Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEGT umferðarátak lögregl- unnar í Reykjavík, slysalaus dag- ur í umferðinni, gekk vel framan af degi í gær, að sögn lögregl- unnar. Um klukkan 16 höfðu orð- ið 7 minniháttar árekstrar, en til samanburðar verða að meðaltali 14–16 umferðaróhöpp daglega í Reykjavík. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að umferðin hefði gengið vel í gærmorgun en hins vegar versn- að eftir því sem leið á daginn, samhliða versnandi veðurskil- yrðum. Hefðu ökumenn ekki tek- ið nægilega mikið tillit til þessara þátta. Um hálfellefuleytið í gærkvöldi hafði verið tilkynnt um 13 minni- háttar umferðaróhöpp í Reykja- vík. Þá barst tilkynning til lög- reglunnar skömmu upp úr kl. 19 um að 2 ára barn hefði orðið fyr- ir bíl til móts við Hringbraut 103 í Vesturbæ. Að sögn lögreglu fór barnið út á götuna milli tveggja kyrrstæðra bíla og lenti þar á hægri framhlið bílsins sem ekið var í austurátt. Foreldrar barns- ins fóru með drenginn á slysa- deild en hann skrámaðist á höfði og tennur brotnuðu. Að sögn lög- reglu reyndist hann ekki alvar- lega slasaður. Meðal þess sem lögreglan gerir á slysalausa deginum er að fylgj- ast grannt með notkun bílbelta, ástandi ökutækja og almennri umferðarhegðun. Voru lögreglu- þjónar á bifhjóli með auga á hverjum fingri auk fjölda ann- arra lögreglumanna í borginni. Lögreglan bauð ökumönnum sem höfðu vanrækt þá lagaskyldu að spenna bílbeltin að sleppa við 5 þúsund króna sekt en fara í staðinn í sérútbúna Volkswagen- bifreið, svokallaða „veltibifreið“, á Sæbrautinni. Þar fengu öku- menn að kynnast því hvaða ör- yggi er að bílbeltum þegar bif- reiðinni var snúið á hvolf eins og hún væri að velta á 25 km hraða. Lögreglan stöðvaði hundruð öku- manna og 28 þeirra voru ekki með beltin spennt. Völdu þeir að spara sér sektarútgjöldin með því að fara í nokkrar veltur í Fólks- vagninum. „Finnur vel þrýstinginn“ „Maður finnur vel þrýstinginn þegar maður veltur og hangir í beltunum,“ sagði Guðni Hjörleifs- son, einn ökumanna sem prófuðu veltibifreiðina í gær. „Maður get- ur vel ímyndað sér hvernig færi ef maður væri ekki í beltunum.“ Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn sagði að ökumenn á leið í vinnu hefðu almennt verið stressaðir í gærmorgun og mikið að flýta sér. Þess vegna hefði það ekki flýtt fyrir þeim að þurfa að sæta afskiptum lögreglu fyrir beltaleysið. Fólksvagninn á Sæbrautinni laut stjórnar Arnars Nikulássonar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum og sagði hann að þeir sem próf- uðu gripinn kæmu undrandi út að loknum nokkrum veltum. „Við- brögðin eru mjög jákvæð og fólk trúir því varla hvað beltin halda manni í sætinu,“ sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem lögreglan stendur fyrir slysalaus- um degi í umferðinni. Slysalausi dagurinn var haldinn 24. ágúst í fyrra og bárust þá 13 tilkynn- ingar um umferðaróhöpp, rétt undir dagsmeðaltali. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan tók ekki hart á broti á lögum sem skylda ökumenn til að spenna beltin, en bauð í staðinn upp á bíl- beltapróf í sérstakri veltibifreið. Ekki þáðu allir prófið og kusu að greiða sektina. Góður árangur framan af á „slysalaus- um“ degi Útflutningur nýrr- ar iðnaðarfram- leiðslu eykst ört sama tímabil í fyrra. Verð hafi hækkað um 20% og magnið hafi stóraukist. Fram til ársins 2000 hafi verið flutt út lyf fyrir innan við hálfan milljarð króna á ári. Árið 2000 hafi útflutningurinn meira en tvöfaldast og þá hafi hann numið tæplega 1,3 milljörðum króna. Þessi þróun hafi haldið áfram árið 2001 en það ár hafi útflutningurinn þrefaldast og orðið um 3½ milljarður. Ekkert lát á útflutningi lyfja Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að ekkert lát virðist á vexti útflutnings lyfja og í ár sé þegar búið að flytja út lyf fyrir tæpa 3 milljarða króna, sem sé meira en þreföldun frá því á fyrri helmingi 2001. Af þessu megi ráða að há- tæknigreinar séu sífellt að renna fleiri stoðum undir þjóðarbúskapinn og skapa bæði störf og verðmæti. Ennfremur virðast möguleikar til áframhaldandi vaxtar í mörgum til- vikum mjög miklir. Í vefritinu segir að hástökkvar- arnir séu lyf og lækningavörur. Út- flutningur lækningatækja hafi vaxið stöðugt á undanförnum árum, úr 300 milljónum króna árið 1997 í 2,3 milljarða króna í fyrra. Í ár hafi út- flutningur lækningatækja meira en tvöfaldast að verðmæti miðað við VERÐMÆTI vöruútflutnings jókst á fyrri hluta ársins um 18% frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Þar segir einnig að vöxturinn hafi á undanförnum árum verið í nýjum greinum vöruútflutnings og að þrír vöruflokkar standi upp úr í þessu sambandi, en það séu raf- eindavogir, lyf og lækningavörur. Fram kemur að útflutningur á rafeindavogum standi á gömlum merg og að hann hafi numið milli 1 og 1½ milljarðs króna á ári. Í fyrra hafi útflutningur voganna numið 2,8 milljörðum króna og á fyrri hluta þessa árs sé hann 12% meiri en á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir 5% verðlækkun. Verðmæti vöruútflutnings jókst um 18% fyrri hluta ársins miðað við 2001 Stefnt að víðtækri leit að Paita LÖGREGLAN á Akureyri óskar eft- ir upplýsingum um ferðir Davides Paita, 33 ára ítalsks ferðamanns, hinn 7.–10. ágúst. Hugsanlegt er að Paita hafi týnst á Látraströnd í Eyjafirði. Stefnt er að því að hefja víðtæka leit um helgina að Paita að nýju ef engar upplýsingar berast sem geta varpað ljósi á ferðir hans. Gert er ráð fyrir að björgunarsveit- ir við austanverðan Eyjafjörð taki þátt í leit á landi og sjó. Þá er hugs- anlegt að leitað verði einnig úr lofti. Paita gaf sig fram við sundlaugar- starfsmann á Grenivík fyrir um tveimur vikum og bað hann að gæta fyrir sig búnaðar meðan hann færi í gönguferð á Látraströnd. Var reikn- að með að hann yrði kominn til baka innan tveggja daga. Búnaðurinn var geymdur fyrir Paita en hans hefur ekki verið vitjað síðan. Lögreglan á Akureyri segir að til hans hafi sést við umferðarmiðstöðina um tíuleytið hinn 10. ágúst og því sé talið að hann hafi ferðast á milli Grenivíkur og Ak- ureyrar. Óskað er eftir því að þeir, sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir hans, hafi samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7700. ♦ ♦ ♦ málið. Einnig verði fjallað nánar um skipulagsmál en í aðalskipulagi gamla Gnúpverjahreppsins er ekki gert ráð fyrir lóni vegna Norðlinga- ölduveitu. Már segir að samkvæmt því geti hreppurinn ekki veitt fram- kvæmdaleyfi fyrir veitunni. Bókun meirihlutans um úrskurð- inn er sem hér segir: „Í úrskurðinum kemur einkum tvennt á óvart, annað að mat á ein- stökum þáttum í fimmta kafla er í flestum tilfellum metið verulegt og óafturkræft en í úrskurði er samt sem áður fallist á framkvæmdir. Þá er einnig fallist á lón í 578 metra hæð yfir sjó, sem ekki verður séð að framkvæmdaraðili hafi farið fram á, heldur þvert á móti ítrekað fullyrt að ekki komi til greina vegna of mikilla HREPPSNEFND Skeiða- og Gnúp- verjahrepps kom saman til fundar í gær þar sem m.a. var fjallað um úr- skurð Skipulagsstofnunar vegna Norðlingaölduveitu. Engin sam- þykkt var gerð um málið en bæði meiri- og minnihluti lögðu fram bók- anir þar sem fram kemur mismun- andi afstaða til úrskurðarins. Meiri- hlutinn vill láta kanna frekar hvort úrskurðurinn verði kærður til um- hverfisráðherra en minnihlutinn vill ekki að sveitarfélagið leggi fram kæru. Að sögn Más Haraldssonar í Há- holti, oddvita meirihlutans, má búast við að á næsta hreppsnefndarfundi í byrjun september verði tekin ákvörðun um það hvort hreppurinn kæri. Menn séu ekki á eitt sáttir um umhverfisáhrifa. Þá verður ekki séð af framlögðum gögnum að þörf fyrir mótvægisaðgerðir sé minni fyrir þá lónhæð en 575 metrar yfir sjó. Skil- yrði sem sett eru eru sum hver óásættanleg og var hafnað í umsögn- um hreppsnefndar. Ekki er því ástæða til að falla frá þeirri stefnu- mörkun sem fyrir liggur í drögum að aðalskipulagi fyrir Gnúpverjahrepp, en kannað verði fyrir næsta fund hreppsnefndar hvort kæra eigi úr- skurðinn til umhverfisráðherra.“ Farið eftir settum leikreglum Þrándur Ingvarsson í Þrándar- holti, oddviti lista Framfarasinna í minnihluta hreppsnefndar, segir bókanirnar sýna að menn séu ekki á eitt sáttir um úrskurð Skipulags- stofnunar og fyrirhugaðar virkjana- framkvæmdir. Hann segir enga ástæðu til þess að ganga framhjá úr- skurðinum. Í bókun minnihlutans segir: „Skipulagsstofnun hefur fallist á gerð Norðlingaölduveitu í 575 og 578 metra hæð yfir sjó með skilyrðum. Úrskurður Skipulagsstofnunar er unninn af fagmennsku og í þessu máli hefur í öllu verið farið að þeim leikreglum um umhverfismat sem settar hafa verið af Alþingi. Með til- liti til hagsmuna sveitarfélagsins, svo og samfélagsins í heild, sem og þess að Skipulagsstofnun telur að lón í 575 og 578 metra hæð yfir sjó valdi ekki umtalsverðum umhverfis- áhrifum, telja Framfarasinnar ekki ástæðu til að kæra úrskurðinn.“ Bókað á víxl á fundi í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær Kannað hvort úrskurð- ur verður kærður HLUTABRÉF Flugleiða hf. hafa hækkað um 14% síðustu tvo daga og var lokagengi gærdagsins 2,85. Markaðsverð félagsins hefur á þess- um tveimur dögum hækkað um rúm- ar átta hundruð milljónir króna og er nú 6.575 milljónir króna. Um áramót var gengi bréfanna 1,75 og hefur markaðsverð félagsins hækkað um rúmlega 21⁄2 milljarð króna frá þeim tíma, eða um 63%. Milliuppgjör Flugleiða var birt eft- ir lokun markaða fyrir tveimur dög- um og í því má sjá að verulega dró úr kostnaði félagsins á öðrum fjórðungi ársins. Afkoma Flugleiða batnaði um 1,6 milljarða króna og nam hagnaður- inn 50 milljónum króna. Að sögn stjórnenda félagsins er helmingur batans vegna bættra ytri aðstæðna, en helmingur vegna hagræðingarað- gerða sem gripið var til á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá félag- inu eru 2⁄3 hlutar batans á öðrum fjórð- ungi ársins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld vegna flug- véla, EBITDAR, er tæpir 2,8 millj- arðar króna á öðrum fjórðungi og eykst um rúma 1,4 milljarða króna, eða úr 12,3% af rekstrartekjum í 26,0% rekstrartekna frá sama tíma- bili fyrra árs. Fyrir fyrstu sex mánuði ársins var EBITDAR 2,5 milljarðar króna, sem þýðir að tap var fyrir af- skriftir og leigugjöld flugvéla á fyrsta fjórðungi ársins, en EBITDAR sýnir það sjóðstreymi sem reksturinn skil- ar til að standa undir kostnaði af notkun eigna. Í þessari batnandi afkomu fyrir af- skriftir og leigugjöld flugvéla vegur þyngst hversu mikið kostnaðurinn hefur lækkað, sérstaklega á öðrum fjórðungi. Rekstrargjöld án afskrifta lækka um tæplega 1⁄2 milljarð króna á fyrsta fjórðungi ársins en um tæplega 1,8 milljarða króna á öðrum fjórðungi, eða samtals um tæplega 2,3 milljarða króna. Þetta þýðir að lækkun gjalda á öðrum fjórðungi ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, nam að meðaltali 20 milljónum króna á dag. Uppgjör annars árs- fjórðungs Flugleiða hf. Gjöld lækka um 20 milljónir króna á dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.