður þess hóps fjárfesta sem skipti á tæp- lega 15% hlut sínum í Delta fyrir hlut í Pharmaco. Í hópnum eru Fjárfesting- arfélagið-Brúskur ehf., Deiglan-Ám- an ehf. og Steingrímur Wernersson. Að baki honum stendur, auk bræðr- anna Steingríms og Karls, systir þeirra, Ingunn Wernersdóttir. „Forsvarsmenn Pharmaco höfðu samband við okkur fyrir tveimur dög- um. Þeir upplýstu okkur um að þeir væru búnir að tryggja sér 36% eign- arhlut í Delta, og kynntu okkur hug- myndir um framtíðarsýn sameinaðs félags. Okkur leist vel á hugmyndirn- ar og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Við skiptum því á hlutabréfum okkar í Delta og bréfum í Pharmaco til að greiða fyrir samrun- anum,“ segir Karl. Hann segir ljóst að félögin bæti hvort annað upp á marga vegu. „Þau starfa ekki á sömu mörk- uðum þannig að skörunin er mjög lítil. Samruninn gefur því tækifæri til enn frekari vaxtar. Félögin eru bæði til- tölulega lítil á alþjóðlegan mæli- kvarða og þessi samruni mun auka á samkeppnishæfni þeirra,“ segir Karl. Pharmaco hf. kaupir 51% hlutafjár Delta hf. fyrir 8,5 milljarða króna og stefnir að sameiningu Bæta hvort annað upp Sindri Sindrason Róbert Wessman Gangi sameining Pharmaco hf. og Delta hf. upp verður til lyfjarisi með markaðsverðmæti um 46 milljarða króna. Eyrún Magnús- dóttir spurði forstjóra fyrirtækjanna um þennan næststærsta samruna Íslandssögunnar og fékk álit sérfræðinga. eyrun@mbl.is BÚNAÐARBANKINN – VERÐBRÉF hefur umsjón með kaupunum á Delta. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaráð- gjafar Búnaðarbankans, segista telja samruna Delta og Pharmaco munu verða þann næst- stærsta sem fram hefur farið hérlendis, á eftir samruna Íslandsbanka og FBA á sínum tíma. „Í raun eru þetta 17 milljarðar sem Pharma- co mun greiða með einum eða öðrum hætti þegar upp er staðið. Á bak við þessa 8,5 millj- arða sem greiddir eru nú er aðeins 51% hluta- fjár en markmiðið er að kaupa 100% hlut í Delta. Með því að eignast meirihluta í Delta tekur Pharmaco á sig yfirtökuskyldu og mun því gera þeim hluthöfum Delta sem eftir standa tilboð í bréf þeirra á sama gengi og selt var á. Á næstunni munum við senda tilboð til allra hluthafa Delta og síðan hafa hluthafarnir nokkrar vikur til að svara.“ Guðmundur segist vænta þess að virði bréfa þeirra hluthafa sem eftir standi muni aukast verulega í kjölfar skipta þeirra á bréfum í Pharmaco. Hann seg- ir virði bréfanna nú þegar hafa aukist um 7%. „Úr þessu verður til feiknarlega sterkt lyfja- fyrirtæki með eigið fé vel á annan tug millj- arða. Fyrirtækið verður eftir samrunann í flokki með stóru samheitalyfjafyrirtækjunum í Evrópu. Þetta verður alvöru fyrirtæki á al- þjóðavísu. Þar að auki mun það líklega skapa 7 til 8 milljarða króna rekstrarhagnað á þessu ári. Styrkleiki Delta hefur verið sá að koma samheitalyfjum sínum fljótt á markað og vera með öfluga þróunardeild. Í þessum bransa er mikilvægt að koma fyrstur inn á markað. Styrkur Pharmaco liggur í gríðarlega mikilli framleiðslugetu, t.d. í Búlgaríu. Pharmaco hefur byggt upp öflugt dreifinet í Mið- og Austur-Evrópu á meðan Delta er sterkt á mörkuðum í vestanverðri Evrópu. Sameinuð eru þessi fyrirtæki í góðri stöðu. Þetta er ekki samruni til sparnaðar,“ segir Guðmundur. Stærð sameinaðs félags gæti aukið áhuga er- lendra fjárfesta á íslenskum markaði Að mati greiningardeildar Landsbankans undirstrika kaupin hið mikilvæga hlutverk sem verðbréfamarkaður gegnir í hagkerfinu. Í þessu tilviki snýst það um möguleikann á aukinni samþættingu og uppbyggingu á stærri rekstrareiningum sem vonandi leiða til auk- innar samkeppnishæfni og sóknar á mörk- uðum. Sé litið á málið í þrengra samhengi má sjá að með samrunanum verði hlutabréf að öll- um líkindum seljanlegri og þar með fái hlut- hafar betra verð. Stærð sameinaðs félags gæti gert það að verkum að áhugi erlendra fjár- festa á íslenskum hlutabréfamarkaði aukist. Greiningardeild Landsbankans telur eink- um þrjá þætti kaupa Pharmaco á Delta geta myndað virðisaukandi samlegðaráhrif. Í fyrsta lagi geti nýting á lyfjaþekkingu Delta og framleiðslugetu Balkanpharma gefið hinu nýja félagi sterkari stöðu á markaði. Delta býr við sérstakar aðstæður þar sem félagið nýtur þess að ekki hefur verið sótt um aðferða- einkaleyfi á Íslandi fyrir mörg lyf sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum. Það gerir að verk- um að Delta getur framleitt lyf án þess að leggja út í verulegan þróunarkostnað á sjálfu lyfinu og getur svo selt þau inn á helstu mark- aði í Vestur-Evrópu þegar sérleyfin renna út. Pharmaco starfrækir þrjár verksmiðjur í Dup- nitsa, Troyan og Razgrad í Búlgaríu þar sem einnig eru framleidd samheitalyf. Pharmaco er nú stærsti lyfjaframleiðandi í Búlgaríu og selur um 46% af framleiðslu sinni á innan- landsmarkaði í Búlgaríu. Pharmaco býr yfir öflugu framleiðslukerfi og því felst ákveðið tækifæri í því að sameina þessa tvo kosti félag- anna. Í öðru lagi megi líklega ná fram hagræð- ingu í rekstri félaganna með þeirri áhættu- dreifingu sem felst í aðgangi að sameiginlegum markaðssvæðum þeirra. Hið sameinaða félag starfi samanlagt á fleiri mörkuðum en þau geri hvort í sínu lagi. Í þriðja lagi felist möguleikar í samnýtingu dreifingarkerfa og hlutfallslegri lækkun á yfirbyggingu miðað við umfang. Greiningardeild Landsbankans bendir á að sé samruni fyrirtækja skoðaður sögulega sjá- ist að oft getur reynst erfitt að ná fram til- settum samlegðaráhrifum. Kaup Pharmaco á Delta séu því ekki með öllu áhættulaus. Atriði á borð við ólíka fyrirtækjamenningu geti auk- ið kostnað eða jafnvel gert sameiningu óhag- kvæma. Hluthafar verði því að fylgjast grannt með framvindu mála. Greiningardeild Lands- bankans telur verðlagningu á Pharmaco og Delta fyrir samruna hóflega en að með sam- runa ættu líkur á auknum vexti að aukast. Deildin telur athyglivert að innherjar í báð- um félögum hafa selt hlutabréf að undanförnu vikum, síðast hafi GMGT Investment, sem er í eigu Gueorg Tzvetanski, stjórnarmanns í Pharmaco, selt 5,14% hlut. sinn í fyrirtækinu. Lægri ávöxtunarkrafa Iða Brá Benediktsdóttir hjá greiningardeild Kaupþings segist telja það jákvætt fyrir hlut- hafa beggja fyrirtækja ef verður af samein- ingu. „Verð á þessum fyrirtækjum hefur verið ágætt og við höfum mælt með kaupum í þeim báðum. Fjárfestar munu að öllum líkindum gera lægri ávöxtunarkröfu til sameinaðs fyr- irtækis þar sem áhættan verður dreifðari í kjölfar sameiningar. Þar sem fyrirtækin starfa ekki á sömu mörkuðum ættu einnig að nást full samlegðaráhrif. Hér er ekki um það að ræða að fyrirtækin séu að berjast um sama bitann. Sameinað fyrirtæki gæti þó frekar vakið athygli stóru frumheitalyfjafyrirtækj- anna og þar með gæti hættan á því að þeir geri þeim erfitt fyrir að koma nýjum lyfjum á markað aukist. Má þá vísa til málaferla Lund- beck á hendur viðskiptavinum Delta. En þótt sú hætta sé fyrir hendi er stærra fyrirtæki mun betur í stakk búið að takast á við slíkt,“ segir Iða Brá. Sautján milljarða samruni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.